Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1929, Qupperneq 13

Fálkinn - 31.08.1929, Qupperneq 13
F A L K I N N 13 Málninga- vörur Veggfóður Landsins stærsta úrval. JvpHRlím Reykiavfk. Framköllun. Kopiering. Stækkanir Carl Ólafsson. VINDLAR: Danska vindilinn PHÖNIX þekkja allir revkingamenn. GleymiÖ ekki Cervantes — Amistad — Perfeccion o. fl. vindlategundum. Hefir í heildsölu SIGURGEIR EINARSSON Reykjavík — Sími 205. »»»»»»»»»»»»»»»» Vörur Við Vægu Verði. súkkulaðið er að dómi allra vandlátra hús- mæðra langbest. cfálRinn er besta heimilisblaSiO. Notið Chandler bílinn. n fl a u r a I I I SÍaldmælisbif- reiðar á v a 11 ** V til leigu hjá Kristinn og Gunnar. Símar 847 09 1214. E NotiS þjer teikniblýantinn* „ÓÐINN"? ^antínn^^ Ávalt fjölbreyttar birgöir af HÖNSKUM fyrirliggjandi. HANSKAÐÚÐIN. taililbiriM. Eftik william le queux Fhh. þannig, að það gæti komið til noklcurra mála Þessi stúlka var auðsjáanlega rik, það var auðsjeð á klæðnaði hennar og útliti yfirieitt. Var Jiað hugsanlegt, að þetta væri sama stúlkan, svona breytt. Nei — en hversvegna kom þá ekki hin stúíkan, en þessi var hins- vegar að glápa á hann í sífellu. Þegar klukkan var orðin hálfsex, ákvað Hugh að fá að vita vissu sína í þessu máli. Hann sneri sjer að henni næst þegar hún fór framhjá, lyfti hatti sínuin og ávarpaði hana: — Þjer eruð víst ekki stúlkan, sem jeg hitti í Piccadilly Circus í gærkvöldi? Hún hló upp í opið geðið á honum og svaraði, en þó í kurteisum tón: — Nei, það er jeg ekki. Jeg átti að mæta hjer manneskju klukkan fimm, sem ekki er farin að sýna sig enn. •— Jeg átti líka að mæta þessari stúlku hjer klukkan fimm, svaraði Hugh. Fyrir- gefið, að jeg ávarpaði yður. — Ekkert að fyrirgefa, svaraði hún, en haldið þjer ekki, að við höfum bæði biðið nógu lengi? Jeg held, að það væri ágætis hug- mynd, að við færum og fengjum okkur te saman, þá mundi jeg fyrirgefa yður betur fyrir að ávarpa mig? II. KAPÍTULI. Hugh varð dálítið hissa á þessari frjáls- mannlegu uppástungu stúlkunnar um að drekka te saman, og leit spyrjandi í hin dökku augu hennar, sem virtust ögra hon- um. En honum virtist andlitssvipur hennar engu að síður vera svo glaðlegur og aðlað- andi, að hann hugsaði sig ekki um tvisvar og þar eð hann var hvort sem var crðinn vonlaus um, að hin kæmi, svaraði hann hlægjandi: —- Mjer finst uppástungan ágæt. Hvert eiguin við að fara? — Hvert sem vera skal — það er ná- kvæmlega sama, svaraði hún. — Þá getum við farið til Rumpelmayers ■eða Milan — en þjer viljið ef til vill heldur fara eitthvað, þar sem við getum talað sam- an, sagði dökkhærða stúlkan. — Jeg get ekki þolað þessar dansknæpur með leiðin- Iegu fólki og jazz-músík, það er ómögulegt að tala saman á slíkum stöðum. — Þá skulum við fara á Milan, sagði hann, dálítið hissa á því, að stúlkan skyldi heldur vilja samtalið en dansinn. Um hvað vildi lnin tala? Eða var þetta hara uppgerð? Hún leit út eins og hver önnur nútima stúlka, sem vill dansa hvenær, sem færi gefst. Valentroyd kallaði á leiguvagn, og skip- að að aka til Milan, og stundarkorni seinna sátu þau við rólegt horð i einu horninu hak við pálmann, svo aðrir gestir sáu þau ekki. Hugh var ekki lengi að uppgötva, að stúlk- an — sem kvaðst heita Eunice de Laine — hafði ferðast víða, og var vel mentuð og skemtileg stúlka. Hann hafði lauslega nefnt Mentone á nafn og komst i því sam- bandi að því, að ekki var til sá