Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1929, Side 7

Fálkinn - 04.05.1929, Side 7
F Á L K I N N 7 ÆTISVE PPASALI N N Þegar Philibert Vareppe steig lir járnbrautarvagninum lit- aðist hann um á stjettinni til þess að koma auga á stúlkuna, sem hann bjóst við að biði hans þar. En hann sá ekki stúlkuna og fjekk því flutningsmanni farangursseðilinn sinn og sagði honum nafnið á gistihúsinu, som hann ætlaði að setjast að i. Síðan gekk hann út á stræt- ið. Sólin var hátt á lofti og hann gat varla sjeð fram und- au sjer fyrir ofbirtunni sem lagði í augun á honum. Það stafaði ljómi af húsunum í Nissa og honum fanst pálm- arnir kinka kolli og bjóða sig velkominn. Hann staðnæmdist aftur í svip til þess að líta eftir ungfrú May Ashdown, en það varð árangurslaust. Honum fanst eins og hann væri kominn út úr löngum og dimmum jarðgöngum. Honum hafði fundist lífið harðleikið fram að þessu. Ungur hafði hann verið og óvenju fríður sýn- uni, og því hafði honum fundist það eiga að liggja fyrir sjer að eignast ríkt kvonfang, en þó var hann orðinn 35 ára og farinn að ..velkjast", án þess að þessi draumur hans hefði rætst. Hann sleit strætunum í París og lifði af dálitlum eignum, sem hann hafði aflað sjer í spilum. En uúna i sumar hafði gæfan verið honum holl. Hann hafði dvalið um tíma í Deauville og þar var lika stúlka um þritugt, frá Ame- riku, fögur og forrík. Hann hafði látið sjer mjög ant um hana. Skömmu eftir að þau voru komin aftur til París hafði hún farið til Nissa og síðan hafði hún skrifað Philibert og beðið hann um að koma þangað. Það var nú talsverðum erfiðleikum bundið. En með hjálp ríks vin- ar sins og með því að selja verð- hrjef sem hann átti, hafði hann reitt saman svo mikið fje, að hann gat farið. Hann gerði ráð íyrir að dvelja i Nissa í tvo mán- uði, og bjóst við að geta komið úr sinni svo vel fyrir borð þann tima, að hann gæti lifað á- ^yggjulausu lífi upp frá þvi. Ungfrú Ashdown kom ekki °g Philibert gat ekki verið að hiða lengur og gekk upp strætið. En þegar hann hafði gengið nokkur skref heyrði hann skjálf- nndi rödd að baki sjer, rödd Sem kallaði veikt: „Philibert, Þhilibert Vareppe". Hann leit við en sá engan sem hann þekti og gekk því á- fram forviða. En röddin heyrð- ist aftur: „Philibert, Philibert!“ Nú tók hann eftir, að tötra- búinn götusali kom i humátt á ®ftir honum, maður með sveppi ú bandi um hálsinn og körfu nieð sveppum á handleggnum. ískaldur sviti braust fram á enni Philiberts og skjálfta setti a® honum. Hann hafði þekt þennan ræfilslega aumingja, það yar bróðir hans, sem foreldrarn- lr höfðu rekið úr heimahúsum tyrir æskubrek. Þeir höfðu ekki sjest í tíu ár. »Já, það er jeg, Nicolas Var- eppe. Þekkir þú mig ekki aft- ur?