Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Side 7

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Side 7
STUDENTAR 7 V A K A R Ö S K V A L ■ , . " é '■ ■'■■■.■■ . " ■■■■■■ ■' ' ' " ' .'■ ' '. | Enginn uppgjafartónn í okkar herbúSum Stbl.: „Verður félagslífið á útopnu hjá ykkur Vökumönnum í vetur?“ Birgir: „Já, félagslífið verður þróttmikið hjá okkur í vetur alveg eins og síðasta vetur. I’á var mikið um það rætt í skólanum hversu öflugt félagslífið var innan Vöku og ég get lofað að það verður ekki lakara í vetur. Við hófúm starfið með hórsmerkurferð í sumar og buðum upp á nýnemakynningu þann 15. sept. sl. og ætlum að fylgja þessu eftir af krafti. Skemmtanir og ferðalög verða áberandi og sömuleiðis málfundastarf. íá munum við brydda upp á nýjungum og vonandi verða stúdentar með á nótunum. Málefnastarf verður öflugt og ég ætla ekkert að draga dul á þaö að við ætlum okkur aö rífa það upp. Eg tel í ljósi úrslita síðustu kosninga að mitt hlutverk sem formanns félagsins sé að taka á þeim málum og við ætlum okkur mikið.“ Stbl.: „Hvað með blaðaútgáfú?“ Birgir: „Jú, við stefnum að því að vera dugleg í útgáfúmálum. Við hófúm útgáfúna með útgáfu 60 ára afmælisrits félagsins. Utgáfúmál veröa með hefðbundnu sniói, þó aö með nýjum ritstjóra Vökublaðsins fylgi breyttar áherslur.“ Stbl.: „Snýst allt félagsstarf um undirbúning kosninga?“ Birgir: „Alls ekki. Vaka gegnir tvíþættu hlutverki. Annars vegar reynum við að glæða háskólasamfélagið lífi og gerum það með fjölbreyttum hætti. Hins vegar höfiim við það markmið að berjast fyrir hagsmunum stúdenta. Við stöndum í því af hugsjón og bjóðum okkur fram á þeim vettvangi þar sem við teljum okkur geta haft áhrif. I’að er ekki upphaf og endir Vöku að öðlast völd í Stúdentaráði." Stbl.: „Röskva hefúr um þessar mundir ríflegan meirihluta í Stúdentaráði sem ekki vinnst auðveldlega í einum kosningum. Dregur þetta úr baráttuþreki Vökumanna eða mun þessi staða efla starfið í vetur?“ Birgir: „I’að er alveg ljóst að tap getur veriö niðurdrepandi. En það getur líka þjappað fólki saman. Eg held að það sé að gerast í Vöku. Vaka er 60 ára gamalt félag sem hefúr gengið í gegnum ýmislegt og það þarf meira til að lama félagið. I’aó er að minnsta kosti enginn uppgjafartónn í okkar herbúðum.“ Stbl.: „Telur þú raunhæft að Vaka geti náð meirihluta í SHI í vetur eða stefnið þiö að því að vinna hann í tveimur skrefúm?“ Birgir: „Auðvitað er allt hægt þó að erfitt verði að vinna upp þennan mun í einu lagi. I’cssi staða styður þá skoðun okkar að núgildandi kosningafýrirkomulag sé meingallað. I’aö er ólýðræðislegt að sigur lista í kosningum jafngildi ekki lykilaðstöðu til að stjórna Stúdentaráði, undantekningalaust. I’að er fráleitt að þurfa aö taka tillit til kosninga frá árinu áður. Okkar stefna er og verður sú að kosið verði til eins árs í senn í staö tveggja sem mun ráða bót á þessari meinsemd.“ Stbl.: „Attu von á að Vaka og Röskva verði einar urn að berjast um hylli stúdenta í næstu kosningum?“ Birgir: „Eg tel að mikið átak þurfi til að fara út í kosningar þannig að frernur ólíklegt er að af þriðja framboði verði. Tíminn verður að skera úr um það. Aftur á móti má líta á það sem þungan dóm yfir fylkingunum ef þriðja framboð lítur dagsins ljós. I’J BIRGIR TJÖRVI PÉTURSSON, FORMAÐUR VÖKU^^B JONAS ALLANSSON, FORMAÐUR ROSKVU Kosningar eiga ekki aS móta félagsstarfiS Stbl.: „Hvað ædar Röskva að gera í vetur til þess að lokka til sín stuðningsmenn og áhangendur?" Jónas: „Við leggjum áherslu á fasta dagskrárliði, fúndi og mannfagnaði sem fólk getur sótt og tekið virkan þátt í starfinu. Eg vil sérstaklega hvetja þá stúdenta í háskólasamfélaginu sem hingað til hafa ekki talið stúdentapólitíkina eiga við sig til að hugsa sig um, koma á fúndi, láta reyna á hugmyndir sínar og taka þátt í félagsstarfinu. Félagið verður aldrei annað en sumrna þeirra einstaklinga sem eru í því. Vilji menn einhverju breyta eða halda hlutum í horfi þá verður það að gerast fyrir tilstilli virkra félagsmanna.“ Stbl.: „Hefúr félagslíf og fúndastarf Röskvu eingöngu það markmið aö undirbúa kosningar til Háskóla- og Stúdentaráðs?“ Jónas: „Nei, það má eiginlega segja að meginhugsunin í félagsstarfi Röskvu í vetur verði að starffækja félagið, félagsins vegna. Með öðrum orðum að láta kosningar ekki móta félagsstarfiö algjörlega heldur að gera starfið virkt og láta fólk skiptast á skoðunum. Tað er ekki síst nauðsynlegt núna þegar Röskva er í meirihluta af því að þá þurfúm við að vera dugleg að gagnrýna okkur sjálf og vinna með þær hugmyndir og hugsjónir sem við höfúm. Tað verður að gerast í einhvers konar félagsskap og félagsskapurinn er Röskva.