Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1929, Síða 14

Fálkinn - 31.08.1929, Síða 14
14 FALEINN Titan hvíta Blýhvíta Zinkhvíta . Fernisolía . 1,75 kg. 1,30 — 1,30 — 1,25 — §|p..p W... ■ W wm m SRáR^óœmi nr. 20. ♦ ♦ ♦ i ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Alskonar þurrir litir, Þurkefni, Löguð málning, Penslar allskonar. Alt gæða vörur. Sigurður Kjartaasson, Laugaveg 20 B. Í“ mi-dsuB wM/my iiÉ.., ..íáiiL mm mm m 'O. #84 m H§ Æm yma rm, ɧ wB_ m wm ÉÍ VERSLUNIN NORÐURLAND (BJC5RN ÐJ0RNSSON frá MÚLA) AKUREYRI Sími: 188. Box: 42 Símn.: Bangsi. Zeisslkon: myndavielar. iilrnur. Ljósmyndapappír, margar teg. Miklar birgðir, lágt verð. Kopíering og framköllun, fljót afgreiðsla, góð vinna. Kvensokkar í miklu úrvali í Hanskabúðinni. Hvítt byrjar og mátar í 2. leik. joooooooöooöoaaaoaoaooooo > o Verslið o o a « o o o o o 1 Edinborg. 0000000000000000000000000 Vinsamlegast getið „Fálkans", þegar þjer skrifið til þeirra sem auglýsa í honum. Kaupum lifandi refi og allar íslenskar skinnavörur. íslenska refaræktarfjelagið. Sími 1221. Símnefni: Fux. -—• Aumingja maðurinn, — og eigið ekki nema teprulegan vin, og hann lcarlkyns. —1 Það er ekki meining mín, að allii’ vinir minir sjeu gamaldags, svaraði liann. Hon- um hálf-sárnaði, að hún skyldi álíta sig ein- hvern forngrip með tepruskap sem aðalein- kenni. — Jeg meina, blátt áfram, að þegar maður býður vinum sínum til miðdegisverð- ar, fer maður á einhvern alvanalegan stað, klúbb eða annan — finst yður það nokkuð óeðlilegt? — Nú megið þjer ekki verða reiður, góði hr. Valentroyd, því góður eruð þjer, þótt þjer sjeuð dálítið „teprulegur“, svaraði Eunice ertin, en hinn góðlátlegi hlátur hennar mátti sin þó meira en háðið i orð- unum. — Auðvitað skildi jeg vel hvað þjer áttuð við, en þjer sögðuð það bara svo skritilega. Eunice hermdi eftir honum orð- in og tók aftur að skellihlæja. Hugh beið, og fór von bráðar að hlæja sjálfur, því hlátur stúlkunnar var smitandi. Síðan sagði hún: — Fyrirgefið þjer, að jeg er að stríða yður, en hvað sjálfa mig snert- ir, þá veit jeg, að ef jeg ætti ekki vini, sem væru lausir við allan tepruslcap, mundi jeg bókstaflega talað deyja úr leiðindum hjer í London. <- Eruð þjer þá svo bundnar í London, sem stendur? spurði hann. — Sei-sei-nei, það getur vel komið til mála, að jeg fari burt bráðlega, en auðvit- að veit jeg það ekki fyrir vist, svaraði hún. Þegar jeg er annarsstaðar, er tíminn svo fljótur að líða, en hjer í borginni hefir mað- ur ekki annað að gera en bíða. — Bíða, eftir hverju, spurði Hugh. — Bíða eftir því, að eitthvað gerist svar- aði hún. En er hún sá, að hann ætlaði að spyrja hana frelcar, sagði hún: — Hvers- vegna eruð þjer hættur að ferðast? Þjer er- uð þó ekki við neitt bundinn, eða hvað? — Til skamms tíma, svaraði Hugh, — var jeg skrifari hjá heilsulausum frænda mínum, og hafði því fáar tómstundir. Jeg fór með honum nokkrum sinnum til Suð- ur-Frakklands, og las fyrir hann sögur um Suðurhöfin, svo mig hefir lengi langað að ferðast þangað sjálfur með honum, en það átti ekki að verða, því blessaður karlinn dó, áður en því yrði framgengt, núna fyrir misseri. — Og arfleiddi yður að eigum sinum? Hefði ekki spurningin komið í þeim tón, sem raun var á, hefði hann tekið hana sem dæmafáa ósvífni. Hann brosti aðeins og svaraði: — Já, og arfleiddi mig að eignum sinum. — Og jeg þori að fullyrða, að þjer haf- ið unnið fyrir hverjum skilding. Heilsulaust og fatlað fólk er hræðilegt, það er það versta, sem til er. Eunice fekk hroll, rjett eins og þetta vekti einhverjar hræðilegar endnrminningar. — Nei, alls ekki svaraði Hugh. Blessað- ur karlinn var að vísu mjög fatlaður og hjálpar þurfi, en annars ágætur og þolin- móður eins og Job sjálfur. Og hamingjan skal vita, að jeg sakna hans mjög. — Þjer hljótið að vera ágætis maður, sagði Eunice brosandi. Og þegar jeg hugsa um alt kvenfólkið frá sextán til sextíu ára, sem nú eltir yður á röndum, fer um mig hrollur yðar vegna. Það liggur við, að jeg fari að reyna að ganga eftir yður sjálf til þess að bjarga yður frá þeim. Þau hlógu bæði og síðan sagði Eunice: — í alvöru að tala, haldið þjer, að þjer