Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1929, Blaðsíða 7

Fálkinn - 25.05.1929, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 ANNA í ÁSGARÐI. SMÁSAGA EFTIR A. S. Jet« mætti henni, langferða- maður, á förnum vegi. Hún var óhrein hátt og lágt, faumar niður frá augunum, nendurnar dökkbrúnar og kart- neglurnar svartar. Druslur hengu Ur skóræflunum. Svarta vað- málspilsið var gulnað og Ijós- ar bætur saumaðar á það með tá'áu loðbandi. Karlmanns jakk- inn gauðrifin fjell hvergi að líkama hennar, en myndaði poka °g fellingar. Vasarnir voru troðnir út með hagalögðum, og 1 hendinni hjelt hún á nokkr- Ulu rjúpufjöðrum. Svart hár- strý lafði ógreitt niður undan mórauðu prjónahúfunni, ofan á háls og axlir. Hún var lág og hnellin á vöxt, gekk silalega og Vaggaði. Mjer varð starsýnt á honuna. „Komdu nú sæll!“ sagði hún hompánlcga og rjetti mjer höndina. „Komdu sæl!“ „Hvað heitir þú nú og hvað- an kemurðu?“ „Jég heiti Jón Árnason og hem sunnan úr Reykjavík“. „Ja, sunnan úr Reykjavík! ■Vú er jeg aldeilis hissa. Það er voðalega langt. Ekki mundi jeg endast til að ganga alla jm leið. En hvert ætlarðu?" „Jeg ætla norður í Þingeyjar- sýslu“. „Ha-a, norður í Þingeyjar- sýslu? Nú gengur yfir mig. Og *tlarðu að ganga norður i Þing- eyjarsýslu — alla þá óraleið ?“ „Ja . „Það kalla jeg þig gera vel. ~~ Jeg skal segja þjer — jeg Veit nú samt um einn mann, seni heíir fario norður í Þing- eyjarsýslu. Það er hann Guð- mundur hjerna á Stóra-Gili, sá sem misti hestinn í fyrravetur. hú hefir auðvitað lieyrt það, þegar hann misti hann Grána sinn úr skjögrinu? — En liann fór riðandi. Jeg hjelt það væri ómögulegt að ganga svo langa leið. En til hvers ætlarðu þarna 'lorður ?“ „Jeg á þar heima“. „Það segir þú satt. Átt heima 1 Þingeyjarsýslu. En hvað varstu þá að gera suður í Reykjavik?“ „Jeg var þar í skóla“. „Já, já, þurftirðu nú að fara nlla götu suður í Reykjavík til þess að fara í skóla? Éru ekki nogir skólarnir þarna norður frá? Nú eru þeir farnir að hafa einlæga skóla hjerna í dalnum láta alla krakka ganga í þá. Já, þvílikt vesin og annað eins. • En ætli þú hafir ekki átt annað erindi suður, svona með- fram. Það skyldi þó aldrei vera, þú hafir búist við, að ganga hetur í augun á stúlkunum, þegar þú kæmir aftur?“ Kerling úrap titlinga, ísmevgilega. „Þú heldur það?“ „Ó-já, Anna gamla er nú eklri en tvævetur. Þekkirðu ekki hann Lárus hjerna á Lauganesi? Það var ekki aðalerindið hans, að læra að smiða, þegár hann fór austur um árið. Hann hefði svosem getað lært J>að hjá hon- um Þórði snikkara. Hann hjelt semsje, karl ininn, að hún Þóra mundi heldur vilja hann, þeg- ar hann væri orðinn forframað- ur. Nú, jiað varð líka“. „Jæja“. Jeg kannaðist auðvit- að við ekkert af þessu og þótti nóg um, hvernig dælan gekk. „En, hvað jeg vildi nú segja —“ Kerla breytti róm og Icit upp eftir dalnum. „Komstu heim að Ásgarði?