Fálkinn


Fálkinn - 16.03.1929, Blaðsíða 7

Fálkinn - 16.03.1929, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 LJOSIÐ I MYRKRINU Eftir I. FORRESTER. >,Sláninn“ beið þangað til (limt var orðið, -— fyr þorði hann ekki að hætta sjer í land hr ávaxtaskipinu frá Ivúba. Það var eingöngu fyrir heimþrá að hann hafið skráð sig sem kynd- ara á sltipinu, — það var heim- þráin, sem lokkaði hann í gildr- Una, sem hann vissi að hann mundi lenda í, undir eins og hann kæmi heim. Og samt leið honum svo vel. Hann hafði unnið bug á hinum undarlega, seiðandi kvíða, sem hafði kvalið hann eins og sjóveiki þegar skip- ið sigldi inn á gamalkunnu stöðvarnar í kveldroðanum. Státinn og spertur stikaði hann fram lijá ferjubrúnni, inn- flytjendaskrifstofunum og á- vaxtabúðunum, beint út á hafn- arbakkastrætið. Hann starði í norður og kinkaði kollinum bros- andi til New York og allra ljós- anna þar, sem seiddu hann eins °g lampinn l'luguna. Hvort þeir mundu klófesta hann? Máske! Hann gekst undir áhættuna, þetta var vel þess vert. Vafalaust mundu þeir hafa sett fje til höfuðs honum. Þús- nnd gljáandi dollara fyrir að grípa „slánann“ og koma hon- um á ,,heilsuhælið“ til tveggja ára dvalar. Stela tveim árum af æsku hans — aðeins fyrir þetta atvilc í sambandi við hann Jerry gamla og hina bófana! Já, — Jerry var kominn í svartholið —- tíu ár. Karl háírfagri og Stóri Jim höfðu sloppið, en Coulon sakamálalögregluþjónn hafði kló- fest hann sjálfan — en svo hafði hann sloppið út úr höndunum á honum á leiðinni í gæsluvarð- haldið. Endurminningarnar um eltingarleikinin niðri í jarðgöng- unum — því að það var lir neð- anjarðarbrautinni, sem hann hafið fleygt sjer til þess að losna við Coulon — var rist inn í með- vitund hans, hún var eins og illa gróið sár, sem hann sveið í. Hvað hann mundi vel þessi djöf- ullegu kapphlaup niðri í jarð- göngunum og milli brautarvagn- anna, þegar hann átti á hættu, að lest kæmi og myldi hann undir sjer á hverju augnabliki. Jæja, en hann hafði sloppið. •—- Coulon varð að gefast upp. 1 tvö ár hafði hann svo flakk- að þarna syðra. Hann var hræddur um að hann yrði veidd- nr eins og rotta undir eins og hann kæmi heim; þeir höfðu veitt annari eins ref og hann Jerry gamla! Hann var hræddur við endalausa eilífðardaga bak við járngrindurnar — daga sem tærðu taugar, hugrekki og lífs- löngun, og dræpu sálina. Hann hafði' einsett sjer að forðast alla afvegu! Hann ætlaði ^jer að ganga beina og flekk- lausa braut — verða ærlegur uiaður framvegis. Tvö þúsund uollararnir, sem hann hafði í eltisvasanum sínum voru ær- Unnið kaup en ekkert þýfi. ^ aiui hafði snúið við blaði í 1 sbók sinni og opnan sem fyrir °num lá var hvít og hrein. En dökkálfur óttans var að ldóra hann, — tilfinningar hans voru sambland af barnslegri gleði yfir að sjá Manhattan aftur og hræðslu við að heyra þungt fóta- tak að baki sjer, fótatak sem hann hafið altaf heyrt í draumi síðustu tvö ár. Honum fanst fótatakið vera svo nærri núna. Hann gaut augunum um öxl. Lögregluþjónn horfði á mann- inn í sjómannafötunum. „Slán- inn“ bar höndina upp að húf- unni, en liver æð í líkama hans sló í takt við fótatakið. Svo sneri hann sjer að lögregluþjóninum, bað um eldspýtu og spurðist til vegar að sjómannaheimili í West Street. Þjónninn vísaði honum leiðina og „Sláninn“ þakk'aði. Já, þeir mættu sveia sjer upp á það, allir lögreglu- þjónarnir í New York, að hann skyldi halda sjer á rjettu leið- inni, ef hann aðeins fengi að vera í friði. Hann ætlaði heint á sjómannaheimilið, og svo ætl- aði hann að ráðast á skip, und- ir eins og hann hefði fengið að líta á borgina á ný. Nú heyrðist aftur fótatak í mjúku myrkri næturinnar, rjett fyrir aftan hann á votri gang- stjettinni. Hann leit við, reiðu- búinn til þess að berjast fyrir þessu dýnnæti, sem mennirnir kalla frelsi. Það var stúlka, sem kom á eftir honum og hljóp við fót. Hún varð hrædd við hann þegar hún sá hann, og skrækti. „Sláninn" lagði höndina á munn- inn á henni og tók um úlflið henni með hinni hendinni. — Hafðu