Fálkinn


Fálkinn - 24.08.1929, Blaðsíða 5

Fálkinn - 24.08.1929, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 •iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiNiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinia I lómlaukar! Biðjið um að senda yður ókeypis hina nýju haust- verðskrá vora með mynd- um, yfir allskonar lauka til þess að setja niður í potta eða í garðinn nú þegar. Fljót afgreiðsla. Stöðugar skipaferðir milli. íslands og Bergen. | SIGV. GHR. BERLE As | Olaf Kyrresgt. 39 — Bergen — Norge. •iiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinS Sunnudagshugleiðing. Þorstanum svalað. „Jésús kallaði og sagði: Ef nokkurn ])ijrstii\ fx'i komi hann til min og drekki. (Jóh. 7. 37.). Jeg las nýlega í einni ferða- sögu eftir hinn heimsfræga land- könnuð, Sven Hedin, lýsingu á kvölum þeiin, er fylgja þorstan- um. Nokkrir fylgdarmenn hans dóu af þorsta í óbygðinni, og sjálfur horfðist hann í augu við dauðann. Dauðvona reikaði hann um í steikjandi sandauðninni. og fjelagi hans háfði lagst fyrir til þess að deyja. En eftir nokk- ur augnablik fann Heden lítinn valnsjioll. Hann langaði mest til að faðma vatnið, gjöfina frá hinum lifandi Guði, og hann segir frá því, hvernig hann þakk- aði Guði, og teigaði þvínæst svaladrykkinn. Lífi hans var bjargað. Hann fylti vatnsstíg- vjel sín vatni og bar hinum deyjandi fjelaga, sem fyrir á- hril’ vatnsins fjekk einnig lífið að gjöf. Þorstinn er njynd af hinni leitandi þrá eftir Guði. „Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir sál min þig, ó Guð“. Þann- ig hefir hinni dýpstu þrá verið lýst. Ef hinn dauðþyrsti maður fæf ekki vatn að drekka, þá verð- ur hann herfang dauðans. Et' mjer er jafnómissandi að kom- ast í samljelag við Drottin, þá er trú minni alvara. ,,Ef nokkurn þ\)rstir“, segir Jesús. Könnúmst vjer við þorst- ann eftir Guði? Það er til margskonar þrá, margskonar þorsti, og það leiðir svo oft til sálarljóns. En þekkir þú þorsta sálarinnar? Þeir sem ekki finna til hins sára þorsta geta rólegir talað um hina ýmsu svala- drykki. En þeir, sem þola þján- ingar vegna þorstans, finna að þeir farast, fái þeir ekki vatn. Iíannast þú við þenna þorsta í andlegum skilningi? Þú íætur þjer ekki nægja að tala um trú- mál, líta asámt kunningjum þínum á þau mál frá ýmsu sjónarmiði. En þá segir þú: Jeg ferst, ef jeg fæ ekki svalað minni dýpstu þrá. Það er ekkert líf að vera án Guðs, jeg get ekki lifað lengur í þessum tómleika, mig þyrstir eftir því, sem geti veitt nijer gleði, öruggán frið og kraft. Þegar þig þyrstir á þenna hátt, þá lýsir sá þorsti hinni sönnu Hfsþrá. En verður henni svarað? Eða hljóta menn að örmagnast i óhygðinni? Jeg skygnist um eftir lindinni. Dauðinn er mjer vís, ef jeg finn hana ekki. Er ekki einhver að kalla? Berst ekki leiðbeinandi rödd að eyr- um mínum? .Iú, það er Jesús, sem kallnr. Honum er það á- hugamál, að það heyrist Hann kallar og segir: ,,Ef nokkurn þyrstir, þá komi hann til mín <>!