Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1929, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.07.1929, Blaðsíða 4
4 KÁLKIKN Höggormsmynd frá Kambodia í Austur-Indlandi, frá þeim timum að slang- an var talin heilagt dýr. Eitur það, sem slangan spýr er afar sterkt og oftast nær deyr maðurinn nokkrum minútum eftir að hann hefir verið bitinn. Er það hinn versti dauðdagi og mjög kvalafullur. Holdið þrútn- ar á svipstundu og maðurinn fær fyrst velgju og síðan krampa cg getur ekki náð andanum. Vísindamenn hafa lengi verið að brjóta heilann um hvaða ráð væri heppilegast til að útrýma slöngunum. Því í rauninni eru þær sannkölluð landplága þar sem mikið er af þeim. En það er hægra sagt en gert að ganga milli bols og höfuðs á þessum kvikindum og því hafa menn reynt að finna meðal, sem gerði það að verkum, að slöngueitrið yrði ekki hanvænt. Hefir verið fundið éinskonar móteitur gegn slöngueitrinu og menn bólusettir með því. Og eitri þessu er náð úr höggormunum sjálfum. Síð- an er það gefið hestum og úr blóði þeirra er svo bóluefnið, sem notað er til að bólusetja fólkið með. I Brasilíu hefir mikið verið gert að þessum bólusetningum síðustu árin og árangurinn orðið ágætur. Höggorinar eru til á Norður- löndum og kemur stundum fyr- ir að þeir bíta fólk, en sjaldan verður það að fjörtjóni. Hjer á landi eru þeir ekki til, sem kunnugt er, og harmar það víst enginn. Viðureign milli moldvörpu og slöngu. Leiðinlegt atvik kom nýlega fyrir í sambandi við greftrun eina i Gauta- borg. Þar hafði maður látist á sjúkra- húsi, en þcgar ættingjarnir komu að sækja líkkistuna, bafði þeim verið af- hent skökk kista, sem konulik var í. Varð þetta ekki uppvíst fyr en dag- inn eftir greftrunina. Afleiðingin varð sú, að grafa varð kistuna upp aftur og flytja lxana á ný á sjúkrahúsið og þangað var sóttur biskupinn í stift- inu til þess að ónýta greftrunina, sem fram hafði farið. Siðan var rjetta lik- ið grafið á ný, en ekki er þess getið, livort presturinn hjelt sömu líkræð- una upp aftur. Eins og íslenskir blaða'.esendur hafa tekið eftir, ber það eigi ósjaldan við, að línur „villast“ í lesmáli og koma á skökkum stað, svo að úr verður meiningarleysa. Stundum geta heilar setningar líka víxlast, en ]>að er ekki oft sem úr því verður eins skringilegt lesmál og nýlega varð i sænsku blaði. Þar stóð þetta: „Leik- fjelag O. P. Olssons liafði leiksýning lijer í gærkvöldi. — Foringinn og þrent af fólkinu var flutt á sjúkra- húsið“. Lítur út fyrir, að þetta hafi verið blóðug leiksýning. En á öðrum stað stóð þessi klausa: „Bifreið með mörgu ferðafólki valt i gær út af veg- inum á beygjunni við Norðurgötu. — Áhorfendur skemtu sjer ágætlega og þökkuðu fyrir sig með dynjanji lófa- klappi“. pp f I i B I i É m H I n % 1 Therma Therma rafmagns suðu- og hitatæki hafa verið notuð á íslandi um tvo áratugi samfleytt. Margar gerðir af raftækjum hafa komið á íslenskan markað á þeim tíma, en engin hefir tekið Therma fram. Therma tæki eru ekki ódýrust í innkaupi, en þau verða ódýrust í reyndinni, vegna þess að þau endast best og þurfa minst viðhald. Leitið nánari upplýsinga um Therma hjá Júlíus Bjövnsson og Electvo Co. raftækjaverslun