Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Side 22

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Side 22
22 RANNSOKNIR Refsilöggjöf ekki í stakk búin að taka á tölvubrotum Óttar Pálsson lajjanemi hefur í sumar kannad jýrir styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna med hvaða hœtti íslensk refsilögyjjöf tekur á tölvubrotum. Niðurstöður hans benda til pess að Islendingar séu nokkuð á eftir nágrönnum sínum í pessu efni. Nafn: ÓTTAR PÁLSSON Nám: 4. árs nemi f lagadeild. Heiti verkefnis: Hujjtakið tölvubrot. Umsjónaraöili: Jónatan Þór- mundsson prófessor ojj Eiríkur Tómasson prófessor. Markmiöslýsing: Kanna at- hafnir sem beinast að htijjbúnaði sem slíkum ojj hvernijj refsilöjj- jjjöf er í stakk búin til að m&ta peim. Höfundalöjj ojj löjj um einkaleyjt ojj hönnunarvernd eru könnuð ojj löjj um persónu- upplýsinjjar, skráninjju ojj með- ferð (tölvulöjj), ákvÆ almennra hejjninjjarlajja o.s.frv. Yerkefni Óttars Pálssonar fólst einkum í því að rannsaka hugtakið tölvubrot og kanna hvernig íslensk refsilöggjöf sé í stakk búin til að takast á við slík afbrot. Óttar segir að meö tölvutækni gefist ný tækifæri til afbrota sem erfitt sé að meðhöndla vegna þcss að rcfsilöggjöfin haldi ekki alltaf í við öra þróun tækninnar. Afleiðingin sé sú að rcfsiákvæðin verði götótt og geti jafnvel leitt til þess að sýkna þurfi aðila sem með réttu verði kallaðir kaldrifjaðir tölvuglæpamcnn. Tölvubrot Hvað eru þá tölvubrot? Óttar segir tölvubrot vera þau brot sem beinast gcgn tölvum eða tölvukerfum - cinnig brot sem unnin cru mcð tölvum eða öllu heldur þar sem tölva kemur við sögu. Grunnregla refsiréttar segir að mönnum skuli ekki refsað fyrir aðra háttsemi en þá sem samsvarar verknaðarlýsingu refsiákvæðis. Með öðrum orðum þurfa ákvæði að ná yfir afbrot til þess að refsa megi fyrir þau. Vandamál refsilöggjafarinnar er því að fylgja eftir þeirri öru tækniþróun sem átt hefúr sér stað í þjóðfélaginu. Misnotkun í Háskólanum Alvarleg tölvubrot hafa ekki skotið upp kollinum hér í jafn ríkum mæli og crlendis. Óttar telur þó að minni háttar brot séu á hinn bóginn töluvert algeng. Hér er um að ræða misnotkun á tölvubúnaði. Til að mynda hafi intcrnct-kerfi H.í. orðið fyrir barðinu á óprúttnum tölvuspekingum oftar en einu sinni. Þessi mál hafa ekki orðið að lögreglumálum en 4-5 mál sem klárlega teljast til tölvubrota hafa farið fyrir dómstóla. I þessum málum reyndist unnt að sakfella viðkomandi aðila á grundvelli gildandi löggjafar. Islendingar langt á eftir „Vinna mín fólst einkum í að skoða refsilöggjöf Norðurlanda (Svíþjóð, Danmörk, Noregur og Finnland) um tölvubrot og bera hana saman við löggjöfina hér. Eg held að ég taki ekki of stórt upp í mig þegar ég fúllyrði að við séum langt á eftir grönnum okkar í þcssum efnum. Fyrir 10 árum var byrjað að breyta refsiákvæðum um tölvubrot á Norðurlöndum en slík endurskoðun hefúr ekki átt sér stað hér á landi. Dómsmálaráðuneytið hefúr þó hug á að bæta úr þessu cins fljótt og auðið er. Einnig kannaði ég skýrslu nefndar á vegum Evrópu- ráðsins (European Committee on Crime Problems). Ljóst er að íslensk refsilöggjöf hefúr tekið minnstri þróun og er langt á eítir.