Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Qupperneq 30

Stúdentablaðið - 01.09.1995, Qupperneq 30
30 STUDENTAR Dagskrá háskólalífsins 2. október KRISTILEGT STÚDENTAFÉLAG. Daglegt líf með GuSi. HvaS get ég gert og hvaS er mér gefið. Dr. Sigurður Arni Eyjólfsson flytur erindi. Lögberg 101. Kl. 20. VERKFRÆÐIDEILD. Um náttúru íslands og náttúruvernd. Arnþór Garðarsson prófessor og formaöur Náttúruverndarróðs flytur erindi. VR II 158, kl. 17. 6. október ORATOR. Verkleg réttarsaga í árlegri Þingvallaferð laganema. 7. október Fróði, félag sagnfræðinema. Þingvellir fá engan frið. Sagnfræðinemar fara í árlega haustferð. 9. október VERKFRÆÐIDEILD. Sjálfbær þróun. Magnús Jóhannesson ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis flytur erindi. VR II 158, kl. 17. 12. október ORATOR. Kennslumálafundur í Lögbergi. 16. október VERKFRÆÐIDEILD. Þróun umhverfismála. Trausti Valsson flytur erindi. VR II 158, kl. 17. 19. október ORATOR. Aðalfundur Orators, félags laganema. Setið að sumbli og saklausir menn kosnir í stjórn og nefndir. 21.-27. október SHI. Jafnréttisdagar; Málfundir og fyrirlestrar um jafnréttismál í Háskólanum, Sólon Islandus og Loftkastalanum. Þeir sem vilja auglýsa fundi og mannfagnaði í Háskóla íslands í þessum dálki eru vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar á skrifstofu Stúdentablaðsins, Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Fax: 562-1040. Netfang: thormund@rhi.bi.is. Sopið seySi -bálkur um vínmenningu og drykkjusiði 1. þáttur höndum meðan drykkjumenningin er troðin í skít og drullu. Ætlun undirritaðra í þessum smámódegu pistlum er því að leggja lóð okkar á vogarskálar aukinnar visku og ánægjulegri áfengismenningar íslendinga. Auk þess munum við ausa úr skálum reiði okkar yfir hinni aumu kokkteila- eða limstélamenningarnefnu sem um sig hefur grafið hér á skerinu rneðal Dean Martin-sleikja og annarra boðbera úrkynjaðrar flatneskju- lágmenningar. Hlutverk pistlahöf- unda verður e.k. sjálfskipuð aug- lýsingamennska fyrir áfengar mixtúrur sem við teljum geta orðið landanum til framdráttar og yndis- auka. Eingöngu verða teknar fyrir þrautprófaðar blöndur sem við hjartarætur á rómantískum haust- kvöldum. Uppskriftin er: 1 sjúss Jim Beam viskí vænn slurkur af Tabasco-sósu Viljum við benda lesendum á að sýna endilega engan nirfilshátt með sósuna ef þeir vilja njóta drykkjarins til hins ýtrasta. Enn fremur mælum við eindregið með því við lesendur að þeir hristi höfuðið hressilega eftir innbyrðingu drykkjarins en þó áður en þeir kyngja eins og verið sé með líkamstáknmáli að segja nei sem virkilega þýðir nei. „Neitandinn“ er með það sama borinn til hinna sjóðheitu Olymps Allt frá því eðalmennið Egill Skallagrímsson vó mann í ölæði hið fyrsta sinn barn að aldri hefur drykkjuvenjum hinnar íslensku þjóðar farið hrakandi. Eftir aldalanga einokun, fýrst hins danska og síðar hins íslenska kerfisbúlags, á veitingu guðaveiganna er nú svo komið að ekki verður lengur setíð auðum höfum lagað að eigin smekk. Fyrstan kveðum við tíl leiks hana- stélsdrykk sem mun víst vera hæp eitt ógurlegt úti í Grikklandi. Hið gríska nafn drykkjarins er okkur ókunnugt og höfum við því gefið drykknum nafnið „Babe Illusion“ af ástæðum sem ekki verða raktar hér til fullnægjandi hlítar en þar spilar inn í hve hann yljar um heilögu hlíða og tryggjum við að gjörvallt kvöldið mun markast á afgerandi hátt af þessum athygliverða drykk. Að lokum viljum við óska lesendum velfarnaðar og ánægjulegrar áfengisneyslu. Magnús Teitsson Hjörvar Pétursson Þjóðfélagið Útvarp SVR Forðist fyrir alla muni þau hryllilegu örlög að þurfa að ferðast með Strætisvögnum Reykjavíkur. Leggið hart að ykkur við að safna fyrir bíl og ef það er vonlaust, reynið þá að næla í kærustu/kærasta sem á heima nálægt ykkur og á bíl (ef það er ómögulegt ættuð þið að minnsta kosti að