Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Page 23

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Page 23
M E N N I N G 23 I Leikhúsárið virðist alltaf vera að lengjast. Leikfélögin mörg hver halda uppi sumar- sýningum cins og flestir hafa tekið eftir. Nú í sumar bar hæst söngleikina „Jesus Christ Superstar“ í Borgarleikliúsinu og „Rocky Horror" í Loítkastalanum. Þrátt íýrir þetta heldur okkar haust áfram að vera vorið í leikhúsheiminum. Sá tími þegar leikhúsin lifna við eftir sumardvala. En hvað er á dagskrá leikhúsanna í vetur? Hvað er spennandi að sjá? Ég fletti í gegnum leikskrár leikfélaganna og sló á þráðinn til nokkurra og komst að því að við leikhúsfíklarnir ættum ekki að þurfa að láta okkur leiðast í vetur. Þjóðleikhúsið Dagskrá Þjóðleikhússins í vetur verður að teljast fjölbreytt og af nógu er að taka. Af nýjum crlendum verkum vekur helst athygli nýtt verk eftir Simon Burke, „Leigjandinn“, í leikstjórn Hallmars Sigurðssonar. Þetta er breskt verðlaunaleikrit og jafnframt fyrsta sviðsverk höfúndar. I samtali við Guðrúnu Backmann leikhúsritara kom fram að þctta verk væri mjög nýstárlegt, ferskt og jafnvel pínulítið „weird“. -Eitthvað fyrir okkur sem vilja sjá eitthvað sem ekki hefur sést áður. Auk „Stakkaskipta“ Guðmundar Steinssonar verða tvö ný íslensk verk á stóra sviðinu í vetur. „Tröllakirkja“ eftir Olaf Gunnarsson í leikgerð Þórunnar Sigurðardóttur og „Þrek og tár“ eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikárið hefst einmitt á þessum gleðileik Ólafs Hauks sem gerist í vesturbænum á sjöunda áratugnum. Haustið við Hverfisgötuna verður því troðfúllt af tónlist, lífsgleði og speki í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Klassísku vcrkin eiga sinn hlut í dagskrá vetrarins. Fyrst skal fræga telja söguna um kvennabósann Don Juan eftir Moliére. Leikstjóri þessa verks er Litháinn Rimas Tuminas sem hvað frægastur er fýrir stórkostlega uppsctningu á Mávinum í hitteðfyrra. það verður spennandi að sjá hvað verður úr einu merkasta verki leikbókmcnntanna í höndum Rimas. Önnur klassísk verk eru „Sem yður þóknast“ eftir Shakespeare og „Leitt hún skyldi vera skækja“ eftir John Ford. A síðast leikári var leikrit Jims Cartwright „Taktu lagið, Lóa!“ frumsýnt og halda sýningar á þessu frábæra leikriti áfram á Smíðaverkstæðinu í haust. Ef þú sást ekki þessa sýningu í fyrra verðurðu að sjá hana í vetur eða eins og kaninn myndi segja „a rnust see“. Borgarleikhúsið Það sem einkennir dagskrá Leikfélags Reykjavíkur í vetur eru ný íslensk verk. Þar skal fyrst telja „Tvískinnungsóperuna“ eftir Agúst Guðmundsson. Þetta er rómantískt gamanleikrit með söngvum um samskipti kynjanna og kyn- hlutverkið. Þeir sem sáu „Djöfla- eyjuna" á sínum tíma lilakka líklega til að sjá nýjasta afsprengi þeirrra Einars Kárasonar og Kjartans Ragnarssonar. „Islenska mafian“ er nýtt leikrit, unnið upp úr bókum Einars „Heimskra manna ráð“ og „Kvikasilfúr“. Þctta er fjölskyldusaga þriggja kynslóða sem skiptast á að vera ríkir forstjórar, hugsjónamenn eða fátækir hjólkoppasafnarar í íslcnsku samfélagi síðustu áratuga. Af sígildum verkum má helst telja „Hið ljósa man“ sem cr ný leikgerð Bríetar Héðinsdóttur eftir Islands- klukku Halldórs Laxncss. Sagan cr sögð frá sjónarhóli Snæfríðar Islandssólar og er þcssi leikbúningur verulega frábrugðinn fyrri leik- gerðum. 