Stúdentablaðið - 01.09.1995, Síða 14
14
HASKOLINN
Utgefandi: Stúdentaráð Háskóla Islands
Ritstjóri og ábyrgSarmaóur: Þórmundur Jónatansson
Framkvæmdastjóri: Sæmundur Nor&fjörð
Ritstjórn: Dalla Olafsdóttir, Gauti B. Eggertsson, Jón Ottar Birgisson,
Kristján Guy Burgess og Sigurjón Pálsson
Ljósmyndari: Sigurjón R. Sigurjónsson, Teikningar á forsiðu og
mióopnu: Þorri Hringsson, Prófarkalestur: Ármann Jakobsson,
Umbrot og hönnun: Reykvisk útgáfa, Filmuvinnsla og prentun:
Isafoldarprentsmiðja, Höfundar efnis: Auðunn Atlason, Ármann
Jakobsson, Björn Sigurjónsson, Dagfinnur Sveinbjörnsson, Egill Arnarson,
Flóki Halldórsson, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Pétur Hrafn Árnason,
Sigríður Hagalín, Skarphéðinn Guðmundsson, Valgeir Valdimarsson, Orn
Ulfar Sævarsson.
Með blaðinu fylgir kynningarbæklingur frá Stúdentaráði Háskóla Islands
og auglýsingabæklingur fró Mál og menningu.
Skrifstofa Stúdentablaðsins er opin virka daga frá kl. 9-17
Sími: 562-1080, Bréfasími: 562-1040, Netfang: thormund@rhi.hi.is
L E I Ð A R I
ÚRBÆTUR STRAX!
Eitt mesta áhyggjuefni ungs fólks í námi hin síðustu ár hefur
verið að leita leiða til að koma þaki yfir höfuðið. I’að er hreint
ekki auðvelt aö kaupa íbúð og vera í námi á sama tíma.
Námsmenn hafa fá tækifæri til að leggja fyrir og þegar úr námi
er komið bætast námslánaskuldir við. Húsnæðisstofnun hefúr
að ósk Stúdentaráðs metið hverjar heimilistekjur stúdenta
þurfa að vera til að standast greiðslumat í húsnæðiskerfinu.
Niðurstöður þessarar athugunar eru sláandi skýr skilaboð um
að rækilega verði að endurskoða lánasjóðskerfiö og samhæfa
það húsnæðiskerfinu. Það er óviðunandi ástand að ungt fólk
standi frammi fyrir því að velja á milli þess að fara í nám og
koma þaki yfir höfúðið. Það er ótækt að námsmenn þurfi að
vera hátekjumenn til aö mennta sig og eignast húsnæði.
Tölurnar sýna aó stúdentar standa ekki jafnir að vígi, jafnrétti
til náms er ógnað við núverandi aðstæöur. Stúdentablaóið
telur óhjákvæmilegt að endurgreiðsluhlutfall námslána verði
lækkað og endurgreiðslukröfúr verði samræmdar í
húsnæðiskerfinu og námslánakerfinu.
STERKUR MÁLSVARI
Stúdentablaóió er sérlega áhugaveróur fjölmiðill. Lesenda-
hópurinn er afmarkaður en kröfúr lesenda ólíkar. Blaðiö verður
að vera í senn upplýsandi og upplyftandi, fræöandi og
fjölbreytt. Þetta markmið næst ekki nema á einn veg.
Stúdentar verða að lesa blaðið, gagnrýna efni þess og koma
með hugmyndir. Þátttakendur í félagslífi veróa að eiga
frumkvæói að því að blað allra stúdenta endurspegli félagslíf í
skólanum. I’átttakendur í stúdentapólitík veröa að kynna sig á
síðum Stúdentablaðsins og taka þátt í mótun blaðsins af
hcilum huga. Stúdentaráð Háskóla Islands gefur blaóið út og
tryggir aö stúdentar eigi sér sterkan fjölmiðil. Það er hlutverk
ritstjóra að tryggja aö öllum sé gert jafnt undir höfði. Þetta er
inntak sannrar en áhrifaríkrar blaðamennsku og eingöngu til
þess fallið aó færa lesandann nær kjarna málsins. Nýráðinn
ritstjóri hefúr þetta aó leióarljósi í ritstjórnarstefnu sinni og
væntir góðs af samstarfi við stúdenta í vetur.