farið burtu hjeðan bráðlega, að ferðast, meina jeg? — Já, jeg býst við því, svaraði liann. — Þegar við förum hjeðan .... hvað er klukk- an orðin? Þau litu bæði á litlu eikarklukkuna á vegnum, og urðu þess vör, að þau höfðu aftur gleymt hvað tímanum leið. Eunice sagði aftur: — Þegar við förum hjeðan, hvert farið þjer þá? — Það er alveg óráðið, svaraði hann. Jeg hefi ekkert sjerstakt að gera, svo að ef þjer viljið vil jeg fylgjast með yður. — Jæja, þá getið þjer komið með mjer í „Múrhrotaklúbbinn", sagði Eunice. — Iiaf- ið þjer nokkurntíma komið þangað? — Nei, svaraði Hugh. — Hvernig er hann? — Hann er ágætur. Við þurfum ekki að prúðbúa okkur. Þar kemur altaf margt fólk í hversdagsfötunum. En lofið mjer aðeins því einu, að komast þar ekki í kynni við neinn, nema fyrir mina milligöngu. Viljið þjer lofa því? — Já, en hvað meinið þjer með því? svaraði Hugh, hissa á þessari einkennilegu beiðni. — Jeg get ekki sagt yður nánar frá þvi, en eins og þjer vitið eru misjafnir sauðir í öllum næturklúbbum. Jæja, þjer talið þá ekki við neinn þar, nema jcg kynni yður fyrst. Hugh brosti. Ætlaði þessi brosandi stúlka að fara að vera vörður hans og verndari? Hann sagði ekkert frekar, og að stundu lið- inni lögðu þau af stað til Múrbrotaklúbbs- ins. Þegar þau komu í klúbbinn, þar sem stúllcan var auðsjáanlega vel þekt, var þeim vísað gegn um stóran sal, ineð mörgum litl- um borðum alt í kring og auðu rúmi í miðju, sem auðsjáanlega var dansgólf. Hugh Valentroyd, sem þekkti talsvert til nætur- klúbba og hafði komið í talsvert marga, tók að bera þenna saman við hina, sem hann þekti áður. Hann virtist að flestu leyti lík- ur öllum hinum. Ef noklcuð var einkenni- legt við hann, var það helst það, hve marg- ar þjóðir voru þarna saman komnar. Þegar Hugh leit í kring um sig í salnum, sá hann Englendinga, Ameríkumenn, Jap- ana, Kínverja, og menn af öllum rómönsk- um þjóðum,- einnig Þjóðverja og allar hugs- anlegar þjóðir aðrar. Þetta var hið einaasta einkennilega við klúbbinn, því að öðru leyti virtist hann í alla staði heiðarlegur. Hljóm- sveit ljek á hljóðfæri á upphækkuðum palli, og nokkur pör voru að dansa á miðju gólfi- Hugh minntist þess óljóst, að einhver hefði sagt sjer frá Múrbrotaklúbbnum. Hitt mundi hann ekki, hvað um hann hefði ver- ið sagt, og ekki einu sinni hver sagt hafði frá. Þegar hann og lagskona hans voru sest og höfðu fengið sjer hressingu, tóku þau að tala um hina ýmsu útlendinga, sem þarna voru saman liomnir, og geta sjer til um starf og stöðu og efnahag hvers einstaks. Hugh, sem tók eftir því, hve Eunice var skemt, er hann sagði henni „sögu“ einhvers einstaklings, gat ekki annað en haklið, að hún þekti þann, sem um var að ræða, per- sónulega, og væri að hlæja að vitlevsunni, sem hann væri að skálda um þann hinn sama, eftir útliti hans. Oft sá hann hina og þessa kinka kolli til hennar. Alt í einu, er hann leit niður eftir saln- um, sá hann hliðardyr, sem opnuðust og inn kom stúlka, sem geklc þvers yfir hornið á salnum og tók einhvern tali, sem sat lengst frá honum. Hún var of langt burtu til þess, að Valentroyd gæti heyrt hvað hún sagði, og ennfremur sneri hún að honum baki, svo að hann gat ekki sjeð andlit henn- ar, en eitthvað var það í hnakkasvip hennar og hinum fagra líkamsvexti, og dálítill höf- uðhnykkur er hún talaði, sem sannfærði hann um, að fyrir einhverja undarlega til- viljun, væri þetta stúlltan, sem hann hafði sjeð í Piccadilly daginn áður. Þegar hann hallaði sjer fram, til að sjá betur, tók hann ekki eftir þvi í ákafa sínum, að lagskona hans horfði einnig gaumgæfilega á stúlkuna, og hafði tekið eftir undrun hans, og fyrst furðað sig og síðan haft gaman af ákafa hans er hann leit á stúlkuna. En stúlkan leit þá allra snöggvast við, og á sama vetfangi hvarf síðasti efi hans. Þarna fyrir framan hann — inni í Múvbrota- klúbbnum, — var stúlkan komin. Þótt ótrú- leg inætti virðast, var þetta engu að síður satt, að þarna var hún, og Hugh gleymdi öllu öðru: klúbbnum, lagskonu sinni og á- horfendum og stökk upp af stól sínum og ætlaði að ganga yfir gólfið ti! þess að talu

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.