“ Sjálfstæð vinnubrögð Óttar segir að verkefnið hafi hann unnið að mestu sjálfstætt en hann hafi notið leiðsagnar Jónatans Pórmunds- sonar og Eiríks Tómassonar og fengið aðstoð við heimildaöflun í dómsmála- ráðuneytinu. Skýrsluvélar ríkisins og dómsmálaráðuneytið styrktu verkefnið fjárhagslega. Aðspurður um gildi verkefnisins fyrir sig segir Óttar: „Pað cr mikil og góð þjálfun fólgin í verkefni sem þessu. Verkefnið krefst sjálfstæðra vinnubragða við heimilda- öflun og úrvinnslu en þessi atriði eru einmitt ekki áberandi í lögfræði- náminu. Ég kem til með að skila skýrslu um niðurstöður mínar til dómsmálaráðuneytisins og vonandi koma þær til með að nýtast á einhvern hátt.“ Eftir Flóka Halldórsson Rannsókn fylgir ábyrgð Berjjpóra Hlíðkvist Skúladóttir vann í sumar að rannsóknum á Raunvísindastofnun á fitusýrusamsetninjju ojj hollustu pess feitmetis sem mest er neytt á Islandi um pessar mundir. Berjjpóra sejjir rannsóknina hafa tekið mið af neytendum ojy falist í samanburði á innlendri ojj erlendri framleiðslu. / Aður en lengra er haldið er rétt að gera skýran greinarmun á fitu og fitusýru. „Fita eða fituefni er samheiti sem lýsir fjölbreytilegum hópi efna sem eiga tiltekna eiginleika sameiginlega,“ skýrir Bergþóra. „I’essi skilgreining tekur til fjölmargra efna sem ekki teljast til fituefna í daglegu tali. Fitur eru í raun blanda margra fitusýra sem hver um sig hefúr sín ákveðnu einkenni. Samkenni fitusýra felst aftur á móti í þvi að þær eru kolefniskeðjur með karboxýlhóp á öðrum endanum." Nóg um það. Fifa er nauðsynleg líkamanum I almennri umræðu hefúr orðið fita neikvæða merkingu hvað heilsu varðar. Bergþóra bendir þó réttilega á aö líkt og kolvetni og prótein þá er fitan mikilvæg orkuuppspretta líkamans. Fita er samþjappaðasta form orku i matarræði okkar. Hún veitir okkur nauðsynlegar fitusýrur sem líkaminn getur ekki myndað sjálfúr en eru engu að síður nauðsynlegar eðlilegum þroska. Fita er cinnig nauðsynleg til viðhalds heilbrigðri húð, stýringu kólestról- efnaskipta og sem forveri prosta- glandina sem eru hormónalík efni sem stýra mörgum efnaferlum líkamans. Fæðufita er einnig nauðsynleg til að bera fituleysanlegu vítamínin A, D, E og K og hjálpa til við frásog þeirra úr smáþörmum. Fjölþættar niðurstöður I verkefni sínu kveðst Bergþóra hafa fitusýrugreint eftirtalin matvæli: Matarolíur, smjörlíkistegundir, majones, innlent sem erlent, kartöfluflögur, innlendar og erlendar, djúpsteik- ingarfeiti og djúpsteiktar kartöflur, kökur, jafnt innlendar sem erlendar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru fjölþættar og óþarft að rekja þær í smáatriðum. Bergþóra telur þó athyglisvert að tvöfalt meira er af mettuðum fitusýrum í erlendu majonesi en i því íslenska þó að mun meira sé af fjölómettuðum fitusýrum í því erlenda. Einnig er athyglisvert að við athuganir á kartöfluflögum kom í Ijós að Bugles sker sig úr. Hvorki meira né minna en 92,6% eru mettaðar fitusýrur. Menn geta því allt eins gætt scr á tólg fyrir framan sjónvarpið. Þegar fituhlutfallið er skoðað sést að