Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1929, Page 13

Fálkinn - 04.05.1929, Page 13
F A L X I N N 13 Málninga- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. MJHHRÍHM Reykjavík. Framköllun. Kopiering Stækkanir Carl Ólafsson. oQQmoooQomoQmooQoooooei j 50 aura I § gjaldmælisbifreiðar § 8 hefir § 8 Nýja bifreiðastöðin | 8 til leigu. £3 8 Afgreiðslusímar 1216 & 1870. 8 O O OOOOOOOOQOOOOOOOOOOOOOOOO ^ Hver, sem notar ^ 4 CELOTEX ► 1 09 i * ASFALTFILT £ ^ í hús sín, fær hlýjar og ^ ^ rakalausar íbúðir. ^ ^ Einkasalar: j> j Verslunin Brynja, ► ^ Laugaveg 24, Reykjavík. ^ > NOTUÐ íslensk frí- merki kaupi jeg astlð hæsta verði. Verðlisti sendur ókeypis, þeim er óska. Óska eftir duglegnm umboðsmönnum til að annast innkaup; góð ómakslaun. GÍSLI SIGURDjÖRNSSON, Ási — Reykjavík. Kvensokkar f miklu úrvali í Hanskabúðinni, ir Notið þjer teikniblýantinn „ÓÐINN“? n! súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest. ^álRinn er víðlesnasta bladiB. et besta heimilisblaðið. Maðurinn minn - SKÁLDSAGA EFTIR FLORENCE IilLPATRICK. ekki í Sheik-stíl. Brennandi ástir og and- lausar eyðiinerkur hafði hann orðið að brjótast í gegnum þegar hann las handrit hinna ungu skáldltvenna. Því hafði hann fengið nóg af. ,,Ráð initt var á þá leið, að jeg skrifaði henni frænku niinni og sagði henni að jeg væri gift og að staða mannsins míns út- heimti það, að við byggjuin i London!“ „Og var það þá ekki þannig?“ spuröi Henningway. „Skiljið þjer ekki -—- skiljið þjer mig alls ekki? Jeg þóttist aðeins vera gift. Það virt- ist ekki nokkur hætta á, að hún kæmist að því, að hrögð væru í tafli. Hún hefir búið i Taragoníu í 10 ár og er dauðhrædd að ferð- ast á sjó. Auk þess hefir hún keypt ættar- grafreit þar syðra. Og hjá eldra fólki er það órækur vottur þess, að hefir kosið sjer fast- an samastað. En nýtísku uppfinningarnar hafa leikið á mig. Jane frænka þarf ekki að láta sjóhræðsluna tálma för sinni fraraar. — Hún kemur fljúgandi frá Spáni — til þess að sækja mig heim og hún ætlar að vera um kyrt í hálfan mánuð. — Er þetta ekki hræði- legt?“ „Nú — ekki er jeg viss um það“, sagði hann hughreystandi. „Flugvjelar eru ekkert sjerlega hættuleg farartæki nú orðið“. „Jeg verð að játa, að jeg læt mig minna skifta um þá hættu, sem kann að vofa yfir frænku í flugvjelinni, en hættunni sem yfir mjer vofir þegar hún kemur liingað og kemst að öllu saman. Ef hún kemst að því, að jeg hafi leikið á hana, þá fyrirgefur hún mjer aldrei. Og jeg fæ ekki eyris virði frá henni framar. -— En nú komið þjer til sögunnar. Eruð þjer larinn að skilja mig?“ „Mig fer að renna grun í það, hvað þjer eigið við“, svaraði Hemingway. „Jeg hefi hugsað mjer að biðja yður að látast vera maðurinn minn meðan frænka er um kyrt!“ sagði stúlkan hiklaust og blátt áfram. „Hún verður hjer aðeins hálfan mánuð. Treystið þjer yður ti! þess að tak- ast þetta hlutverk á hendur þennan tima?“ Það varð vandræðaleg þögn. En síðan stóð Hemingway upp. „Þjer getið naumast búizt við því, að jeg vilji fallast á þetta. Það er svik og prettir“. „Jeg skal ábyrgjast afleiðingarnar. Ef þjer viljið ganga að þessu, hjálpið þjer mjer um leið úr slæmum kröggum. Ef þjer neitið boði mínu, verð jeg að reyna að fá annan, sem ekki er eins heiðarlegur og þjer eruð. — Lofið mjer því“, sagði hún með bænarrómi, „getið þjer fengið það af yður að sjá mig svelta til bana?