Fálkinn - 04.05.1929, Side 5
FÁLKINN
5
Sunnudagshugleiðing.
•Jeg er góði liirðirinn, og jeg þekki
'nuw, og minir þekkja mig, eins og
faSirinn þékkir mig og jeg föðnrinn;
°!l jeg gef líf mitt fgrir sauðina. Og
jeg hefi aðra sanði, sem ekki ern af
þessu sauðabyrgi; þá hgrjar mjer og
nð leiða og þeir munu heyra mina
ranst; og það mun verða ein lijörð,
°0 einn liirðir". Jóh. 10, 15.
Jesús frá Nasaret getur með
fyllri rjetti en nokkur annar
kallað sig góða hirðirinn. Hann
Ieiðir alla sem til hans koma, öll
veröldin hefir gagn af hand-
leiðslu hans. Enginn þekkir
uiannssálina og stríð hennar eins
og hann, enginn kemur til föð-
ursins nema fyrir hann. Sæll er
sá, sem valið hefir hann sjer að
leiðarstjörnu, því hann mun sjá
Guð.
Margir þykjast til þess kall-
aðir hjer í heimi, að vera leið-
sögumenn annara — bæði í and-
legum efnum og veraldlegum. Á
öllum sviðum eru leiðtogar, á-
trúnaðargoð fjöldans, sem hoða
nýjan sannleika hver í sinni
gi’ein. Hver stjett liefir sinn full-
trúa, og hver íulltrúinn þykist
boða það eina sanna. Heimurinn
er í stríði vegna mismunandi
skoðana, hatur og lilfúð gagn-
tekur hjörtun, í stað friðar og
sáttar. Hvað sem um þessa full-
trúa má annars segja, þá er það
eitt víst, að heimurinn á illa æfi
undir forustu þeirra, og fjöldinn
leiðist á afvegu og leitar hugg-
unar í þvi sem honum getur al-
drei orðið til góðs en ol't til ills.
En hann, hirðirinn sem Guð
sendi, vinurinn frá Nasaret —-
leiðir mannssálirnar. um rjetta
vegu, leiðir þær til lífsins. Hann
þekkir föðurinn og leiðir hjörð
sína til föðursins. Og þangað
leitar sál hvers manns ósjálfrátt,
hvort sem hún villist í leitinni
og kemst á afvegu eða ekki. Trú-
in á Guð almáttugan er til í
hrjósti hvers manns, Hka þeirra
sem láta hana kafna undir
heimshyggjunni.
Frá himneska föðurnum kom
sonurinn með boðskapinn mikla,
nieð náð og heilagan anda, frá
honum sem er upphaf sálna
vorra og lending lífs vors. Og
hann fræðir okkur um leiðina.
Leiðir oss með viðkvæmni og
varúð, dag eftir dag. Hann
þekkir oss og hann þekkir föð-
urinn, hann er meðalgangarinn
— sá eini sem getur leitt oss til
Guðs.
Leiðin er óbrotin og einföld.
Frá blautu barnsbeini erum vjer
frædd um hana. Og hún er fyr-
ir alla. Þar er ekki farið í mann-
greiningarálit — í húsi föðurs-
ins rúmast allir þeir sem koma
vilja. G,uð hefir átt hjörð sína,
dreifða víðsvegar um heim, en
ávalt leitandi. Sumir hinna
.,heiðnu“ sem uppi voru fyrir
komu Krists í heiminn leituðu
Guðs. Og sonurinn Icallar alla,
hl þess að gera þá að arítakend-
nin Guðs ríkis. Eigi aðeins hina
„útvöldu“. Hann hefir einnig
„aðra sauði“, sem hann vill
ieiða. Og margar þjóðir hafa
heyrt hans raust. Ávalt miðar
hetur og betur að því, að orðin
komi frarn, sem töluð voru, að
har mundi verða „ein hjörð og
einn hirðir"
% NORSK-ISLANDSK HANDELSKOMPANI
TELEGR.ADR. GERM. OSLO.
Falln af fjöllum
fagurblá vötn.
Himinljós er
lil hvílu (jengio.
Unir hjörð í haga
hauðtir döggvast
náttfalli af
í næturfriði.
Blika blásijörnur.
Bjarmi lijsir
út við hafsbrún
undir skýtjaldi.
Glitra himinsgeislar
sem glóðarlampar
hnettir hanga
í himindjúpi.
Skín skýja feldur
sem skregttur faldur.
Draumadísir
nú drauma gefa.
Jeg ætla að sigla
til undralicima
um þögla óttu
við jnisund Ijösblik.
Nií tindrar döggin
sem táraperlur
í eðalsteina
undra ljóma
eins og tárin,
scm tindra á vanga
saklauss ungbarns
í sólarbjarma.
Hvílir gfir heimi
licilög þögn.
Læðast liugsanir
tjctt á tánum
huga minn nm
og hjartað finnur
frið og fögnuð
i fögrum minningum.
Pagga þráir mínar
þöglar nætur.
Blíðum bráljósum
best er að glegma.
Iiljótt er liimindjúp.
Hafið ládautt.
Eins er i hug mjer
og hjarta rótt.
Minningar stregma
mjúkt um huga,
líkt og lækur,
sem Ijettur niðar
gfir bala
og blómagrund
sikvikur, sítær,
sóluggltur.
Nú hefur svefnengill
svefninn gefið
þregttu mannkgni
og þrautabgrði
Ijett af herðum
um litla stund,
gefið oss dýrar
drauma mgndir.
Vefðu mig þínum
vængjum nótt,
svo jeg geti sofið
sætt og lengi.