Maarud er lang feitast, með um 38 g í hverjum 100 g sem sést á því að þegar kartöfluflögurnar voru malaðar urðu Maarud að olíukenndum graut en allar hinar frekar að kartöfludufti. Islensku kartöfluflögurnar komu aftur á móti bcst út við samanburð á fituhlutfallinu með einungis 16 g í hverjum 100 g. Bergþóra leggur áherslu á að könnunin nái einungis til hluta þess feitmetis og fituríkra vörutegunda sem landsmenn neyta og að mikilvægt sé að kanna nánar fitefnasamsetningu þeirra matvæla sem eru á markaði bæði innlendra og erlendra. Rannsókn fylgir ábyrgð Bergþóra segir verkefnið frábært tækifæri til sjálfstæðrar vinnu. „I náminu gefst ekki færi á öðru en veigalitlum tilraunum. I þessari rannsókn gefst tækifæri til víðtækrar rannsóknar sem svipar til þess sem tekur við eftir að námi lýkur. Rannsókninni fylgir ábyrgð. Sá sem gerir rannsóknina þarf að standa undir niðurstöðunum. Ometanlegt er að ciga kost á því að framkvæma slíka rannsókn undir leiðsögn fagmanna." Bergþóra vekur ennfremur athygli á því að tækifæri til rannsóknarstarfa fyrir nemendur eru frckar fábreytt. Lítið er um styrki og aðra fyrirgreiðslu. Viljinn er fyrir hendi en vísindamönnum er í fæstum tilfellum fært að ráða stúdenta til rannsóknarstarfa. Nýsköpunarsjóður veitir þess vegna ómctanleg tækifæri. Eftir Dagfinn Sveinbjörnsson Nafn: Bergþóra H. Skúladóttir Nám: 3. árs nemi í lífefnafræði Heiti verkefnis: Rannsóknir á fitusýrusamsetningu og hollustu feitmetis. Umsjónaraðili: Sigmundur Guðbjarnason prófessor Markmiðslýsing: Kanna fitu- sýrusamsetninjju ojj hollustu á pví feitmeti sem er mest er neytt á Islandi um pessar mundir. Styrkir: 2 mánuðir frá Nýsköp- unarsjóði. Dýratilraunir og réttindi dýra Sijyfús Gizumrson l&knanemi og Asjjeir Brynjar Torfason heimspekinemi unnu í sumar um tvejjjjja mánaða skeið að úttekt á meðferð tilraunadýra hér á landi. Verkefni petta var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Nafn: SIGFÚS GIZURARSON /ÁSGEIR B. TORFASON Heiti verkefnis: Meðferð tilraunadýra á Islandi. UmsjónaraSili: Stefán B. Sigurðs- son prófessor, Jón Kalmansson ojj Páll Skúlason prófessor. MarkmiSslýsing: Greininjj á sibferðilejjum forsendum dýratil- rauna ojj helstu rejjlum ojy við- miðum, sem jjilda á pessu sviði. Könnuð verða löjj ojj rejjlugerðir um tilraunir á dýrum auk siða- rejjlna einstakra félajjasamtaka ojj stofnana um pessi efni. Lajjt mat á stöðu mála ojj jjerðar tillöjjur um úrbatur. Eins og nærri má geta tóku þeir Sigfús og Asgeir á viðfangsefni sínu frá ólíku sjónarhorni. Asgeir fjallaði um siðfræðilegar vangaveltur sem lúta að tilraunum á dýrum. Sigfús var öllu meira í hinni hagnýtu hlið: „Verkefni mitt fólst aðallega í gagnaöflun um þær tilraunir sem stundaðar eru á dýrum og þær reglur sem gilda um þessar tilraunir," segir Sigfús. „Uttekt mín beindist einkum að þeim tilraunum sem fram fara á heilbrigðisstofnunum og beinast að dýrum eins og rottum, músum og naggrísum." Löggjöf og úrbætur A Islandi eru í gildi dýraverndunarlög frá 1994 og þar er kafli sem lýtur að meðferð tilraunadýra. Aftur á móti á enn eftir að gefa út reglugerðir í tengslum