Fálkinn


Fálkinn - 20.10.1928, Síða 14

Fálkinn - 20.10.1928, Síða 14
14 FÁLKI'NN Biðjið um BENSDORPS SÚ KKULAÐI Ódýrast eftir gæðunum. súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest. Litla Bílastöðin Lækjartorgi Bestir bílar. Besta afgreiðsla. Ðest verð. Sími 668 og 2368. 1 Auglýsingar yðar SLfefþ*? bir.a'f Fálkanum. m Málninga- vörur Vegglóður Landsins stærsta úrval. „Málaririn"- Reykjavík. Framköllun. Kopiering Stækkanir. Carl Ólafsson. yy Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. nema hvíslað. Hann fann grip þessara kö.ldu, sterku fingra á hnakka sjer. Það var víst úti um hann........ Á allra síðasta augnablild har óvænt við. Þungt fótatak heyrðist fyrir utan gluggann, og glumdi í dyrabjöllunni um alt húsið. — Yður væri ráðlegra að gá að, hver þetta er, stamaði Daníel. — Það kann að vera einhver með lietri heila en minn er. Læknirinn læddisl út að glugganum. Þegar hann kom aftur, var hann náfölur. Hann lagði frá sjer hnífinn, lokaði öskjuna niður í hlaðborðið, þar sem liann hafði tekið hana, hengdi upp sloppinn og fór aftur í treyjuna. Síðan leit hann aftur á Daníel með hræðileguin svip. Lymskan skein vit úr augnaráði hans — blandin hræðslu. — Jeg verð að fara frá yður, vesalingn- um, sagði hann harkalega. Það eru til menn svo hundruðum skiftir, sem þarfnast mín meir. Það er verið að sækja mig burt — til enn veikari sjúklings. Aftur glumdi bjölluhljómurinn gegn um lnisið. Londe tafði ekki lengur. Hann lædd- ist út úr herberginu og lokaði dyrunum varlega á eftir sjer. Daníel fann nú mátt í sjer til að hreyfa hendur og fætur dálítið. Loks lókst honuní að setjast upp. Aftur hringdi bjallan. Hann heyrði hvískurraddir, síðan varð þögn og loks heyrðist honum gengið um dyr langt í burtu. Hringingin inagnaðist. Hann dróst út að glugganuin. Þar voru tveir lögreglumenn og svo Ann. Honum tókst að berja veiklega á gluggann, svo þau heyrðu til hans, og sá hann þá snöggvasl skelfda andlitið á Aiin fyrir utan. Annar lögreglumaðurinn gat opnað gluggann með sjálfskeiðing, og þau komu öll inn i herbergið. Nú gat Daniel aðeins staðið upp- rjettur og rödd hans var nokkurnveginn róleg. — Britton er vitfirringur — stamaði hann. — Náið í hann, ef þið getið. Hefðuð þið komið mínútu seinna, væri jeg dauður maður. Lögreglumennirnir flýttu sjer burt, en Ann varð eftir. — Eruð þjer særður? spurði hún veiklulega. — Nei, bara deyfður með einhverju með- ali, svaraði hann. -— Þessi maður tilheyrir verstu tegund vitfirringa, sem jeg hefi fyrir hilt .... Hvað fjekk yður til að koma? Hún brosti veiklulega. — Jeg fann það á mjer, að þjer væruð að hlaupa í gönur, sagði hún. — Jeg sá yður lengst í burtu á stígn- um, og, að þjer fórnuðuð upp höndunum, svo jeg hjelt, að þjer hefðuð fengið eitthvert kast og uin leið hurfuð þjer inn í garðinn. Jeg vissi, að ekkert myndi þýða að fara á eftir yður ein, svo jeg hljóp á lögreglustöð- ina eftir hjálp. — Þjer hafið bjargað lífi mínu, tautaði hann. — Já, en þjer hæltuð því mín vegna, svaraði hún. — Jeg hefði aldrei trúað, að náunginn væri annar eins djöfull. Hlustið þjer á: Þau heyrðu fótatalc lögreglumannanna inni í tóma húsinu, og dyr opnast og lokast, muldrandi raddir — en jafn nær komu þeir