Fálkinn - 04.05.1929, Side 11
F A L K I N N
11
►
AF ÁVÖXTUNUM SKULIÐ ÞJER ÞEKKJA ÞÁ.
MAÐURINN Á ÞAKINU: Vertu ekki hrœddur, Jón. Þú getur verið al-
veg óhultur undir l/reslca fánanumt
Pjetur föðurbróðir: Þið unga fólkið
nú á dögum eyðið alt of miklum pen-
ingum i óþarfa. Veistu hvað jeg fjekk
þegar jeg giftist henni frænku þinni?
Pilturinn: Nei, og jeg skal veðja við
þig um að þú hafðir sjálfur ekki hug-
mynd um það.
— Það er miklu þægilegra þegar
maður er á ferðalagi, að vera sköll-
óttur. Maður þarf ekki að taka með
sjer greiðu eða bursta.
— Þú ættir að láta taka úr þjer
tennurnar, þá þyrftir þú lieldur ekki
að taka með þjer tannbursta.
Skrítlur.
~ Geturðu borgað mjer aftur tiu
krónurnar?
Hvemer lánaðir þú mjer tiu
krónur?
Einu sinni þegar þú varst fullur.
• Þœr er jeg búinn að borga þjer.
—• Hveiuer?
Einu sinni þegar þú varst fullur.
} m
SLÁTRARINN: Jeg er aldrei ósann-
Vjarn. Þó kjðtið sje dýrt, hækka jeg
oldrei verðið.
HÚSMÓÐIRIN: Nei, þvert á móti.
Hjer dragið frá. í gœr vantaði 200
Srömm á viktina.
* • *
Frúin: Maðurinn minn hefir aldrei
komið svona seint heim á kvöldin.
Bara að hann sje mjer ekki ótrúr.
Vinkonan: Því hugsar þú þjer nú
®ndir eins það versta. Hver veit nema
•kann hafi orðið fyrir alvarlegu slysi.
* * *
Faðirinn: Það er kalt úti i kvöld.
Móðirin: Lokaðu þá glugganum!
Dóttirin: Verður þá hlýtt úti?
* * *
Ung kona: Jeg er svo veik, herra
l«knir .... Mig langar ekkert til að
l*fa lengur .... Og þess vegna sendi
-leg eftir yður.
Adamson
á selveiðum.
—. En hvað það var hugsunarsamt
af þjer, Sigurður minn. að velia handa
mjer hring einmitt með þessum steini,
sem mjer þykir allra vænst um.
Sigurður (í vandræðum) : Góða vcrtu
ekki að minnast á það. Það er sami
hringurinn sem jeg gef öllum.
* * *
Bóndi liafði ráðið til sín ókunnan
mann, sem bar að garði og bað um
atvinnu. Maðurinn vildi ekki segja
hvaða aivinnu hann hafði haft áður
og bóndahjónin töluðu oft um það.
— Nú veit jeg hvað hann var áð-
ur, sagði bóndi við konu sina eitt
kvöld. Hann hlýtur að hafa verið
skrifstofumaður, því i dag reyndi
hann i liugsunarleysi að setja hrif-
una bak við eyrað.
• * *
Tveir vinnumenn sátu og töluðu
saman um húsbændur sína:
— Jeg hef aldrei þekt hreinlegri
mann er húsbónda minn, sagði annar.
Hann getur notað sama handklæðið i
fjórtán daga — og það sjest ekki á
þvi að það hafi verlð notað.
* * *
Hjá Friðbirni skóara getur nemandi
komist að. Ekkert kaup fyrsta árið.
Helmingi meira næsta ár.