Fálkinn


Fálkinn - 02.03.1929, Blaðsíða 7

Fálkinn - 02.03.1929, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Mercur í Konstantinopel, Eftir Tobias, Hann hjet Einar og verslaði á Laugaveginum. Og verslunin hjet Konstantínópel. En vei jjeim sem kallaði liann Einar. Að visu hai'ði því nafni verið klínt á hann þegar fyrsta prestsverkið var gert að hon- Um, — frumburðinum hans Guðbrandar i Mörk. En eflir að hann var kominn til Reykja- víkur og var farinn að lnigsa um að gerast kaupmaður fann hann vel, að Einar Guðhrands- son var gersamlega óhæft kaup- mannsnafn, — í sveit gat það staðist og ef til vill í Reykjar- firði, en alveg ómögulega í Reykjavík. Sem hetur fór lifði hann á ættarnafnaöldinni. Ætt- arnafn varð hann að fá — helsl eitthvað sem henti á eða væri í ætt við starfsemi þá, sem hann ætlaði að helga líf sitt. Dag og nótt braut hann heilann um nafnið, en gekk illa að ákvarða sig. Einkum voru það tvö nöfn sem hann festi hugann við, annað heyrði hann nefnt í hvert skifti sem liann talaði við heildsala, svo að hann vissi að það hlaut að vera náskylt versl- unarmálum. Það var Monopol, og fanst honum það fallegt nafn. Hitt var nafnið á mesta kaupmanni sem hann vissi um i heiminum, kaupmanni sem 'verslaði ineð allar vörutegund- ir sem nöfnum tjáir að nefna og hjet Trademark. Hann hafði sjeð það nafn frá því að hann var barn, utan á sykurkössum, hóffjaðrapökkum, mjölsekkjum, hárgreiðum og kreóíínsbrúsum, og oft hugsað til þess eftir að liann fór að vitkast, að gaman væri að vera í sporum þess manns. Svo fór hann á fund viturs manns og skákls í bænum til þess að fá hann til að færa í letur umsóknina til stjórnar- ráðsins. En sá vitri sannfærði hann um, að hvorugt nafnið mundi ná tilgangi sínum og færði fyrir því ýmsar ástæður, sem hjer verða ekki raktar. Sami maður tók að sjer að út- Vega honurn nafn sem hann gæti verið sæmdur af. Það var hann sem fann nafnið Mercur. Þar voru slegnar tvær flugur í «jnu höggi: Einár frá Mörk hjekk Merkur-nafnið og verslun- nrgoðsins í senn. C-ið varð sjálfsagt að hafa til að gefa nafninu göfugri blæ, á sama hatt og ýmsir hnýta zetu í róf- una á ættarnafni sínu til þess að gera það svipmeira. Hann fór í stjórnarráðið og keypti sjer Mercur-nafnið fyrir 10 krónur í menningarinála- deildinni og fjeklc það vígt á horgarabrjefinu. — Verslunina skírði hann Konstantínópel — það var útlent orð og þýddi Mikligarður. Og nú var Mercur farinn að versla í Ivonstantínópel og hafði keypt sjer höfuðhók og kladda, og leigt sjer talsíma og vika- dreng. Og þegar einhver hringdi og spurði í símanum „er það Einar“ var svarað mjög alvar- lega: Nei, „það er Mercur“ — alveg eins og lcandídatinn, sem að gefnu tilefni sagði: jeg er ekki maður, — jeg er lögfræð- ingur. Einar var alinn upp i sveit, kominn af efnuðu bændafólki og þólti efnilegur unglingur og hneigðist snemma til kaupskap- ar. Átta ára gamall sneri hann á ömmu sína í hnifakaupum, fjekk tvíblaða sjálfskeiðing með skjaldbökukinnum og kork- trekkjara fyrir ryðgaðan ein- blöðung — milligjafarlaust. — Fram að fermingu voru hnífa- kaupin sjergrein hans og stóð honum enginn á sporði af öllum þeim, sem gengu með honum til prestsins. Svo fór hann að panta glingur frá „Importören" og „Daells Varehus“ og prangaði því út um sveitina. Hann skrif- aði ávalt kunningjabrjef með hverri pöntun og