Fálkinn - 08.09.1928, Qupperneq 13
F Á L K I N N
13
Veðdeildarbrjef.
Bankavaxtabrjef (veðdeildar-
brjef) 7. flokks veðdeildar
Landabankans fást keypt í
Landsbankanum og útbúum
hans.
Vextir af bankavaxtabrjefum
þessa flokks eru 5%, er greið-
ast í tvennu lagi, 2. janúar og
1. júlf ár hvert,
Sðluverð brjefanna er 89
krónur fyrir 100 króna brjef
að nafnverði.
Brjefin hljóða á 100 kr.,
500 kr., 1000 kr. og 5000 kr.
Landsbanki Íslands
V.
J
Hreinar léreftstuskur
kaupir háu verði
Prentsm. Gutenberg.
SVENSKA
ANERIKA LINIEN
Stærstu skip Norðurlanda.
Beinar ferðir milli
Gautaborgar og Ameríku.
Aðalumboðsmaður á íslandi:
Nic. Bjarnason, Rvík.
Stangajárn,
Bandajárn,
Stangakopar,
Koparrör,
Eirrör.
Einav O. Malmberg.
Vestuvgötu 2. — Sími 1820.
^ Hver, sem notar ^
4 CELOTEX ►
4 oS ►
< ASFALTFILT ►
^ í hús sín, fær hlýjar og y
^ rakalausar íbúðir. y
^ Einkasalar: þ
< Verslunin Brynja, ►
^ Laugaveg 24, Reykjavík. y
(0
<l)
c
>
!_
CD
O
Reykið einungis
P h ö n i x |
vindilinn danska.
>
3
<o'
JU
Q.
Ávalt mestar og
| bestar birgðir fyr-
irliggjandi áf allsk.
I
karlmanna- og
Iunglingafatnaði.
VÖRUHÚSIÐ
Reykjavík.
B=#====»l
LlFTRYGGING
er besta eign barnanna til
fullorðinsáranna! — Hana
má gera óglatanlegal
„Andvaka“ ;— Sími 1250.
m
ogo ogo ogo
HÚSMÆÐUR. Drjúgur er Mjallar-dropinn. Styðjið innlendan iðnað.
o§o ogo ogo
Fjárhættuspilarinn.
Eftir ÖVRE RICHTER FRICH.
— Hann er særður. Jeg hef sent eftir
lækni ...., en jeg held ekki, að hann sje í
neinni hættu.
— En náunginn þarna?
Bifreiðarstjórinn gekk fram með anð-
mjúku bukti og beygingum. — Jeg var hif-
reiðárstjórinn hjá barón van Pjes.
— Svo þjer eruð það ekki lengur?
— Nei, hann liggur dauður á botninum
á síkinu.
— Hvern fjandann meinið þjer? Þetta
«tlar að verða skemtilegt mál, eða hitt þó
heldur!
— Jeg er saklaus, kveinaði bifreiðarstjór-
inn. Hefði jeg haft hugmynd um hvað til
stóð, hefði jeg aldrei farið með í þenna
leiðangur. Jeg er heiðarlegur maður . .. . og
jeg mun, meðan jeg tóri, ekki gleyma þess-
um sorgarleik. Öskrinu í hinum deyjandi
og ópum hinna særðu ....
Lögreglustjórinn varð alt í einu napur í
bragði. — Svo þetta hefir þá verið reglu-
tegur bardagi. Það þóttist jeg líka geía farið
nærri um. Þjer verðið að gefa mjer bráða-
birgðarskýrslu, hjerna i hliðarherberginu,
meðan læknirinn og herpresturinn fást við
særða manninn. En eitt vil jeg aðeins segja
yður, bifreiðarstjóri sæll, að ef þjer ekki á
svipstundu gleymið þessum andstygðar-
viðburði, skal fara illa fyrir yður. Jeg skil
alveg hvernig alt hefir gengið til og vil ekki
hafa neitt þvaður um það — fyrst um sinn
skiljið þjer?
Bifreiðarstjórinn skildi til fullnustu, og
seinna svo vel, að hann notaði orð eins og
stys um viðburðinn. Eins og allir vita relc-
ast bifreiðár svo oft á, og nútíma bifreiðar-
stjórar aka eins og glæpamenn ....
En meðan þannig var verið að troða upp
' þá, sem höfðu verið viðstaddir atburðinn
v'ð Vondelpark, gekk maður fram og aftur
á götunni og öskraði of reiði yfir því að bif-
hjól hans — ferfaldur Henderson — var
borfinn — stolinn ....
33. Kapítuli,
Ungi maðurinn föli sneri sjer óþolinmóð-
lega í stóru lokreklcjunni, og opnaði síðan
augun. Hann leit undrandi kring um sig og
þreytulega, eins og hann hefði dreymt, að
hann væri að berjast við illvígan óvin og
vaknaði loks sem sigurvegari.
