Fálkinn


Fálkinn - 31.08.1929, Blaðsíða 15

Fálkinn - 31.08.1929, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 ********************************** í nnnnTTÍ * * * ♦ ♦ * * LUKTIR t bestu heims- markaðnum. Ennfremur fyrirliggjandi »Berko«, »Lohmanns« »Ecca«. — Margar gerðir. Varahlutar fyrirliggjandi. Vörur sendar um alt land gegn eftirkröfu. * * ..v.w..jv.uvL/ii\umiwjai« „■ aim.i" . * ♦ * ********************************** Reiðhjólaverksmiðjan „Fálkinn“. U M VÍÐA VERÖLD. L Ö G R E G L A Maður eða kona? verður manni á að spyrja sjálfa sig, við að horfa á l>essa mynd. Það er kona, en frekar karlmannlcg kona. — Samt sem áð- ur ber hún frakkan sinn og liáu stígvjelin — i mótsetningu við „Bark- cr ofursta“, með fylsta rjetti, þvi hún w- „yfirmaður“ kvenlögregluliðsins i London — og lieitir miss xtilen. — Við skulum vona, að það líði mörg Ar þangað til Reykvíkingar þurfi að horfa uppá önnur eins ósköp á strœt- um horgarinnar. blaðamenska rómverja Flestir munu halda að blaðamenska sje tiltölulega ný í heiminum og að niinsta kosti töluvert yngri cn prent- listin. En svo er þó ekki. Á blóma- tima hinna fornu Rómverja kvað þó nokkuð að blaðamensku þar. Að vísu voru blöðin skrifuð, og varð að skrifa hvert eintak fyrir sig, því fjölritun þektist ekki. En skriftirnar voru ódýrar, því þrælar voru látnir unnast það verk að mestu leyti. Blöð- m voru stutt en komu hinsvegar út i allmiklum eintakafjölda. Vikublaðið „Coinentaria rerurn urbanorum“, sem var afritað af 300 frelsingjum kom t. d. út í 10.500 eintökum. Elsta blað Rómverja hjet „Acta Publica"; var það einskonar „Lög- birtingablað“ sem flutti opinberar stjórnarvaldalilkynningar. Fyrsta dag- blaðið hjet „Acta diurna“; flutti það nðeins þingfrjettir i fyrstu, en fór siðan að flytja aðrar frjettir. Julius Cæsar Ijet stækka þetta blað að mikl- nn> mun. Komst þá furðanlega mikið dagblaðasnið á það. Það flutti leið- ara um stjórnmál, sem vitanlega á- valt var ritaður í anda ráðandi stjórnar. Þar voru frjettir viðsvegar að úr ríkinu og frjettir af lieldra fólki. Þegar siðspilling fór að færast í vöxt i Róm, sagði blaðið itarlega frá þvi, ekki sist hjónaskilnaðar- málum og hneykslismálum. Segir spekingurinn Seneca á einum stað í riturn sinum: „Enginn dagur líður svo, að „Acta diurna" segi ekki frá nýjum hjónaskilnaði“. Einstakir ráðandi menn og stjórn- arvöldin notuðu blaðið óspart til þess að rægja óvini sina og gera þeim mislta. Þegar Tiberíus keisari vildi koma einhverjum óvini sínum fyrir kattarnef til þess að ná undir sig eignum lians, hafði liann þann sið að skrifa skammargrein um sjálfan sig undir nafni viðkomandi manns og kæra liann svo fyrir svik við keisar- ann og gera eignir hans upptækar. — Og þegar Commodus keisari sýndi fimi sína i skylmingum á leikhús- inu, Ijet liann blaðið flytja væmnar lofgreinar um iþróttaafrek sin. Það er kunnugt, að Cicero las Acta diurna að staðaldri. Þegar hann dvaldi utan borgarinnar ljet hann senda sjer blaðið. Og Tacitus sagna- ritari hefir víða notað blaðið sem lieimild. Blaðamenn voru i allmiklu áliti í Róm. Aðalritstjórinn hafði sjer við hlið flokk blaðamanna og frjetta- snata, sem gengu um stræti borgar- innar og á baðstaðina til þess að safna frjettum. Ennfremur hafði blaðið frjettaritara i fjarlægum hjer- uðum. Blaðamennirnir voru allir frjálsir menn og höfðu allgóð laun, en afritararnir voru allir