Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1929, Blaðsíða 6

Fálkinn - 13.07.1929, Blaðsíða 6
6 F A L K I N N Útlendu skemtiferðaskipin. Með lwerju sumrinu fjölgar skipum þeim, sem hingað koma með skemtiferðafúlk. — Hefir regndin orðið sú, að fólk jxið, sem hjer kemur, lætur vel gfir því að koma hingað, telur mót- tökurnar engan veginn lakari hjer en annarsstaðar nema sið- ur sje, og núttúrufegurð mikla, þegar veður er liagstætt. Fgrsta ferðamannaskijnð á þessu sumri stóð hjer við fimtudag og föstudag í síðustu viku, var það ,,Carinthia“, með ameríkanska ferðamenn frá ferðafjclagi Rag- mond & Whitcomb í Boston, sem sent hefir hingað skip í mörg undanfarin ár og varð fgrst allra ameríkanskra fjelaga til þess að taka ísland inn á á- ætlun sína í norðurhafasigling- um. Á sunnudaginn var voru hjer stödd lworki meira nje minna en þrjú ferðamannaskip — / dag er væntanlcgt skipið „Sierra Ventana“, frá Norddeut- scher Llogd með þgska skemti- ferðamenn og tekur Knud Thomsen kaupmaður á móti þeim. Hafa jmnnig á rúmri viku verið hjer fimm skip með ná- lægt 1800 farþegum. — Á efri mgndinni sjást skipin þrjú sem voru hjer á sunnudaginn (frá vinstri til hægri): „Calgaric“, ,,Franconia“ og ,,Reliance“. Læt- ur nærri að hvert þeirra sje 10—15 sinnum stærra, en á- ætlunarskipin sem sigla milli ís- lands og útlanda. — Á neðri mgndinni sjest einn af bátun- um frá „Franconia“ við Stein- brgggjuna, að fhjtja fólk milli skips og lands. Söngflokkur Jóns Halldórssonar og glímu- menn úr Ármann skemtu ferða- mönnunum í „Carinthia“ og „Franconia“ meðan þeir stóðu samtímis, með samtals nær 1100 far]>ega, nær alt Amerikumenn, enda komu öll skipin frá Amer- ilcu. Voru skipin þessi: „Calgar- ic“ frá White Star-fjelaginu, með ferðamcnn frá Bennetts- ferðaskrifstofunni, „Reliance“ frá Hapag-fjelaginu í Hamborg, mcð ferðamenn frá sama fjclagi og „Franconia“, með ferðamenn frá Ragmond & Whitliomb. — Mót- töku allra þessara skipa annað- ist ferðafjelagið „Hekla“. ■— Tvö fgrstncfndu skipin fóru á sunnu- dagskvöld og mánudagsnótt en „Franconia“ á mánudagskvöld. Þriðjudag lcom skipið „Arcad- ian“ frá Skotlandi, með enslca skemtiferðamenn. Var það gert út af fcrðafjelagi Cooks og ann- aðist Geir H. Zoega, umboðs- maður fjelagsins, móttökurnar. við og samskonar skemtun verður haldin fgrir fólkið í „Sierra Ventana“. L jósm. Óslcar. Jolm Holst datt um daginn í fljótið skanit fyrir ofan Niagarafossinn, cn ]>að tókst að bjarga honum rjett áður cn fossinn tók hann. Viku seinna druknaði hann — í baðkerinu heima hjá sjer. Hann var svo óheppinn að ]>að leið yíir hann í baðinu og var liann örendur þegar fólk kom að. Einhentur maður vann nýlega sig- ur í hraðritunarsamkepni á ritvjel, sem haldin var í Ameríku. Hann misti hendina i stríðinu og lærði fyrst á ritvjel síðar. En þetta þykir tíðind- um sæta vegna þess að margir af- burða ritvjelamenn tóku þátt í sam- kepninni. Kielar-förin. Glímuflokkur stúdenta, sem fór til Kiel 5. f. m. til þess að sýna glímu á þýsk-norræna mótinu þar, kom heim um mánaðar- mótin siðustu. Varð förin þeim til liins mesta sóma. Þcgar lieim kom var þeim haldið samsæti á Mensa og flutti forseti í. S. í þar ræðu og þakkaði þeim vasklega framgöngu. ■— Var glímufjclagi stúdenta afhentur hinn fagri verðlaunagripur, sem Sir Thom- as Hohler sendiherra Breta og gfirmenn af herskipinu Adven- ture aflxentu stjórn l. S. í. í fgrra til ráðstöfunar til glímu- verðlauna. Birist hjer mgnd af gripnum; er það standmgnd af enskum sjóliða, úr skíru silfri. Á efri mgndinni sjást þátttak- endurnir i förinni ásamt glimu- kennara þeirra, og eru nöfnin þessi: Óskar Þórðarson, Har- aldur Sigurðsson, Hallgrímur Björnsson, Jón Þorvarðsson, Jó- liannes Björnsson, Bjarni Odds- son, Ilinrik Jónsson, Einar Gutt- ormsson, en sitjandi Guðm. Iír. Guðmundsson og fararstjórinn Guðmundur K. Pjetursson. Ögmundur Sigurðsson skóla- stjóri L Iiafnarfirði varð sjö- tugur 10. þ. m. Gleraugnabúðin, Laugaveg 2, er ein- asta gleraugnasjerverslun á íslandi, þar sem eigandinn er sjerfræðingur. Þar verða gleraugu mátuð með nýtísku áhöld- um, nákvæmt og ókeypis. A'eð fullu ♦rausti getið þjer snúið yður til elsta og þektasta sjerfraeðingsins : LAUGAVEG 2. Um daginn var tannlæknir í Lon- don að draga tönn úr manni og hafði svæft hann í því tilefni. Þegar sjúkl- ingurinn vaknaði, lá tannlæknirinn dauður á gólfinu með töngina og tönnina í. Hann hafði fengið hjarta- slag um leið og hann dró tönnina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.