“ Philibert, sem sá margar bif- reiðar nálægjast, varð órótt. Hann þreif í ofboði í handlegg- inn á bróður sínum og dró hann með sjer inn í hliðargötu. Þar kom hann auga á drykkjukrá og fór ineð hann þangað inn. Nicolas sagði bróður sínum raunasögu sina. Foreldrar hans höfðu ekkert liðsint honum og rekið hann burt, vegna þess að hann hafði átt barn með heit- mey sinni og síðan gifst henni. Eftir það gekk honum alt á móti. „Jeg hefi aldrei getað boláð mjer áfram", mælti hann i auð- mýktarróm, „og þessvegna hef- ir gæfan aldrei verið með mjer. Drengurinn minn dó af sulti og svo fjekk konan mín lungna- bólgu og jeg fluttist hingað til þess að hún næði fremur heilsu Jeg hefi reynt að kalla alt: ver- ið gistihúsvörður, flutningamað- ur, blaðasali og nú sel jeg æti- sveppa. Faðir minn mundi ör- vænta ef hann sæi mig núna, — hann sem var svo upp með sjer yfir yfirkennarastöðunni. En svona er lífið. Konan min er dá- in og jeg er einn eftir. Og þess- vegna varð injer svo mikið um að sjá þig". Eftir svolitla þögn bætti hann við: „Gætir þú ekki greitt neitt fyr- ir mjer?“ Hann starði öfundaraugum á fallega frakkann hans bróður síns, brúnu skóna og ljósgráu hanskana. „Nei“, svaraði Philibert harka- lega, „jeg get ekkert gert fyrir þig. Jeg á nóg með sjáífan mig. Annars er jeg hjer staddur í mjög erfiðum erindagerðum, sem ef til vill ekki takast, og þá er jeg engu betur settur en þú ert. En eitt af skilyrðunum fyr- ir því, að erindi mitt geti tek- ist er það, að þú þekkir mig ekki nje jeg þig, ef við kynnum að hittast. Og ef þú gerir þetta skal jeg gefa þjer 40 franka á mánuði meðan jeg er hjerna i Nissa. Og ef mjer gengur erind- ið, skal jeg halda áfram að hjálpa þjer“. Þegar Philibert hafði skrifað hjá sjer heimilisfang bróður síns stóð hann upp og fór, án þess svo mikið sem að rjetta honum höndina. Þegar hann kom á gistihúsið lá fyrir honum boð frá ungfrú Ashdown um að heirosækja hana. Hann flýtti sjer þangað, liún bjó i Avenue Victor Hugo, í mjög ríkmannlegri ibúð. Hún var há vexti, dökkhærð og dökk- eygð með arnarnef og var að- sópsmikil í framgöngu. „Hvað hefir dvalið yður, Phili- bert“, spurði hún. „Þjer biðuð ekki einu sinni eftir mjer á járnbrautarstöðinni? Þjer eruð alt of óþolinmóður, vinur minn. Þegar jeg kom sá jeg yður hverfa inn í hliðargötu með æti- sveppasala. Þjer virðist heldur vilja vera með slíkum mönnum en mjer?“ Philibert sneyptist og stokk- roðnaði. Hann reyndi að afsaka sig: „Já, jeg rakst á aumingja, sem fór að þylja yfir mjer raunarollu sína og svo gekk jeg með honum spölkorn meðan hann var að lesa yfir mjer. Eins og þjer sjáið, hafa brjóstgæði mín gert mjer slæman grikk, því vegna manngarmsins misti jeg af yður“. „Það er enginn skaði skeður, því nú eruð þjer kominn hing- að. Það er fjarri mjer að harma, að þetta vildi til, þvi nú hefi jeg lært að þekkja nýja og góða hlið á lundarfari yðar“. Philibert tautaði eitthvað og svo var skift um umtalsefni. Upp frá þessu var hann si- felt með hinni ríku Aineríku- ungfrú og ljet hana óspart verða þess áskynja hvern hug hann bæri til hennar. Og að því er hann best gat fundið ljet hún sjer það vel líka. Þau gengu oft saman úti og stundum hittu þau Nicolas, sem jafnan dró sig í hlje sem fljót- ast, til þess að missa ekki styrk- in frá bróður sínum. Ungfrú Ashdown tók eftir, að sveppa- salinn hljóp jafnan undan eins og byssubrandur þegar hann sá þau. Og eitt sinn segir hún við Philibert: „Það er eins og hann vinur yðar, sveppsalinn, forðist okk- ur. Hafið þjer kanske hrætt hann?