Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Síða 6

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Síða 6
Oánægðir með stokkakerfið Ltmdfrœðinemar telja að verið sé að reisa deildarmúra utan um raunvísindadeild Róttækar breytingar Breyttar úthlutunarrejylur Stúdentasjóðs fela í sér að höfðatölustyrkir hakka ojj smástyrkir verða lajjðir af Mikil óánægja hefiir ríkt í upphafi skólaársins meðal landfræðinema með stokkakerfið, nýtt fyrirkomulag um uppröðun kennslutíma og prófa í verkfræði- og raunvísindadeild. Björn Sigurjónsson formaður Fjallsins, félags jarö- og land- fræðinema segir nýja kerfið helst bitna á landfræðinemum þar sem þeir leiti mikið í námskeiö í félags- vísindadeild og einnig í viðskipta- og hagfræöideild. Hann bendir á að landfræðinemar þurfi aö sækja a.m.k. 12 ein. út fýrir deildina auk þess sem margir kjósi að taka auka- greinar í félagsvísindadeild. Að óbreyttu skerðast möguleikar land- fræðinema að sækja tíma í félags- vísindadeild þar sem stundatöflur skarist mikið. I nýja kerfinu er hver kennslutími 35 min. en 45 mín. í hinu eldra. Jafnvel þótt eyður séu í stundatöflu landfræðinema er ólíklegt aó þeir nái heilum tíma í félagsvísindadeild. Guðrún Olafsdóttir, skorarfor- maður jarð- og landfræðiskorar, sagöi á fúndi með landfræðinem- um um þetta mál að kennarar í skorinni hafi haft nokkrar efa- semdir um stokkakerfið og hafi lýst þeim vilja sínum aö rneiri tíma þyrfti til undirbúnings breyting- anna. Hins vegar hafi verið sam- þykkt á deildarfúndi raunvísinda- deildar að framkvæma breyting- arnar strax. Hún benti á aö kostir stokkakerfisins væru ótvíræðir fýrir flestar greinar innan deildarinnar. Deila mætti deila um hvort það hentaði í landfræði. Greinin ætti margt sameiginlegt með félagsvís- indum og þess vegna mjög algengt að nemendur sæktu tíma þar. Jafnvel þótt landfræöi eigi aö heita í stokkakerfinu nást ekki þau markmið kerfisins að öllum fý'rírlestrum ljúki fýrir hádegi. Fyrirlestrar dreifast þvert á móti yfir allan daginn með tilheyrandi eyðum. Rót vandans telur Guðrún að rekja megi til skorts á kennaraliði og húsnæði. Hún taldi að kennarar gætu hliðrað til og leyft nemendum að sleppa tímum til að mæta annars staðar. Þá ættu töflusmióir að geta áttað sig á þörfúm stúdenta og rýmt til á stundaskránni til að þeir kæmust í helstu fýrirlestra í öðrum deildum. Stúdentaráð samþykkti á fúndi sínum 14. september sl. að gera róttækar breytingar á úthlutunarreglum Stúdentasjóðs. Sem fýrr verður hlutverk sjóðsins tvíþætt: að efla félags-, firæðslu- og menningarstarfsemi stúdenta og alþjóðastarf skorar-, deildar- eða fagfélags við Háskólans. Stærsta breytingin felur aftur á móti í sér ríflega hækkun á upphæö höfða- tölustyrks og lækkun fastastyrks á hvert félag úr 20 þúsund krónum í 15 þúsund. Smástyrkir lagðir af Til að unnt sé að framkvæma þess- ar breytingar verða smástyrkir til útgáfú blaðsnepla og kaffiveitinga á fúndum lagðir af. Eftir sem áður fá fámenn félög, sem fá úthlutað lágum höfðatölustyrk, áfram smástyrki, svo framarlega sem þau þurfi á þeim að halda. Fá á að draga úr veitingu sérstyrkja til félagsstarfs en áhersla fremur lögð á að styrkja ráðstefnu- og fúnda- hald. Guðmundur Steingrímsson formaður Stúdentaráðs segir nýju reglurnar einfaldar en tími hafi verið kominn til að leggja af smástyrkina. Hér eftir ættu fastir styrkir, höfðatölustyrkur og fasta- styrkur, eingöngu að renna til almenns félagsstarfs, sem félögin heföu fúllt umráð yfir. Uthlutun sérstyrkja yrði aftur á móti strangari, þeir yrðu eyrnamerktir stærri viðburðum, fúndum og ráð- stefnum. Fyrsta