“ Hann átti fult í fangi með að verjast hlátri, cr hún bar þessa spurningu upp fyrir honum. „Jeg er hræddur um, að jeg hafi ekki nógu fjörugt imyndunarafl til þess að gera mjer þá sjón í hugarlund", sagði hann bros- andi. „Jæja, en ef frænka mín verður þess á- skynja, að jeg hý hjer sem ógift piparmey, inun hún óefað láta gremju sína í ljós á þann liátt, að verja öllum eigum sínum til þess að lcoma upp hæli handa húsviltum hundum“. „En jeg er mesti hundavinur", sagði Hemingway ertnislega. „Þjer verðið að hjálpa mjer. Jeg treysti ákveðið hjálp yðar“. „Hafið þjer gert yður það ljóst“, sagði hann alvarlega, „að þjer sýnið mjer, alveg ókunnugum manni, óvenjulega mikið traust. Jeg gæti verið svikari —“. „Það eruð þjer ná einmitt ekki“, tók hún fram í. „Þó að jeg segi sjálf frá, hefi jeg dálítil kynni af sálarfræði. Alla æfi hefi jeg orðið að taka skjótar ákvarðanir, og jeg veit, að mig mun ekki iðra þessa vals. Viljið þjer ekki l'yrir yðar leyli, treysta mjer líka og — og lofa að hjálpa mjer?“ „En þessi ráðagerð yðar er bygð á sandi — það kemst áreiðanlega upp um okkur“, sagði hann og maldaði í móinn. „Þjer gangið að því!“ sagði hún og tók strax eftir breytingunni í rödd hans, „þakka yður kærlega fyrir. En við höfum ekki sam- ið um laun yðar ennþá. Mjer hefir dcttið i liug, að bjóða yður 50 pund fyrir þennan hálfa mánuð. Gerið þjer yður ánægðan með það ?“ „50 pund“, endurtók hann. Honum fanst það í meira lagi óþægilegt að þurfa að taka við peningum af stúlku. En „neyðin kennir nakinni konu að spinna“, og hann hreyfði engum andmælum. „Jeg hefi gert hjer yfirlit vfir það, sem helst getur komið okkur í vandræði, þegar frænka mín kemur. Það er best að vera við öJlu búinn. — Þegar jeg skrifaði frænku minni og sagði henni frá því, að jeg væri gift, lýsti jeg manninum mínum á þá leið, að hann væri hár og grannur, dökkhærður og skegglaus“. „Nú-já, það er svo sem sæmilega óákveð- ið“. „Um stöðuna er það að segja“, sagði hún fastmælt, „að jeg hefi úkveðið, að þjer sjeuð blaðamaður við morgunblað“. „Hversvegna einmitt morgunblað?" „Vegna þess, að þá er tíma yðar ráðstafað á nóttunni", svaraði hún kuldalega. Ó-já, nú skil jeg. Jeg vinn við næturútgáf- una“, sagði hann. „Þannig gefst yður einnig átylla til þess að sofa á daginn. Og það er gild afsökun fyrir yður til þess sneiða sem mest hjá Jane frænku meðan hún stendur við. En við verð- um sjálfsagt að fá dálítið meiri vitneskju hvort um annað“, bætti liún við. „Það væri mjög æskilegt“. „Jeg skrifaði auðvitað ekki nafn mitt und- ir brjefið lil yðar. Jeg heiti Virginía Trevor. En hverjar eru helstu skemtanir yðar?“ hjelt hún áfram, eins og hún væri að yfirheyra hann fyrir rjetti. „Þykir yður gaman að hljómlist? Hvor geðjast yður betur, Scriatini eða Stravinsky?" Hemingway hafði ríka tilfinningu fyrir hinu hlægilega. Hann átti bágt með að stilla sig. „Grammofónar eru mín uppáhaldshljóð- færi“, svaraði hann. Hún horfði fyrirlitlega á hann. „And- styggilegt — hafið þjer gaman af listaverk- um?“ „Nei, ekki einu sinni auglýsingum“, svar- aði hann rólega. „Hvað marga sykurmola látið þjer venju- lega í bollann yðar —? Nei, þjer þurfið ekki að verða svo undrandi á svipinn. Slík smá- atriði eru einmitt harla mikils verð“. „Jeg skil fullkomlega, hvernig þjer lítið á þetta mál“, sagði hann alvarlega. „En yð- ur virðist hafa sjest yfir eitt mikilvægt atriði. Þjer hafið alls ekki hugsað um þau vand-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.