Stúdentablaðið - 01.09.1995, Qupperneq 9
HASKOLINN
9
M O L A R
Fróði skal
félagið heita
Sagnfræðinemar hafa loksins
fengið nafn á félag sitt. I
tuttugu ár sögu félagsins hafa
ýmsar hugmyndir um nafngift
verið settar fram en aldrei hafa
sagnfræðinemar getað gert upp
hug sinn. Nöfn eins og Espólín,
Espólína eða Mómó hafa ekki
fallið í kramið á allra síðustu
misserum. A aukaaðalfundi
Félags sagnfræðinema gerðust
aftur á móti rnikil tíðindi. Þegar
enginn átti von á var lögð fram
lagabreytingatillaga um nafn
félagsins. Félagsmenn tóku sig
til, voru í góðu skapi og sam-
þykktu að leggja slíka tillögu
fram jafnvel þótt hún hafi
ekkert verið kynnt. Ein þriggja
tillagna gerði ráð fyrir að
félagið yrði nefnt Fróði, líkast
til með vísan í hina þekktu
sögupersóna Ara og Sæmundar
fróða. Onnur vísun var þessari
kynslóð sagnfræðinema einnig
góðu kunn. Hverjir muna ekki
eftir Fróða, hinum alskeggjaða
sögumanni frönsku teikni-
myndaþáttanna Einu sinni var
um sögu mannkyns. Sú persóna
á án efa rnikinn þátt í því að
hundruð íslenskra ungmenna
fengu áhuga á sögu og
sagnfræði. Formaður Fróða
tilkynnti að þegar væri hafin
undirbúningur að hönnun
rnerkis fyrir félagið og að
sjálfsögðu verður hinna aldni
Fróði aðalsmerki félagsins.
Stöð 1-3
Ákveðið hefúr verið að ný
sjónvarpsstöð sem hefja mun
útsendingar síðar í ár heiti hinu
frumlega nafni Stöð 3. Fyrir eru
að sjálfsögðu Stöð 2 og
Ríkissjónvarpið sem æ oftar er
kallað Stöð 1 í daglegu tali.
I’etta er allt gott og blessað og
í sjálfú sér ákaflega þægilegt að
þurfa ekki að leggja á minnið
misgáfuleg nöfn á
mismerkilegum sjónvarps-
stöðvum. Hitt er annað mál að
frumleiki fer fyrir lítið og engin
tilraun er gerð til að gefa
stöðinni fallegt íslenskt nafn.
I’ó má ekki gleyma Sýn og
Omega en þær líöa væntanlega
fýrir þessi óþjálu nöfh og hafa
þess vegna ekki náð hylli
landsmanna. Islensk dagblöð
bera aftur á móti flest góð og
gild nöfn, s.s. Morgunblaðið,
Dagblaðið, Tíminn, Alþýðu-
blaðið og Morgunpósturinn.
Aður fyrr gátu menn lesið
Þjóðviljann heitinn, Isafold,
Spegilinn og þannig má lengi
telja. Ef blaðaútgefendur hefðu
verið jafn frumlegir og eig-
endur sjónvarpsstöðva nú á
dögum héti Morgunblaðið
Blað 1, Alþýðublaðið Blað 2,
Tíminn Blað 3, Dagblaðið Blað
4 og Morgunpósturinn Blað 5.
Hvernig líst ykkur á þessi
slagorð: Blað 1 - blað allra
landsmanna eöa Blað 4 - frjálst
og óháð!
SPURT & SVARAÐ
Sigurður Steinþórsson, prófessor í jarófræói
Er hœtta á pví að jjeisla rirk efni berist í sjó við kjarn orkutilraunasvadi Frakka við Mururoa-eyjar?
„Mururoa-eyjar eru kóralrif sem myndast hafa ofan á gömlum eldfjöllum. Frakkar gera tilraunir sínar í djúpum holum sem þeir hafa borað niður
á rifið. Hvort tilraunirnar geti verið skaðlegar vistkerfinu í Kyrrahafi, skal ég ekki dæma um. Frá náttúrufræðilegu sjónarmiði hef ég ekki annað en
þeirra eigin orð fyrir því aö af tilraununum hljótrist engin skaðleg geislun. Hins vegar má spyrja, fýrst svo er,
hvers vegna Frakkar geri ekki tilraunir sínar í Frakklandi eða á Korsíku. Eg lít svo á þetta mál sé fýrst og
fremst siðferöislegt álitamál. I’annig tel ég að Fransmenn hegði sér eins og skepnur í málinu en Frakkar hafa
lengi hagað sér eins og nýlendukúgarar 19. aldar í þessum heimshluta. Fyrst umhverfisgeislun ber á góma
má nefna rniklu nærtækara mál frá okkar sjónarmiði, kjarnorkuhreinsistöðvarnar í Sellafield og Dounray í
Bretlandi. Af þeirra völdunt er geislun í írlandshafi 600 Becquerel/m3, miðað viö2-3 bc/m3 við
suðurströnd Irlands. Sjórinn frá Irlandshafi streymir í Norðursjó, norður með vesturströnd Noregs og loks
með austurströnd Grænlands. Kunnugir segja að hægt sé að skilgreina A-Grænlandsstrauminn með
Geigerteljara. I’að þarf litla spádómsgáfú til að sjá það fyrir að innan tíðar mengist Islandsstrendur líka af
þessum völdum og hættulegt veröi að leggja sæfang til munns.“
>g avoXtir
iianclliægauu tuaJiúöum
Sá væqir sem mandari'nu hefur meiri
Ástaraldin í sátt oq sítrónu
Sítrónu sæll oq qlaður
Bananavinur með vanillu