til baka. Persónurnar úr sorgarleiknum, læknirinn og kona hans — voru enn einu sinni sloppin út í skuggaheiminn. Ann Lancaster sat í hægindastól, sem hafði verið dreginn að skrifborði Daniels Rocke. Hún var al-sorgarklædd, þvi leyndar- mál klettagarðsins var orðið heyrinkunnugt, almenningi til skelfingar. Jafnvel hlöðin, jafn gráðug og þau eru i reyfarasögur, höfðu l'arið á hundavaði yfir hryllileguslu smáatriðin, og enginn vissi enn hver skötu- hjúin voru. — Eldcert að frjetta enn? spurði hún. — Ekki annað en samsafn af þessum vanalegu kjaftasögum, muldraði hann. En jeg er í sambandi við einn vin minn, sem lætur mig vita jafnskjótt sem eitthvað skeð- ur, sem hendandi eru reiður á. — Jeg hefði haldið, að jafnvel skæðasta glæpamanni heimsins hefði veitt það erfitt að hverfa frá stað eins og Dredley — sjer- staklega með kvenmann með sjer, sagði hún. — Og, að vitfirringi skuli takast það, og hafa samt alt Iögreglulið Englands á hæl- um sjer, virðist enn furðulegra. — Londe er ekki vitfirringur nema á einu sviði, minnti Daniel hana á. — Hann þjáist af þeirri hugsun, að hann verði að setja stykki úr heila annars manns í sinn eigin. En þegar því sleppir, held jeg, að hann sje eins stórgáfaður og hann hefir nokkurntíma áður verið. ÞnS er það, sem gerir hann svo stórhættulegan. Hrollur fór um hana. — Og þá konan! spurði hún. — Hún var helsta hjúkrunarlconan hans, og varð vitskert á sama augnabliki og hann- Hennar yitfirring liggur í því einu að trúa því, sem hann óskar að sje mögulegt. — Er hún konan hans í raun og veru? spurði Ann forvitnislega. — Þau voru látin laus sitt af hvoru hsel- inu, með ekki viku milliblii, svaraði Daniel- Þau hittust i London og voru gefin saman eftir leyfisbrjefi. Svo var haldið, að þa11 hefðu farið aftur til Ástralíu. Og í stað þess ganga þau einhversstað- ar laus, sagði Ann, með dálitlum hrolln Hann er að brýna linífinn sinn á næsta fórn- ardýrið og hún bíður með honum. — Ætlið þjer að halda áfram í stöðu yð' ar í utanríkisráðuneytinu? spurði Daniel alt í einu dálítið snögglega. —• Það vona jeg ekki verði, svaraði hún- Hví spyrjið þjer? —- Jeg ætla að fara að vinna uppá eigú1 hönd, svaraði Daniel. Viljið þjer fá stöðu hjá mjer? — Hvað ætlið þjer að starfa? spurði hún- — Jeg hefi nú að vísu byrjað eins °S klaufi, svarið hann. — En það er að koin- ast á laggirnar ný deild i leynirannsóknU' deild innanríkisráðuneytisins, fyrir henni stendur vinur ininn, sem jeg minntist á, og við ætlum að finna Londe. .íeg er lú"1 skuldbundinn til að hjálpa hcnum í öðruiu inálum, þar sem jeg get orðið að liði. Svo er auðvitað mín vanalega vinna á daginn u lesa dulskeyti, fyrir hvern, sem vill nota nug til þess. Utanríkisráðuneytið sendir mjel enn það, sem það hefir af slíku. — .Jeg fjekk áður 55 shilling, sagði hun- Á því get jeg að vísu lifað, en samt vihú jeg gjarna fá 00 shilling á viku. — Einhver ráð verða með það, sagöJ hann. Yður mun finnast vinnan leiðinleg stundum — því þjer verðið að hjálpa mjel við skeytin þegar ekkert annað er að gera- — Ekkert er mjer það móti skapi, sval' aði lnin. Það er eitt, sem getur sætt rnig V1 livaða þrælavinnu, sem vera sltal. Frh.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.