Fálkinn - 04.05.1929, Side 14
14
F A L K I N N
Lár j ett.
1 útlimur, 4 —fjelagið, 7 vald, 10
samkomustaður, 13 töluorð, 14 rök,
16 Atlantshaf, 18 farvegur, 20 ótam-
in, 22 karlmannsnafn, 23 bátur, 24
rit, 25 —hláka, 26 spil, 27 flana, 28
spor, 29 kvenmannsnafn, 33 bönd, af
jurt, 40 góður ó morgnana, 41 gleður
á vorin, 42 fiskúrgangur, 43 er for-
ustusauður, 44 gera kaupakonur, 46
flett, 48 á lopti, 50 amboð, 53 svar,
54 bending, 58 líður, 59 listfeng, 61
stiltur, 62 karlmannsnafn, 63 karl-
mannsnafn, 64 milli Reykjavíkur og
Kolviðarhóls, 65 ýkjur, 66 á hurð, 67
vefjaráliald, 69 —taki, 71 óyndi, 72
kvenmannsnafn (stytt), 74 ekki þess-
ar, 75 heyrist i hundi, 77 sjaldgæf-
ur, 78 séð, 79 fara á sjó, 80 ýstra, 84
hugaður, 88 bitvopn, 91 öskrandi, 92
kvenmannsnafn, 93 á voðinni, 94 eft-
ir unnin sigur, 95 ílma, 97 kven-
mannsnafn, 99 vatnagróður, 101 þver-
tré, 104 til manneldis, 105 mörg skip,
109 matur, 110 bæjarnafn, 112 amstur,
113 71-lárjett, 114 gefur lit, 115 liirting,
116 karlmannsnafn (fornt) 117 gras,
118 eymd, 119 vatn og snjór, 121 ótíð,
Ef
þjer
copieriö
sjálfur
þá notið
Mercur tonafix
Sjálftónandi dagsljóspappír. Aðeins 4 au.
á mynd. St. 9X6. Car/Poulsen & Sönner,
Köbenhavn V.
KRONSGÁTA nr. 13.
| V. B. K. selur „ÓÐINN“ teikniblýantinn. í
Lóðrjett.
1 dóttir loka, 2vopn, 3 ímynd sak-
leysis, 4 ógna, 5 —mjúkur, 6 undir
beru lopti, 7 —urt, 8 kraptar, 9 klút-
ur, 10 fljót i Mið-Evrópu, 11 k). 3, 12
karlmannsnafn, 13 á stígvélum, 15
ranglátur, 17 gamalt búsáhald, 19 gott
að fá í spilum, 21 til ölgerðar, 30 not-
ar saumakonan, 31 kvenmannsnafn
(forn mynd), 32 þras, 33 er heiðrikj-
an, 34 ofsótt, 35 forskeyti, 36 blóm,
37 sonur, 38 = 25 lárétt, 39 skam-
stöfun, 42 far, 45 krakki, 46 bæjar-
nafn, 47 sakleysið (fornyrði) 48 ó-
hreinn, 49 gras, 51 rólynd, 52 upp-
hefði, 54 stærra, 55 mjóddin, 56 lienda,
57 frá grænu eynni, 59 beit, 60 hrað-
ara, 66 á skjölum, 68 bæjarnaafn, 70
ísland, 73 ánægð, 76 ótugtarleg, 81 jeg,
82 eyjarskeggi, 83 í sumum ættarnöfn-
um, 84 hvildi, 85 fljót, 86 atviksorð,
87 kliður, 88 spil, 89 annríki, 90 nart,
93 ámæli, 96 skiptimynd, 97 bæjar-
nafn, 98 stika, 99 geð, 100 hrindir, 102
ókyrð, 103 kærleikur, 105 forða þjer,
106 her, 107 verkur, 108 sig, 110 í
fjósi, 111 karlmannsnafn (fornt).
BESTU LJÓSMVNDIRNAR
fáið þjer hjá ljósmyndaverslun yðar á
CAPOX
(gasljós-pappír).
Stórfagur litblær
— skarpar og skýrar myndir.
Car/ Poulsen & Sönner, Köbenhavn V.
Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux.
kvæði, sem á þessu eru og síðar geta komið
í ljós. Segjum svo, að þjer giftist síðar, eins
og líkur eru til. Haldið þjer ekki, að þetta
tiltæki geti þá haft ýmislegt óþægilegt í för
með sjer?“
„Jeg ætla aldrei að giftast, hr. Heming-
way“. Svipur hennar varð mjög hátíðlegur.
„Hjónaband getur aldrei orðið gáfaðri og
hugsandi konu til hamingju, eins og lögin
eru nú. Mig hryllir við tilhugsuninni einni
saman. Giftar konur hafa engin rjettindi,
enga sjerstöðu — aðeins skyldur og skyldu-
störf. Jeg hefi talað um þetta mál i kven-
frelsisfjelaginu. Þjer hefðuð ef til vill gam-
an af því að lesa ræðu mína. Það gæti orðið
til þess, að þjer kyntust mjer nánar og lífs-
skoðun minni“.
„.Jeg vil gjarnan lesa hana“, sagði Hem-
ingway þunglyndislega. „Það sem vjer kon-
um viljum“ var ekki að hans skapi.
„Er frænka yðar samhuga yður um þess-
ar skoðanir?" spurði hann.
