Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Qupperneq 12

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Qupperneq 12
12 V I Ð T A L I Ð Ui 'ndanfarna mánuði hefur Jón Ormur Halldórsson, dósent í stjórnmálafræði í Háskóla Islands, verið að vinna bók um Sameinuðu þjóðirnar. Bókin kemur út á næstu vikum. Stúdentablaðið fór á hans fund og forvitnaðist um innihald bókarinnar. „Eg reyni að líta ekki á Sameinuðu þjóðirnar út frá íslensku sjónarhorni. Pólitísk óskhyggja hefirr ráðið miklu um hvernig litið hefúr verið á þær hér á landi, út ffá einhverjum íslenskum vinkli. Þannig kemur fram þröng og skrýtin mynd sem er úr samhengi við alþjóðlegan veruleika. I’etta reyni ég að forðast sem gæti gert það að verkum að mörgum finnist ég fúll neikvæður í garð smáþjóöa eins og Islands. Ég tel raunar að það sé eitt af aðal- vandamálum Sameinuðu þjóðanna hve mikill fjöldi af dvergríkjum og örríkjum eru innan samtakanna, ríki á borð við Island. Það veldur því, ásamt öðru, að enginn tekur mark á ályktunum þeirra. Ég held að það gagnist ekki Islendingum að vera með pólitíska óskhyggju í þessum efnum. Ég reyni að horfa á málin út frá sammannlegu sjónarhorni og spyr hvers vegna Sameinuðu þjóðirnar séu svona valdalausar og áhrifalitlar, hvers vegna flestir fræðimenn séu á þeirri skoðun að í heildina tekið hafi Sameinuðu þjóðunum mistekist flest af því sem menn heföu viljað aö þær gerðu.“ SÞ og NATO taka engar ókvaröanir í Bosníu „Ég reyni að líta á alþjóðakerfið og þau lögmál sem þar ráða. Sameinuðu þjóðirnar eru lítil tilraun til stofnanabindingar innan alþjóðakerfisins en ekki uppspretta valda. SÞ ráðast algerlega af umhverfinu þar sem ekkert vald er í stofnuninni sjálfri. Ég held að það sé þarft að skýra þetta vegna þess að í deilumálum eins og í Bosníu er sagt daglega frá því að Sameinuðu þjóðirnar taki ákvarðanir um hitt og þetta eða standi í hernaðaraðgerðum. Sannleikurinn er sá að Sameinuðu þjóðirnar hafa aldrei tekið ákvörðun í Bosníumálinu, NATO hefúr aldrei tekið ákvörðun í því; engin alþjóðasamtök hafa átt þátt í að taka ákvörðun um neitt sem skiptir máli í Bosníu. Það sem gerist er að nokkur stórveldi sem hafa neitunarvald í öryggisráðinu nota stundum Sameinuðu þjóðirnar, stundum Evrópusambandiö og stundum NATO sem samráðsvettvang sín á milli. Að tala um að SI> eða NATO taki ákvarðanir um þetta og hitt gefur því kolranga mynd um hvaða möguleika alþjóðasamstarf getur gefið, hvað það er í eðli sínu. Það er eiginlega ekkert valdaframsal til þessara stofnana. Þaö er enginn maður innan NATO sem tekur mikilvægar ákvarðanir um hvað eigi að gera í Bosníu. Það er enginn starfsmaður innan SÞ sem hefúr eitt eða neitt að segja um hvað Sameinuðu þjóðirnar gera í Bosníu. Hvað þá embættis- maður í Evrópusam- bandinu." / Island hefur engin áhrif á alþj óðavettvangi Jón Ormur Halldórsson, dósent í stjórnmálafmdi, vinnur aó því aó skrifa bók um Sameinuðu þjóðirnar. Hann telur þar valdalausa stofnun sem lúti vilja stórvelda o£f vanmáttur þeirra hafi komið berlejya í Ijós í átökunum á Balkanskaga. Gauti B. Eggertsson 0£f Kristján Guy Burgess hittu hann að máli. ... eri£jin alþjóðasamtök hafa átt þátt í aö taka ákvöröun Hvað rœður því hvaða samstarfsvettvaiig ríkin velja ? um neitt sem „Þau fimm ríki sem skipta máli varðandi Bosníudeiluna eru Bretland, Frakkland, Rússland, Þýskaland og Bandaríkin. Hvaða hattur er notaður, hvaöa hatt menn setja upp, hver gerir loftárás, hver gerir ekki loftárás, hver tekur þessa stefnuna eða hina, allt þetta fer eftir því hverjar af þessum fimm þjóðum cru á hverjum stað. Síöan hafa þessi fimm komið sér saman um fimmveldahópinn til þess að hafa áhrif á deiluna. Það hefur ekki verið mikið í fréttum en Italía gerir allt til þess að komast skiptir máli í Bosníu.