“ Stbl.: „Hvað mun móta dagskrá félagsstarfs hjá Röskvu í vetur?“ Jónas: „Við ætlum að reyna að halda uppi umræöu um þau samfélagsmál, sem eru efst á baugi og snerta stúdenta, hvort sem þau eru innan Háskólans eða utan hans. Eg held að fólk geti tekið undir með mér þegar ég segi að Háskólinn sé ekki einangrað fyrirbæri heldur hluti af samfélaginu. Málefni samfélagsins eru þannig málefni stúdenta á sama hátt og málefni stúdenta eru málefni samfélagsins. Svo verður að sjálfsögðu ýmislegt gert til skemmtunar í vetur. Við munum , >. r» ' H HH * *" * H skipuleggja og böll hefð er * >’ SBn fyrir í félagsstarfi okkar.“ Stbl.: „Hvernig verður útgáfumálum háttað hjá ykkur í vetur?“ Jónas: „Tað er mjög líklegt að útgáfústarfsemi verði rnest áberandi í kringum kosningarnar. Aftur á móti munurn við reyna að koma upplýsingum til stúdenta um það sem er að gerast hjá okkur utan hins hefðbundna kosningatímabils.“ Stbl.: „Röskva hefur ríflegan meirihluta í Stúdentaráði. Verður Röskvufólk ekki kærulaust og öruggt með sig við slíkar aðstæður?“ Jónas: „Eg held að það sé engin ástæða til að óttast það. Með því að halda uppi öflugu félagsstarfi þar sem tölk getur rökrætt, komist að niðurstöðu eða mótað hugmyndir þá er engin ástæða til ætla að sú staða komi upp. Fulltrúar Röskvu í Stúdenta- og Háskólaráði munu að sjálfsögðu halda áfram að vinna að hagsmunamálum stúdenta í þeim anda sem þeir hafa gert.“ Stbl.: „Attu von á að Vaka og Röskva verði einar um að berjast urn hylli stúdenta í næstu kosningum?“ Jónas: „Tað er alveg ómögulegt að segja til um það en aftur á móti vil ég leggja á það áherslu að Röskva býður öllum að koma á fúndi hjá félaginu, viðra skoðanir sínar og hafa þannig áhrif á starfið.“ TJ Er hægt að læra að læra? / Arangursrík námstækm ...“ heitir bók sem nýlega hefur verið gefin út af Islensku hugmvndasamsteyp- unm hf, Fullyrt er i undirtitli aö hún bæri árangur i prófum. Höfundurinn er breskur og heitir Michéle Brown en bókina hefur þýtt Sigurður Tór Salvarsson. Undir undirtitli segir síðan aö bókin kenni stúdentum að læra, óháð aldn, skóla og námsgrein. Hvernig tekst höfundurinn á við þetta. Jú, í kynningu með bókinni segir að þau þrjú grundvallaratriði sem eru sameiginleg öllu nánu og námsmönnum séu skipulagning, einbeiting og rrukil vinna. Ennfremur segir ÁRANGURSRÍK NÁMSTÆKNI liælir s (I S 0 X & f Af X ( U Xi.fi sf» * fí I fí A h * 3 Ai fffU . S K 0 l. A 0 <J H A to $ C, R f l ,V á bókarkápu: „Árangursríkar aðferöir við nám, góðar námsvenjur og réttu tökin við að glíma við próf eru áunnir hæfileikar sem hægt er að læra á sama hátt HHIHH og þú lærir að svnda eöa aka bifreið. Aðferðirnar eru ekki háðar gáfnafari heldur snúast þær um áunna hæfileika, þekkingu og vinnubrögö ...“ Sá varnagli er sleginn að bókin geti vitaskuld ekki frætt stúdenta um hvert einasta atnði á öllum prófblöðum, nema hvað, og enn síður hvað læra þurfi fyrir sérhverja grein. Bókin getur hins vegar „ dregið fram styrkleika námsfólks og unnið bug á veikleikum þeirra.“ Tar hafið þið það! Dúddi Það hefúr ekki farið fram hjá neinum sem stundar nám í aöalbvggingu Háskólans að miklar framkvæmdir eru í gangi þar. Iðnaðarmenn hanga eins og flugur á veggjum skólans af miklu kappi alla daga vikunnar með tækjum og tólum og tilheyrandi látum. Tetta hefur stundum leitt til árekstra. Um daginn var til aö mynda einum heim- spekikennaranum nóg boðið. Tá hafði smiður einn tekið sér stöðu fyrir framan op- inn glugga á kennslustofti hans og öskraði af lífs og sálar kröftum: Dúddi, réttu mér I hamarinn I Dúddi, réttu mér hamarinn. Heimspekikennarinn rak þá hausinn út um gluggann og sagði hæversklega. „Eh, við erum aö reyna að kenna hérna.“ Ekki stóð á svari hjá iðnaðar manninum: „Og við erurn að revna að vmna hérna.“ Heimspekingurinn íhugaði svarið at stoiskri ro en þegar hann hafði komist að heimspekilegri niðurstöðu og ætlaði að koma henni á framfæri var það erfiðleikum bundiö, því að iðnaðarmaðurinn hafði brugðið hart við, gripið ógurlegan loftbor og byrjað að bora af fttllum krafti í vegginn með óskaplegum látum. Kennarinn hrökklaðist inn aftur en litlum sögum fer af kennslunni þaö sem eftir lifði tímans ...

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.