Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Page 15

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Page 15
HÁSKÓLINN 15 annað hundrað háskólakennara og starfsmanna; samninginn sam- þykktu 99, 48 voru á móti en 8 sátu hjá. Rúmlega 600 kennarar, sérfræðingar og starfsmenn eru í félaginu. Laun háskólakennara hækka mismikið á samningstimabilinu sem rennur út í lok næsta árs. Prófessorar fá minnst, rúmlega 6% hækkun en prófessorar með lágar heildar- tekjur hjá Háskólanum sem hafa ekki verulegar tekjur utan skólans eiga þess kost að sækja um heimild til að inna af hendi vinnu umfram það sem þegar er í innifalið í vinnuskyldu þeirra. Þessi vinna verður greidd sent yfirvinna. Dósentar, lektorar, fræðimenn, vísindamenn og sérfræðingar fá meiri en mismikla hækkun, allt frá 9,38% hækkun upp í 19,52%. ÓÁNÆGÐIR SAMÞYKKJA Margir þeirra sem samþykktu voru eftir sem áður mjög óáægðir með samninginn en völdu heldur að samþykkja en binda samningamál í hnút. Formaður Félags háskólakennara, Guðvarður Már Gunnlaugsson, fúllyrti að ekki yrði gengið lengra í þessari samninga- lotu og lýsti yfir því að yrðu samningurinn felldur kæmi fátt annað til greina en að boða til verkfalls. Hann taldi að samningurinn væri nokkuð góður rniðað við forsendur og samninga- aðferð. „Við getum ekki kreist nieira með þessari aðferð,“ sagði Guðvarður á fúndinum. Ekki fór framhjá neinum fúndar- manni að prófessorar voru hvað óánægðastir með samninginn enda fengu þeir eingöngu lægstu pró- sentuhækkunina en engar launa- flokkahækkanir. Guðvarður Már taldi mjög slæmt að ekki hafi tekist að búa til nýja launaflokka og hækka þannig hæstu launin. Þrátt fýrir góðan ásetning félagsins hafi félagar þeirra í samninganefnd ríkisins ekki viljað heyra á slíkt minnst. Eins og áður segir samþykktu 2/3 fundarmanna samn- inginn en 48 greiddu atkvæði gegn honum. Af samsetningu fúndar- manna má draga þá ályktun að dósentar og lektorar og ýmsir starfsmenn hafi samþykkt samn- inginn; hugsanlega af ótta við að fórna því sem þegar væri í höfn. Prófessorar, sent höfðu nær engu að tapa, hafi á hinn bóginn greitt atkvæði gegn samningnum. Dæmi um launahækkanir háskólakennara Prófessor í efsta launaþrepi Dósent í efsta launaþrepi Byrjunarlaun lektors Fyrír Eftir 143.353 152.231 (m.v. 1.1.96) 116.559 135.255 (m.v. 1.1.96) 81.012 94.006 (m.v. 1.8.96) Hvað veit almenningurr Hver telur þú vera <grunnlaun prófessors í hœsta launaflokki við Háskóla íslands? Hver erugrunnlaun lektors í Ujjsta launaþrepi háskólakennara? Eyjólfur Pálsson húsgagnaarkitekt Eg myndi halda að prófessorar hefbu 150 þús- und kr. á mánuði sem ég tel vera allt of lágt til að halda góðu fólki í skólanum. Lekt- orar hafa líklega um 100-110 þúsund kr.. Hólmfríður Rós Eyjólfsdóttir menntaskólanemi Uuhm ... pró- fessorar ... þeir fá um 80-100 þús- und kr. á mánuði. Lektorar, ég hef ekki hugmynd um þá, ætli þeir fái ekki um 70 þúsund kr.? Anna S. Wessmann, atvinnulaus Bíddu nú við! Prófessorar hafa 150 þúsund, lektorar tæplega 100 þúsund. Það er einfaldlega allt of lágt. Börkur Baldvinsson kvikmynda- gerðarmaður Prófessorar fá um 120 þúsund kr. og lektorar 150 þúsund kall. Nei, og þó, hafðu þetta öfúgt. ■J>| 9 0 0 7 6 60 •J>l ieS'59L :j°as 11 ? y V I Ð T A L Verkfall óumflýjanlegt fyrr eða síðar Guðvarður Már Gunnlaugsson, formaður Fclags háskólakennara, stóð í ströngu í samninjjaviðr&bum við ríkið fyrr í haust. Stúdentablaðið r&ddi við hann um kjaramálin, nýjjerðan samning, verkfóll ojj atjjervisflótta háskóiamanna. Stbl.: „Telur þú að dósentar og lektorar, fræðimenn og sérfræðingar, sem fengu hlutfallslega mestar kjarabætur, hafi samþykkt samning Félags háskólakennara við ríkið en prófessorar felít hann í atkvæðagreiðslunni um daginn?" Guðvarður: „I sjálfu sér finnst mér ekkert ólíklegt að það geti