“ inn í þennan hóp. Þeir hafa jafnvel reynt að setja reglur um hvaða flugvélar megi taka á loft frá Ítalíu, bara til þess aö komast inn í þennan fimmveldahóp. Þeir segja einfaldlega: Bosníumálið er ekki mál Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna eða NATO, þetta er mál fimmveldanna og við viljum vera sjötta veldið í þeim hópi. Þetta hljómar einkennilega fyrir íslendinga og ég held aö það gefi fólki ranga hugmynd af því hvernig hlutir ganga fyrir sig í alþjóðakerfinu." Hugsum ekki um annað en okkur sjálf Hafa Islendinjjar haft einhver áhrif á alþjóðamál? Efsvo ergetum við það? „Island hefur aldrei haft nein áhrif í alþjóðamálum sem máli skipta. Ég held að það séu ekki nokkur dæmi um það. Við höfúm hins vegar getað haft áhrif á einhver þau mál sem snúa að okkur og höfúm varið okkar hagsmuni. En við höfúm ekki nein áhrif á mál sem snúa að heiminum í heild. Svarið við því hvort við getum það er einfalt. Nei! Við getum eins spurt hvort Barbados geti haft áhrif í alþjóðamálum? Getur Fiji gert það? Getur Malta gert það? Ef við komust að þeirri niðurstöðu aö Malta geti ekki haft áhrif í alþjóðamálum eða Fiji eða Barbados og að við séum ekki tilbúin til að líta til þessara ríkja þegar kemur að forystu í alþjóðamálum, þá verðum við að svara eins með Island. Island hefúr ekki meiri möguleika en þessi lönd til að hafa áhrif. Það lítur enginn í veröldinni hingað um forystu, hvað sem mönnum dettur í huga að hjala um þau efni. Af hverju ættu þeir líka að gera það? Hvaða þekkingu höfum við á alþjóðamálum sem hugsum ekki um annað en okkur sjálf?“ Islendinjfar hafa reynt að hafa áhrif Við vorum fyrst til að viðurkenna sjálfsuði Litháens og með þeim fyrstu að vtðurkenna Króatíu ? „Ég held að það hafi ekki skipt neinu máli. Ég held að menn hafi einfaldlega gert þetta til þess að reyna að vera með, komast á blað. Það sem skipti máli um Króatíu var auðvitað viðurkenning Þýskalands og ESB. Það sem skipti máli fýrir Eystrasaltsríkin var viðurkenning Bandaríkjanna og ESB. Það getur þó vel verið að í einn dag hafi það haft einhverja jákvæð sálræn áhrif á Eystrasaltslöndin að ísland hafi viðurkennt þau en það hefur ekki haft nein áhrif á hvenær Bretar, Frakkar, Þjóðverjar eða Bandaríkjamenn gerðu það, svo að ég tali ekki um Rússa. Það er einna helst að það hafi verið tekið eftir þessu á Islandi þannig að við höfúm ekki veitt neina forystu. Ég held að þetta hafi ekki haft nokkra þýðingu og menn séu að blekkja sjálfa sig með því að halda að þeir geti haft áhrif á þennan hátt. Það má líka spyrja hvort það sé eitthvert réttlæti í því aó Island hafi áhrif á heimsmálin, þjóð sem er svona örlítil. Það tekur enginn maður allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna alvarlega aðallega vegna þess að hver þjóð hefúr þar eitt atkvæói. Ég held að Islendingar séu á móti því að smáríki hafi meiri áhrif í heimsmálum, þeir vilja bara hafa áhrif sjálfir. Þetta er ekki spurning um vilja því að alþjóðamál lúta ákveðnum lögmálum þar sem áhrif og völd skapast fyrst og fremst út frá stærð hagkerfa, umfangi utanríkisviðskipta, tækniþekkingu og því sem er mikilvægast, her. Við höfúm ekkert af þessu.