Fálkinn


Fálkinn - 20.10.1928, Page 5

Fálkinn - 20.10.1928, Page 5
P A L K I N N 5 B ÞHILIPS Umboðsmaður Júlíus Djörnsson, Raftækjaverzlun. Austurstræti 12. Sunnudagshugleiðing. 30. sunnudag eftir trinitatis Maííur nokknr átli tvo sonu. Og hann gekk til hins fyrra og sagði: Sonnr, far ]>ú og vinn i (lag i vingarð- inum. Eu hann svaraði og sagði: Nei, jcg vil ekki; en eftir á sá liann sig um hönd og fár. Þá gekk hann til hins síðara og mælti á sömu leið. En hann svaraði og sagði: Já, herra, en fór hvergi. Hvor jicirra tveggja gjörði vitja föðursins? Þeir segja: Hinn fgrri. (Matt. 21, 28—31). Þessi dæmisaga frelsarans er enn sönn og tímabær. Myndina sem hún bregður upp, þekkjum vér enn í umgerð nútímans. Hún er fullgild á öllum tímum og á öllum stöðum. Æfinlega eru til syndarar, er sjá sig um hönd, menn, sem lengi neituðu, en sneru þó við að lokum og ljetu líf sitt gefa Guði hiö skijra já. Og æfinlega eru þeir líka til, jábræðurnir, sem ltrigða loforð sín við Guð, þeir sem bera á sér yfirskin guðhræslunnar en af- neita krafti hennar. Og alveg eins er það enn og fyrruin, þá er Kristur kendi, að algóðum Guði geðjast betur það barnið, sem snýr frá synd og þverúð til iðrunar og auðmjúkrar hlýðni, en hitt sem ef til vill dylur eig- ingirni og sjálfselsku undir gæru guðrækninnar. Og enn er það eins og fyrrum, að enginn sá er leggur hönd á plóginn og lítur aftur, er hæfur til Guðs ríkis. í því ríki eiga þeir einir heima, sem eru heitir menn, menn, sem standa við orð sín og játningar, menn, sem gera jafnvel enn bet- ur en þeir lofa, menn, sem játa fyrst og fremst trú sina i verki og líferni í daglegri frarnkomu og breytni. Faðirinn sagði: Sonur, far þú og vinn í dag í víngarðinum! Já, í þessu er hin sama játning fólgin, að vinna i dag, vinna Guðs verk, starfa, því nóttin nálgast, vinna í anda Jesú Krists. Far þú, vinn í dag! Vertu erindreki algæskunnar, hvar sem leið þín liggur. Far þú eldi hreinleikans um synd- flekkaðan heim! Far þú með kærleika um heim eigingirninn- ar! Far þú með hjálpfýsi og miskunn um heim þjáninganna! Far þú með rjettlæti til olnboga- barnanna og i'relsi og lausn til þeirra er í fjötrum og hlelckjum sitja! Það er nóg af sárum að græða, nóg af tárum að þerra. Nóg að vinna í vingarðinum, vanti þig ekki viljann og trúna. Lærum af Jesú Kristi að segja já við Guö i orði og verki, já irá byrjun æfinnar til enda. Þá erum vér i Guðs ríki og greið- Um öðrum veginn þangað. Og sé máttur vor lítill, þá munum hann sem máttugur er í oss. »Ef þjer finnst þú vera veikur, viljakraft þinn hefta bönd, Hriptu þá hans hægri hönd! t*ú munt finna, að afl þjer eykur ^eðra rnagn, um taugar leikur. Krafturinn frá kærleikshönd“. Látum eigi föður vorn lengi halla. Rödd hans hljómar í sam- visku vorri. Elska hans er mátt- ug yfir oss og andi hans lijálpar veikleika vorum. Verkið biður þín! Far þegar í dag og vinn í víngarðinum. Á. S. FRÁ T.I OITS rVT TÍÐ SPlTALI HOLDSVEIKRA A SUÐURLANDI 17. —19. ÖLD. Spitalahúsin fgrirhuguðu. Stórhug