þrælar eða frelsingjar. í lagabálki Theodosiusar kei.sara kemur fyrst fyrir orðið diurnus i merkingunni blaðamaður. Og í lagabálki Justinians eru talin upp forrjettindi þau, er blöðin liafi. Þar er einnig öllum embættismönn- um ríkisins bannað að gefa sig að blaðamensku. Eru þetta elstu ldaða- útgáfulög i heimi. Blöðin voru keypt víðsvegar um hið mikla rómverska ríki og alls ekki notuð til auglýsinga. En eigi að siður kunnu Rómverjar að meta gildi aug- lýsinganna. Á veggjum gömlu hús- anna, sem grafin hafa verið upp í Pompeii hafa fundist stórar auglýs- ingar. “ D O L L Y L I T L A ” í FAN GELSINU „Dolly litla“ er alveg nýlega slopp- in úr liegningarliúsinu i London. Hvað liún liafði gert fyrir sjer, vit- um vjer ekki, en það atriði hefir heldur ekki nokkra þýðingu i sög- unni, scm vjer nú ætlum að segja. Vjer getum látið liennar fyrra liferni livila í friði. En Dolly er engin hversdags- manneskja. Þessvcgna liafa flest blöð Bretlands getið hennar, eftir að hún var látin laus. Og í fangelsinu, þar sem hún var, er fólkið afarfegið því að hafa losnað við Dolly. Eigi vegna þess að Dolly hafi verið óeirðargjörn og erfiður fangi. Alveg gagnstætt, hún var ætið glöð og kát, og engum vand- kvæðum bundið að gera lienni til hæfis. En samt sem áður var crfitt að halda henni i fangelsinu. Hún var nefnilega altof stór. Dolly er sem sje meðal allra stærstu kvcnmanna í lieiminum. — Við skuluin nú láta hana sjálfa segja frá. Hún liefir nfl. ritað marg- ar ritgerðir um veru sina i „steinin- um“ og það erfiði, sem hún olli þjónustufólkinu. En áður en vjer gef- um henni orðið, er best að geta þess að Dolly er rúmlega 6 feta há og 1,6 meter gild uin brjóstið, og mjaðm- irnar eftir þvi. „Þegar átti að koma mjer fyrir í „steininum", slirifar Dolly, „komst jeg ekki inn um dyrnar á fangavagnin- um, sem átti að flytja mig þangað. Jeg varð að fara fólgangandi. Þegar þangað lcom átti hegningarhúsið enga vog nógu stóra til þess að unt væri að vega mig. Siðan átti að mæla mig, en ekkert málband var til nógu langt. Engin föt voru nógu stór og fanga- vörðurinn varð að panta sjerstök föt handa mjer. Fangaklefinn var svo Iitill að ég gat ekki snúið mjer við inni í hon- um. Þeir urðu að rifa vegginn milli tveggja klefa og koma mjer þar fyrir. Það allra versta var þó að ég át þá alvcg út á húsgang. Eg var vön þvi að byrja daginn með 6 eggjum og jafnmörgum sneiðum af fleski og auð- vitað iniklu af brauði. Jeg hefi marg- sinnis borðað heila steik alein. En injer var ekki skamtað meira á einni viku i fangelsinu, en það sem jeg var vön að borða á einum degi annars. Jeg var þvi æfinlega soltin og ljett- ist mikið. Einn dag setti jeg i mig kjark og sagði við' fangavörðinn: „Gefið þjer mjer meiri raat, annars Ennþá er ekki of seint að bregða sjer burt úr bænum í smærri eða stærri ferðir, — takið Nesti með frá okkur, — það verður notadrýgst. Kaupið þaö besta. Nankinsföt með þessu alviðurkenda er trygging fyrir hald- góðum og velsniðnum slitfötum. legg jcg yður hjer á gólfið og sest svo ofan á yður!“ Fangavörðurinn varð alveg dauð- hræddur — og gaf skipun uin að mjer skyldi skamtað meira i næsta mál“. Dolly var dýrasti fangi, sem ver- ið hefir i steininum i Eondon. En nú er hún aftur frjáls ferða sinna — og byrjar nú sjálfsagt daginn með þvi að borða 6 egg og 6 sneiðar af fleski. —

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.