“ Skelfilegt skref a6 viðurkenna Króatíu „Ég held að það hafi verið rétt að viðurkenna Eystrasaltsríkin, þetta voru hernumin lönd, en það var mjög rangt að viðurkenna Króatíu. Þetta var í raun skelfilegt skref. Ekki að viðurkenning Islands hafi skipt neinu máli en um viðurkenningu Þýskalands og ESB er óhætt að segja að það sé samstaða meðal fræðimanna um að hún hafi verið ótímabær. Ég hef ekki heyrt nein skynsamleg mótrök gegn því. Ekkert var rætt um stöðu serbneska minnihlutans í landinu eða tryggingu á tilveru þeirra og ég held að uppreisn Serba í Króatíu hafi verið eðlileg afleiðing af hegðun Króata. Það má ekki gleyma því að það eru einungis 50 ár síðan að Króatar drápu milljón Serba í seinni heimsstyrjöldinni með hjálp Þjóðverja og nú eru Þjóðverjar fyrstir til að viðurkenna Króatíu. Krafa um viðurkenningu Króatíu var því afar óheppileg á allan hátt. Það átti að stefna að sjálfstæði Króatíu og Bosníu en það þurfti að leysa ýmis mál áður.“ Þú sejjir að íslendingar hafi engin áhrif eigi jafnvel ekki að hafa áhrif og jjeti það ekki heldur. Hvert er þá hlutverk Islendinga á alþjóðavettvantji ? „Ég held að það sé mikilvægast að átta sig á því að hlutverk Islendinga á alþjóða- vettvangi er mjög lítíð. Það er líklegast aö þeir geti haft einhver áhrif ef menn ganga út frá því að það sé eitthvað afar lítið og takmarkað og vinni samkvæmt því. Menn einbeiti sér að því að reyna að hafa áhrif á eitthvað sem er þess eðlis að það skipti okkur miklu máli vegna hagsmuna okkar eða út frá hugmyndum okkar um rétt og rangt. En menn verða líka að skilja að enginn árangur næst nema með vinnu. Ég held að hér heima séu menn sífellt að berja sér á brjóst og vilji efna til flugeldasýninga. Þeir ímynda sér að það sé hægt, án þess að hafa mikið fyrir því að hafa mikil áhrif hingað og þangað í krafti þess að vera tíl eða bara af því aö við erum svo ofsalega góð og sniðug. Island er bara allsendis óþekkt í heiminum rétt eins og Trinidad og Tuvalu eru óþekkt á Islandi. Þegar ég er að ferðast í suðaustur-Asíu lendi ég stundum í vandræðum á landamærum því að Iandamæraverðirnir trúa því ekki að Island sé til! Af hverju ættum við að geta haft áhrif bara af því að okkur dettur það í hug? Hvað höfúm við gert þar sem við höfúm haft tækifæri? Lúxemborg veitir 12-15 sinnum meiri þróunaraðstoð en Island og dvergríki sem við þekkjum ekki hafa meiri alþjóðleg umsvif. Höfum við sýnt fordæmi sem við viljum aö aðrir fari eftir? Við setjum minni fjármuni í þróunaraðstoð en nokkurt annað sæmilega statt ríki í heiminum og höfum gert Island að lokaðasta landi í veröldinni fyrir flóttamenn. Við getum haft einhver áhrif með mikilli vinnu og þekkingu en það gerist hljóðlega með þekk- ingaröflun, einbeitingu og mikilli vinnu en ekki með flugeldasýningu. Vinnan fer Örlítil. “ hins vegar ekki fram og þekkingunni er ekki safnað. Islendingar hafa yfirleitt ekki áhuga á neinu nema Island eða Islendingar séu einhversstaðar inni í myndinni. En ef við hugsum þannig erum viö hreinlega ekki þess virði og ekki þess umkomin að hafa áhrif. Fólk sem heftir einungis áhuga á völdum er hættulegt í pólitík. Eins á fólk sem hugsar ekki um annað en sjáift sig ekki að hafa áhrif á alþjóðamál. Viö getum hins vegar hvert um sig, sem menn, unnið og haft einhver áhrif á smá mál. Við þurfúm ekki sérstakt ríkisfang til þess.“ “Það má líka spyrja hvort það sé eitthvað réttUti í því að ísland hafi áhrif á heimsmálin, þjóð sem er svona

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.