MIKIL VONBRIGÐI
Þegar Stúdentablaðið kemur heim tíl stúdenta hafa þeir þegar
fengið í hendur blað Vöku, þeirrar fylkingar sem er í
minnihluta í Stúdentaráði. Þar er lýst yfir því að ráðning
ritstjóra Stúdentablaðsins sé pólitísk og gefió er í skyn aö
ritstjóri veröi ekki hlutlaus í efnistökum sínum. Þessi gagnrýni
er ritstjóra Stúdentablaðsins mikil vonbrigði í upphafi
útgáfiiárs. Hann hefur ekki fengió tækifæri til að sýna að hann
sé traustsins verður. Stúdentar hafa hvorki fengið tækifæri til að
skoða blaðið né myndað sér skoóun á efni þess. Það er ekkert
leyndarmái að ritstjóri þessa blaðs var kosningastjóri Röskvu í
fyrra, þeirrar fylkingar sem hefúr meirihluta í Stúdentaráöi.
Ekki er þaö heldur launungarmál að ritstjóri Stúdentablaðsins
hefur starfað sem blaóamaður og hlotiö reynslu af
blaðamennsku. Hann hefúr í því starfi fylgt siðareglum
blaðamanna. Ætlar hann aó engin breytíng verði þar á.
Stúdentablaóið á að vera ábyrgur miðill og er þannig í engu
frábrugðinn öðrum ábyrgum fréttamiðlum. Meó þátttöku
stúdenta úr öllum deildum, burtséð frá bakgrunni þeirra eða
hugsjónum, verður Stúdentablaðið sterkur miðill. Þegar best
lætur hefúr Stúdentablaöið mótandi áhrif á samfélagið.
Þórmundur Jónatansson
Háskólakennarar samþykkja nýjan kjarasamninjy semjyildir til loka nœsta árs
Margir vildu láta
reyna á verkfall
Háskólaráð lýsir megnri óán&gju með samninginn
ÞÓRMUNDUR JÓNATANSSON SKRIFAR
Háskólakennarar sam-
þykktu nýlega samning
sem tryggir þeim að
meðaltali 11,4% kauphxkkun.
Engu að síður ríkir mikil óánægja
meðal háskólakennara með
kjaramál þeirra. Svo virðist sem æ
fleiri geti hugsað sér að hefja harða
kjarabaráttu, jafnvel boða til
verkfalls. Af því verður þó ekki fyrr
en í fyrsta lagi um önnur áramót.
Prófessorar telja samninginn
ómögulegan og vara við þeirri
stefnu að halda launum niðri í
háskólasamfélaginu.
Háskólaráð hefur sent frá sér
harðorða ályktun en í henni er
megnri óánægju lýst með gerðan
kjarasamning. Bjarni Guðnason
prófessor gagnrýndi stjórnvöld
harðlega á almennum félagsfundi
háskólakennara um daginn en hann
segir stjórnvöld gera lítið úr
rannsóknum oy menntun og stefna
menningarlífi Islendinga í hættu.
PRÓFESSORAR FÁ MINNST
Meirihluti háskólakennara sam-
þykkti á almennum félagsfúndi fýrr
í mánuðinum kjarasamning Félags
háskólakennarara og ríkisins en
hann tryggir dósentum og lekt-
orum þokkalegar kjarabætur en
prófessorum minni launahækkanir.
Að mati samninganefndar háskóla-
kennara má gróflega áætla að
meðalhækkun til félagsmanna sé
um 11,4%. A fúndinn mætti hálft
„Kjaraþróunin hjá háskóla-
kennurum hefur verið óþolandi
hin síðustu ár,“ sagði Jónatan
Þórmundsson prófessor á fúndi
Félags háskólakennara. Jónatan
fúllyrti að jafnvel þótt ýmislegt
Kjaraþróunin er óþolandi
- segir Jónatan Þórmundsson prófessor
hefði áunnist í nýgerðum kjara-
samningi séu kjörin enn mjög rýr.