„Jeg sagði yður áðan, að frænka mín heyr-
ir að öllu leyti Viktoríutímanum til“, svaraði
hún með fyrirlitningarkeim í röddinni. „1
hennar augum er konan ekkert nema hjástoð
mannsins, veikara ker, sem á að þjóna hon-
um í auðmjúkri aðdáun fyrir yfirburðam
hans“.
„Jeg get nú heldur ekki sagt, að jeg sje á
sama máli og þjer“.
„Þá verðum við að rífast“, sagði hú.n bros-
andi.
„Jeg held nú líka, að við verðum að venja
okkur á að rífast! — Við eigum hvort sein
er að reyna að líkjast hjónum, eins og okk-
ur er unt“, sagði hann og brosti. „En jeg
þarf líka að skrifa ýmislegt smávegis hjá
mjer. Hversu lengi heldur frænka yðar, að
við sjeum búin að vera gift?“ Hann tók
vasabók og blýant upp úr vasa sínum.
„Á að giska eitt ár“.
„Og hvernig hafið þjer komist hjá óþæg-
indum vegna nafnsins?“
„Jeg sagði frænku, að jeg skrifaði altaf
undir skírnarnafni mínu. Það gera konur oft
nú á tímum“.
„En þjer hljótið þó að hafa getið um nafn
þessa manns yðar“, sagði hann. „Frænka yð-
ar er kanske ekki forvitin kona, en jeg gæti
trúað því, að hún hafi þó viljað vita nafn
hans“.
„Auðvitað jeg' sagði, að hann hjeti
Jones“.
„Það var ekki ýkja frumlegt. Jeg verð þá
víst að skrifa nafn mitt með bandi á milli:
Hemingway-Jones. Og hvað var fornafnið?“
„William“, svaraði hún.
„Nú-já, það má kalla tilviljun — jeg heiti
William!“
„Það var engin tilviljun — það var óhjá-
kvæmilegt; hjerumbil allir heita þvi nafni“.
Hún hikaði lítið eitt og bætti síðar við:
„Viljið þjer ekki eta kvöldverð hjá mjer í
kvöld?“
HemingwTay svaraði ekki undir eins. Hann
trúði því naumast ennþá, að ungu stúlkunni
væri alvara. Var hún ekki að gera að gamni
sínu? Átti hann að fara að eyða sínum fáu
skildingum fyrir línskyrtu með kjólfötum
sínum?
„Þjer hafið ef til vill ráðstafað tímanum?"
sagði hún óþolinmóð af þögn hans.
„Nei — mjer er sönn ánægja að koma“.
Hann horfði i djúp og blá augu hennar.
„Jeg vonast þá eftir yður kl. 7“, sagði hún.
„Jeg man ekki eftir fleiru nú í bili“. Hún
rjelti honum höndina. „Eruð þjer við því bú-
inn að byrja í næstu viku? Henni varð litið
á nafnspjald hans á borðinu. „Jeg geri ráð
fyrir, að jeg eigi að kalla yður William strax
frá byrjun“.
„BiIIy væri nú samt ennþá kumpánlegra“,
svaraði hann og hjelt niðri í sjer hlátrinum.
„Verið þjer sælir — William“, sagði hún,
en framburður hennar á skirnarnafni hans
var lítt greinilegur.
„Má jeg bera upp eina spurningu fyrir yð-
ur?“ sagði hann gætilega. „Hversvegna var
jeg tekin fram yfir hina umsækjendurna og
voru þó margir komnir á undan mjer?“
Hún varð dálítið vandræðaleg.
„Lítið þjer á, jeg var búin að taka á móti
nokkurum, sem voru alveg ófærir. Og jeg
gat ekki fengið það af mjer að segja þeim,
hversvegna jeg auglýsti. Jeg var farin að ör-
vænta um árangurinn. En Wyngate, þjón-
ustustúlkan mín kom mjer úr klipunni. Hún
kvaðst skyldi velja þá úr, sem henni virtust
nothæfir, og ekki hleypa öðrum inn til mín“.
„Svo að það er Wyngate, sem hefir valið
mig“, sagði hann og reyndi að halda niðri i
sjer hlátrinum.
„Og jeg líka“, sagði hún hlæjandi.
„Verið þjer sælir“, sagði hún og nefndi nú
skírnarnafn hans óhikað.
„Verið þjer sælar —“ hann hikaði eitt
augnablik „— Virginía".
Jafnskjótt sem Hemingway var kominn
út úr dyrunum, ljet Virginía fallast niður á
stólinn. Allir þessir umsækjendur höfðu al-
veg gengið fram af henni. En hún hafði
ekki lengi næði til að hvíla sig. Það var bar-
ið á útidyrnar, og hún hrökk saman. Fjekk
hún ekki að vera í friði stundinni lengur
fyrir þessum bannseltuin karlmönnum?
En ótti hennar var ástæðulaus, því að von
bráðar kom Wyngate inn í dyrnar og sagði,
að frú Etherington væri komin.
Virginía hýrnaði í bragði og þegar frúin
kom inn, stóð hún upp og fagnaði henni
mjög alúðlega.
„Ó, Joyce, þakka þjer kærlega fyrir, að þú
komst“, sagði hún og rjetti henni báðar
hendurnar, „kraftar mínir eru alveg að þrot-
um komnir“.