Fálkinn


Fálkinn - 20.10.1928, Blaðsíða 3

Fálkinn - 20.10.1928, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen oq Skúli Skúláson. Framkvœmdastj.: Svávar Hjaltested. AOalskrifstofa: Austurstr. 6, Reykjavik. Sími 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa t Osló: Anton Schjöthsgate 14. RlaCiS kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.50 á mánuSi; kr. 4.50 á ársfjórSungi og 18 kr. árg. Erlendis 20 kr. Allar áskriftir greiOist fgrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millimeter. ^lCm/iugsunarverí ~! I*aS cj’ nú svo komið, að sjávarút- vegurinn er orðinn aðalatvinnuvegur Islendinga, þegar á afköstin er litið. Og með hverju ári fjölgar þeim, sem afla sjer lí fsviðurværis úti á öldum hafsins, á ýmiskonar skipum, mis- munandi sterkum og tryggum — en engum öruggum. Reynslan hefir sýnt, að þrátt fyrir Ijetri skip, hefir eigi tekist að afstýra hinum mörgu slysum á sjó. Menn hjeldu fyrst í stað, að togararnir væri svo öruggir að þar væri manns- lifunum ávalt borgið og skipin gætu staðist öll áföll í rúmsjó, en þetta reyndist misskilningur, þó að vitan- lega sjeu þessi skip öruggari en opnu fleyturnar og seglskipin. Ávalt em menn að fá sannanir fyrir því, að hættunni á sjónum er ekki afstýrt. Og inenn vita vel, að henni verður aldrei afstýrt að fullu. En það má di’aga úr hættunni. Eftir Hest stóru slysin opnast augu manna fyrir ]jví, að ef þetta og þetta hefði verið gert eða þetta og þetta áhald verið til innanhoi-ðs eða á strand- staðnum, mundi slysinu liafa orðið af- stýrt. En það er jafnan auðvelt að vera liygginn eftir á, og tala liátt um hvað hefði átt að gera. Á síðasta ári var loks efnt til fje- lagsskapar, sem hefði átt að vera til fyrir löngu: þá var slysvarnafjelagið stofnað. Enginn vafi getur á því leik- ið, að slíkur fjelagsskapur geli látið mikið þarft af sjer leiða, ef hann fær fjárhagslegt bolmagn til þess að koma þeim umbótum í framkvæmd, sem taldar eru nauðsynlegar. Þótt merkilegt mcgi virðast hefir verið hljótt um þennan fjelagsskap. Atrenna var gerð að þvi að afla hon- um fylgis eitt sinn í vetur, en siðan hafa dagblöðin varla á hann minst. I’ó eru þeir margir — scnnilega mik- >11 meiri hluti landsbúa — sem telj- ast mættu sjálfsagðir aðilar þessa fje- lagsskapar, nefnilega allir þeir, sem *ttingja eiga eða vini á sjónum. Fje- lagið á að vinna að þvi að draga úr hættunni, sem þessir menn eiga að herjast við, minka blóðtökurnar, sem hjóðin fær árlega við fráfall dugandi s°na sinna á þróttmesta skeiði æfi þeirra. Þegar farþegaskip ineð 1500 mönn- um fórst úti á Atlantsliafi fyrir nokkr- nm árum fanst öllum — líka íslend- ’hgum — þetta liörmulegt slys. En hlutfallslcga var það slys ljettbærara heim þjóðuin sem lilut áttu að máli, ®n Islendingum er að inissa einn ein- asta mann í sjóinn. — bó ekki verði forðað frá druknun nema einum manni á ári fyrir tilstilli slysvarna- fjelagsins á það samt skilið fullan samhug allra landsmanna. GRÓÐURLENDI TTR EYÐIMÖRKU Jurtagróður í úlskefjum vinjanna i Tjnnis. Tunis er eitt af löndunum sunnan Miðjarðarhafs, tæpir 170 þús. ferkilómetrar að stærð. Gróðurlendi er þar einkum með ströndum fram en þegar sunnar dregur tekur við eyðimörk með vinjum hjer og hvar, sem þekja nálægt þrítugasta hluta landsins. Tunis er lýðríki undir frönsltum yfirráðum; komst undir yfirráð Tyrkja 1574 en fyrir tæpum 50 árum tókst Frökkum að g'era Jandið svo háð sjer fjárhagslega, að síðan hafa Tunisbúar viður- kent þá sem „verndara“ sína. Nýlega hefir Ameríkumaður einn, Dwight Braman að nafni, koinið fram með tillögu um, að gera eyðimerkur Tunis að frjó- sömu gróðurlendi. Þykja áform hans svo eftirtektarverð að franska . stjórnin hefir skipað Bggi) i Tunis-eijðimörkinni. lJöfuðborgin Tunis. íbúar borgarinnarinnar eru rúm 170 jiúsund. ræn aldini, korn, vínvið, sykur- reyr og því um líkt. Loftslagið sje hið ákjósanlegasta lil þessa, ef aðeins sje nægur raki. — Þá vill Braman einnig láta gera fyr- irhleðslur fyrir ár, sem falla til austurs úr Atlasfjöllum og nota þær til vatnsveitinga. í Tunis lifa nú rúmar 2 mil- jónir manna, og eru 95 af hverju hundraði Berhar eða Arabar, en Evrópumenn eru þar að eins rúm 150 þúsund, nfl. 85 þús. ítalir, 55 þús. Frakkar og fátt eitt af öðrum þjóðum. Gyðing- ar eru þar um 50 þús. Braman vill ekki láta innfæddu þjóðirn- ar njóta þessa Gósenlands, sein hann ætlar að skapa þarna í eyðimörkinni heldur vill hann flytja þangað fólk frá ýmsum helstu menningarlöndum, því nefnd til þess að rannsaka hvort ráðist skuli í að framkvæma þau. Braman hefir áður fram- kvæmt lik verk í Kaliforníu, en þó í miklu ininni stil. Svo er mál með vexti að nokkur hluti eyði- merkurinnar liggur lægra cn sjávarborð Miðjarðarhafsins. Vill Braman nú láta grafa þrjá skurði úr Miðjarðarhafinu suð- ur í þessar lægðir, svo að þar myndisL stöðuvatn, en þeki rúm- an þriðjung landsins, eða álíka flæmi eins og alt óbygt land á íslandi. Þegar þetta vatn sje komið þarna muni loftslagið breytast og verða svo miklu rak- ara en áður, að aldrei skorti úr- komu. Muni gróður þá myndast þar sem áður var eyðimörk, og verði hægt að rækta þarna suð- Sandsleinshœð i eyðimörkinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.