verið. Ég veit náttúr- ulega ekki hver skipting fúndarmanna eftir starfsheitum var á fúndinum en það kernur ekki á óvart að prófessorar hafi almennt greitt atkvæði gegn samningnum. Hvað dósentar og lektorar hafa gert er ekki gott að segja. Ég geri ráð fyrir því að margir þeirra hafi samþykkt samninginn en það verður að horfast í augu við að þrátt fyrir hækkanirnar eru laun háskólakennara lág.” Stbl.: „I samningnum er kveðið ó um að prófess- orum, sem lægst hafa launin og litlar sem engar tekjur hafa úr sjóðum Hóskólans, af yfirvinnu eða af annarri atvinnu utan skólans, verði tryggðar yfirvinnugreiðslur. Er ekki verið að staðfesta að stétt hóskólakennara sé lóglaunastétt?" Guövarður: „Það má eiginlega segja það. Nú á það raunar aðeins við um prófessor- ana að geta fengið þessar yfirvinnugreiðsl- ur, sem ekki eru metnar til kennslu eða rannsókna, ofan á grunnlaunin. Þetta er sem stendur gert í því skyni að jafna aðstóðu prófessora. Greiðslurnar fá ein- ungis þeir sem eru undir meðallaunum prófessora. Auðvitað má hiklaust túlka þetta þannig að þetta sé staðfesting á þeirri láglaunastefnu sem hefur verið við lýði.” Stbl.: „Hefur lóglaunastefnan haft þær afleið- ingar að þínu mati að hæfileikaríkir hóskóla- kennarar vilji síður nó frama innan hóskólans og helga sig fræðilegum störfum en leiti fremur, og mjög fljótt, í betur launaðar stöður í erlendum hóskólum eða í óskyld störf utan skólans?" Guðvarður: „Já, það finnst mér. Háskólinn hefúr raunar alltaf að vissu marki átt í samkeppni við háskóla erlendis. Fólk hefúr ekki komið heim úr námi til að vinna hér við háskólann. Háskólinn hefúr einnig átt í samkeppni við atvinnulífið, í því sambandi má nefita verkfræðinga og lögfræðinga sem dæmi. Síðan er alltaf að koma betur og betur í ljós að Háskólinn er að eignast fleiri samkeppnisaðila. Framhaldsskólinn keppir t.a.m. við Háskólann um hæfileikaríkt háskólamenntað fólk. Þó að okkur hafi tekist að hækka laun lektora töluvert í þessum samningum getur samt verið eftirsóknarverðara að hefja störf við framhaldsskóla en við Háskólann. Loks má nefna að við erum með fólk í ýmsum almennum störfúm, á bókasöfnum, skrif- stofúm og víðar. Þetta fólk getur fengið miklu hærri laun annars staðar. Ég var einmitt að heyra dæmi af nýútskrifúðum bókasafnsfræðingi sem er liklega á um 70 þúsund kr. launum, við Þjóðarbókhlöðuna. Bókasafnsfræðingurinn vann áður hjá fyrir- tæki úti í bæ og það fyrirtæki vill nú fá þennan starfsmann aftur og býður honum um 130 þúsund kr. mánaðarlaun. Þannig að við erum ekki aðeins í samkeppni um fræðimenn heldur líka margt skrifstofúfólk og fólk í sérfræðiþjónustu. Það verður þó taka fram að ríkið hefúr alltaf verið í samkeppni um slíkt fólk.” Stbl.: „HvaS gefur þú fyrir þau rök að engin óstaeða sé til þess að hækka laun prófessora og onnarra hóskólakennara vegna þess að þeir hafi hóar heildartekjur og vinni hvort sem er ó mörgum stöðum og sé því engin vorkunn?" Guðvarður: „Það má líta á þetta frá tveim- ur hliðum, eins og ævinlega. Annars vegar hefúr samninganefnd ríkisins örugglega tekið tillit til þess að margir prófessorar hafa mjög háar heildartekjur. Til að mynda er ég viss um að umfjöllun DV um skatt- tekjur manna hafi haft viss áhrif á samn- inganefndina. A lista blaðsins yfir tekju- hæstu háskólamennina voru margir prófessorar með miklar tekjur. Það hefúr örugglega átt sinn þátt í því að ráðherra neitaði kjaranefndarleið fyrir prófessora. Samninganefiidin hefúr þannig litið svo á að sumir væru með háar tekjur að þeir ættu ekki skilið að fá meira en þessi 6% en á móti hafi aðrir lægri tekjur og því hafi verið eðlilegt að gera eitthvað fyrir þá. Þá fylgir hún eingöngu markmiðum jafnlaunastefnu ríkisstjórnarinna': Ég vil hins vegar líta á þetta þannig að hækka eigi laun prófessora og annarra