Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1929, Blaðsíða 4

Fálkinn - 31.08.1929, Blaðsíða 4
4 F A L K I N N 1‘arar. sem sciula frá sjer súrefnisbólur gegn nm vatniS. annar gamall galdrakarl, sem var nafnlans, og það var nú það góða við hann. „Geturðu giskað á, hvað það er“, sagði Krible-Krable, skal jeg gefa þjer það; cji það er ekki svo auðvelt að hitta á það, þegar menn vita það ekki!“ Og galdrakarlinn nafnlaúsi, horfði í gegnum stækkunargler- ið. Það ieit út eins og heil borg, þar sem allii- heutust um alls- naktir! Það var hræðilegt, en ennþá hræðilegra var að sjá, hvernig þeir stjökuðu hver við öðrum, rifust og bitust. Það sem var neðst vildi vera efst, og það sem var efst vildi vera neðst! Sjáðu! sjáðu! hann hefir lengri löpp en jeg; haff! hurt með hann. Þarna er cinn, sem hefir dálítinn hnúð bak við eyrað, Iít- inn, meinlausan hnúð, en liann kvelur hann og hanji skal kvclja hann hetur, og þeir kröfsuðu og rifu i hann, og þeir átu liann sakir hnúðsins. Og þarna sat ein smávera, fálát og stilt, eins og feimin yngismær og Jiráði frið og ró, en hún varð að sýna sig líka og þeir toguðu í hana og átu hana á eftir! „Það er gaman að þessu“, sagði galdrakarlinn. „Já, en hvað heldurðu að þetta sje?“ spurði Ivrihle-Krable. „Geturðu giskað á það?“ „Það er ekki mikill vandi að sjá það!“ sagði liinn, „það er Kaupmannahöfn eða hvaða stór- bær sem vera skal, þeir eru hver öðrum líkir. Stór bær er það!“ „Það er skurðvatn!" sagði Krible-Krablc. Amöban, lœgsla (lijralegundin, sem lifir í vatni, mörg þús. sinnum stœkkuð. A(1 hálfn leyti jurt, að hálfu leyti dýr, en Ukist mesl blúmi, sem sjá má. T H E R M A »Therma* Fabrik fiir electrische Heizung A/G., Schwanden, er ein af þeim raftækjaverksmiðjum sem þekt er um alla Evrópu, og viðurkend fyrir að skara fram úr hvað vöru- vöndun snertir. — Hin stærstu iðnaðarlönd í álfunni, svo sem t. d. Þýskaland, kaupa rafmagnstæki af Therma. Allir þeir sem ætla að kaupa eitthvað sjerlega vandað, spyrja um „Therma". Snúið yður til: íf JÚLÍUS BJÖRNSSON, raftækiaverslun, eöa ELECTRO CO., Austurstræti 12, Reykjavík. Akureyri. í Venedig hafa ítalir Játið byggja stórt skip einvörðungu i þeim tilgangi að láta það flytja drykkjarvatn til íbúa eyjanna í Adríahafi. En þar cr injög mikill skortur á vatni. Ameriskur læknir beldur því fram í fullri alvöru að bezta ráðið við hjóna- skilnuðum sje að drekka einn lítra af nýmjólk og borða tvær appelsinur á hverjum morgni. Þetta bvorutveggja eykur kalkið í líffærunum, en vöntun á kalki gerir það að verkum að karl- mennirnir verða geðillir, en kvenfólkið móðursjúkt og sikjaftandi. I New York hafa nú verið settir upp sjálfsalar — fyrir alskonar feg- urðarmeðöl. Kvenfólk, sem gleymt hefir að taka ineð sjer varalitinn eða farðann, getur nú gengið að sjálfsal- anum og fengið sjer það sem það þarfnast. Fyrverandi konungur í Hcdjas, var nýlega gerður gjaldþrota á Capri. En þar hefir hinn báaldraði maður búið siðustu árin. Því er almcnt haldið frain, að syn- ir auðmanna nenni ekki að vinna