er þetta sýnis- horn af þeim: „Kæri Importör minn! Þetta sem stendur á seðl- linum ætla jeg að biðja þig að senda mjer með fyrstu ferð, svo jeg fái það fyrir hátíðina. Því miður get jpg ekki skifað þjer langt brjef núna, þvi hann pabbi ætlar að taka það; en hann er nú kominn i skinnsokkana og ferð- búinn á hændanámsskeiðið. Af okkur og mjer er ekkert að frjetta utan góða líðan I. s. g„ allur fjenaður er kominn á gjöf og tvær kýr bornar og komust báðar i góða nyt. Jæja, jeg hætti nú þessu pári. Allir hjer í bæ biðja innilega að heilsa þjer og þínum og Manga Jóns biður mig að skila að sjer líki steinhring- urinn bráðavel. Þinn einlægur Einar Guðhrandsson. (Stilling: herr). P. S. Fyrirgefðu bóna- kvabbið. Þinn sami E. G.“., Næsta stigið á kaupinensku- hrautinni var hestakaup. Það var verslun sem vert var uin að tala og hann steinhætti að skrifa „Importören“. Hann reið út á hverjum sunnudegi og kom jafn- an heim á nýjum hesti að kvöldi og oftast með meira í buddunni. Hann eignaðist spari- sjóðsbók þegar vasabókin hætti að torga, en sá bráðlega að það var arðvænlegra að lána fátækl- ingum peningana gegn veði í lcindum, hesti, kú eða smjör- sköku en að eiga þá í faankan- um. Það var uppgripafengur, og Einar græddi á tá og fingri. En —• mikill vill ætíð meira. Hann hafði verið letingi til al- mennrar vinnu alla sína æfi og langaði í kaupstaðinn, því þar hafði hann sjeð svo marga með hendurnar í buxnavösunum. Og þar gat hann verslað alla daga vikunnar, eða að minsta kosti 6. — Hann kastaði teningunum, skóf af sjer föðurnafnið, Einar Guðbrandsson i Mörk hvarf úr lifandi manna tölu, en Mercur í Konstantínópel opnaði verslun á Laugaveginum. Honum var Ijóst að verslunar- aðferðin úr sveitinni dugði. ekki i Reykjavík. Þarna var hann i iðu samkepninnar og nú var um að gera að selja ódýrt og hafa veltuna nógu mikla. Hann fór til heildsala niður í bæ, keypti vör- ur og horgaði út í hönd og fylti alla Konstantínópel með mjöl- sekkjum, sykurkössum, kextunn- um, tóbaki, skósvertu og öðru því sem menskir menn þurfa lil lífsins viðurhalds. Hann ákvað að selja allar vörurnar með inn- kaupsverði fyrsta mánuðinn til þess að hæna fólkið að, og setti stórar auglýsingar í blöðin, um að allar vörur yrðu seldar með innkaupsverði og ekki eyri dýr- ari. En það varð engin ös í Kon- stantínópel. Mercur furðaði sig riijög á þessu en fjekk bráðlega skýringuna. í blöðunum sá hann að nágranni hans auglýsti allar vörur langt undir innkaupsverði. Svona yrðu þeir að fara að því að ná sjer í viðskiftavinina. Og Mercur var ekki seinn á sjer að auglýsa á ný 20% afsláttur frá lægsta innkaupsverði. Og nú komu viðskiftavinirnir. Heilir mjölsekkir, sykurkassar og tvíbökutunnur ultu út úr Konstantínópel í allar áttir og eftir fáa daga varð Mercur að fara til heildsalans á ný og kaupa meiri birgðir. Og svona gekk koll af kolli. Aleiga Mer- curs var fyrir löngu búin og heildsalinn vildi ekki lána meira. En nú vissi líka fólkið að Kon- stantínópel var til, nú var skrið- ur kominn á og allir vissu að alt var ódýrast í Konstantínópel. Nú var óhætt að setja upp verðið. Mercur hafði einkum veitt at- hygli tveimur viðskiftavinum sínum sem komu daglega og stundum oftar en einu sinni á dag og keyptu fyrir stórupphæð- ir — mörgum hundruð krónur í hvert slcifti. Hann mundi geta lifað á versluninni þó enginn kæmi