/ drekki“. Nú er öllu borgið. Lindin er fundin. Lindin er fundin. Jcg læt mjer ekki nægja uð heyra þetta. Dauðþyrstur niaður lætur sjer ekki nægja að heyra sagt lrá þvi, að lindin sje skamt frá honum. Hann flýtir sjer að lindinni. Sá sem þráir lífssamf jelag við Drottin lætur sj'er ekki nægja að tala eða heyra um Kristindóm, lætur sjer ekki nægja að heyra um Jes- úm. Hann lætur sjer ekki nægja neitt minna en að heyra Jesúm sjálfan segja: „Ef þig þyrstir, þá skalt þú koma til mín“. Hjer cr hin sanna leit trúarinnar. Það er ekki lagst fyrir lil þess að sol’a og dreyma. Það er staðið upp og gengið lil hans, sem hefir kallað. Það er l'arið lil hans, sem getur svalað þinni ti úarþrá. Hahn hýður þjer að koma og hann hýður jijer að drekka. Oss er hent á Jeiðina. Drekkum af lífsins lind. Er hægt að hugsa sjer hörmu- legra en að leita að Iindinni, en devja samt hjá lindinni? Er liægt að hugsa sjer ineira sorg- aret'ni en að tala um trúarleit sína, en vilja Samt ekki heygja sig niður að hinni tærustu lind? Jesús kallaði. Hann kallar enn. Hann kallar á mig og þig, hann hýður oss hina lifgandi svölun. Það er hin fegursta lýs- ing, sem til er, lýsingin á því, hvernig Jesús Kristur svalar þorsta manssálarinnar, svo að eilíft líf veilist sein hin dýrasta gjöf. Tökum á móti gjöíinni. Þiggj- um lifið. Öllum hinum þyrstu 'er boðið. Þú þráir frið, þig þyrstir eftir hinni fullkomnu gíeði. Það er kallað á þig. Þig þyrstir eftir huggun í þinni sáru sorg. Það er kallað á þig. Þig þyrstir eftir sigri í erfiðum i'reistingum. Það er einmitt verið að kalia á þig. Deyjum ekki i cyðimörkinni, þegar húið er að henda oss á hina tæru upp- sprettu. Sá sem þyrstur er, hann komi. Hver sem vill, hann taki óke'ypis lífsvatn. Hver sem vill. Vil jeg? Vilt þú? Göngum við að lindinni, og drekkum, svo að vjer megum lila, svo að vjer getum sagt: „Jeg á þegar eilífa Íífið“. Þá getum vjer sagl, af því að vjer höfum reynt jiað: Jeg kom til Jesú örþyrst önd þar alla svölun fann; hjá honum drakk jeg lífs af lind; mitt líf er sjálfur hann. Amen. ______ ___ B. J. U M V I Ð A VERÖLD. DOLLARINN F.ll EKKI ALMÁTTUGUR. Amerikumaður einn kom í borg i Evrópu með strá'ka sina og fór með ]>á í dýragarðiiin. Þegar liann liafði gengið þar dálitia stund, vatt Ame- rikumaðúrinn sjer að einum um- sjónarmanninum og spurði: — Hvar gct jeg liitt manninn, sem veitir þessum dýragarði forstöðu. Mig langaði til að tala við liann um dálitla verslun. —■ Má jeg spyrja hverskonar versl- un ]>að er, spurði umsjónarmaðurinn. — Ja, sjáið þjer til maður minn. Mjer lýst skramlii vel á þennan dýragarð og deltur i liug að kaupa hanu handa drengjunum mínum. —- Dýragarðurinii er alls eklci til siilu, svaraði um sjónarmaðurinn. En ]ijer ættuð að tala við forstöðumann- inn samt. I>að getur vel verið, að bann vilji kaupa drengina handa dýragarðinum. ÞIIÍTUGUR HÁSKÓLAREK'fOR Háskólinn i Chicago hefir nýlega kjörið sjer nýjan rektor og fjell valið á yngsta kennarann viö háskólann, Robcrt Hutchins, sem cr aðeins .