“ Philibert hefði getað kyrkt bróður sinn við þetta tækifæri, ef hann hefði náð til hans. Hann flýtti sjer að beina samtalinu í aðra átt, en varð svo vandræða- legur og viðutan, að ekki gat hjá því farið, að stúlkan tæki eftir þvi. Hvernig sem hann lagði sig í líma til þess að sigra hana, þá hafði hún samt altaf vaðið fyr- ir neðan sig, svo að ekki kom til úrslita. Og loks ákvað Phili- bert að láta skriða til skarar, því nú voru fararefnin að þrot- um komin. Hann gerði það eitt febrúarkvöld í rökkrinu, er þau voru á gangi í þjettum trjá- göngum. Hann varð mælskur, viðkvæmur og hrærður og grát- bændi hana um að verða konan sín. Hann sór og sárt við lagði, að sjer væri ómögulegt að lifa án hennar. Og þetta var i raun- inni ekkert orðagjálfur heldur hreinn og beinn sannleikur. Þó undarlegt mætti virðast tók ungfrú Ashdown þessu fremur fálega og svaraði, að hún skyldi senda honum skrif- legt svar daginn eftir. Hún þyrfti að hugsa málið. Og daginn eftir fjekk veslings tuskan hann Philibert þetta svar: „Herra minn: Jeg hefi sam- viskusamlega hugleiit tilboð yð- ar og vil hjermeð tilkynna yð- ur, að jeg neyðist til að hafna því. Jeg skal gjarnan játa, að fyrir þremur mánuðum hefði jeg fúslega gifst yður. En síðan íiefi jeg lært að þekkja yðar sanna eðli. Jeg hefi af tilviljun komist að því hver sveppasalinn í raun og veru er. Hversvegna hafið þjer leynt mig því, að hann er bfóðir yðar? Jeg mundi hafa virt yður, ef þjer hefðuð sagt mjer sannleikann. ógæfa og 00C00£J00£30£30C3C30C30C3 £300(3000 o o o o o o o o o o o o o o o o Allskonar bvunatvygginga r Nye Danske. Adalumbodsmaður Sighvatur Bjavnason Amtmannsstíg 2. o o o o o o o o o o o o o o o B o o o o o ooooooooooooooooooooooooo gBBBBBOBBBOBBBBBBBOBBBBBB a B g B B B B Verslið a B B B | Edinborg. B B bbbbbbbbbsbbðbbbbbbbbbobc æruleysi er sitt hvað. Þjer hafið verið grimmlyndur og ragmenni i senn, og jeg fyrirlít hvort- tveggja. Og þessvegna kveð jeg yður fyrir fult og alt. Að lokum skaí jeg tilkynna yður, að þjer þurfið ekki að bera neinar áhyggjur fyrir fram- tíð bróður yðar. Hann ætlar að giftast stofustúlkunni minni, og eftirleiðis verður hann starfs- maður hjá mjer“. SMÁKORN. Karlmaðurinn er svo gamall sem honum finst sjálfum liann vera — en kvenmaðurinn er aldrei svo gömul sem vinkona hennar segir að hún sje. -------------o--- Bölsýnismaðurinn er maður sem af tvennu illu velur hvorutveggja. Það erfiðasta i lífinu er að velja rjett. Máttugastur er sá, sem æfinlega hefir vald á sjálfum sjer. Það er erfitt að skilja mennina rjett, komast að hver er heimskur og hver gáfaður. Guð forði oss frá l>vl að verða gagnsæir. Vertu nægjusamur með pað sem þú hefir, en aldrei með hað sem þú ert. ------------------o---- Það er ekki litils virði að sefa reiði sina. Það er nærri því jafn mikils virði og að reiðast aldrei. Mikil verkefni á maður að leysa af hendi — ekki bara hugsa um þau. ---------------------o----- Þvi meiri erfiðleikar, þvi meiri sómi að yfirbuga þá. -----o--- Lestur góðra bóka er það sama fyr- ir sálina og leikfimi er fyrir likam- ann. Örlög barnsins liggja i hendi móð- urinnar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.