úthlutun í október Ný stjórn Stúdentasjóðsins hefúr verið skipuð og kom hún saman í íýrsta sinn íýrir skömmu. I henni sitja þrír fulltrúar tilnefndir af formönnum nemendafélaga og tveir sem tilnefndir voru á fúndi Stúdentaráðs. Umsóknarfrestur vegna fýrstu úthlutunar verður auglýstur á næstu dögum en búast má við að fýrst verði úthlutað úr sjóðnum urn miðjan október. SPURT & SVARAÐ Guðmundur Steingrímsson, form. SHÍ Kemur Akademía, símaskrá stúdenta, útfyrir eða eftir áramót? „Hún á að koma út fýrir áramót. Hún hefur alltaf átt að koma út fýrir áramót. Nýlega hefúr verið ráðinn ritstjóri sem mun sjá um alla þætti útgáfunnar í senn, s.s. auglýsingasöfnun og ritstjórn. I’cssi ritstjóri er undir miklum þrýstingi að koma símaskránni út sem fýrst. Hann hefúr alla möguleika til þess enda hefúr hann alla þræði í hendi sér. I’aö er einnig mikilvægt að stúdentar bregðist vel við þegar farið verður frarn á það að þeir leiðrétti símanúmer og heimilisföng á listum sem verða látnir ganga. Góð símaskrá hefúr rétt símanúmer!" FRÉTTAVIÐTAL „Færa þarf jafnréttis- umræðu á hærra plan“ Stbl.: „Hvers vegna ræðst StúdentaráS í aS standa fyrir jafnréttisdögum? Hefur fólk ekki fengiö nóg af jafnréttisumræðunni?" Sigrún: „Nei, alls ekki. Það hefúr ekki verið haldin jafnréttisráðstefna áður á vegum Stúdentaráðs. Þess vegna held ég að það sé kominn tími til að halda slíka ráðstefnu og vekja ungt fólk í háskólanum til umhugs- unar um þessi mál. Forveri minn í starfi, Málfríður Gísladóttir, komst að því á síðasta ári með víðtækri upplýsingasöfnun aö Há- skólinn er mjög aftarlega á merinni þegar kemur að jafnréttismálum. Nokkrir vel sóttir fúndir um mismunun kynjanna í fýrra sönnuðu að áhuginn á efninu er mikill. Að mínu mati er margt sem þarf aó komast inn í almenna umræöu um jafnrétti aftur. Satt að segja hefur sáralítið verió rætt um jafnréttismál í Háskólanum.” Stbl.: Hver verða viðfangsefni jafnréttis- daganna? Sigrún: Við tökum fýrir rnörg, ólík og fjölbreytt viðfangsefni. Sum eru ný og hafa verið rædd að undanförnu og má þar nefna umræðu um karla og jafnrétti. Nokkuð hefúr verið íjallað um þetta efni í tengslum viö stofnun karianefndar Jafnréttisráðs. Síöan eru önnur efni sem hafa verió mikið rædd en virðast hafa fallið út á síðustu árum. Gott dæmi um þetta er klám og ég held að mjög skemmtilegt veröi að taka á því efni. Hægt er að íjalla um klám á marga vegu. Þannig má líta á klám sem þátt sem ýti undir kynferðislegt ofbeldi, ræöa má um klám út frá hugsjónum um frelsi og loks er auóvelt að velta fýrir sér muninum á klámi og erótík og hlutverki þessara fýrirbæra í listsköpun. Þá veróur fróðlegt aó ræða hugmyndir manna um „reynsluheim” kvenna og karla og reyna út frá því að skil- greina jafnréttisbaráttu síðustu áratuga. Konur hafa annars vegar kvartað yfir því að vera kúgaðar og sagst hafa verið ýtt í ákveóin hlutverk. Þeim hafi jafnframt verið eignaðir ákveónir eiginleikar, s.s. fórnar- iund, samviskusemi og umhyggjusemi. A sama tíma hafa margar konur háó jafnréttis- baráttu sína á þeim grunni að konur séu öóruvísi, sérstakur hópur. Konur hafa Sigrún Erla Egilsdóttir kvennafulltrúi Stúdentaráðs er ein þeirra sem skipulagt hafa jafnréttisdaga en þeir verða haldnir í Háskólanum dajjana 17.