krókur eða kimi á Miðjarðarhafsströnd Ítalíu eða Frakklands, sein hún þekti ekki út í hörgul. Hann hafði lengi langað til að ferðast um Kyrrahafið, en aldrei orðið úr. Honum til mikillar gleði gat stúlkan frædd hann um hinar töfrandi Suðurhafseyjar, miklu betur en besta ferðabók hefði getað gert. Hún talaði eins og þaulkunnug um ýmsar smá- eyjar, Iangt út úr alfaraleið, þar sem ekki komu skip nema endrum og eins — stund- um ekki nema á margra ára fresti — til þess að kaupa perlur, skeljar og copraolíu, og Hugh hlustaði á hana með hrifningu. Alt i einu leit hann á úr sitt og sá að klukkan var næstum sjö. Tíminn hafði lið- ið ótrúlega fljótt, og Hugh afsakaði iðr- andi við þessa nýju vinkonu sina, að hann hefði óafvitandi tafið hana. — Rlessaðir verið þjer, svaraði hún, — jeg hefi einmitt skemt mjer ágætlega. Mjer þykir einmitt svo gaman að þvaðra fram og aftur um ferðalög mín, það er alveg eins og að upplifa þau aftur, en jeg er bara hrædd um, að áheyrendurnir skemti sjer ekki að sama skapi vel við það. — Nei, það trúi jeg trauðlega, að komi til inála, svaraði Hugh. — Jeg get ekki hugsað 111 jer skemtilegra umtalsefni en ferðalög, og þau ævintýri, sem þeim fylgja. — Þá hefi jeg hitt rjettan áheyranda í þetta sinn, sagði Eunice og stóð upp, og bæði hlógu. — Heyrið þjer nú, sagði Hugh, — þjer verðið að lofa rnjer að aka yður eitthvert. Hvert viljið þjer fara? Heiin? Eða eruð þjer sammæld einhversstaðar annarsstaðar? — Nei, til allrar hamingju er jeg laus og liðug, svaraði hún, og er helst að hugsa um að fara inn á einhvern veitingastað, þar sem maður getur etið miðdegisverð án þess að þurfa að prúðbúa sig, og horfa þar á alt það margvíslega iolk, sem þar kernur saman. — Ættum við þá ekki að verða samferða, sagði Hugli. Jeg þekki einn eða tvo góða staði í Soho. Þau lögðu af stað og sátu brátt við ágætan miðdegisverð í litlu, einkenni- legu veitingahúsi. Hugli tók fljótt eftir því, að gestgjafinn þekti vinkonu hans, Eunice de Laine, og sýndi henni sjerstaklega eftir- tektarverða kurteisi. Hugh hafði oft matast á þessum stað og altaf fundist maturinn þar góður, en þó ekki líkt því eins ágætur og í þetta sinn. Hann fór að verða forvitinn og sagði: Autoine þekkir yður auðsjáanlega sem góðan gest, ungfrú de Laine. Hún hló við og svaraði stutt: — Já, jeg hefi komið hingað nokkrum sinnum — en, að jeg sje sjerstaklega „góður gestur“ held jeg að sje ýkjur. — Hafið þjer komið ein eða með vinum yðar? spurði Hugh, fremur klaufalega, en hann langaði ákaft að vita hverja hin nýja vinkona hans umgengist helst. — Hvorttveggja, svarið hún, en þjer? Hugh fann, að hún hafði getið til um til- gang hans með spurningunni, og vildi kom- ast hjá að svara henni eins og honum lik- aði. Einnig var auðsjeð, að hana langaði ekki að tala frekar um kunningja sina. —- Gott og vel, liugsaði hann með sjálf- um sjer, — þegar á alt er litið, kemur þetta ekki mjer við. En hátt sagði hann: — Jeg hefi altaf komið hingað einn. Satt að segja fer jeg altaf einn á veitingahús, að undan- teknu því þegar eini vinurinn, sem jeg á, fer ineð mjer, einstöku sinnum, og hann hefir aldrei komið hingað með mjer. Soho er ekki staður til að fara með vini sína í, ef þeir eru teprulegir. Eunice hló glaðlega. Hugh var forvitni á að vita að hvaða leyti svar sitt hefði verið hlægilegt. Síðan sagði hún, hálfhlægjandi:

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.