Fálkinn - 06.07.1929, Síða 14
14
F Á L K I N N
Leggið
undir gólfdúka yðar. —
Einangra mjög vel. Sjer-
staklega þægilegar þar
sem dúkar eru lagðir á
steingólf. Fyrirliggjandi
hjá
J. Þorláksson & Norðmann.
Dankastr.il. Símar: 103 & 1903.
nr. 16.
Hvítt byrjar og mátar í 3. leik.
♦
*
♦
f
♦
Y Aðalumboð fyrir ♦
I Penta og Skandfa. ^
♦ C. Proppé ♦
Komið 09 lítið á nytisku
hanskana í Hanskabúðinni,
1
Elsta, besta
og þektasta
ryksugan
er
Nilfisk
Aðalumboð
hjá
RaítælqaversluD
Jón Síprösson.
Austurstr. 7.
Vinsamlegast gefið „Fáikans", þegar
þjer skrifið til þeirra sem auglýsa í honum.
Hpy Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux.
— Frænka þaut undir eins upp til handa
og fóta. — Jeg ætla að ná í höfuðverkjar-
duftið mitt, sagði hún og fór út úr stofunni.
Virginía hagræddi eina svæflinum, sein til
var í stofunni, á legubekknum og ljet hann
leggjast fyrir. Síðan baðaði hún enni hans
úr höfuðvatni. Og snertingin við hina mjúku
hönd hennar fróaði hann einkennilega vel.
Hann lokaði augunum og þreytusvipurinn
hvarf af andliti hans. Virginía horfði á hann
stórhrifinn af leikni sinni í hjúkrunarstörf-
unum, og hjá henni varð ósjálfrátt óskin um
að hafa einhvern, sem væri henni háður, til
að hjúkra Og gæla við.
Dyrnar opnuðust og Jane frænka kom
vagandi inn. —- Hjer er duftið, sagði hún og
gekk að Hemingway. — En, góði drengur
minn, hvað þjer er heitt á höfðinu. Hann
ætti að liggja í dimmu herbergi. Komdu
hjerna, William, og legðu þig í svefnherberg-
ið hennar Virginíu, þar fer betur um þig.
Þegar Hemingway reis upp til þess að mót-
mæla þessari uppástungu frænku, var höfuð-
verkurinn enn verri en áður. Hann þoldi ekki
við lengur og þaut út.
— Virginía var móðguð. Þetta var í fyrsta
skifti, sem hún hafði sýnt honum cinlæga
vináttu, og henni fanst hann hafa drepið
hendi við henni. Kannske hjeldi hann, að
hún væri eins og Joyce, reiðubúin til að daðra
við hann hvenær sem færi gæfist. Þar skyldi
hún leiða hann í allan sannleika. Þessvegna
var hún köld og fáorð er hún heilsaði hon-
um næsta dag: — Hvernig er höfuðverkur-
inn?
— Betri, — jeg helði alls ekki átt að ininn-
ast á hann. Hann var vonsvikinn. 1 gær hafði
hún verið svo vingjarnleg og kvenleg, næst-
um viðkvæm. Aldrei mundi hann gleyma
snertingu fingra hennar þegar hún strauk
enni hans. Nú var hún aftur sama Virginía
og áður, köld og þóttaleg.
— Jeg er nýbúin að hringja til Joyce, sagði
hún, og bjóða henni til miðdegisverðar í
kvöld ásarnt frænda þínum.
Hann hniklaði brúnirnar. — Heldurðu að
það sje ráðlegt? spurði hann.
— Fyrst við erum ein saman, ætla jeg að
segja þjer nokkuð: Það er ákvörðun, sem
jeg hefi gert.------Jeg hefi brent skip mín
Hann bjóst við öllu illu. — Eru noklcrir
nýir erfiðleikar komnir? Þeir spretta upp
eins og gorkúlur á næturþeli.
— Þetta er ekkert í sambandi við samsærið
okkar. Jeg var í gær á fundi í kvenfrelsis-
fjelaginu — og þar var til umræðu framboð
mitt til þingsins.
— Nú, og svo .... ? spurði hánn önug-
lega.
— Jeg var spurð, hvort jeg væri fús til að
vera í kjöri .... Hún hló, sló öskuna hægt
og hægt af sigarettunni, og gramdist, að hún
hafði ekki hug til þess að horfa í augu hans
.... — Jeg sagðist vera fús til þess að vera
í kjöri.
Hann þaut upp. — Þetta getur elcki verið
alvara þín. Manstu ekki hvað frænka sagði
... . ?
— Þú verður að muna, að þetta er ekki
opinbert enn. Þetta var ekki annað en und-
irbúningsfundur. Og til kosninganna getur
margt breytst.
Donald frændi kom snemma lil miðdegis-
verðar. Hann var í svo himinlifandi slcapi,
að Hemingway sannfærðist um, að hann væri
enn ekki búinn að hafa tal af ritstjóranum.