af þvi þeir þurfa þcss ekki peninganna vegna. En þetta er ekki ætíð svo. Ein- hver rikasti erfingi í Bretlandi, sonur Headford’s lávarðar vinnur á verk- stæði og ætlar sjer að verða verk- fræðingur. Sonur MacDonalds forsæt- isráðherra Breta er orðinn bygginga- meistari og margir auðmannasynir vinna alveg eins og liver annar. Og ekki má gleyma elsta syni Fords liins vellauðuga. Hann á að taka við stjórn allra fyrirtækja gamla mannsins eft- ir nokkur ár. í Washington á að fara að reisa geysistórt minnismerki til vegsemdar Svertingjunum i Bandaríkjunum. Minnismerkið verður bygt eins og stórhýsi, með fyrirlestrarsal, sem rúmar 4000 manns, safni og allskonar listaverkum, bókasafni og hátíðasal. Gert er ráð fyrir þvi að það ltosti um 500,000 dollara. Þýskur pianoleikari setti um daginn heimsmet í pianoleik. Ilann ljek á hljóðfærið i 85 klukkustundir sam- fleytt. Borgin San Francisko fær drykkjar- vatn sitt úr stöðuvatni sem liggur i 250 kilometra fjarlægð frá horginni. Það mun vera lengsta vatnsleiðsla í heimi. Fimmtán þúsund morð voru fram- in í Bandarikjunum árið sem leið. Þrjú hundruð þeirra voru framin i New York. Á sama tima voru aðeins átján morð framin í London, jafn- stórum bæ og New York eða rúmlega það. Frakkar liafa orð fyrir það — engu siður en Danir — að vera sólgnir i góðan mat. Það munu vera til fleiri rit um mat á franska tungu, en nokkuru öðru máli. Árið sem leið komu t. d. út 18 nýjar matreiðslubækur — og alt flýgur þetta út. Örn rjeðisl um daginn á stúlku, sem klifrað bafði upp bratt fjall í Noregi- Það var með naumindum að hún komst undan, því örninn var bæði af- ar stór og ógurlega grimmur. Heimsins dýrasta biblía var um dag- inn seld á uppboði hjá Christie í Lon- don. Hana hafði Rússakeisari átt og bindið var alt sett gimsteinuin og gulli. Biblian seldist fyrir mörg þús- und sterlingspund. 200 fiðlur voru nýlega seldar á upp- boði. Átti þær maður, sem safnað hefir hljóðfærum i mörg ár og voru meðal þeirra mjög góð og sjaldgæf hljóðfæri. Safnið var um 9 miljón króna virði. í Oklahama i Bandarikjunum býr kona, sem hefir ]iað starf með hönd- um að rannsaka ilminn af hinum ýmsu tegundum ilmvatna þeirra, scm verksmiðjan þar sem liún vinnur, býr til. Nasavit hennar er svo fullkomið, að hún verður undir eins þess vör, ef eitthvað er að einliverri tegundinni. Hún liefir vátrygt nefið á sjer fyrir 180,000 krónur. Pjetur prins, næstelsti sonur Nikita fyrverandi konungs í Montenegro, gckk um daginn að eiga unga enska stúlku, dóttur lögregluþjóns í London. Ungu hjónin búa nú i höll suður við Mið- jarðarhaf — og þar eru tengdaforeldrar prinsins nú í heimsókn. Þetta þykir tíðindum sæta i hinum breska heiroi- Dr. Bechmin, fyrverandi ráðherra ' Jugoslavíu, rændi um daginn 16 ára gamalli stúlku og hafði hana á hurl með sjer. Hún er dóttir þingforseta þar í landi. Þau struku til Mosta og ljetu gifta sig þar. Siðan fóru þau yf>r landamærin til ítaliu. En nú er lög- reglan á hælunum á dr. Bcchmin. <gy.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.