“ „Hvað? Ásgarði í Þverárdal?" „Nei, blessaður minn! Ásgarði hjerna í honum Rangárdal". „Er til Ásgarður hjer í Rang- árdal?“ „Já, það held jeg nú svosem. Sástu ekki bæ uppi í hlíðinni, hjerna framan við hólana?“ „Jú“. Mig rámaði í, að jeg hefði tekið þar eftir kofum, sem jeg hugði vera beitarhús frá Stað. „Það er nú Ásgarður, skal jeg segja þjer. Jeg liefði boðið þjer þangað heiin og gefið þjer mat- arkörtu, ef jeg hefði hitt þig svolítið nær túninu Þú vilt lík- lega ekki snúa aftur?“ „Nei, þakka þjer fyrir. Jeg leit á hendur henni og ímyndaði mjer mat, sem hún hyggi til! — „Átt þú heima i Ásgarði?" „Ójá, það á nú að heita svo, að jeg hokri þar“. Og kerla stakk höndum í síður og gerði sig mannalega. — „Jeg hefi nú búið þar alein i kofunum, síðan hann Guðni minn sálugi dó í liitt- fyrravor. Það verða rjett tvö ár síðan núna á þriðjudaginn eftir trínitatis, ef guð lofar mjer að lifa. Jeg var nú að hugsa um að segja jörðinni lausri í vor. En jeg hætti samt við það. Jeg vissi ekki, hvort það væri annað nokkuð betra, en að biía. En auðvitað eru manneskju í mín- um kringumstæðum allir vegir færir, eins og þú skilur“. Hún brosti drýgindalega. „Já, ertu dálítið efnuð?“ „Itja, jeg skulda að minsta kosti ekki faktorunum meira en jeg er manneskja til að borga, eins og þeir gera víst sumir hjerna í dalnum. Nú, jeg á ká, hana Búkollu mína. Hún er mi nýborin, hlessuð skepnan, og komst í 10 merkur, svo að jeg hefði getað gei'ið þjer mjólkur- sopa, ef þú hefðir komið. Svo eru ærnar tólf. Og það eru nú ær, sein bitastætt er í, skal jeg segja þjer. Þær eru engar hor- gálur eða tuskur, sem varla geta staðið á löppunum fyrir bölvuð- uin bjálfaskap. ónei, ekki þá mikið eiginlega. Hann Jóhannes minn á Stóra-Landi bauð mjer lika tuttugu og fimm krónur í hana Fjeskúfu mína í haust. En jcg var ekki mikið á því, að láta hana. Ekki hún Anna gamla! Jeg sagði honum, að hann þyrfti ekki að hugsa, að jeg slepti henni Fjeskúfu, til að láta hana svelta hjá honum, sagði jeg. Og hann hefir ekki imprað á því síðan“. „Þú heldur náttúrlega kaupa- mann, til þess að heyja handa þessu?“ „Kaupamann? Óekkí! Jeg ætti víst ekki annað eftir, en að fara að taka kaupamann fyrir tutt- ugu og fimm krónur eða liver veit hvað, meðan jeg get reitt saman heytugguna sjáíf. Nei, þeir mega sjúga einhverja aðra en inig, þessir andskotans lausa- gosar“. „Heyjaðir þú virkilega ein fyrir kú og tólf ám?“ „Já, og hafði á því hrút og gimbur í viðbót. Jeg l'jekk liðuga 52 bagga af túninu og góða 60 reitti jeg suður og uppi í geir- unum. Hann Þórður minn í Koti hjálpaði mjer nú til að binda />að lieim. Én jeg bar sjálf sam- an af túninu; og jeg er ekki viss um, skal jeg segja þjer, að hann Guðni minn sálugi hefði borið betur upp tosið, og kunni hann þó að bera upp hey, blessunin“. „Jeg kalla þig gera vel. Þú hlýtur þó að vera farin að gefa þig. Ertu ekki farin að reskj- ast?“ „O-jú. Vist hefi jeg lifað mitt besta. Hvað heldurðu að jeg sje?