„Aður fyrr höfbu prófessorar
jafnhá laun og dómarar og um
tíma hærri. Nú er aftur á móti svo
komið að við erum rétt hálf-
drættingar á við dómarana.“ Hann
taldi þó ekki eingöngu við
stjórnvöld að sakast, háskóla-
kennarar hefðu sjálfir verið allt of
lengi áhugalausir og aðgerðalidir
um kjör sín. „Iðulega hefúr skort
samheldni og einhug í kjarabaráttu
háskólakennara," sagði Jónatan.
Hann benti á að það hefði verið
slys að setja prófessora ekki undir
kjaradóm þegar þeim hefði boðist
það fýrir nokkrum árum.
Prófessorinn nefndi til söguna eina
skýringu á kjarastöðnun stéttar-
innar. Hún væri sú aö stéttin væri
allt of þæg og að háskólakennarar
treystu sér ekki í harðar aðgerðir,
s.s. verkfallsaðgerðir. Sjálfúr hefbi
hann verið einn hinna þægu en nú
hefði hann skipt um skoðun.
Hugsanlega væri eina leiðin til að
ná ffam kjarabótum sú að boða til
verkfalls. „Ég er tilbúinn í aðgerðir
en við höfúm að sjálfsögðu vonað
að ekki þurfi að grípa til slíkra ör-
þrifaráða.“
Tortrygginn
á kennaraverkföll
- segir Gísli Gunnarsson dósent
„Það er mjög auðvelt að vera
óánægður með þennan samning,“
sagöi Gísli Gunnarsson dósent á
fúndinum. „Ég er sjálfúr mjög
óánægður með hann. Aftur á móti
er ég mjög tortrygginn á verkföll
sem bitna á þriðja aðila. Sér í lagi er
ég tortrygginn á kennaraverkföll.
Jafn hundóánægður og ég er greiði
ég atkvæði með samningnum."
Gísli nefndi fern rök gegn því að
fara í verkfall en flestir virtust ganga
út frá því að óhjákvæmilegt væri aö
boða verkfall, færi svo að samn-
ingurinn yrði felldur í atkvæða-
greiðslu á félagsfúndinum. Hann
sagðist vera á móti verkföllum sem
bitnuðu á þriðja aðila, þ.e. nem-
endum. Hann sagði háskóla-
kennara hafa sérstöðu í kjaramálum
sínum að því leyti að þeir geta sótt
um styrki úr ýmsum sjóðum
Háskólans. Þá taldi hann háskóla-
kennara eiga eftir að gera hreint
fýrir sínum dyrum vegna fram-
kvæmdar á úthlutunum úr tiltekn-
um sjóðum, s.s. vinnumatssjóði.
Loks sagði Gísli háskólakennara
vera sundurleitan hóp sem tæpast
gæti farið í verkfall. Þá benti hann á
„Ég styð ekki svona aumingja-
samning,“ sagði Bjarni Guðnason
prófessor á sama fúndi. „Ég er
orðinn langþreyttur á þeirri
félagslegu kúgun sem felst í
samningnum." Bjarni kvaðst t;aka
undir orð Jónatans og sagði að
launamál háskólakennara vörðuðu
ekki eingöngu hvern mann fýrir sig
heldur Háskólann sem stofnun og
ffamtíðarhorfúr hans. Hann taldi
að svo virtíst sem stjórnvöld vilji
að sumir háskólakennarar ynnu
utan Háskólans samhliða kennslu.
„Hvernig fer sá maður í verkfall
sem lítur á starf sitt sem auka-
starf?,“ spurði Gísli.
lítið sem ekkert stuðla að eflingu
rannsókna og menntunar. „Það er
skrýtið að ekki rnegi hækka grunn-
laun prófessora. Það er ekkert
svigrúm til bættra kjara nema að
„beita brögðum“ og sækja í sjóði
Háskólans." Bjarni lýsti ennfremur
yfir því að háskólakennarar ættu
ekki aðeins að sporna gegn svona
samningi heldur vísa yfirvöldum
rétta leið til að hlúa að menningu
og menntun á Islandi.
Styð ekki svona
aumingj asamning
- segir Bjarni Gubnason prófessor