Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Qupperneq 29

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Qupperneq 29
FELAGSSTOFNUN 29 Félagsstofnun stúdenta tók tíl starfa árið 1968 í því skyni að veita stúdentum margvíslega þjónustu. A 27 árum hefur fyrirtækið vaxið og dafnað en það rekur bóksölu, ferðaskrifstofu og kaffistofur auk þess sem hús- næðisdeild þess sér um úthlutun og útleigu húsnæði á stúdenta- görðum. A þessum árum hefur stjórn stofnunarinnar haldið ófáa fundina en á dögunum urðu þau tímamót að haldinn var sjöhundraðasti fundur stjórnar. Tímamóiafundur A þessum tímamótafundi afhenti Valdimar K. Jónsson, formaður bygginganefndar Félagsstofnunar stúdenta, framkvæmdastjóra FS, Bernhard A. Petersen, lyklavöld að nýjasta áfanga Asgarðahverfisins, Eggertsgötu 22. Asgarðahverfið er enn í byggingu en áætíað er að framkvæmdum ljúki um aldamótín. I’egar Asgarðar verða að fullu teknir í notkun árið 2000 mun FS ráða yfir húsnæði á háskólasvæðinu fyrir um 700 stúdenta og fjöl- skyldur þeirra. Húsnæðisdeild skipt upp Ennfremur var samþykkt á fund- inurn að taka í notkun nýtt merki Stúdentagarða en það er ný deild innan FS. Vegna mikilla umsvifa Húsnæðisdeildar var ákveðið að deila starfseminni niður og setja upp deild sem eingöngu fengist við útleigu á görðunum sjálfum. Húsnæðisdeildin mun eftir sem áður sjá um viðhald og upp- byggingu húsnæðis í eigu FS. Leikskólinn á Vetrargarði sem FS hefur nýverið tekið að sér að reka fékk nýtt nafn á fundinum en samþykkt var að framvegis fengju M O L A R Á tali hjá vörnum landsins Hugmyndin um varnarsveitir á íslandi, sem Björn Bjarnason menntamálaráðherra varpaði fram á dögunum, hefur vakið fjörugar umræður í fjölmiðlum. Stúdenta- blaðið ætlar ekki að taka afstöðu til þessa máls en bendir þó á að líklega þurfi að byggja upp varnir landsins alveg frá grunni eigi hugmyndin að verða að veruleika. Þannig gerðist það kl. 10:20 miðvikudaginn 13. september að Stúdentablaðið hugðist reyna að ná sambandi við varnarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. I’á brá svo við að í tvígang svaraði enginn í símann og þegar blaðið hugðist kvarta yfir þessu hjá utanríkisráðuneytinu kom í ljós að þar var á tali ... Háskólamenn eru hærri! Ólafur Ólafsson landlæknir fær prik frá Stúdentablaðinu. Hann kynnti þær skemmtilegu og jafnframt uppörvandi niðurstöður í fjölmiðlum um daginn að háskólamenn væru að meðaltali þremur sentimetrum hærri en ein- staklingar úr öðrum stéttum. Við sama tækifæri var komu fram þær upplýsingar að íslendingar væru að jafnaði stærri en íbúar ná- grannaþjóðanna. Enn einn áfangi í / Asgarðahverfinu tilbúinn Stjórn Félagsstofnunar hefur fundað /00 sinnum börn stúdenta dagvistun á Sólgarði sem hét áður Litla-Brekka. Sjóður fyrir fatlaóa nómsmenn Pá var ákveðið að veita styrk í sjóð fyrir fatlaða námsmenn en honum er ætlað að standa straum af tölvukaupum. Að síðustu var ákveðið á fundinum að taka í fóstur tímarit í I’jóðarbókhlöðunni. Um er að ræða viðbót við framlag Félagsstofnunar til þjóðarátaks í þágu Þjóðarbókhlöðu sem stúd- entar í Háskóla Islands efndu til á síðasta ári. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. • Kringlunni 5 Sími 569 2500 • Grænt númer 800 5692 Hjá Sjóvá-Almennum geturðu nú raðað saman tryggingum og myndað STOFN sem er samheiti yfir allar tryggingar heimilisins. Kjaminn í STOFNI er ávallt Fjólskyldutrygging en til viðbótar velurðu þær tryggingar sem fjölskyldan þarfnast. Með STOFNI öðlastu góða yfirsýn og líkur á gloppum í tryggingaverndinni minnka til muna. Ef þú sameinar tryggingar þínar í STOFNI geturðu fengið allt að 20% afslátt af iðgjöldum og auk þess 10% af þeim cndurgreidd. STOFNI fylgir einnig margs konar forgangsþjónusta: Bónusvernd í Ábyrgðartryggingu ökutækis Frir bílaleigubíll meðan gert er við bíl vegna kaskótjóns Tjónaþjónusta allan sólarhringinn Lægri kostnaður af bílalánum Áskrift að fréttablaðinu Bót í máli Persónuleg ráðgjöf STOFN er án efa skynsamleg lausn enda sameinar hann hámarksöryggi og lágmarkskostnað. Starfsfólk Sjóvá-Almennra er boðið og búið að laga hann að þörfum þínum og óskum. Nýjung frá Sj óvá-Almennum

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.