Stúdentablaðið - 01.09.1995, Qupperneq 18
18
Ú T L Ö N D
Stúdmtamenning í ýmsum löndum:
akademískt og kaotígkt
Auðunn Atlason skrifar
Rándýrt helvíti ...
... eru fyrstu orðin sem manni dettur í hug
þegar maður fer að leggja saman og draga frá
kostnaðinn við að gerast námsmaöur
erlendis. Hér skorar Ifyskaland stig, því í
þýskum háskólum borgar maður tíu sinnum
lægri skólagjöld á ári en í Háskólanum,
skitinn tvöþúsund kall á misseri. M.ö.o.:
Fjögurra ára nám í Ifyskalandi skilur ekki eftir
sig fjögurra milljóna skólagjaldaskuldahalda -
og munar um minna. I’aö kvarta fæstir yfir
því að fé þýskra skattborgara renni að hluta
til þess að mennta stúdenta ffá Gambíu, Sri
Lanka og Islandi því að menn vita að þegar
t.d. verkffæðistúdentinn frá Gambíu snýr til
síns heimalands og kemur e.t.v að tómum
kofunum í verkfræði- og tækniþekkingu, þá
pantar hann tugmilljónasendingu af þýskum
Baaderverkfærum, hann þekkir gæði
Thyssen-stálsins til brúarsmíða og eykur þar
með útflutnings- og þjóðartekjur landsins
sem kostaði hann til mennta. Og friðsamleg
samskipti ríkjanna. Skyldi Páll Pétursson hafa
áttað sig á þessum einföldu staðreyndum eins
og 80 milljónir Þjóðverja? Bækur í Ifyskalandi
eru ekki dýrar, mikiö um ljósrituð gögn sem
menn kaupa á kostnaðarverði í háskólunum
og því er kostnaðurinn við námið sjálft lítill,
menn geta m.a.s. leyft sér áskrift að
tímaritum og keypt sér fagurbókmenntir. En
maðurinn lifir ekki á bókunum einum saman.
Framfærslukostnaður í Ifyskalandi getur ekki
talist lítill (þó að hann sé að sjálfsögðu mun
lægri en á láglaunaofurtollasvæðinu Islandi).
Par vegur þyngst tiltölulega há leiga, ekki
óalgengt að menn borgi upp undir 20
þúsund krónur fyrir herbergi, en stúdentar
eiga rétt á einhverjum leigubótum, þó að
margir treysti sér ekki í baráttuna viö þýskt
skrifræði. Matur er ekki dýr í Bónusbúðum
Ifyskalands en þar gildir sú einfalda regla að
því ódýrari sem maturinn er, því verri er
hann, og öfugt. Peir sem vilja borða hollan
mat sem námsmenn í Pýskalandi verða því að
gera annað tveggja, borga lága leigu eða
verða sér úti um aukatekjur. Stór kostur við
nám í Pýskalandi er á hinn bóginn sá að
námsmenn eru minnihiutahópur, flokkaðir
með öldruðum, hreyfihömluðum,
geðfötluðum og atvinnulausum - og njóta
því sérkjara í strætó, lestir, leikhús, bíó og
Útlandið er eyjarskeggjann m fjarl&jjt og
þess vcjjna framandi. O/j það sem er
framandi er oft spennandi, freistandi ojj
eftirsóknarvert. Þess vegna sœkja menn
rómantíkina til Signubakka Parísar,
Avintýrin jjerast í önjjstratum Búdapest
ojj freistinjjarnar bíða manns í Mílanó,
Marseille, Monakó ojj hvað þær nú heita,
allar þessar dultiðujju borjjir
mejjinlandsins. Allar? Ekki alvejj. Ef
nánar er að jjáð þá á þessi skiljjreininjj
útlandsins einhverra hluta vejjna ekki
við st&rsta land álfunnar; Þýskaland.
sund. Pannig er algengt að stúdentar borgi
3-500 krónur fyrir leiksýningu, sem er
ótvírætt kostur fyrir þá sem vilja hnusa dulítið
af menningarlífi meginlandsins.
Akademískt og kaotískt ...