“ „Jeg veit ekki. Gæti trúað þú værir svona liðlega fertug“. Átt- ræð sagði jeg' i huganum. „Á, sýnist þjer það? Eftir út- litinu að dæma þyrfti jeg ekki að vera mikið eldri. Jeg hafði nú samt sjö um sextugt núna á krossmessunni. En jeg er viss um, að margir halda jeg sje miklu yngri. Sýnist þjer jeg svo sein ekki nógu útgengileg enn- þá?“ Kerling hló skríkjuhhlátur og hnipti í mig. „Jú, það held jeg nú. Ekki síst þar sem þú ert svona loðin um lófana". „Já, ])ú veist nú minst af þvi ennþá“. Hún lækkaði róminn og hálfhvíslaði: „Jeg ætla að biðja þig að segja engum frá þvi. Jeg á hundrað sextíu og fjórar krón- ur og fimtíu og tvo aura í pen- ingum, sem jeg geymi innan í umslagi í skúffunni í rnálaða púltinu hans Guðna mins sáluga. Jeg kæri mig ekkert um, að láta það kvisast. Menn víkja mjer síður bita eða garni, ef menn vita, að jeg á peninga. „Það er alveg rjett athugað. Jeg skal engum segja frá því. En heldurðu þú endist til að vera lengi ein þarna í kotinu?“ „Jeg veit ekki. Jeg uni mjer nú fullvel sisvona. Ekki er þó óhugs- andi jeg tæki myndavlegum manni, ef hann hæði mín. Ekki held jeg, að jeg fari nú til dæm- is að hryggbrjóta þig“. Kerla skrikti. „Jæja, ekki það? Jeg er nú of ungur til þess að ganga i lijóna- band, svona næstu árin“. Jeg leit á klukkuna. „Nú, það er bara svona; klukkan farin að ganga tvö. Svona er það, þegar maður hittir skemtilegt kvenfólk. Mað- ur gleymir tímanum. Mjer veitir víst ekki af að halda áfram. — Vertu nú sæl!“ Jeg rjetti henni höndina. „Vertu nú blessaður —■ farðu nvi vel! Og þakka þjer fyrir skemtunina. Fegin vil jeg eiga þig að“. Jeg sneri lit á götuna og hjelt af stað. Kerling kallaði á eftir Ávalt fiölbreyttar birgðir af HÖNSKUM fyrirliggjandi. HANSKABÚÐIN. m jer: „Heyrðu! Komdu við í Ásgarði, ef þvi fer hjer einhverntíma um aftur. Jeg skal þá gefa þjer sætt kaffi og lummur, að mjer heilli og lifandi“. KÍNVERJAR OG STUTTU PILSIN l-yrir nokkru var ung stúlka ldn- versk á gangi á götu í Peking, ásamt nokkrum kunningjum sinum. Hún var af göfgum ættum og rikum, klædd að nýjasta Parisarsið, i ermalausum kjól og allstuttum pilsum, sem náðu varla niður á hnje. Eftir dálitla stund kom iögreglu- ])jónn til hennar og vakti cftirtekt hcnnar á ]>ví, að það væri tæplega sæmilegt að stúlkur sýndu sig á göt- um úti í svona stuttum pilsum. En þessi kínverska tiskudrós hafði munn- inn fyrir neðan nefið, og svaraði yfir- lætislega eins og kinverskri hefðar- mey er títt, að liún rjeði því sjálf hvernig kjólarnir sinar væri. Og al'leiðingin var sú, að lögreglu- þjónninn tók hana undir arminn og fór með hana beint í steininn. Og hafi hún ekki afneitað stuttu kjólunum þá situr hún þar ennþá, því kinverska stjórnin hatar stutta kjóla ennþá meir en útlendinga. Þar við bættist, að þessi stúlka var stúdent, — „stú- dentar sem sýna á sjer kálfana" eru Kínverjum ekki að skapi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.