Þrátt fyrir það, að hann hafði farið niður í
jarðhvelfingarnar í Westminster Abbey og
upp í turn St. Pálskirkjunnar, var hann
furðulega hress og fjörugur og gerði að
gerði að gamni sínu við frú Crundel og Vir-
giníu.
—- Það hlýtur að hafa kostað laglegan
skilding, sem hjer er inni, sagði hann hugs-
andi.
— Finst þjer íbúðinni vel fyrir komið?
spurði Virginía. Jeg vona, að þjer finnist hún
að minsta kosti frumleg.
— Já, já, víst er hún það.
Donald frændi stóð upp og leit í kring
hátt og lágt: —- Þú hefir ekki sagt mjer
hvað lengi þú hefir verið kvæntur, Billy.
, Virginía varð fyrir svörum: — Eitt ár,
Donald frændi. Hemingway hjelt niðri í sjer
andanuin. Ef nú frændi færi að spyrja hvers-
vegna hann fyrir hálfu ári hefði skrifað
heimilisfang sitt í Notting Hill Gate? En
Donald frændi hafði annað að hugsa.
— Ja, svo .... tólf mánuði? Hann skrikti
ineð sjálfum sjer: Vantar ykkur ekki ncitt
sjerstakt hjerna? Hann pikkaði fingrinum á
öxl Williams gletnislega: —- Það var til
dæmis einn lítill hlulur, sem jeg hefði haft
gaman af að sjá hjerna.
-—• Frændi, sagði Hemingway í viðvörun-
artón...... Hann var að hugsa mcð sjer
hvað frændi mundi endast til að spyrja um
á heilu kvöldi.
— Það, sem jeg ætlaði að segja, að mjer
finst vanta hjerna, sagði Donald frændi, það
er .... grammófónn.
— Nú, já, — grammófónn, sagði Virginía,
og var auðsjeð að henni varð ljettara um
hjartaræturnar.
— Það er undursamlegt verkfæri, sagði
frændi. •—- Ef þú ert í döpru skapi, er ekkert
annað en setja grammófóninn af stað — þá
kemstu í gott skap aftur. En sjertu glaður,
þá verðurðu bara enn glaðari við að heyra
til hans. Ef konan er að nöldra, þá Iáttu
hann spila einn jazz og þá hverfur nöldrið
eins og dögg fyrir sólu. Svei mjer, ef jeg gef
ykkur ekki grammófón i brúðkaupsgjöf,
Billy.
Samtalið hætti við það að Joyce kom inn.
Þrátt fyrir fullyrðingar Virginiu þess efnis,
að þetta væri ekki annað en viðhafnarlaus
miðdegisverður, var Joyce klædd í svartan
flauelskjól, sem fór henni yndislega. Hún
kom svífandi inn í stofuna, og var sjer auð-
sjáanlega meðvitandi eftirtektar þeirrar, er
hún vakti. Virgina heilsaði henn blátt áfram.
í fyrsta sinni á ævi sinni bar hún saman sitt
eigið útlit við útlit annarar konu, og komst
að þeirri kvenlegu niðurstöðu, að hún hefði
heldur átt að fara í fallega silfursaumaða
kjólinn sinn ....
Hún var þögul meðan á máltíðinni stóð,
og varð það oft á að líta á Joyce og Hem-
ingway. Og einhver undarleg tilfinning læsti
sig um hjarta hennar. Hún hafði sem sje
líka tekið eftir augnaráði hans er hann heils-
aði Joyce.
X.
Virginiu Ijetti stórum er miðdegisverður-
inn var loksins úti. Joyce var öll í hlutverki
sínu og frænka var auðsjáanlega full gremju.
Jafnvel Donald frændi smitaðist af þessum
fjandskap sem leyndist í loftinu, og kæti
hans fór út um þúfur. Er þau höfðu drukkið
kaffið, sagðist hann alt í einu verða að fara.
-—- Jeg verð að fara sneinma á fætur á morg-
un, sagði hann, — það er svo margt, sem
jeg þarf að skoða, að jeg verð að byrja
snemma til þess að komast yfir það. Hann
sneri sjer að Hemingway: — Eftir áætlun-
inni ætlaði jeg að skoða þjóðminjasafnið á
inorgun, en nú sleppi jeg því. svo jeg fái
tíma til að hitta hann Angus McPerson.
— Jeg er viss um, að þjer þætti gaman
að sjá þjóðminjasafnið, sagði Hemingway
ákafur, — þú verður að sjá það. Það er al-
veg einstakt í sinni röð i heiminum og — að-
gangur ókeypis.
Nú fóru að renna á frænda tvær grímur:
— Ef til vill gæti jeg eins sltrifað Angus
þegar jeg kem heim. Ef safnið er svona dá-
samlegt, verð jeg að sjá það. Þú þekkir það
auðvitað eins og fingurna á þjer, drengur
ininn?
—• O-nei, ekki vil jeg nú segja það,
frændi. Jeg hefi ekki haft tíma til að koma
þangað enn, sjerðu ....