nema þeir, og grætt stór- fje. En þeir hættu að koma þegar verðið hækkaði. Allir hættu að koma undir eins* og lága verð- inu var lokið. Þessir tveir, sem Mercur hafði borið mest traust til sýndu sig ekki heldur, og það var ekki nema eðlilegt, því þeir voru pakkhúsmenn hjá ná- grannakaupmanninum og höfðu verið sendir af honum til þess að kaupa vörur hjá Mercur með- an þær voru ódýrari þar en hjá heildsölunum. Mercur reyndi alt sem hugs- anlegt var í næstu þrjá mánuði — annað en að selja vörur und- ir innkaupsverði, því það hafði hann reynt áður. Hann auglýsti, hann sat um sveitamenn fyrir innan Mjölni, en ekkert dugði. Aldrei hafði hann komist í ann- an eins bobha á æfi sinni. Þarna sat hann í dýrri búð, fullri af vörum og dagsverslunin var þetta þrjár krónur og upp í fimm. Einn og einn eldspítu- stokkur eða skósvertudós. Nú voru góð ráð dýr. Mercur 1 Konstantínópel var á heljar- þröminni og skuldheimtumenn- irnir eins og hungraðir úlfar. Aldrei hafði hann þverbrotið ooooaooooaooaaoooooaaaooo o o Verslið I o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o 0000000000000000000000000 Edinborg. o o o o o § o o o o heilann jafn ákaflega og þessa siðustu dagana, en ekkert stoðaði. Það var ekki neina um tvent að velja: verða gjaldþrota eða kveikja í, og var hvorugt gott. Að vísu voru þetta manna dæmi. Hann þekti marga, sem höfðu átt í mesta basli þangað til þeim tókst að verða gjaldþrota — þá fyrst urðu þeir uppgangs- menn. En þó fanst honum hitt úrræðið fyrirhafnarminna. Það væri ekki annað en vátryggja vörurnar nógu hátt og kveikja svo á eldspítu á hentugum stað. Hann gat ekki gleymt ná- granna sínum, sem hafði keypt allar niðursettu vörurnar hans fyrir hálfvirði og græddi nú þúsundir króna á að selja þær aftur. Hann hafði hagað sjer eins og bjáni. Þégar hann fór að hugsa um það, sá hann að þetta slagorð, að græða á umsetning- unni, var hreinasta fáviska. Hitt væri meira ráð að selja þó ekki væri nema lítið og taka tvöfalt og þrefalt verð fyrir það. Hann reyndi það um sinri en á- rangurslaust. Enginn vildi versla við Mercur i Konstantínópel. Svo var það eitt kvöld eftir lokunartíma, að hann kveikti í. Tók alla reikningana og rukk- unarbrjefin, kladdann, höfuð- bókina og borgarabrjefið, tók spotta af tjöruhampi og lagði að, tjáði upp annan endan og kveikti á honum. Síðan fór hann upp að Lækjarbotnuin til þess að allir gæti sjeð að hann hafði verið fjarverandi. Þar liitti hann ýmsa lesta- menn, sem hann þekti úr ung- dæmi sínu. Þeir voru á leið í kaupstaðinn og föru vitanlega undir eins að spyrja kaupmann- inn um sykur- og kaffiprísana. Það varð úr að Mercur lofaði þeim öllu því sem þeir þyrftu með ineð mun lægra verði en nokkursstaðar annarsstaðar — nú var honum óhætt að lofa, því í nótt mundi alt brenna til kaldra lcola. Og hann beið með óþreyju eftir því, að símað yrði um brunanna að Lækjarbotnum. En kvöldið leið tíðindalaust. Hann og sveitamennirnir urðu þarna um nóttina og morguninn eftir urðu þeir samferða niður í bæ. Mercur var utan við sig á leiðinni. Hann var að hugsa um brunann — hvort mörg hús mundu hafa brunnið, livort eld- urinn hefði komist yfir götuna til nágrannans og hvort hann mundi hafa hátt vátrygt. Verst þótti honum ef hann, þessi þorp- ari sem verst hafði snúið á Frli. á bls. 15.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.