Brynjólfs biskups og framtíðarvonum í spítalamálinu, verður best lýst með orðum hans sjálfs og' fyrirskipun í fyrnefndu ráðsmannsbréfi, um fjölda, stærð og frágang þeirra húsa, er hann ætlaði spítalanum eingöngu. Húsin áttu að vera 5, stór og stæðileg, með torfveggjum og þökum auðvitað, og sjálfsagt einhverjum gluggaholum, þó eigi sje þess getið. Oll vandlega bygð ,,bæði að moldum og viðum .... ei allnærri bænum .... við vatn rennandi. Húsin sjeu fjögur í ferköntuðu plátsi, er inntaki hlaðið .... svo nærri hvert öðru, að ei sje nema portsvídd þriggja álna breiðt. Skólahúsið i einuin karminum, (5 rúmstæði hvoru- megin“. Þar á móti komi: ,,Borð- stofa, jafnlöng við skólann utan, en sundurhlaðin í miðju innan, svo tvö luis megi úr gjöra: Borð- hús, og geymsluhús matfang- anna. Þriðja lóft jafnlöng hin- uni, líka afhlaðin í miðju, svo tvö lnis verði úr gjörð: Annað til gcgmslu þeirra óhreinu fata, sem veikir menn af Sjer Ieggja“. Hitt fgrir þjónustufólk og hrein föt. Fjórða húsið gagnvart og jafnlangt, sje „Baöstofa, svo stór að í öðrum karminum, sem er bekkurinn, megi sitja a. m. k. 12 karlmenn svo rúmt að enginn komi við annan. En í öðrum karminum sje pallur, og svo ón- stofa aflur úr“. Dyrnar á húsum þessum skulu allar snúa inn í garðinn, og kampar vera með fordyrum fyrir hverju húsi. — Fimta húsið á að vera eldhús, og sje það laust frá húsunum, og eftir því hæfi sem vera þarf til matgjörða". Húsin sjeu öll rammger, og r áðsmaður byggi svo mikið af þeim á þessu ári, sem hann fær orkað.. Biskup vonar að Árni lögm. Oddsson samþykki þetta alt, sem nú var skrifað, — og ekki sjest annað. En livernig fór? Þetta stóra loftfar, sem bisk- up sendi frá Skálholti yfir Klausturhóla, varð fljótt að lækka flugið og fjötrast á fá- tæklegum velli. í stað 5 stórra húsa þegar á fyrstu árum, fæ jeg ekki sjeð, að á Klausturhóltim hali nokkru sinni verið bygt nema citt spí- talahús; og bygði það 1. ráðs- maður Jón Árnason, sem fyr er nefndur. Hann var ekki ráðs- maður nema tvö ár. Sagði lausri stöðu og skilaði af sjer lofsam- lega árið 1654: tekjum spítal- ans og gjafafje, er nam 42 hndr. 45 áln., ásamt kirkju og hús- um, sem hann tók við. En þar að auki var „það ngja hospítals- liús, sem J. Á. hefir þar bygt af hospítalsviðum, en sjálfur haft ómak fyrir trjein heim að draga og húsið upp að byggja, hvað hann liefir gjört upp á sinn kostnað". (Lhs. 4to, 1077, 618). í fardögum þetta vor tók við spítalanum Árni sonur Páts pr. þar á Klausturhólum, Jónssonar pr. og rithöf. Egilssonar. — Bjó hann síðar í Þorlákshöfn- (1659 —65) og' Skúmstöðum á Eyrar- bakka. Lögrm. var hann (orðinn 1666) og umboðsm. Brynjólfs biskups. Ekki var Árni Pálsson ráðsm. nema 1 ár, og tók við af honum 1655 Finnur Jónsson (eldri. Hann bjó fyr á Skipaneslandi í Melasveit, og átti. þá jörð; en síðar — 1667 — að Laugum i Ytri Hrepp). Ráðinn var hann af Árna lögm., og varð — eins og hinir — að byrja á því snemma um vorið, að inn- heimta alla spítalafiska um Rangárv., Árn., Gullbr. og Kjós- arsýslur. (Lbs. 4to, 1088, 48 og 366). F. J. var ráðsm. 