Maðurinn, sem sat við rúmstokkinn og las
i vasabiblíu, lagði hana frá sjer og brosti
hughreystandi. Það var James Carr.
— Jæja þá, sagði hann með syngjandi
rödd, þú ert að skríða saman, sje jeg er.
— Hver er jeg og hvar er jeg? spurði
sjúklingurinn með veikri rödd.
Carr laut niður að honum. Þú ert
Jakob Harvis, sagði hann í ákveðnujn tón.
Og þú ert staddur í húsi lionunnar þinnar.
— Það var skrítið, tautaði sjúklingurinn,
— jeg hlýt að hafa mist minnið .... Kon-
an mín? .... það er svo undarlegt ....
hver er hún?
— Það skaltu ekki vera að brjóta heilann
um núna, Jakob.
Maðurinn i rúminu reyndi að hleypa brún-
um . — Jakob? .... Jeg kann ekki við það
nafn.
— Það ættirðu samt að gjöra. Mundu, að
fyrsti Jakob, sem sögur fara af, var sá, sem
stóð fyrir neðan himnastigann og sá engla
ganga upp og ofan.
— Já, nú man jeg það. Jeg hef sjeð þann
stiga í draumum mínum. En Drottinn sat
ekki á efsta þrépinu, heldur kona ....
himnadrotningin .... drotnigin mín ....
— Það var nú hálf ó-biblíulegur draum-
ur, svaraði Skotinn brosandi. En þú skalt
ekki hugsa of inikið um þessa drauma, það
gerir ekki annað, en þreyta þig. Nú ertu
vaknaður til veruleikans, .... það verður
erfiður veruleiki, að vísu, sem heimtar alla
krafta þina. En við erum að minsta kosti
sloppnir við hitasóttina.
— Mjer finst jeg alls ekki vera veikur
.... það er bara þetta voðalega máttleysi
. . . . En nú inan jeg það. Stafurinn minn
markaði kross i andstygðar snjáldrið á
honum .... það voru tvö högg í kross ....
en stafurinn var ónýtur, og hrökk í sundur.
Svo glitraði í eitthvað í hendinni á honum
.... og svo man jeg ekki meira.......
Á andlit sjúklingsins kom áhyggjusvipur.
-— En ungfrú Lacombe, spurði hann með á-
kafa, — hvernig reiddi henni af? Jeg sá
hana í bifreiðinni .... nakinn handleggur
.... örvæntingarfullt augnaráð ------ í Guðs
nafni, segðu mjer Carr .... Er hún iifandi?
— Víst er hún lifandi, drengur minn.
Henni vildi ekkert slys til.
— Hvar er hún þá? Get jeg fengið að
tala við hana?
— Þú liggur í rúminu hennar. Sjálf er
hún farin til Frakklands, því hún fjekk
skeyti urn, að faðir hennar lægi á banasæng-
inni. En hún verður sennilega ekki lengi
burtu.
—- Fáðir hennar? Hvar á hann heima?
Mjer þætti gaman að vita ....
— Það yrði löng saga að segja frá þvi.
Það er dálitið óvanalegur Sórgarleikur, sem
liggur bak við það alt saman. Faðir hennar
er aðalsmaður og býr í stórri gamalli höll,
og hann rak dóttur sína að heiman, vegna
þess, að hún var gefin fyrir fjárhættuspil.
— Nú, ekki annað?
— Það er ekki eins meinlaust og þú held-
ur, Harvis. Það hefir verið bölvun Suzzi
Lacoinbe og mín og þín.
Sjúklingurinn brosti í fyrsta sinn. — Jeg
er ekki kvíðafullur vegna þeirrar bölvunar,
sagði hann rólega. Fjárhættuspilið er ekki
nema þáttur af drifkrafti mannsins og
kemur einum áfram og öðrum aftur á bak.
En alt gefur það lífinu lit og tilbreytingu.
Ef menn færu að grafa niður í djúp manns-
eðlisins, myndu menn alt af finna spiladjöf-
ulinn einhversstaðar á botninum. Við spil-
um ekki fjárhættuspil um peninga eingöngu,
heldur líka um gæfu okkar, æru og fóstur-
jörð. Og einstöku sinnum eigin ódauðlegu
sál.
Jaines Carr hlustaði undrandi á vin sinn.
Þetta var í fyrsta sinn, sem hann heyrði
greifann af Saban halda hrókaræður um
sinn eigin löst.. En alt í einu skein út úr
stálgráu augunum, að nú skildi hann alt.
— Nú er það Jakob Harvis, sem hefir
orðið, sagði hann glettnislega. Ungi munað-
arseggurinn frá fínu klúbbunum í París er
dauður, og hvílir í Pére Lacaise-kirkjugarS-
inum, en Jakob Harvis er upprisinn. Hann