Akureyri. Austurstræti 12 — Repkjavík. é I I % I n I 1 m É Það er alkunna, að því betur sem fólk er kynt hjá almenningi, þvi frekar er slept titlum þess og eftir- nöfnum, en fornafnið notað í stað- inn. Á þetta einkum við um listafólk og iþróttafólk. Þetta sama gildir og erlendis. Þannig segir foringi ensks „crickets“-flokks frá því, að i fyrsta skifti sem hann kom til Ástraliu með flokk sinn, var liann alstaðar kallaður Toone ofursti. Næsta skifti var liann lcallaður mr. Toone, þá Toone og þar á eftir William en sið- ast Willi. Komst hann þá að þeirri niðurstöðu, að nú gæti hann ekki orð- ið vinsælli og fór því ekki fleiri ferð- ir til Ástralíu. Mannvjelin, sem Fálkinn hefir lrirt mynd af einhverntíma fyrir löngu var nýlega látinn vígja barnasjúkra- hús x Ameríku. Stóð liann í dyrum sjúkrahússinn og tók sjálfur heyrnar- tól af talsímaáhaldi, sem þar var, og fjekk samband við borgarstjórann í lrænuin. Borgarstjórinn talaði nú i simann og sagði mannvjelinni að draga fána, sem hjekk fyrir dyrun- um til hliðar, og það gerði hann. Og þar með var vígslunni lokið. Edison hefir nýlega skrifað öllum fylkisstjórum í Bandaríkjunum og beðið þá um, að láta skólastjórnina i hverju fylki tilnefna þann dreng, er liún trúi best til að geta orðið snjall liugvitsmaður og lialdið áfram störf- um gamla mannsins þegar liann falli frá. Edison borgar síðan fargjald og ferðalcostnað allra drengjanna til Or- ange, þar sem hann á heima, og þar ætlar hann sjálfur að prófa þá. Sá drengurinn, sem lionum þykir líkleg- astur, fær ókeypis mentun og lífs- uppeldi í fjögur ár við hvern þann skóla sem hann kýs sjer. Rita Jurdassik heitir fimm ára gömul stúlka i Ungverjalandi, sein þykir líkleg til þess að verða framúr- skarandi sundkona. Hún liefir unnið livað eftir annað i kappsundi og sett met fyrir liörn á 200 metra sundi. Kemal Pasha hefir fundið upp nýtt. ráð til þess að kenna Tyrkjum að lesa og skrifa. Hann hefir bannað em- bættismönnum ríkisins að gifta aðra menn en þá, sem geta sannað að þeir geti lesið og skrifað sæmilega. í New York er farið að byggja gluggalaus hús. Það þykir orðið ó- þarfi að hafa glugga, þar sem unt er að dæla lofti inn í herbergin með vjelum og rafmagnsljós er hollara augunum, en slæmt dagsljós. Tvöföld rafkveikja Hámarks-sam- þjöppun 7 sveifáslegur Aluminium- stimplar Vökva-þrýsti- hömlur á öllum fjöðrum Fulominn stýrisntMnaður Allur undirvagninn smurður með einu handtaki NASH Aðalumboðsmaður fyrir ísland: SIGORPÚR JÓNSSON Austurstræti — Reykjavlk (L2-1S2) Einn allra frægasti mentaskóli Breta er í Eton. Koma flestir lieldri menn Englands börnum sínum þangað. En menn verða að hafa fyrirvara á, ef þeir vilja að börnin komist í skólann á rjettum tíma. Þannig hefir öllum plássum í skólanum verið lofað nú þegar, fram til ársins 1937. Síðustu börnin, sem lofað var skólavist i Eton eru tvö barnabörn Bretakonungs, annað 5 ára og liitt 6. Þau verða orð- in hæfilega gömul til að byrja í skól- anum árið 1937, enda fá þau ekki inngöngu fyr. Síðan ófriðnum lauk hefir whisky- drykkja Englendinga minkað um 60 af hundraði, og er þó bannhreyfing hvergi eins lítil og þar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.