háskolakennara mikið að menn þurfi ekki að vera harka úti í bæ, reka þar eigin stofúr eða vera í annarri vinnu. Aftur á móti má ekki gleyma því að sumir eru í þeirri stöðu að vera mikils metnir í þjóðfélaginu og þá er oft leitað til þeirra, ekki síst af ríkinu, og þá er eðlilegt að þeir hafi tekjur fyrir þau verk. Það má ekki fordæma tekjur manna utan frá algjörlega. Innan háskólans eru margir sem vinna utan skólans beinlínis í því augnamiði að hækka tekjur sínar. Koma þarf í veg fyrir það með því að hækka grunnlaunin hér innanhúss.” Stbl.: „Er það rétt mat að jafnvel bótt samninaurinn hafi veriS samþykktur sé meirinluti hóskólokennara hundóónægour með samning- ana? Eru hóskólakennarar einfaldlega svo þæg stétt að hún treystir sér ekki í harðari kjarabaróttu og hugsanlega verkfallsátök?" Guðvarður: „Ég held að stétt háskólakenn- ara sé mjög þæg stétt. Sérstaklega hefúr verið sagt um prófessora að þeir geti ekki hugsað sér að fara í verkfall vegna þess að þeir eru embættismenn og teldu sig svo hátt setta að þeir ættu ekki að þurfá að grípa til slíkra örþrifáráða. Aftur á móti köm greinilega fram á félagsfúndi Félags háskólakennara að sumum þeirra er nóg boðið og þeir eru tilbúnir í átök til að bæta kjörin. Auðvitað býst ég við að margir fúndarmanna, sem samþykktu samninginn, hafi verið óánægðir með hann. Þeir hafi aftur á móti samþykkt hann af því að þeir hafi treyst mati stjórnarinnar. Við fengum þó u.þ.b. 11% meðalhækkun með þessari aðferð. Auðvitað gætum við fengið meira með verkfallsaðgerðum en hve mikið meira vitum við ekki fyrirfram. Einnig varð að leggja mat á það hve mikið félagsmenn vildu leggja á sig til að ná því sem maður veit ekki hvað er. Margt benti til þess að verkfall stæði yfir í a.m.k. um 4-6 vikur. Þegar tillit er tekið til þess að félagið á engan verkfallssjóð og er illa undirbúið til að hefja verkfallsaðgerðir þá býst ég við því að rnargir hafi fallist á rök og meðmæh stjórnar félagsins og ekki verið nógu óánægðir til þess að greiða atkvæði gegn samningnum.” Stbl.: „Samningurinn gildirtil loka næsta órs. Átt þú von ó að þó verði stigin stærri skref til að bæta kjör hóskólamanna?" Guðvarður: „Ég veit að það er vilji meðal starfsmanna í fjármálaráðuneytinu að endurskoða launakerfið frá grunni. Hvort þeir fá pólitískt leyfi til þess er ekki gott að segja en það er fullur vilji hjá okkur til að byggja launakerfið upp frá byrjun. Síðan hefúr oft verið rætt um aukið sjálfstæði Háskólans og taka upp samningsstjórnun eða gera hann að sjálfseignarstofnun. Þetta þarf allt að skoða sem tekur að öllum líkindum lengri tíma en svo að þeir hafi marktæk áhrif á næstu samninga. Ég tel ólíklegt að þær pólítísku breytingar eigi sér stað fyrir lok næsta árs að hægt verði að endurskoða launakerfið frá grunni. Við verðum hins vegar að brjóta niður það launaþak sem nú er fyrir hendi og búa til nýtt launakerfi með nýjum launaflokkum. I þessu skyni hljótum við að virkja þá óánægju sem ríkir meðal félagsmanna til þess að auka þrýsting á stjórnvöld. Um leið verðum við að reyna að vinna heimavinnu okkar betur en áður hefúr verið gert.“ Stbl.: „Er verkfall óumflýjanlegt ef stiórnvöld vilja ekki endurskoSa launakjör nóskólamanna og brjóta niSur launaþak starfsmanna Hóskólans?" Guðvarður: „Já, ég býst við að verkfall sé óumflýjanlegt fyrr eða síðar. Ég er ekki á móti verkfalli sem slíku, alls ekki, ég er tilbúinn að fara í verkfallsaðgerðir. í þetta skipti mat ég stöðuna svo að við hefðum ekki svo mikið út úr verkfallsleiðinni til viðbótar því sem við höfúm þó þegar náð með samningsleið að það væri fyrirhafnarinnar virði. Ég er aftur á móti hiklaust til í verkfall þó að ég viti að ekki nokkur maður tæki eftir því að ég, sérfræðingur á Arnastofnun, færi í verkfall.”

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.