þig hæga, telpa, hvíslaði hann, — jeg skal ekki gera þjer neitt. Hvað er að? Hvers vegna varstu að hljóða? Við gætum átt á hættu, að við værum tekin, bæði. Ha, ertu að skæla? — Þegi þú. Kom þú og segðu mjer eins og gömlum kunningja, hvað amar að þjer. Kom þú, þjer er óhætt —- jeg skal ekki nema þig á burt. Þú getur hugsað þjer að jeg væri eldri bróðir þinn. Kom þú nú! Hún hlýddi, þurkaði sjer um augun og grjet lágt. „Sláninn" hafði tekið um handlegg hennar og beið þess að hún jafnaði sig. Hún var fríð. Það hafði hann sjeð undir eins. En hún var eins og sárhungraður sjúld- ingur, og það voru hrukkur kringum munninn. Hrukkur i sem töluðu máli sjúkdóms og sorga, og sem hjarta hans skildi undir eins. Hjarta hans bergmálaði altaf, þegar það heyrði neyðaróp. Þetta var grein úr lífslögmáli hans. Ef hann rjetti þeim hendina, sem ráku eins og sprek fyrir næðing- um lifsins, vonaði hann að guð mundi líkna honum fyrir. Hon- um var þetta ekki fyllilega ljóst, en það rjeð samt gjörðum hans. Og þessi stúlka var sprek á reki. Hann stalst til að líta á hana og á ný titruðu strengirnir i hjarta hans. Þeir gerðu meira, þeir þöndust eins og þeir ætluðu að springa, og. hljómur þeirra var svo sterkur, að „Sláninn“ gleymdi öllu fótataki á eftir sjer. — Hvað heitirðu, væna mín? spurði hann loksins. —- Nell! Og hvað vilt þú mjer? Jeg hefi verið veik og mist stöð- una. Jeg hefi ekltert að gera og er svöng. — Því i ósköpunum sagðir þú mjer ekki þetta undir eins? Við skulum koma að kaffivagn- inum og fá okkur sopa. Jeg borga. Komdu! Hún hristi höfuðið og starði niður í öldurnar við hafnarbakk- ann. — Hvaða vitleysa, vertu ekki að horfa á sjóinn, svei honum. Hertu upp hugann, telpa mín. Koma tímar, koma ráð. Ha, áttu enga aura? — Hjerna, — hann stakk hendinni í beltisvasann, en er hann leit framan í hana fipaðist honum mælskan. — Jeg er ekki í þeirra hóp, sem þyggja peninga af ókunn- ugum karlmönnum. Jeg vil ekki peninga. Lofið þjer mjer að fara. —- Hvaða vitleysa, svaraði „Sláninn“ og brosti. — Mjer lík- ar vel við þig. Þú ert í kröggum, en ef þú þektir mig rjett, mund- ir þú segja, að þú hefðir dottið í lukkupottinn. Hún ætlaði að standa upp af bekknum sem þau höfðu sest á, en hnje niður aftur. — Var það ekki eins og jeg sagði, mælti „Sláninn" og hljóp til og studdi hana. Höfuð henn- ar lagðist upp að öxl hans sem snöggvast. Það var eins og sælu- draiímur færi um taugar hans, hún var svo ung og ósjálfbjarga. „Sláninn“ fann að alda góðra á- forma fór um hann allan. Hann slepti henni og hljóp að kaffi- vagninum. Á miðri leið stað- næmdist hann — hann heyrði óp. Hann sneri sjer við og sá hana hverfa út af hafnarbaklc- anum, niður í sjóinn. Það var háflæði, og löðrið af öldunum skvettist upp á gang- stjettina. Hann varpaði sjer í sjóinn eins og þegar selur sting- ur sjer. Öldurnar skoluðu henni undan landi, en svo kom stór- sjór og varpaði henni upp að hafnargarðinum. Hún gerði ekk- ert til að bjarga sjer. „Sláninn“ náði i hana um leið og sjórinn var að soga hana frá aftur og svo sukku þau bæði. Honum þótti vænt um, að hún var meðvitundarlaus. Fyrir það var björgunin auðveldari. Þegar þeim skaut upp aftur hafði hann náð utan um hana með öðrum handleggnum, og honum tókst að halda þeim uppi. Bátur kom út og lionum tókst að ná í bjarghring, sem varpað var fyrir borð. „Slánanum“ fanst svolítið til sín, fanst að þetta væri samkvæmt lífslögum hans sjálfs. Eitthvað nýtt hafði valtnað með honum þegar hann náði í stúlkuna og honum fanst að hann hefði barist við dauð- ann og unnið sigur. Veslings stúlkan, sem þjóðfjelagið var að myrða — hann átti hana! Hann beit á jaxlinn, brosti með hökuna upp úr sjónum og beið bátsins. Þau komust í land, hann heyrði fólkið segja að hún væri lifandi og að sjúkravagn- inn væri á leiðinni. „Sláninn“ var í óða önn að tala við fólkið, þegar honum varð litið aftur á lögregluþjóninn, sem hafði varp- að út bjarghringnum. Það var Coulon! Frb. á 15, síðu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.