Fálkinn


Fálkinn - 08.09.1928, Blaðsíða 5

Fálkinn - 08.09.1928, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Sunnudagshugleiðing. jeg ekki; eitt veit jeg, að jcg sem var blindur, er nú sjá- andi“. —- Jóh. 9, 25. Blindi maðurinn, sein texti (lagsins segir frá, hafði hlotið (Iýra gjöf. Hann hafði verið blindur frá fæðingu, aldrei sjeð móður sína eða föður, aldrei sjeð dásemdir náttúrunnar. En fyrir kraftaverk Jesú varð þessi niaður alt í einu sjáandi. Heim- urinn var orðinn allur annar. Hann kannaðist fúslega við, að margt væri það í heiminum sem hann ekki skildi, og hann vissi jafnvel mjög lítið um per- sónu Jesú. En eitt vissi hann: að hann hafði fengið sjónina. Til eru í heiminum ýmsir menn, sem hafa skyndilega fengið andlega sjón á sama 'hátt og þessi maður fjelck líkamlega, og fá að sjá dálítið af dýrð Krists. Augu þeirra hafa verið haldin og svart fram undan, eins og hjá Páli á leiðinni til Damaskus, en svo hefir hulan skyndilega fallið frá. Og nú sáu þeir hvernig Jesús hafði frið- þægt fyrir syndir þeirra, nú sáu þeir kærleika hans til synd- aranna. Sáu hann, lamb guðs, sein ber burt heimsins synd. Og þessi sálarsjón hefir orðið mesti viðburður í lífi þeirra. En hve margir eru þeir, sem ekki skilja þessi orð og þann viðburð sem þau lýsa. Sumum er máske varið á sama veg og fariseunum, sem urðu gramir, er þeir sáu stórmerkin. Þeir vilja ekki þreifa á staðreyndum i trúarefnum, ekki hafa vissuna sem einlægri trú fylgir. Kristindómurinn vill leiða menn í vissuna um hið persónu- lega sambandi við guð, það sam- hand sem trúaðir menn hafa reynt og þekkja. Jesús vill mæta þeim sem leitar og íálmar fyrir sjer, ef hann er sannur og ein- lægur í leit sinni. í orði sínu mætir Kristur hinum andlega blinda. Það var frelsun manns- ins, sem fæðst hafði blindur, að hann fór eftir orðum Jesú, treysti þeim, þó honum þætti þau ósennileg. Hvernig gat það stoðað, að leðja væri lögð á hvarma mannsins og að hann færi til Siloam og þvoði sjer? En hann gerði það og kom sjá- andi aftur. Látum oss ávalt treysta orðum Jesú og loforðum. Því hversu oft hefir það ekki gefið blindum andlega sjón. Menn verða stund- Um fyrir óþægindum af þvi að treysta honum, eins og maður- inn sem sagt er frá. Farisearn- ir ráku hann út frá sjer. En Jesú tók á móti honum og leiddi hann fram á leið til andlegrar þekkingar og meiri birtu. Og svo fer þeim einnig nú á dögum, sem vilja komast nær Knsti. Hamingja þess manns, sem fær andlega sjón og vissu um uálægð frelsara síns er svo mikil, að honum veitist ljett að f>era það, þó hann verði fyrir uðkasti. Það er sú litla fórn sem hann færir fyrir náðargjöfina hiilclu. (^) Leo Tolstoy. Á morgun eru liðin 100 ár frá fæðingu rússneska spelcings- ins Leo Tolstoy. Verður afmæl- ið haldið hálíðlegt með marg- víslegum fundarhöldum og sam- komum, sumpart í Moskva og sumpart á hinu forna ættarsetri slcáldsins, Jasnaja Poljana. Eft- ir að bolsejvikar komust til valda i Rússlandi var stofnað þjóðmenjasafn á Jasnaja Polj- ana og sjerstaklega var safnað þangað öllu því, er á einn eða annan liátt snerti líf og sögu skáldsins. Þar hýr nú Alex- andra Tolstoy, dóttir hans og stjórnar einskonar uppeldis- stofnun fyrir nágrennið, skóla, vinnustofum, harnaheimili, bóka- safni og fleiru. í tilefni af aldarafmælinu verður í fyrsta sinni gefin