... er sennilega ágæt lýsing á náminu í
Pýskalandi. Pó er mikill munur á
uppbyggingu náms effir námsgreinum og því
erfitt að lýsa því í fáum orðum. Almennt má
þó segja að goðsögnin um agann í þýskum
háskólum sé bæði bull og þvæla því að
kennarar og prófessorar skipta sér ekki
nokkurn hlut af námi stúdenta. Par læra
menn þaö sem þeir vilja, þegar þeir vilja á
Það er bara ekkert rómantískt við borjj
eins oj) Túbinjjen, það bíða manns
fjarska lítil Avintjri í Osnabrúck ojj
freistinjjarnar eru tœplejja á hverju strái
í borjjum sem heita Bad Neukirchen,
Wolfenbúttel eða Wúrzburjj. Nöfnin á
þessum stöðum eru bara einhvern vejjinn
nájj til þess að vilja forðast þá. En af
hverju fara íslenskir námsmenn því til
Þýskalands í framhaldsnám? Afþví að
það er ódýrt? Gajjnlejjt? Praktískt? Eða
er kannski jjoðsöjjnin um leiðindi
Þjóðverja jýrst ojjfremst klisja?
eigin ábyrgð og einskis annars. Almennt
skiptist nám upp í tvo hluta - grunnnám og
aðalnám - og á hvor hlutinn um sig að taka
tvö ár. I hugvísindum þar sem menn læra til
magisters (jafngildi mastersgráðu) er skylt að
velja tvö aukafög, auk aðalfagsins, og leggja
menn því til dæmis stund á sagnffæði sem
aðalfag en hagfræði og bókmenntir sem
aukafög. í raungreinum (t.d. arkitektúr og
verkffæði) láta menn sér hins vegar eitt fag
nægja. Námsmat er óhefðbundið í
hugvísindum, fer einkum eftir ritgerðum,
fyrirlestrum námsmanns og frammistöðu í
umræðutímum, auk prófa. I raungreinum er
auk prófa og heimaverkefna mikil áhersla
lögð á verklega þátt námsins. I flestum
námsgreinum er mönnum skylt að ljúka
starfsnámi til þess að geta útskrifast, sem felst
í vinnu tengdu náminu í lengri eða skemmri
tíma. Einn stærsti kosturinn viö nám í
þýskum háskólum er hið gríðarlega framboð
á námskeiðum sem mönnum stendur til
boða. Stúdentar búa því í raun til sína eigin
„námslínu“ og geta tiltölulega snemma hafið
sérhæfingu í því sem hugur þeirra stefnir til.
Margir vilja þó villast í frumskógi fræðanna
og sækist námið seint og illa.
Þýskur bjór ...
... og háskólastúdentar í Pýskalandi mynda
órofa heild. Stúdentalíf í þýskum borgum er
nefnilega með miklum ágætum, enda víða
kjöraðstæður til nauðsynlegs
skemmtanahalds. Parlendis er sú venja að
þegar nýstúdentar hefja háskólanám, þá
flytjast þeir að heiman til annarrar borgar og
þar með eru samankomnir í hverjum háskóla
þúsundir stúdenta sem vilja læra og lifa lífinu.
Og að vera stúdent er ekki bara að sækja
háskóla, það er lífsstíll. Pað er þó tæpast hægt
að tala um hefðbundið félagslíf í háskólum
eins og hérlendis, þó að vissulega séu haldnar
risaveislur við upphaf og lok hvers misseris.
Mun fremur mynda stúdentar með sér hópa
sem hittast reglulega á knæpum við mat og
drykk. Pannig er stúdentaflóran æði
fjölskrúöug, allt frá friðarsinnuðum Iesbíum
til verkfræðistúdenta meö vísindagrillur. Og
klisjan um að Pjóðverjar séu leiðinlegir,
þurrir á manninn og lokaðir fellur um sig
sjálfa eftir fyrsta bjór. Stúdentar eru einnig
meðvitaðir um sjálfa sig sem þjóðfélagshóp.
Pannig fóru stúdentar í Berlínarháskólunum
í verkfall (hættu að læra og lokuðu skólunum
með valdi!) þegar til stóð að skerða
fjárframlög til skólanna. Rúmlega
tvöhundruð þúsund stúdentar marseruðu í
kröfugöngu og fengu fyrri ákvörðun breytt.