verða ykkur út um vin). Eað er mannfræöilegt og verkfræðilegt athugunarefni hvernig „skipuleggjendum“ strætisvagnanna nefur tekist að haga málum þahnig aó það er nánast sama hvert maður ætlar að fara um bæinn og þarf að skipta um vagn, alltaf standast strætisvagnarnir þannig á að maður rétt missir af þeim sem maóur vill taka. X-ið: Með sítt að aftan Laugardaga 13-15 Missið alls ekki af þessum þætti. Fetta cr langbesti fjölmiðlavið- burðurinn síðan Listapopp var og hét cða Unglingarnir I frums- kóginum. Spiluð cru lög eftir snillinga eins og Limahl og Kaja- googoo, Ultravox, Nik Kershaw, Frankie goes to Hollywood, Dead or Alive, King, Nenu, Europe, Duran Duran, Falco, Paul Young og alla hina. Um daginn var til dæmis „I like Chopin" spilað sem kynnirinn minnti okkur á að væri „sorglegasta lag I heimi“. Eins var gaman að heyra gamla smelli eins og „Rock me Amadeus,“ „A View to a Kill,“ „Electric Dreams,“ og „Final Countdown." Nostalgían nær svo hámarki í titillagi þáttarins sem er I flutningi Yellow Magic Orchestra en það var líka titillag Listapopps. Helsti lösturinn á þáttunum er að Rikshaw og Hcrberti Guðmunds- syni er ekki gert nógu hátt undir höfbi. Sem jaðrar við guðlast. Fví er hér með komið á framfæri. Lesi stjórnandi þáttarins þetta er beðið um óskalögin Ghostbusters með Ray Parkcr jr. og This is the Night með Mezzoforte í næsta þætti. Fimmtudagsdagskrá Stöðvar 2 Reynið fyrir alla muni að halda ykkur frá Stöð 2 á fimmtu- dagskvöldum. Fað hefur myndast einkennileg hefð fyrir því að hafa einstaklega subbulega dagskrá á þessum tíma, með púkalegum ofbeldismyndum af síðustu sort. Viðkvæmar sálir fá martröð af því að lesa dagskrána eina saman. Til dæmis var fimmtudagsdagskráin 14. sept. þannig: Mynd #1: Með augum morðingja. Sálfrðitryllir um konu sem verður fýrir von- brigðum með karlmennina I lífi sínu, sérstaklega þegar þeir taka upp á því að reyna að drepa hana. Mynd #2: I hefndarhug. Litli bróðir Truman Gates er drepinn en þá verður Truman voða reiður og kallar á vini sína sem búa í fjöllunum og eru líka voða reiðir. Mynd #3: Vafasöm viðskipti. Tveir menn stofna fýrirtæki en annar þeira er ógurlega vafasamur og kallar hina skelfilegu hefnd mafí- unnar. I’að væri gaman að sjá manninn sem setti saman dagskrána og enn skemmtilegra að finna e-n sem nennti að horfa. The Xenophobe’s Guide to the Icelanders, e. Richard Sale Nældu þér í eintak af bók Richards um íslendinga. I fýrsta lagi er hún ágætis áminning um að líkjast einhverjum af þeim lúðum sem hann lýsir. Auk þess er hún skemmtileg lesning, uppfull af ágætis punktum eins og til dæmis þessum: „Islendingar hlæja að Norðmönnum fýrir áhuga þeirra á útivistaríþróttum sem er álitin sönnun þess sem íslendingar vissu þó fýrir, að Norðmenn séu bæði vitlausir og leiðinlegir. Spurðu Islending um Grieg eða Munk og hann mun ábyggilega halda því fram að þeir væru afkomendur íslenskra víkinga sem fóru í helgarfrí og strönduðu óvart I Noregi I ofviðri. Eftir að Norðmenn fundu olíuna I Norðursjó og urðu ríkir, hefur viðhorf Islendinga til þeirra breyst. Nú eru Norðmenn álitnir leiðinlegir, vitlausir og ógeðslega heppnir.“ Strandferð til Mururoaeyja Fú skalt forðast að fara í sólarlandaferð til Mururoaeyja þar sem kjarnorkutilraunir Frakka fara fram. Sérstaklega gæti verið óskynsamlegt að fara í fótabað á ströndum eyjunnar - fæturnir gætu orðið eftir. Miklu skynsamlegra væri að fara til Frakklands enda hinum megin á hnettínum. Fá gætir skroppið til Montpelier vegna þess að hálft þriðja árið í frönsku I Háskólanum hefur flúið þangað yfir veturinn. Frátt fýrir óneitanlegt aðdráttarafl ræður Stúdentablaðið þér líka eindregið frá því að leggja í sundferð yfir Eystrasaltið þar sem sannanir hafa verið færðar á að það sé enn mengaðra en hafið sem umlykur Mururoa-skerin.

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.