út heildarútgáfa af öllum ritum Tolstoys. Hefir stjórnin lagt eina miljón rúbla fram til þess að hægt sje að gera útgáfuna vel úr garði. Eftir ósk Tolstoys sjálfs sjer vinur hans og sam- verkamaður, Waldimir 7'ochert- kov, um útgáfuna. Verður hún i 90 til 100 bindum. Kemur þar í fyrsta skifti á prent ýmislegt sem ekki hefir verið prentað áður, til dæmis allar dagbækur skáldsins og sendibrjef hans. ■—- Einnig hefir Tolstoy-sal'nið í Moskva verið flutt í ný og rúm- góð húsakynni, en hingað til hefir það verið í lítilli tvílyftri byggingu, en gefur þó dágott yfirlit yfir merkustu þættina úr lífi hans. í sambandi við safn þetta er bókasafn; eru þar 23.000 bindi af bókum og auk þess 56.000 ritgerðir um Tolstoy lir hlöðum og tímaritum. Fyrri myndin er af Tolstoy ungum en sú síðari er tekin skömmu fyrir andlát hans. „Therma" (Skrásett vörumerki). Rafmagns suðu- og hitaáhöld skara fram úr öðrum rafmagnsáhöldum á heimsmarkaðinum. Miklar birgðir eru ávalt fyrirliggjandi hjá Júliusi Djörnssyni, Austurstræti 12. h<-------------------------------m U M V í Ð A VERÖLD. GREIFAFRÚIN FJEKK ELSK- HUGANN SINN. Það bar við fyrir nokkru á járn- brautarstöð suður i París, að ung og fríð greifafrú skaut úr skammbyssu á enskan aðalsmann, sem iieitir M. de Trafford, og særði hann mikið. Þau böfðu verið trúlofuð, aðalsmaðurinn og greifafrúin, en faðir lians hafði komist að þvi, og vildi afstýra þvi, að þau næðu saman. Þessvegna skip- aði gamli maðurinn syni sinum að koma heim sem skjótast, og bætta að dingla við stúlkuna, ])ví þó að liún væri falleg, þá var liún býsna van- stilt á skapsmunum og örgeðja. Og svo var hún gift! Og nú bafði nún ein- sett sjer að skjóta bann fyrst og síð- an sjálfa sig, í þeirri von að þau hittust hinumegin, þvi þar gæti þau verið í friði fyrir gamla manninum. Aðalsmaðurinn var fluttur á sjúltra- liúsið en liún i tugthúsið. Hún er auðlcýfingsdóttir frá Ameríku en gift- ist fyrir nokkru frönskum aðals- manni, en lijónabandið varð ófarsælt. Nú liefir hún loksins fengið skiln- að — um líkt leyti sem Englending- urinn varð albata og bún sjálf hafði lokið refsingunni. Og nú hefir gamli maðurinn í Englandi tekið son sinn í sátt og leyft honum að giftast stúlk- unni. — Margvislegar leiðir liggja inn i bjónabandið, en óneitanlega er þessi með þeim þeim einkennilegustu. REIT I STAÐ ÞESS AÐ KYSSA. Það kom fyrir Venizelos gamla um daginn cr bann var í kosningaleið- angri um Grikkland, að stúlka nokk- ur í smábæ í nánd við Korintli geklc til hans og bað um leyfi til þess að mega kyssa licndi lians. Venizelos hafði ckkert á móti þvi og rjetti fram höndina. En stúlkan gerði sjer lítið fvrir og heit liann sem ákafast í höndina í stað þess að kyssa liana. Það hlæddi mikið lir sárinu og stúlk- an var tekin föst af lögreglunni. En Venizelor vildi ekki heyra nefnl að henni væri hegnt fyrir bitið. — UNG HETJA. Þessi drengur er 12 ára og lieitir Gösta Lindfors og á heima i Stokk- liólmi. Um daginn kastaði hann sjer niður i brunn, 3,5 metra djúpan og 1,4 metra breiðan, til þess að bjarga átta ára gamalli systur sinni, sem datt í brunninn og var rjett að segja druknuð. — Hefir lienni dóttur yðar farið mikið fram í píanóspilinu? — Já, það verð jeg að segja. Tvcir óþægilegustu leigjendurnir eru flúnir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.