Loks má geta þess að sérlega vel er tekið á
móti nýnemum og erlendum stúdentum og
þeir aðstoðaðir við að taka fyrstu skrefin í
nýju landi. I’annig kynnast íslenskir
námsmenn í Pýskalandi yfirleitt kollegum
sínum frá öllurn heimshornum, auk
náttúrulega Kurt og Giselu og Dirk og þeim
öllum.
en leijjan skiptir öllu.
FRAMFÆRSLA
f ur skrimtir.
...ótaunhefar kröfur
LÍft^tm
námsfnamvindu.
NAMSLAN
Stórtpk
fyrir smxlini
SKÓLAGJÖLD
STUDENTALIF
NAMIÐ
námbnat óhajjsUtt,
Mi-tnmenda -
Lán til námsmanns í Þýsklandi nemur 1342
mörkum á mánuði (DM = 45 ís.kr.) og einhvern
reyting fær maður upp í ferðakostnað á milli
landa. Föst útgjöld eru leiga, rafmagn, sími, hiti,
tryggingar, strætó-lestarkort, flugferðir og matur.
Upplýsingar um nám i Þýskalandi fær maður
hjá Upplýsingaskrifstofu um nám erlendis, SINE í
Félagsstofnun stúdenta, þýska sendiráðinu,
Goethe-bókasafninu, prófessorum og ekki síst
námsmönnunum sjálfum, einkum hvað varðar
uppbyggingu náms, inntökuskilyrði, námsmat
o.s.frv.
Skólaárið í þýskum háskólum er tvískipt.
Haustmisseri hefst 15. október og lýkur 15.
febrúar. Vormisseri hefst 15. apríl og lýkur 15.
júlí. Tímabilið 15. febrúar til 15. apríl er
svokallað vetrarfrí.
Sækja þarf um skólavist með dágóðum
fyrirvara. Umsóknareyðublöð fást m.a. hjá
sendiráðinu og flestir sækja um marga háskóla til
þess að geta valið úr jákvæðum svörum seinna
meir. Svör berast seint (byrjun sept.) og
skynsamlegt er að „hringja eftir þeim."
Flestir þýskir háskólar bjóða útlendingum upp á
eins misseris tungumálanám (Deutsch als
Fremdsprache). Aður þurfa menn þó að taka
stöðupróf! þýsku og eftir þv! eru menn flokkaðir
eftir getu. Þeir sem kunna ekkert í þýsku og
kolfalla á stöðuprófinu komast ekki inn !
þýskunámskeiðið.
Erfitt getur verið að fá fyrri gráður metnar
sómasamlega ! þýskum háskólum. Þannig hefur
3-4 ára BA-gráða oft verið metin sem tveggja ára
grunnnám, án aukafaga. Það þýðir að
framhaldsnám til magisters getur tekið önnur 3-4
ár með tungumálanáminu.
Háskólar í Þýskalandi eru tugþúsundaskólar.
Það þýðir að oft eru fyrirlestrarsalir troðfullir og
samskipti kennara og nemenda af skornum
skammti. Þó má v!ða senda þeim tölvupóst eins
og ónefndum ráðherra her- og menntamála eða
panta viðtal. Þú lærir sjálfsnám frá a-ö.
Háskólar í Þýskalandi eru mismunandi a2t
stæró og gæðum Jafnan leggur hver skóli
metnað sinn i nokkrar greinar, t.d. hagfræði !
Freiburg, sögu ! Heidelberg o.s.frv. Opinber
„einkunnagjöf" er ekki til en hvert haust gefa
timaritin Spiegel, Stern og Focus skólunum
einkunnir sem nota má sem vísbendingar.
Atvinnumöguleikar eru góðir i Þýskalandi.
Námið er í senn fræðilegt og atvinnulífstengt og
margra bíða störf að námi loknu (einkum í
arkitektúr og verkfræði). Einnig er tiltölulega
auðvelt að fá hlutastarf með námi. Tiltölulega fáir
kunna sómasamlega þýsku á Islandi.
Bjór á knæpu í Þýskalandi kostar u.þ.b. 3.50
DM, sem er u.þ.b. 150 kr. íslenskar. Stór bjór
kostar 5 DM = 225 krónur. Afbragósrauóvín
út úr búð kostar um 10 DM eða 450 krónur. Er
ekki timi til kominn að fara inn ! ESB?