Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Page 19

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Page 19
M E N N I N G 19 Vetrardagskrá Sinfóníu- hljómsveitar Islands hófst þann 21. september sl. með fýrstu áskriftartónleikunum. Stúd- entablaðið fór á stúfana og leitaði upplýsinga um komandi starfsár og þau kjör sem bjóðast stúdentum. Sú hefð hefúr myndast hjá Sin- fóníunni, að bjóða upp á fjórar áskriftaraðir. I öllum þessum röðum verður Vínarklassík gerð góð skil.Til þessarar stefnu heyra þrjú af frægustu tónskáldum tón- listarsögunnar, Mozart, Beethoven og Joseph Haydn. Sá síðastnefndi hefúr oft verið nefhdur „faðir“ sin- fóníunnar og er hans hlutur mikill á þessu starfsári. Konsertuppfærslur ó óperum Efnisskrá vetrarins er fjölbreytt. I’ar má meðal annars benda á Þýska sálumessu eftir Jóhannes Brahms. Þetta fræga kórverk verður flutt í samvinnu við Kór Langholtskirkju þann 13. apríl í Hallgrímskirkju. I vetur verður aftur tekið upp á því að flytja óperur í konsertuppfærlsu. Að þessu sinni varð fyrir valinu meistaraverk Giuseppe Verdis, Sinfónían í öllum regnbogans litum PÉTUR H. ÁRNASON SKRIFAR Óþelló, sem verður á dagskrá þann 9. maí. Kristján Jóhannsson mun syngja titilhlutverkið og hefúr hann ákveðið að gefa þóknun sína til Samtaka um tónlistarhús.Svo getur farið að sama verk verði á fjölunum í Islensku óperunni seinni hluta vetrar, þar sem annar stórtenór, Garðar Cortes, verður í aðal- hlutverkinu. Af nægu öðru er að taka en alls verða flutt 59 verk eftir 41 tón- skáld. I vetur verður bryddað upp á þeirri nyjung að gera einu íslensku tónskáldi sérstök skil. Tónskáld vetrarins verður Þorkell Sigur- björnsson en hann mun jafnframt verða kynnir þrjú kvöld. Einnig verða flutt verk eftir Askel Másson, Jón Leifs, Jón Nordal og Pál Isólfsson. Þess má einnig geta að tónlist Jóns Leifs í flutningi Sinfóníuhljómsveitar Islands er leikin í kvikmyndinni Tár úr steini. Gulur, rau&ur, grænn og blór. Eins og áður sagði býður Sinfóníu- hljómsveitin upp á fjórar áskrifta- raðir sem kenndar eru við liti regnbogans. I gulu röðinni er lögð áhersla á íslenska einleikara og stærri hljómsveitarverk. I þeirri rauðu er kappkostað að fá einleikara sem hafa hlotið alþjóðlega frægð og í þeirri grænu er lögð áhersla á aðgengilega tónlist. I bláu röðinni eru einungis tveir tónleikar en þar er flutt trúarleg tónlist og verk sem falla vel að flutningi í kirkjum. Alls verða 18 tónleikar í vetrardagskránni, sex í gulu og rauðu röðunum, fjórir í þeirri grænu og tveir í bláu. Verð á lausamiðum er frá 900 kr. upp í 1800 kr. og fer eftir því hvar setið er og í hvaða röð tónleikarnir eru. Askriftarskírteini kosta frá 2700 krónum upp í 9200, ódýrast fyrir bláu röðina en dýrast fyrir þá rauðu. Háskólastúdentum býðst 30% afsláttur af skírteinum og 50% aflsáttur af miðum á tónleikadegi gegn framvísun stúdentaskírteinis. Einnig má benda á afsláttarkort sem gildir fyrir átta tónleika að eigin vali og kostar 5000 krónur. SAMKEPPNI UM NYTT MERKI SHI Stúdentaráð, fúlltrúasamkoma stúdenta í Háskólanum, verður 75 ára á þessu ári. Hlutverk þess er að sinna félags- og menningarlegum hagsmunum stúdenta og vera æðsti máisvari þeirra. Margs konar starfsemi er rckin á skrifstofú ráðsins, s.s. Stúdentablaöið, Nýsköpunarsjóður námsmanna, Atvinnumiðlun námsmanna, lánasjóðsþjónusta, húsnæðismiðlun og Réttindaskrifstofa. Markmið starfseminnar er aö auðvelda fólki að stunda háskólanám, fjárhags- og félagslega, og reyna þannig eftir fremsta megni að tryggja í verki jafnrétti allra til háskólanáms. Tillögur um nýtt merki stúdentaráðs skulu hafa borist á skrifstofu SHI, Stúdentaheimilinu við Hringbraut, 101 Reykjavík, fyrir 1. nóvember næstkomandi. Tillögur skulu merktar dulnefni en rétt natii skal fylgja með í umslagi. Sérvalin dómnefnd með fagmenn í meirihluta fer yfir tillögur. Dómnefúd hefur úr að spila 150 þúsund króna verðlaunafé. Dómnefndmni er heimilt að deila verðlaununum á allt að þrjá aöila ef tilefni er til þess. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu SHÍ í síma 562-1080. Stúdentaráð Háskóla Islands Það höldum við Á auglýsing frá S I I N F Ó N í í U N N I jfyí þessu blaði? Því á þessum arum ævinnar fílar maður eitthvað frumlegt, kraftmikið. ögrandi og æðislega öðruvísi. SINFÓNÍUHLjÓMSVEIT ÍSLANDS (*) Háskólabíó vib Hagatorg, sími 562 2255 W Spennandi leikáv framundan! Sýningav fram að ávamótum... * vískinnungsóperan gamanleikrit með söngxaim eftir Ágúst Guðmundsson. j Ævintýralegt söngva- og gleðispil um sams kynjanna og kynhlutverkið. hé borgum ekki, við borgum ekki eftir Dar Fo, óborganlegt grín sem kitlar hláturtaugar ! Hvað dreymdi þig, Valentína? eftir Ljúdmílu Raznmovskaju spennandi og átakamikil sýning um samband mæðra og dætra. JRokkóperan Superstar eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber, sýnd fyrir fullu húsi síðan í júlíi Barna og fjölskylduleikritið Lína Langsokkur etir Astrid Lindgren. Alltaf jafn skemmtilegt. IJna hefur engu gleymt. * íslenska mafían, nýtt verk eftir Kjartan Ragnarsson og Einar Kárason. Margþátta fjölskyldusaga um uppgang, hnignun, peninga og brask í íslensku þjóðfélagi. Leiftrandi húmor. par eftir Jim Cartwright, sýnt í nýju og spennandi leikrými í Borgarleikhúsinu, niðri i Veitingabúð. STUDENTAR Munið skólaafsláttinn í leikhúsið! Leikfélaa Reykjavikur, Boraarleikhúsi sími 568-8000

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.