við þessa löggjöf en sl. sumar var sett á laggirnar ncfnd til þess að vinna í þcim málum. Almennt má segja að skýrar reglur hafi skort um tilraunir á dýrum og eftirlit með þcim málum. Sigfús bendir á að ekki megi líta svo á að meðferð tilraunadýra hafi verið slæm hér á landi. „Eg tel að þeir sem hafi fengist við tilraunir á dýrum séu mjög meðvitaðir um hvað þeir eru að gera. Hins vegar væri æskilegt að setja skýrar reglur um slíkar tilraunir til að fyrirbyggja slæma meðferð og upplýsa fólk um hvernig beri að haga sér við þessar tilraunir.“ Sigfús kannaði löggjöf Norðmanna um meðferð tilraunadýra sem þykir ein sú besta í heimi. Þessa löggjöf bar Sigfús saman við íslenska löggjöf og á grundvelli þess samanburðar og fleiri gagna ætlar hann að leggja til tillögur til úrbóta. „Vonandi nýtist vinna mín við samningu þeirra reglugerða sem nú cr unnið að,“ segir hann. Siðfræði dýratilrauna Ymsar siðfræðilegar spurningar tengjast tilraunum á dýrum. Sú spurning sem liggur hvað beinast við er: Höfúm við rétt til að nota dýr í til- raunir? Eru ekki einhver mörk í þess- um efnum og hvers vegna má drepa dýr í tilraunaskyni en ckki menn? Þessi umræða hefúr verið mjög lifandi meðal siðfræðinga í útlöndum síðasta ára- tuginn en er nú að knýja á hér á landi. Þrjú sjónarhorn siðfræðinnar Asgeir segir að heimildir hafi verið nægar og í raun of miklar til að hann kæmist yfir þær allar. Margar þessara heimilda fjölluðu einkum um rétt dýra og samspil manna og dýra cn tilrauna- dýr eru aðeins lítill hluti í því sam- hengi. En hvaða hugmyndir eru hclst á lofti um tilraunir manna á dýrum? Að mati Asgeirs er augljósasta skiptingin á milli fylgjenda og andstæðinga tilrauna á dýrum. „Ef litið er til siðfræðinnar má segja að einkum sé að finna þrjár mismunandi höfúðáherslur. Eitt sjónarmiðið er að ekki megi valda dýrum þjáningu. Þessi röksemd er runnin undan nytjastefnunni. Önnur röksemd hvílir á réttindasiðfræðinni og leggur áherslu á að virða beri réttindi dýra, s.s. réttindi til lífs. Þriðja hugmyndin er sú að dýratilraunir geti verið réttlætanlegar undir vissum, ströngum skilyrðum. Forðast skuli að valda dýrum meiri þjáningu en mögulegt er og aðeins beri að nota dýr í tilraunum cf brýna nauðsyn ber til og í þeim tilvikum aðeins lágmarksfjölda dýra. Þannig megi ekki nota dýr þegar hægt er að notast við aðrar aðfcrðir til að komast að sömu niðurstöðu. Eins verða að vera góð rök fyrir því að framkvæma hverja tilraun og hún verður að hafa mikið gildi til að réttlætanlegt sé að nota tilraunadýr.“ Þeir Asgeir og Sigfús töldu sig hafa lært sitthvað af þessu verkefni. „Þótt verkefnið sé ekki nátengt námsefni mínu í læknisfræðinni þá lærðist ýmislegt gagnlegt. Eg fékk nokkra innsýn í stjórnsýsluna og hvernig hlutirnir ganga fyrir sig þar.“ Að mati Asgcirs var „gott að fá tækifæri til þess að nýta það sem maður hcfúr lært til að takast á við raunverulcgt úrlausnarefni. Þetta var mjög gaman þó að stundum hafi reynt á þolrifin því að engin einföld lausn sýnist vera á deilunni um tilraunadýr.“ Eftir Flóka Halldórsson

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.