Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Síða 16

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Síða 16
ÞJOÐFELAGIÐ 16 Tölurnar, sem birtast hér á opnunni eru raunhæfar nauðsynlegar brúttótekjur, þ.e. tekjur fýrir skatta, til að lifa um leið og greitt er af námslánum og húsnæðislánum. „Þetta eru tekjurnar, sem viðkomandi verður að hafa til að lifa og halda sér uppi. Það er miðað við að fólk geti varið 18% af tekjum sínum ti! greiðslu lána,“ segir Sigurjón Olafsson upplýsinga- og fræðslufulltrúi Húsnæðis- stofnunar og bendir á að ef greiðslubyrði námslána er 5% þá verði 18% eðlilega 13%.“ Um íbúð, sem kostar 6,5 milljónir, segir Sigurjón: „Ef litið er á fasteignamarkaðinn í dag þá teldist það ódýr þriggja til fjögurra herbergja íbúð,“ og bætir við að fyrir þessa upphæð fáist ekki ný íbúð. Það er lagt upp með það sem meðalmaðurinn getur greitt mikið í húsnæðisskuldir. Margir standa ekki undir því og aðrir geta greitt miklu meira „en það má segja að það getur í raun og veru enginn farið út í íbúðarkaup með ekkert eigið fé, það er sjálfgefið aö það er útilokað,“ segir Sigurjón og bætir við að það sé staðreynd um marga námsmenn. Reynt a& horfa fram hjá vandanum Námsmenn hafa haldið því fram allt frá gildistöku laganna um LÍN frá 1992 að þau gerðu ungu fólki ókleift að festa kaup á húsnæði eftir nám. Við þessari gagnrýni var brugðist á sínum tíma með því að kveða á um að ekki skyldi tekið mið af námslánaskuldum í greiðslumati Húsnæðisstofnunar. I ljósi stóraukinna vanskila var þessu breytt um síðustu áramót þar sem matið getur augljóslega ekki Þeir semjyreiÖa hámarksendurgreibslu samkvœmt nýju lánasjódslöjyunum þurfa að hafa a.m.k. 30% hœrri heim- ilistekjur en þeir sem endurjjreiða eldri námslán Par þarf að hafa 410 þúsund á mánuði til að kaupa sér 6,5 milljón króna íbúð „Þessar tölur staðfesta málflutninjj stúdenta ojj leiða í Ijós hversu alvarlejjt málið er. “ Guðmundur Steinjjrímsson formaður Stúdentaráðs Sigurjón Ólafsson, upplýsinga- opr fr&bslufulltrúi HúsnÆsstofnunar: Raunhæfar tölur Endurgreiðsla námslána samkvæmt lögunum um LÍN ffá 1992 hefúr mikil áhrif á möguleika fólks til að kaupa sér ódýra íbúð að námi loknu. I niðurstöðum greiðslumats sem Húsnæðisstofnun ríkisins hefur unnið fýrir Stúdentaráð kemur fram að Jón og Jóna sem tóku námslán, eiga eina milljón króna og ætla að kaupa sér 6,5 milljón króna íbúð þurfa að hafa saman 410 þúsund krónur í laun á mánuði til að standast greiðslumat Húsnæðisstofnunar og fá lán. I þessari tölu er reiknað með því að fólk geti notað 18% af tekjum sínum til að greiða af lánum. horft fram hjá 5% og 7% endurgreiðslubyrði. Önnur tíma- mót urðu einnig um síðustu ára- mót en þá hófúst fýrstu endur- greiðslur námslána sem lögin frá 1992 náðu til. Tvennir fímar Til að standast greiðslumat Hús- næðisstofnunar þarf heimili sem er með hámarks endurgreiðslu sam- kvæmt nýju námslánalögunum frá 1992 að hafa 30% hærri tekjur en það hefði þurff miðað við endur- greiðslur samkvæmt fýrri lögum um LÍN frá 1982. Til dæmis þyrftu Jón og Jóna, sem nefnd voru hér í upphafi greinarinnar, að hafa 318 þúsund krónur á mánuöi, til að standast greiðslumatið ef þau endurgreiddu námslán samkvæmt lögunum frá 1982. Það þýðir að þau þurfa að hafa um 100 þúsund króna hærri tekjur nú en samkvæmt gömlu lögunum til að standast greiðslumat Húsnæðis- stofnunar. „Þessar tölur staðfesta málflutning stúdenta og leiða í ljós liversu alvarlegt málið er. Auðvitað von- umst við til að nefndin sem skipuð var til að endurskoða Lánasjóðinn taki á þessu máli af einurð og festu. Við hljótum að vera bjartsýn því allir stjórnmálaflokkar hafa lýst því hátíðlega yfir að þeir vilji lækka endurgreiðsluhlutfallið. Þá er bara að gera það,“ segir Guðmundur Steingrímsson. Enginn höfu&stóll - engin íbúð Námslánakerfið er byggt þannig upp að því meiri sumartekjiir sem einstaklingar hafa, þeim mun lægri námslán fá þeir. Lánin lækka um 50% af öllum tekjum umfram 180 þúsund krónur á ári. 180 þúsundin eru ætluð námsmanninum til framfærslu yfir sumarið. Því getur reynst erfitt að leggja fyrir og safna sér höfúðstól fyrir íbúðarkaupum. Til að standast greiðslumat fyrir 6,5 milljón króna íbúð þurfa Fríöa og Fróði því að hafa 470 þúsund krónur á mánuði fyrstu fimm árin sem þau greiða námslánin tilbaka og 556 þúsund krónur eftir það til að standast greiðslumatið ef þau gátu ekki lagt neitt fyrir í skóla. Niðurstöður útreikninga Hús- næðisstofnunar gefa því nokkuð skýrt til kynna að þeim sem tekið hafa námslán er nær ómögulegt að festa kaup á húsnæði ef þeir eiga engan höfúðstól. Þetta gildir hvort sem fólk tók námslán fyrir eða eftir að lögum um LIN 1992 var breytt. „Ungt fólk getur því staðið frammi fyrir því að þurfa að velja milli þess að fara í nám og að koma sér þaki yfir höfúðið," segir Guðmundur Steingrímsson, formaöur Stúdentaráðs, um niðurstöður Húsnæðisstofnunar. Endurgreiðsla námslána getur útilokað húsnæðiskaup

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.