1 sýningunni verður ný frumsamin tónlist eftir Jón Nordal sem mun án efa gefa sýningunni meiri dýpt. Jim Cartwright virðist njóta óhernju vinsælda um ðessar rnundir en í vetur verða sýningar á vcrki hans „BarPar“ A fjölunum í vetur HELGA D. BJÖRGVINSDÓTTIR SKRIFAR í veitingabúðinni í kjallara Borgarleik- hússins. Næsta sum- ar verður spánýtt leikrit Jims „Stone Free“ frumsýnt. Þetta verður önnur uppfærsla leikritsins í heiminum því verkið verður ekki frumsýnt á West End fyrr en í lok þessa árs. Tónlist sjöunda áratugarins verður áberandi í þessari sýningu sem er sviðsett í lok þess áratugar á rokkhátíð einhvers staðar í Norður-Englandi. Auk fastrar dagskrár er von á nokkrum samstarfsverkefnum leikhússins við tiltekna atvinnuleikhópa. Þar má finna nær allt milli himins og jarðar, vcrkin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Kaffileikhúsið Kaffileikhúsið hefúr nú endanlega fest rætur í reykvísku menningarlífi og á einmitt ársafmæli þann 7. október n.k. þann dag mun „Sápa þrjú“ líta dagsins ljós en Sápa eitt og tvö voru með vinsælli verkum síðasta árs. Höfúndur „Sápu þrjú“ er engin önnur en Edda Björgvinsdóttir svo að búast má við miklum hlátri í Kaffileikhúsinu í október. Sögukvöldin vinsælu verða einnig á sínum stað annan hvern miðvikudag í vetur auk þess sem „Margfaldir einleikir“ fara af stað. Þetta verða einleikir af öllum gerðum eftir ýmsa höfúnda í meðförum ýmissa leikara en leikstjóri þcirra allra er sá sarni, Þórhildur Þorleifsdóttir. Svokallað „uppi- stand“ grín hefur verið að skjóta rótum hér á landi undanfarið. Kaffi- leikhússmenn eru engir eftirbátar á því sviði nema síður sé og stcfnan er að koma fleiri slikum skemmtunum á fjalirnar. Hallgrímur Helgason hefur einmitt að undanförnu staðið fyrir „standandi gríni“, svo að ég noti þýðingu Súsönnu Svavarsdóttur, og mun hann taka þátt í fleiri slíkum í vetur ásamt nýliðum á því sviði. Nýir leikhópar Sífellt fleiri atvinnuleikhópar skjóta upp kollinum á síðustu misserum. Nú síðast Hermóður og Háðvör, Hafnarfjarðarleikhúsið. Þann 14. scptcmber sl. frumsýndu þau leikrit Arna Ibsen „Himnaríki“ í leikstjórn Hilmars Jónssonar. Þetta leikrit er óvenjulegt að því leyti að leikið er á tveimur sviðum í einu og leikritið leikið tvisvar á sömu sýningu. Ahorfandinn skiptir liins vegar um sjónarhorn í hléi. Þetta er nýtt form á lcikhúsi og verður spennandi að sjá hvernig það kemur til með að ganga í landann. Islenska leikhúsið sýnir um þessar mundir „I djúpi daganna“ eftir Maxím Gorkí í þýðingu meistara Megasar. Sýningar eru í Lindarbæ og standa yfir út október. Eins og sjá má er af nógu að taka og um að gera að rcyna að sjá sem flest. það er vonandi að leikhúslífið haldi áfram að cflast eins og það hefúr gert undanfarið. Hver veit, kannski rætist þá einhverntíma sá draumur að Rcykjavík verði menningarborg Evrópu - við erum kannski nær því en við höldum. nashuatet ★ Mest seldu Ijósritunarvélar á Islandi I ★ Faxtæki ★ Fjölritar ★ Kjölbinditæki Verib velkomin í vinningsliðið! Umboð: Hljómver, Akureyri Póllinn, Isafirði Geisli, Vestmannaeyjum ARMULA 8 - SIMI588-9000 AÓ n o iii 8 ■ •« ber évöxt Vextir NÁMU-reikningslána eru 9,75% AO AUKl: • Ókeypis aðild ad Einkaklúbbnum • Fjármálaráðgjöf • LÍN-þjónusta • NÁMU-styrkir • Internettenging: Ekkert stofngjald og afsláttur af mótaldi frá EJS • Gjaldeyriskaup án þóknunar • Minnisbók KYNNTU ÞÉR KOSTINA... s E A N N K I D S NAMAN Námsmannaþjónusta Landsbanka íslands N-A-M-A-N

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.