Fálkinn


Fálkinn - 23.06.1928, Blaðsíða 4

Fálkinn - 23.06.1928, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N T jekkneshar sfúlkur i þjóðbúningum. að úr þeiin yrði ríkjasamband og yrði Bæheiniur sjálfstætt ríki í því sambandi. En svo fór, að Austurríki, Ungveijaíand og Þýskaland gáfust upp nieð ör- stuttu millibili og lýstu Tjekkó- slóvakar þá yfir sjálfstæði sínu. Þetta var 28. október 1918 og 14. nóvember var Masaryk kosinn forseti. Sigurvegararnir í styrjöldinni viðurkendu vitanlega undir eins sjálfstæði ríkisins og voru landa- mæri þess ákveðin með friðar- samningunum í St. German og Trianon: „bin sögulegu landa- mæri Bæheims“, nfl. Bæheimur allur, Mahren, austurríkski hluti Slesíu og slovakisku og rúth- ensku skikarnir af Ungverja- landi. Endanlega varð þó ekki gengið frú landamærunum fyr en 1.924, er alþjóðasambandið dæmdi Tjekkóslóvökum alt Jarovina-hjeraðið, sem Pólverjar höfðu gert tilkall til. — Bæði út á við og inn á við hef- ir Tjekkóslóvakiu vegnað hið hesta þéssi tiu ár, sein liðin eru síðan landið fjekk sjálfsæði sitt. Ekkert liinna nýju eða nýendur- reistu rikja, sem komu upp eftir ófriðinn geta sýnt jafn glæsileg- an feril. Atvinnuvegir allir standa með hinum mesta blóma, fjármál ríkisins eru i föstum skorðum. Og út á við hefir þjóð- in ávalt gætt hinnar mestu var- úðar og siglt fyrir öll sker, þrátt fvrir mjög erfiða aðstöðu. En fáar þjóðir hafa líka öðrum eins mönnum á að skipa og þeim Masaryk og Benes. Nokkrír flokka- drættir hafa þó verið innanlands, eins og óhjá- kvæmilegt er með þjóð, sem er að byrja sjálfstæða tilveru á nýjan leik. Og trúmála- deilur hafa verið miklar í landinu. Landsmenn Jó- hanns Hus eru enn alvörumenn í trú- málum, og vilja margir stofna al- veg óháða þjóð- kirkju i landinu, og láta kaþólsku kirkjuna hverfa undan yfirráðum páfans. Helstu atvinnu- vegir þjóðarinnar eru landbúnaður og skógarhögg og iðnaður er þar með afanniklum blóma. Fræg er einkum sykurframleiðsla þeirra og ölgerð og af listiðnaði einkum krystalsgerð. Bæheims- krystall er frægur um allan heim. Nú minnist þjóðin tíu ára end- urfengins sjálfstæðis með veg- Jegri sýningu, sem haldin er í Brúnn í sumar, og áður hefir verið getið hjer í blaðinu. Teyn-kirkjan í Prag. Þar er Tysho Brahe grafinn. Við mælum með uppkomnum refum og yrðlingum frá refa- okkar, sem er eitt af þeim stærstu í Noregi. Refakyn okkar er frá þeim mönnum á Prince Edward Island, Canada, sem árlega vinna flest og hæst verðlaun. Við eigum marga refi, sem fengið hafa 1. verðlaun. Skarsgaard Reveopdrett. Aal st. Norge. Við mælum með Itynkóta-kanínum okkar, af Chinchilla og Angora-kyni. Kaupum úrvals blárefi. O0C3C3£3C3í3O£3£3£3C3C3C3OÖC3QC3C3t3ö£3£3C5 C3 C3 <3 O O O O O O O O o o o o o Húsgagnaverslun Kristjáns Siggeirssonar Laugaveg 13 hefir á v a 11 fyrirliggjandi vönduð og smekkleg hús- gögn. Spyrjist fyrir um verð. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem óskað er. Virðingarfylst Kristján Siggeirsson. o o o o o o o _______________ o o o ooooooooooooooooooooooooo rPALCO besti farfi sem hægt er að fá á járn, trje og stein. Ver ryði betur en nokkur annar farfi. Sparar menju. I Einkasalar á íslandi: I „MALflR[NN“, Reykjavík. , u s Vísindamenn álita, að Egyptar hafi manna fyrstir lært að búa til gler, um 1500 árum fyrir Krists burð. En eigi lærðu menn að blása gler fyr en 1400 árum siðar. Rómverjar voru farnir að nota gler um 100 árum e. Kr. og hefir gler fundist i katkombunum í Róm, og i Pompeji hafa menn fundið gler- hrot úr gluggum, sumstaðar þar sem grafið hefir verið í rústir. Frá Róm- verjum breiddist glergerðin til Frakk- lands og þar var öldum saman mesta glerframleiðslan í Evrópu. Bretar byrjuðu að gera gler um 1180. En flöskur voru ekki gerðar fyr en á 16. öld. Föstudagurinn er að ým,sra áliti ó- gæfudagur. í norrænum sið var liann helgaður Freyju, og ljet hún reiði sina koma niður á þeim, sem gleymdu að sýna henni tilbærilega Jotning á þeim degi. Englendingar gifta sig helst elílíi á föstudegi, en hjá Sltot- um er dagurinn uppáhalds giftingar- dagur. Spánverjar hafa mesta ótrú á þriðjudögunum og hjá okkur er mánudagurinn talinn til mæðu. Gildarskálinn á biskupssetrinu í Görðum i Grænlandi var 17 metra langur og 8 metra breiður, eða nálega eins stór og slcáli erkibiskupsins í Niðarósi. Sum björgin i skálveggjun- um vega alt að í) smál. og liellur eru yfir dyrum og gluggum, sem vega 3% og 5 smálcstir. Brunnurinn sem íslendingar grófu þar til forna er hlaðinn upp úr rauðum sandsteini og er notaður enn þann dag í dag. f síðasta mánuði var smiði eins mesta mannvirkisins í Danmörku, brúarinnar yfir Litlabelti, boðið út. Brúin á að kosta um 20 miljón krón- ur og verður bæði fyrir járnbrauti)" og aðra umferð. Tilboðin verða opnuð 1. október og eftir 6 ár á brúin að verða tilbúin. Downie Brothers heitir fjölleikafje- lag eitt vestan hafs, er ferðast borg úr borg urn Bandarikin þver og endi- löng. Downie Brothers notuðu fyrst hestvagna til þess að flytja farangur sinn á og síðan járnbrautirnar. En nú hefir fjelagið tekið upp þann sið, aö flytja allan farangur sinn á bifreiðum og er það ódýrara en með járnbraut- unum. En farangurinn er mikill, eins og sjá sá af því, að fjelagið notar 75 vagna — tveggja smálesta — til þess að flytja sig, og fara þessir vagnar um 11.000 kilómetra á hverju sumri. Sedrusviðinn í Libanon kannast flestir við af frásögnum bibliunnar. Hann er barrtrje og náskyldur læ- virkjatrjenu sem vex viða um norður- lönd, en barrið er dökkgrænna en á norðlægum barrtrjám og fellur ekki. Sedrusviðurinn var mikið notaður til skrauthýsa í suðlægum löndum, t. d. voru sperrurnar i musteri Salomons úr þessum viði. Trjeð getur orðið mjög stórt, alt að 30 metrum á hæð og ummál bolsins að neðan 12 metrar- En trjen þurfa að verða 2—3 þúsund ára gömul til þess að ná þeirri stærð- Ilmurinn af trjenu þótti svo góður, að það var oft notað í stað reykelsis, en trjákvoðan var notuð til þess að smyrja með lík. Nú á dögum er sedrusviðurinn mest notaður i blý- anta og vindlakassa. l>að er alls ekki ný bóla, þó bygð sjeu stórskip. Ptolomeus Philopater • Alexandríu Ijet smiða galeiðu, sen> var 140 metra löng og 8 metra breið og var ætluð 4000 ræðurum. Hiero frá Syrakusae ljet Arkimedes smíða enn- þá stærra skip, sem ætlað var til hernaðar. Voru á þvi átta turnar og úr þeim mátti slöngva grjóti 600—- 700 metra leið burt, gegn óvinunum- Og á þessu skipi voru öll hugsanlcg þægindi: bókasafn, skemtigarður, lcik- fimissalur, baðskáli — og Venusar- musteri, alt skreytt fögrum málverk- um og höggmyndum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.