5 ár, og skil- ar af sjer jörð og húsum með úttekt 22. maí 1660. Sjest þar (Lbs. 4to. 1082, 332) að' spítala- húsið er ekki nema eitt, og þó helmingi styttra en hvert hinna fjögurra, sem Brynjólfur biskup áætíaði. Því er lýst á þessa leið: „Húsið úti, sein veildr hafa í legið, með þremur stafgólfum, súð yfir tveimur, en yzta með nýlegu greniárefti. Dyrnar með 4 stöfum sterkum og 5 greniþver- röftum og hurðu. Álstæðilcg't að veggjum og viðum“. Svona er nákvæm lýsing af öllum bæjar- húsunum, og þar á meðal: „Hús- kofi norður úr göngunum, með mæniás og 5 grenistaurum sterk- um og viðarlróði, og tveimur rúmkornum, sem þeir veiku i liggja — stæðilegur". Áf þessum orðum: „í liggja" og „hafa í Iegið“, sýnist mega ráða það, að þá sje þessi eini húskofi í bæjargöngunum oröin allur spítalinn. En hætt sje að nota þetta sjerstaka og litla spí- talahús fyrir holdsveika menn, a. m. k. sem svefnskála þeirra. Kemur þetta líka vel heim við það sem næst verður sagt, um tölu veikra á spítalanum um þessar mundir. Að öðrii leyti voru þá mikil bæjarhús á Klausturhólum og sum stæðileg: Stofur_ tvær með standþiljum og bjórþiljum (2 rúm i annari), baðstofa, 3 staf- gólf, „undir súð fyrir utan á- fellur með 2 pallslám, 1 stólpa og litlu skararkorni“ (líklega gólffjöl við sætabekk, því rúm eru ekki nefnd). Skálinn, rjett fallinn, með 5 sperrum, 3 bitum 4 stöfum á aðra hlið, 3 við hina, fjala-árefti gamalt á innsta stafg., og gamlir rúmstokkar. Skálahús, með sperrum og greni- langböndum og nokkrum birki- röftum. Bæjargöng milli stofu og skála, og andgr“ framaf. Kofi á hlaði, hestliús, fjós með „hlöðutótt innaraf, samankrækt með hrísluleggjum“. Á teikningu á næstu síðu er sýnt, hvernig stóri spítalinn átti að vera. Eftir Olympsleikina. Meðan á Olympslciliunum stóð voru sfinuð 800.000 orð til útlanda. Flest síinskeytin fóru til Ameriku, en nœst kom Japan, Finnland, England og Frakkland. Frjettirnar til Belgíu, Þýskalands, Sviss og Italíu voru sendar með talsíma. Olympsvikuna fluttu sporvagnarnir i Amsterdam að meðaltali 100,000 fleiri farjiega á dag en venjulega. Mest var að gera daginn sem opnað var, 28. júlí. I>á fluttu sporvagnarn- ir 530.000 farjiega. — Tala gesta á gistihúsunum var nærri þvi tvöföld á við ]iað sem venjulegt er á sama tima árs. Leikvangurinn fjekk 1.425.000 gyll- ini i sinn liluta af inngangseyrinum. Sjerstök nefnd ráðstafar þessari fúigu til ýmiskonar íþróttaþarfa. 276 manns voru teknir fastir fyrir ólöglega atvinnu meðan á leikunum stóð, og talsvert kvað að þjófnaði. Meðal annars liurfu málverk af veggj- unum i gistihúsinu, sem íþróttamenn- irnir frá Ástraliu bjuggu i. Fundust þau í koffortum þeirra. Byggingameistarinn sem siníðaði leikvanginn i Amsterdam heitir Wills. Þykir honum liafa tekist vel, og nú liafa Pólverjar kvatt hann ti.l Varsjá til þess að standa fyrir hyggingu leikvangs þar.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.