Láttu brár lokast
í Ijúfum draumi.
Gefðu mjer dýrra
drauma gnött!
ÓSKAR MáGNÚSSON
fiú Tungunesi
NASKIR FR.IETTASNATAR
í annari veislunni, sem lialdin var
í tilefni af brúðkaupi Ólafs ltrón-
prins, og einkum var fyrir ungt fólk,
kunningja brúðhjónanna, liafa fleiri
komið en boðnir voru, að því er upp-
víst varð á eftir. Tveimur fífldjörfum
blaðamönnum, frú Sommerhausen frá
„Chicago Tribune" og Tillge Rasmus-
sen frá „Politiken" tókst að komast
að þarna sem boðflennum, fram hjá
öllum dyravörðum, og án þess að
vekja nokkra grunsemd veislugestanna
eða húsbænda.
Þau lijúin klæddust dýrasta sam-
kvæmisfatnaði, liún í spánýjum Par-
ísarkjól og hann með ýmsar orður,
sem að visu voru falskar, i hnappa-
gatinu og óku síðan til konungsliall-
arinna'r. Haliarþjónarnir tóku á móti
þeim með bukti og beygingum, hirð-
stjórinn tók i hendina á þeim, og þau
sögðu til nafns sins — vitanlega svo
ógreinilega að eliki heyrðust orða skil,
og svo hurfu þau saman við mann-
fjöldann. Enginn veitti þessum „hjón-
um“ eftirtekt og segir ekki af þeim
fyr en þau þurftu að fara að komast
burt aftur, til þess að koma frjettum
sinum á simastöðina. Þá gerðist það,
að þau rötuðu ekki út, viltust altaf
inn i nýjan og nýjan sal í stað þess
að komast út á ganginn. „Frúin“
bjargaði þessu þannig við, að bún Ijet
sem sjer hefði orðið ilt, og var þá
hallarþjónn einn fljótur til taks að
fylgja henni út og ná i bifreið lianda
henni. Og á þann hátt komust þau úr
höllinni. Engan grunaði neitt, fyr en
dönsk blöð sögðu frá þessu nokkrum
dögum seinna.
Það er ekki í fyrsta sinn, sem hjú-
in leika þetta. Á 70 ára afmæli Vil-
hjálms keisara i Doorn komust þau
inn til lians i liópi veislugestanna,
óskuðu honum til hamingju og skrif-
uðu svo langar greinar um alt, sem
gerst liafði i veislunni. Hjer er mynd
af boðflennunum, svo að menn geti
þekt þau og rekið þau út, ef þau vilja
reyna að gerast boðflennur hjá ein-
hverjum af lesendum Fálkans.
GERÐIST NUNNA í STAÐ
OPERUSÖNGKONU
Frakknesku bloðin gera mjög að
umtalsefni um þessar mundir örlög
einnrar allra frægustu og efnilegustu
söngkonu Parisarborgar, ungfrú Si-
nione Suprin’s.
Hún var fyrir nokkru einhver allra
efnilegasti nemandi á operusöngskóla
Frakka, söng nýlega i litlu hlutverki
á operunni i París og tilboðin um
fastar stöður við söngleikhús i stór-
borgum lieimsins streymdu til henn-
ar. En til mikillar undrunar öllum,
sem til hennar þektu, gerðist hún
nunna þrátt fyrir alt — og geklt í
klaustur.
En það voru merkileg tildrög til
þessa.
Ungfrú Suprin liafði sungið opin-
berlega nokkrum sinnum og þótti
afar mikið til hennar koma. Allir
spáðu licnni glæsilega framtið. Á söng-
skemtun nýlega hlustaði forstjóri
óperunnar á liana, varð stórhrifinn og
sendi henni boð næsta dag um að
finna sig. Þau voru í samningum um
hríð, en ekkert varð úr. Svo bar það
við eitt sinn, að söngkona við leik-
húsið veiktist skyndilega og forstjór-
inn seudi boð til ungfrúarinnar og
bað liana taka við hlutverkinu. Hún
tók boði hans, en áður en liún skyídi
syngja opinberlega, var i skyndi um
eftirmiðdaginn skotið á æfingu. Hún
átti að syngja hlutverk Carmen, og í
tilefni af þvi voru margir vinir og
ættingjar hennar viðstaddir æfinguna.
En þcgar hún kom fram á leiksviðið
og átti að bj'rja að syngja, gat liún
eklci komið upp nolcUru hljóði. Hún
stóð bara og skalf og nötraði, föl i
andliti eins og lik og loks leið yfir
hana. Auðvitað varð að liætta við æf-
inguna og menn reyndu að hughreysta
liana með því að slikt gæti ætið kom-
ið fyrir. En hún tók undireins þá á-
kvörðun að ganga i klaustur. Henni
varð svo mikið um, að liún treysti
sjer ekki til að koma fram opinber-
lega aftur. Og þessvegna lieiir hún
nú falið sig innan klausturmúranna.
Birkenhead lávarður, sem var ráð-
herra i stjórn Lloyd George en eigi
vildi taka sæti i stjórn Stanley Bald-
win vegna þess að hann sagðist ekki
geta lifað á enskum ráðherralaunum
— hann hafði ekki nema 5000 pund
mannauminginn — er nú formaður i
fjelagi, sem starfar að þvi að koma
rafveitu um alt England. Hefir fje
fengist i Ameriku til þess að koma
þessu fyrirtæki i framkvæmd á næstu
3—1 árum og liefir fjelagið 4 mil-
jónir pund liandbærar til verksins.