Fálkinn - 08.09.1928, Side 14
14
F A L K I N N
REVKJAVf K
ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði.
Biðjið um
BENSDORPS
S Ú KKU LAÐI
Odýrast eftir gæðunum.
Símar:
27 — 2127 — 2183
Símnefni: FOSS
Hafnarstræti 18
Ávalt fjölbreyttar birgðir af
HÖNSKUM fyrirliggjandi.
HANSKABÚÐIN.
&fiáfi~ÓGemi nr. 3.
Eftir Guðm. Bevgsson.
Hvítt byrjar og mátar í 3. leik.
Lausn á krossgátu nr. 3.
L d r j e t t :
1. BöP ,'a, 5. Spaug, _ 9 . Elfur, 12.
Vá—, 13. Ógleðii [i, 15. Ár, lfi. Ála, 17.
Kaf— , líl . Bara, 21. Frí, 23. Mjöl, 25.
Bun, 2(i. Hjala, •n ci C'l cc 30.
Starf, 31. Kið, 32. Ásaka, 34. Mun, 36.
Aður, 38. Apa, 39. Tása, 40. Raf, 42.
Tal, 43. Ná, 44. Mannval , 47. Öl, 49.
l.ániú , 51 . Annað, 52. Tangi.
Lóðrjcti
■j. Ös, 3. Vega, 4. All— -, 5. Suð. , 6.
Prik, 7. Um, 8 Kvabb, 10. Feira, 11.
Bræla , i; 1. Óla, 14. Nam, 16. Árniður,
18. I-' 'jármál, 20. Aukið, 21. Fjasa, 22.
Uska, 24 . Ölfús, 2fi. Hjá, 27. Ata, 31.
Kárna, 33. Apinn, 35. Nafli, 37.
Ram- -, 39. Tal, 41. Fala, 42. Taða, 45.
Náö, 4(i. Vit, 48 l. Án, 50. Og.
Allflestnr lausnirnar sem hárust
voru rjettar. Algengasta villan var sú,
að fvrir 15. lárjett var slcrifað „Pó“
og 11. lóðrjett „Molla“. — Við út-
drátt meðal rjettu lausnanna kom upp
nafnið Ragnhildur Benediktsdóttir,
Skólavörðustíg 11. Vitji liún vcrðlaun-
anna á afgreiðslu „Fálkans", Austur-
stræti ti.
Þvottabalar . . . Kr. 3,95
Þvottabretti... — 2,95
Þvottaklemmur —
Galv. fötur ... —
Kaffikönnur . . —
Katlar......... —
Pottar......... —
Sigurður
0,02
2,00
2,65
... — 4,55
. . . — 1,85
Kjartansson.
Laugaveg 20 B. Sími 830.
EL*.
Weber & Feustel,
Greiz, Þýskalandi.
Mjög fjölbreitt sýnishornasafn af sjer-
staklega góðum og fallegum ullarkjólaefn-
um frá ofangreidu firma hjá
Leiðrjetling. — 1 krossgátu nr. 5-
liafði misprentast í orðalistanum nr.
13. grind fyrir grcind og nr. 21. arkir
fyrir bœtir.
Seljið ekki tófuyrðlinga án þess að tala við Islenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux.
er ekki lengur á floti í Biscayaflóanum,
heldur er hann í litlu húsi við Kaysergraacht
i Amsterdam. Og nú er hann ekki lengur
hugtak eitt og vegabrjefseigandi, heldur
persónan sjálf, fjárhættuspilarinn Jakob
Harvis. Ókunni maðurinn, sem hefir unn-
ið stóra vinninginn.
En ungi maðurinn í rúminu hlustaði ekki
með neinni athygli á orð vinar síns. Hann
hafði lokað augunum og sofnað með ham-
ingjubros á vörum, til þess að halda áfram
hinum fögru draumuin og undirbúa sig
undir ennþá fegurri veruleik.
Svona eru þessir fjárhættuspilarar. Bjart-
sýnir ævintýramenn, sem trúa alt af á
heppni í næsta spili.
En James Harlington Carr sat lengi við
rúmstokk vinar sins. Hann var sjálfur vesa-
lings fjárhættuspilari, en hann var bara
alt af óheppinn.. Hann dró alt af núllin í
hlutaveltu lífsins. Þó var öðru nær en hann
harmaði það. Hans sterka hlið var sú að
grafa jafnóðum drauma sína urn vinning og
skapa sjer aðra nýja í staðinn. Heppni i
spilum — hepni í ástum. En frúrnar For-
túna og Venus höfðu aldrei verið hans
megin. Hann tapaði altaf, en Ijet sjer það á
sama standa. Því kvennahylli og spila-
heppni hafði enga þýðingu i augum Jiessa
afkomanda Púrítananna. Það var æsing
spilsins, sem kom lit í hinar fölu kinnar
hans, og olli þessari tilfinningu, sem var í
hans augum ánægja og hamingja.
Um eitt skeið hjelt hann, að líf hans
myndi verða ógæfusamt án Suzzi Lacombe.
Ein nú var hann kominn að þeirri niður-
stöðu, að hún var ckki annað en stór vinn-
ingur, sem annar maður, honum heppnari,
hafði unnið. Og hann var alveg laus við
gremju í huga sínum. Það var henni að
þakka, að hann hafði komisl í það að upp-
lifa viðhurði þá, er um hefir verið getið, og
æsing sú, er því var samfara stóð alls ekki
að baki spilaæsingunni.