‘10 ára að aldri. Það kvað vera einstakt i sinni röð, að svo ungur maður kom- ist í svo virðulega stöðu. En hann býr lika í laiuli hinna takmaiT alausu möguleika. MABUR DREPUR TVO FRIÐLA. Smiður nokkur, Alfons Toye að nafni situr nú í fangelsi í Paris fyrir að hafa drýgt tvö morð og gert til- raun til að fremja það þriðja. í fyrra skaut þessi smiður tvo af friðlum særði hann konu sína, svo að liún misti málið og annað augað. Fyrir tiu árum giftist Toye linudansmey. Til að byrja með var hjónabandið i besta lagi. Dansniærin reyndist á- gætis eiginkona. En 1925 varð breyt- ing á. Toye hafði erft allmikla fjár- upphæð og ákvað sig nú til þcss að kaupn kaffihús og reka þar veitingar. Kaffihúsið, sem hann ætlaði að kaupa hafði frú Grosjean átt á undan lion- um, bún var ljómandi lagleg kona. Það drógst á langinn að yrði úr snmningnum, en á hverjum degi dvaldi Toye tímunum saman hjá frú Grosjean, en fór nú smátt og smátt að vanrækja konu sina. Frú Toye fanst uú hún liefði ekki síður rjett til þess en maður hennar að „leita gæfunnar“. Hún komst í kynni við Corbeau vátryggingarstjóra. En hann var dalítið gallaður í augum frú Toyc. Hann þurfti stöðugt að vera i emhætt iserindum — og þá fanst frú Toye hún svo liræðilega yfirgefin. Þá komst hún í tæri við hjólhesta- kaup manninn Drancy, en sú vinátta stóð ekki lengi. Meðan Alfons Toye hjelt áfram trygð við frú Grosjean, fekk frú Toye sjer einn friðilinn enn. Það var bíla- sali Verchere að nafni. Með honum fór hún i langar bílferðir og eitt kvöldið kom hún alls ekki lieim en dvaldi hjá Verchere á fallega skemti- setrinu hans fyrir utan borgina. En Verchere revndist hvikull i ráði sem hinir, og loksins sneri frú Toye aftur heim til manns síns, iðrunarfull og sorgbitin. Meðan ]>essu fór fram hafði Toye liætt við að kaupa kaffiliúsið og orð- ið óvinur frú Grosjean. Hann var orð- inn hræðilega afbrýðisamur og heimt- aði að fá að vita livar friðlar konu sinnar væru. Og einu sinni komst hann i brjel' hennar fyrir tilvilju — og nú sor hann þess að hefna sin duglega. Corbeau varð fyrstur á vegi hans, liann skaut hanii á afskektum stað fyrir utan París. Þvi næst kom hann Verchere fyrir kattarnef og fór siðan til Versailles til þess að drepa Drancj'. En til allrar hamingju var hann þá farinn úr bænum og bjargaði ])annig Hfi sinu'. Jafnskjótt og hann kom til París simaði hann til konu sinnar ög bað hana að finna sig að máli á kaffihúsi frú Grosjean. Þegar frú I oye kom inn tók hann upp marg- hleypu og skaut á hana. Hún linje meðvitundarlaus niður á gólfið og var ilutt á sjúkraliús þar sem hepnaðist að bjarga lifi hennar. Toyc lijelt sjálfur að rjetturinn mundi sýkna sig. En eins og gefur að skilja varð ekki sú raunin á, þvi að hann var dæmdur i æfilangt fangelsi. í London bar það við um daginn, að kvenmaður var tekinn fastur fyrir ó- spektir á götunum. Hún hafði nefni- lega lent í slag við þrjá lögreglu- þjóna, slegið einn þeirra i rot, bitið anuan injög alvarlega og brotið tenn- urnar i þeiin þriðja. Dómarinn tók auðvitað ekkert tillit til þess að þetta má kalla frekar vel gert af kven- nianni. Hann dæmdi hana miskunnar- laust i þriggja mánaða fangelsi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.