Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1929, Blaðsíða 5

Fálkinn - 23.11.1929, Blaðsíða 5
F A L K I N N 5 N ú er loksins komið hið langþráða Veggfóöur Margbreytt munstur og litir. Allir geta fengið það sem smekkurinn þráir. Hver og einn getur fengið Veggfóður fyrir það verð sem hann hefir ráð á að borga. Hvergi í borginni úr eins margbreyttum tegundum að velja. — Allir hljóta að verða ánægðir. Þá má ekki gleyma: Loftrósettunum, Loftlistunum og Veggpappanum. Þar er hægt að gera öllum til hæfis, jafnvel þeim allra vandlátustu. Það er því ekki um að villast fyrir þá, sem vantar: Veggfóður, Loftrósettur, Loftlista, Veggpappa. Þeir eiga allir að koma í Kirkjustræti 8 B Veggfóðurverslun Sveins lónssonar. Petter^ons MnsiUkorrespondanMeisbole, B e r e O n . Tíu stór hefti. Nótnakensla. Fingrasetning. Æfingar. Söngvar. Hljóöfall o. fl. — Meðmæli bestu tónlistarmanna. Kr. 16.— fyrir nemanda. Kensluskrá ókeypis. Skólinn hefir nemendur í Noregi, Ameríku, Þýskalandi og fleiri Iöndum. Sunnudagshugleiðing. „Meistari, huert er hið mikla hocíorS í lögmálinu? En hann sagöi viS hanri: Þú skalt elska Drottin Guð ]>inn af öllu hjarta l>inn, og af allri sálu þinni og af öllum huga þinum. Þetta er hið mikla og fgrsta bodorð. En hið annað er likt, þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessgm tveimur hoðorðum hyggist alt lögmálið og spámennirnir“. Matt. 22, 34—40. í guðspjallinu eru lagðar fyr- ir tvær spurningar. Aðra þeirra leggur lögvitringurinn fyrir Jesú : Meistari! hvert er hið mikla boð- orð i lögmálinu? Hina leggur Jesús fyrir Faríseana: „Hvað virðist yður um Krist?“ Milli þessara tveggja spurn- inga er djúpt innra samhengi, sem áríðandi er að gera sjer á- valt ljóst. Jesús segir, að kærleiksboð- orðið sje stærsta boðorðið i öll- um lögum. Alt lögmálið sam- einast í raun og veru í þessu: að clska Guð af öllu hjarta og ná- ungann eins og sjálfan sig. En hver uppfyllir þetta boð- < rð? Hver getur uppfylt það. En einmitt hjer keinur hin spurn- ingin til athugunar: Hvað virð- ist yður um Krist? Því þeíta, að geta fullnægt kærleiksboðorðinu er að mestu leyti undir því kom- ið, hvað manni virðist um Krist. Án þess að opna hjarta sitt fyrir Kristi getur inaður aldrei orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast kærleikann, eins og hann í raun og veru er, og eins og Jesús gerir ráð i'yrir honum. En eftir því, sem þú kemst i nánara samband við hann, því hægra verður þjer um uppfylling kær- ieiksboðorðsins. Hvað er Krist- ur þjer? Finnur þú til þess, að hann sje endurlausnari þinn. Ertu þess meðvitandi hvað hann hefir sýnt þjer mikinn kæileika? Fyr en þjer skilst þetta, þýðir ekki að reyna að gera sjer grein fyrir hvað kærleiksboðorðið er. Um tíma og eilífð er öll vel- ferð mannsins undir þvi komin, að hann muni ávalt hið mesta boðorð. Og vorkunnarlaust á það að vera að hafa boðorðið i minni, því öll hjervistarsaga frelsarans var ein samfeld boð- un kærleikans og með dæmi sínu sýndi hann oss svo þráfaldlega, hvað kærleikurinn er. Afstaða hjartnanna til Jesú er í raun og veru mest komin und- ir afstöðu einstaldingsins til kærleiksboðorðsins. Þeir sein náð hafa samvistum við Guð í orði hans, þeir verða ósjálfrátt fyrir þeim áhrifum, að ltærleiks- boðorðið verður ekki aðeins hugtak heldur ináttarstoð í öllu lífi þeirra og stýrir gjörðum þeirra til góðs vegar. UM V(Ð A V E R Ö L D . SÍÐASTA FERÐ „KEISARANS“ Bretar hafa nýlega látið lyfta af mararbotni þýska lierskipinu „Kaiser" sem hjóðverjar söktu sjálfir, er þeir afhentu Bretum herskip sín í Scapa Flow. Skipið var auðvitað gersamlega eyðilagt og ekki til annars nothæft en láta höggva það upp og selja stálið og járnið sem rusl. — Myndin er tek- in úr lofti. MEÐAL VIÐ TANNPÍNU Á nýafstaðinni auglýsingasýningu í Bedlín var margt nýstárlegt cg ekki siður skemtilegt á auglýsingasviðinu. T. d. var þessi mynd á stóru spjaldi — sem augiýsing á meðali við tann- pínu. VIÐ KVEFI og sjerstaklega þegar smitandi kvef og sóttir ganga, reyna menn að verj- ast þessum kvillum eftir megni. Eru ýms ráð og lyf til þessa. Margir læknar ráðleggja kvefmeðalið „Forma- mint“, enda er það afar mikið notað, bæði til þess að verjast kvefi og hæsi og eins til þses að ráða bót á þvi, hafi maður fengið það. Sem varnarlyf er það örugt því það drepur smitun- argerlana. Formamint fæst í flestum lyfja- búðum. Samkvæint þýskum hagskýrslum hefir miljónamæringum þar i landi fjölgað um 130 á siðasta ári og eru þeir nú taldir 2465 alls. En eigi hefir almenn velmegun batnað að sama skapi, livorki meðal bænda, iðju- hölda nje kaupsýslumanna. Af þeim 62 miljónum manna, sem teljast þýskir þegnar eru aðeins 2% miljón, sem telja fram meira en 5000 inarka skuldlausa eign. Budy Climinio hjet maður, sem hafði það að atvinnu að framkvæma ýms áliættuverk i kvikmyndum, svo sem að kasta sjer ur einni flugvjel i aðra, klifra ofan húsveggi og þvi um líkt. Nýlega var hann að leika listir sinar í Chicago, fyrir kvikmyndafje- lag eitt og átti að lesa sig i kaðli ofan frá 44. hæð i liúsi og niður á götu. í miðju kafi fataðist honum og hrapaði liann niður á strætið og beið bana. F’jöldi áliorfenda var staddur fyrir neðan og einn þcirra varð fyrir Climinio og beið bana. Og vitanlega urðu örlög Climinio sjálfs hin sömu. „... Jeg nota að staðaldri Sanatogen handa siúklingum mín- um og ætla mjer framvegis að ráðteggja yðar ágæta, já ein- stæða, lyf“, skrifar kunnur dansk- ur læknir um lyfið, sem hefir yfiv 25 000 vottorð í læknaheim- inum og hefir verið þaulreynt, nfl. Styrktar- og taugalyfið ByrjiD strax í dag meö Sanatogenkúr, ef yöur finst þér vera slitinn og þreyttur. Fæst í öllum lyfjabúðum á d. kr. 1.85. Óskist frekari upplýsingar, þá notiö meö- fylgjandi miða. A/S Wúlfing Co.t Afd. Sanatogen. Sct. Jörgens Alle 7, Kbh. V. Sendiö mjer ókeypis og buröargjaldsfrítt: Sanatogen sýmshorn og ritling. Nafti______1_____________________________ Staða___ Heimili_

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.