-21. október. Sijjrún telur tímabxrt að efla umrœðu háskólafólks um jafnréttismál enda telur hún sáralítið hafa verið rœtt um jafnrétti kynjanna í Háskóla íslands á undanjjenjjnum misserum. Afþví þannig unnið út frá því að þær hafi ákveðna eiginleika en þetta eru einmitt þeir eigin- leikar sem konur segja að hafi verið troðið upp á sig. Með þetta í huga er auðvelt að spyrja á hvaða forsendum eigi aó haga jafnréttisbaráttunni. ” Stbl.: „VerSur launamisrétti kynjanna ofar- lega ó baugi?" Sigrún: „Það verður ekkert fjallaö um launamál aö þessu sinni enda var það efni rætt síöasta vetur og í vor. Þaö þýöir þó ekki að umræðu um launakjör kynjanna sé lokið. Þvert á móti er það viófangsefni mjög áleitið og það er sérlega mikjlvægt að málefnaleg umræða um launamál verði ekki kæfö.” tilefni hefur hún ásamt framkv&mda- stjóra Stúdentaráðs, Kamillu Rún Jóhannsdóttur, skipidajjt röð fyrirlestra ojj málfimda á jafnréttisdöjjum sem haldnir verða á vejjum Stúdentaráðs dajjana 17.-21. október. Stúdentar ojj kennarar, frÆmenn sem listamenn ojj stjórnmálamenn sem embœttismemi hafa í þessu skyni verið fenjjnir til að r&ða um jafnrétti frá ýmsum hliðum. Stbl.: Til hverra ó einkum að höfða með dagskrónni ó jafnréttisdögum? Sigrún: „Við vonum að dagskráin höföi til beggja kynja og yfir pólitísk landamæri. Við viljum fá sem flesta til að tala og reyna að draga fram sjónarmið nýrrar kynslóðar, ungs fólks sem er í háskólanum. Vió ætlum aó foróast að stilla upp viðteknum kenn- ingum og dæma þær eða velja á milli ólíkra fýlkinga sem þegar hafa lagt sitt af mörkum í jafnréttisbaráttunni. Við erum ekki að fara aó gera upp á milli leiða Kvennalistans eða Sjálfstæðra kvenna, svo að dænii sé tekið. Markmið með dagskránni er þannig annars vegar að færa umræöu um jafnréttismál á hærra plan og greina viðfangsefnið faglega og málefnalega. Hins vegar hefúr undir- búningshópurinn lagt áherslu á að dag- skráin verði heldur ekki of þung. Þar af leiðandi verða sumir dagskrárliðir afslapp- aðir og óformlegir. Skipulagðar verða sam- drykkjur og fýrirlestrar verða ýmist haldnir í háskólanum, á Sólon Islandus eða í Loít- kastalanum. Það er mikilvægt aö menn séu ekki allt of alvarlegir þegar jafnréttismál kynjanna eru rædd heldur geti nálgast viðfangsefni sitt á léttu nótunum líka. Það heíúr lengi loðað við jafnréttisbaráttuna að ákveðin hugtök hafa hreinlega fælt fólk frá. Fólk þarf ekki að segja feminismi, það segir bara fe... og allir eru roknir burtu.” Stbl.: „Þú ert nýtekin við sem kvennafulltrúi Stúdentaróðs. Hverf verður hlutverk þitt í vetur?" Sigrún: „Þar er sannarlega á mörgu að taka. Eg mun halda áfram þar sem frá var horfið að kanna stöðu kynjanna í Háskólanum og á vinnumarkaði eftir að námi er lokið. Mál- fríður hóf þetta starf í fýrra og boðaði til fúnda um jafnréttismál. Slíkt hið sama mun ég gera en mun einnig leitast við að virkja hóp manna til umræðu um þessi mál. Það er ómögulegt að standa í þessu ein, heldur er nauðsynlegt að vinna að þessum málum út frá breiðum grunni.“ Stbl.: „Er réttlætanlegt að starfandi sé sérstakur kvennafulltrúi? Væri ekki réttara að róðinn sé jafnréttisfulltrúi sem sinnti jafnréttismólum í víðari skilningi og gætti þess að hóskólastúdentum sé ekki mismunað eftir kynferði, fötlun, kynhneigð eða litarhætti?" Sigrún: „Stúdentaráð skipaði kvennafúlltrúa í því skyni að kanna stöðu kvenna í Háskól- anum. Þetta var gert aó erlendri fýrirmynd. Staðan á rétt á sér þar sem enn er langt í land aö jafnrétti kynjanna náist. Aftur á móti get ég tekið undir það sjónarmið að nauðsynlegt er að sinna réttindamálum ýmissa hópa í skólanum, s.s. fatlaðra. Einnig þyrfti að kanna hvort samkynhneigðir hafa jafnan rétt og gagnkynhneigðir t.d. innan lánasjóðsins. I þessu skyni væri ákjósanlegt að starfrækja sérstaka jafnréttisnefnd, þar sem kvennaíúlltrúi ætti sæti.” Eftir Þórmund Jónatansson

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.