Og meðan Skotinn var að hugsa um alt
þetta, seig hann smátt og smátt dýpra nið-
ur i hægindastólinn, og hallaðist til hliðar
og sofnaði með smáhrotum. Hann minti
mest á varðhund, sem einnig i svefni vill
vara fólk við þvi að gerast of nærgöngult.
Nokkrum klukkutiinum síðar, þegar
myikrið tók að síga yfir borgina, voru
hjónaleysi ein á gangi, að telja stjörnurnar
frain með einu stærsta síkinu. Hvað trúlof-
að fólk talar vanalega um, veit jeg ekki, en
sennilega er það uin ást, stjörnur, fram-
tíðina, svefnherhergishúsgögn og annað
þessháttar.
En þarna stöðvaðist samtalið snögglega
við það, að stúlkan rak upp óp.
— Hvað gengur að, elskan mín, spurði
ungi Hollendingurinn, og þrýsti unnustu
sinni að sjer til þess að verja hana, ef ein-
hver nýr hertogi af Alha kynni að koma upp
úr jörðunni og sækjast eftir lífi hennar.
— Þarna .... sjáðu þarna, sagði Katje
hin fagra og feita, og henti skjálfandi niður
í síkið.
Það var ekki geðsleg sjón, sem eísltend-
urnir sáu. Niðri i síkinu sást hræðiiega ljótt,
fosfórgult andlit, sem glotti til tunglsins, en
við öxl líksins sást höfuð með mikið, úfið
hár. Tennur þess voru á kafi í öxl hins liks-
ins, rjett eins og það ætlaði að gæða sjer á
dauða holdinu.
Charles Itigault og andstæðingur hans
voru komnir upp á yfirhorð vatnsins, til
þ’ess að horfa á stjörnurnar ....
Hjónaleysin lögðu á flótta, og hlupu rjett
eins og Hollendingurinn fljúgandi væri á
hælum þeirra. Og marga kossa og gælur
þurfti til þess að reka burt þenna illa fyrir-
boða, sem hafði komið hugum þeirra í upp-
nám.
34. Kapítui.i.
Mitt á milli Dijon og Lyon, i útjaðri hins
forna Búrgúnds, er höll í skóginum, þar
sem villisvinin ganga enn og eru fjandsam-
leg allri siðmenningu. Höllin er bygð úr
grám kalksteini og kring um hana er hálf-
þurt siki, ennfremur varnarmúrar, fangelsi
og kirkja — hún er þjóðfjelag út af fyrir
sig.
Nafn hallarinnar kemur ekki við þessa
sögu, en hún hefir ritað sinn kapítula í
sögu Frakklands. Og nafn eigandans fer eng-
inn að forvitnast um nema ættfræðingar og
aðrir þeir, sem ekki lesa skáldsögur.
Þögnin og kyrðin hafa ofið blæju sína um
þessa liöll árum sarnan. En einn góðan veð-
urdag var þögnin þó rofin: Síðasti liertog-
inn lá á dánarbeði sínu, og aðalsætt frá
krossferðatímunu mvar að liða undir lok.
Það var rjett eins og síðasti loginn af stóru
háli væri að blossa upp, og i nágrenninu var
sagt: Nú er hann dáinn þessi harðstjóri —
siðasti riddarinn. Hann lætur ekki eftir sig
neinn son og ættin er útdauð. Að vísu er til
ein dóttir hans .... en, þei, þei, við skulum
ekki minnast á hana. Hún vaf rekin aö heim-
an. Og hvar er hún nú niður komin? ....
Þeirri spurningu gat enginn svarað nema
gamall málfærslumaður í Dijon. Hann hafði
verið ráðgjafi fjölskyldunnar í öllum laga-
leguin efnum, og hann hafði, samkvæint
beiðni gamla hertogans á hanasænginni,
kallað heim Suzzi nokkra Lacombe, dans-
iney í Amsterdam.
Regnier málfærslumaður liafði lengi vitað,
að dansmærin fræga með borgaralega nafn-
ið, var dóttir hertogans. Og gamli maðurinn
var einn þeirra, sem erlitt er að telja hug-
hvarf. En dauðinn heygir margan harðan
svíra, og þegar hertoginn varð þess var, að
dauðinn var í nánd, sendi hann hoð dóttur
sinni, er var eina barnið hans.
Þessi boð voru dansmeynni ekkert gleði-
efni, því aldrei hafði hún saknað föðurhús-
anna síðan hún fór að heiman. Hún stóð upp
frá einum sjúkraheðnum til þess að fara til
annars, og kom rjett aðeins nógu snemma ti 1
að fá fyrirgefningu föður síns, áður en gamli
hertoginn dó.
Nú voru allar ástæður Suzzi Lacomhe gjð'r-
hreyttar. Hún var snögglega orðin auðug of
voldug, og kunni í rauninni alls ekki við það
í fyrstunni. G,ömlu þjónarnir litu hana óhýru
auga, rjett eins og myndirnar af forfeðrum
henar í riddarasalnum gerðu. í þeirra aug-
um var hún hin brottrekna, syndarinnar
barn .... dansmærin.
Hinn eini, sem sýndi henni velvild, var
Regnier, málfærslumaðurinn frá Dijon, sem
halði verið vinur hins látna og vissi allar
óskir hans.
Frh.