Fálkinn


Fálkinn - 23.11.1929, Page 14

Fálkinn - 23.11.1929, Page 14
14 FALEINK SILKOLIN er og verður besta ofnsvertan sem þjer fáið. A. ]. Bertelsen & Co., hf. Reykjavík. — Sími 834. Haust og vetrar Skófatnaður. Meira, fallegra og ódýrara úrval nokkru sinni fyr. — T. d.: en Kvenskór, með lágum og hálfháum hælum. Karlmannaskór, með hrágúmmísólum. Skólastígvjel, á drengi og telpur. Inniskór. Gúmmískór. Skóhlífar. O. fl. Skóverslun B. Stefánssonar, Laugaveg 22 A. Sími 628. m ÓÐINN“ teikniblýantinn. HREINAR LÉREFTSTUSKUR kaupirháu verði næstu daga — PRENTSMIÐJAN GUTENBERG &RáR~áœmi nr. 24. Hvítt byrjar og mátar í 2. leik. Kvensokkar ! miklu úrvali í Hanskabúðinni. okkur neina rellu. Síík verk eru við þeirra manna hæfi, sem hafa ánægju af slíku, en ekki við mitt eða þitt. Við erum bundin eiði, og verðum að halda liann. Óhlýðni hefir und- antekningarlaust dauðann í för með sjer, og okkur langar ekki til að deyja enn, — eða er það? Við skulum hugsa um okkar verk og þakka okkar sæla fyrir, að okkur eru ekki fyrirskipuð slík verk, — þessi, sem Ránfugl- inn kallar „vandaverk". En er það alvara þín að gefa í skyn, að Forsetinn gefi samþykki sitt til glæpa eins og þessara? — Jeg veit svei mjer ekki, Hugh, — jeg hugsa helst ekki, sagði Eunice dálítið flausturslega, rjett eins og hún væri hrædd, og hefði sjálf verið að hugsa um það sama, en síðan hjelt hún áfram ljettari í bragði: — og þó hann gerði það, myndi hann sjá um, að aldrei yrði neitt sannað á hann. En annars held jeg, að morðið hafi, í þetta sinn, verið slys, sprottið af nauðsyn á siðasta augnabliki. Sennilega hefir mönnunum verið skipað að taka gimsteinasalann og binda hann og kefla, eða eitthvað þessháttar, en hann hefir farið að veita mótstöðu og þá fengið höfuðhögg. Jeg er viss uin, að þannig hefir þetta skeð, þ. e. a. s. ef klúbburinn hefir verið nokkuð við það riðinn, því eins og þú veist, hefir klúbb- urinn miklu fínni og fljótlegri aðferðír, ef hann þarf að losna við einhvern. — Þetta er hræðilegt, sagði Hugh. Jeg verð að fara heim tafarlaust og finna Forsetann og reyna að vernda Sylvíu. Skyldi vera hægt að fá flugvjel hjerna á Malta? — Þú skalt ekki láta þjer detta neitt slikt í hug, svaraði Eunice. Ertu ekki enn farinn að skilja eið þinn? Nei, góðurinn minn, þú gætir eins vel hlaupið fyrir borð. — Já, en hvað get jeg gert? Eitthvað verð jeg að hafast að, svaraði Hugh i örvæntingu, því honum var það vel ljóst, að stúlkan hafði rjett að mæla. —• Það, sem auðvitað liggur heinast við, er að nota dulmálsbókina og senda Forsetanum skeyti. — Ilananú, þarna kemur Overley karlinn aftur. Overtly var nú kominn aftur, ineð tvo lög- reglumenn frá Malta. Hann gelck til Hugh og sýndi honum skjal, þar sem honum var gefið leyfi til að rannsaka skipið. Hugh kallaði á skipstjórann, skýrði málið fyrir honum, og skipstjóri tjáði sig reiðubúinn til aðstoðar. Síðan hófst leitin, og varð auðvitað árang- urslaus. Þcgar Overtley hafði snuðrað og rótað um í skipinu í hálftíma, kom harm upp á þilfar með aðstoðamönnum sínum, dró Hugh afsíðis og sagði: — Stúlkan er ekki lijerna. En ætlið Jijer nú að segja mjer það, sem þjer vitið, eða ekki? — Jeg hefi alls ekkert að segja, svaraði Hugh. — Gott, svaraði umsjónarmaðurinn, — það er þá siðasta orð. Jæja, Jijer ætlið víst að fara að taka kol. Gott og vel, — við hittumst aftur. Um leið og hann gekk yfir þilfarið, sagði hann við Eunice: — Verið þjer sælar sælar, ungfrú Leslie, — nei, fyrirgefið þjer, — ung- frú de Laine, er það víst núna. Skrítin borg sú arna, finnst yður ekki? Þessir kastalar minna dálitið á Holloway-fangelsið. Eunice lyfti lítið eitt augnabrúnunum, en svaraði ekki, en umsjónarmaðurinn, sem virt- ist vera í ágætu skapi, gekk nú þangað sem skipstjórinn stóð. — Verið þjer sælir, Hamer skipstjóri, sagði hann og brosti til skipstjóra. Þjer hafið góða og áreiðanlega skipshöfn hjerna, er það ekki? Jeg þekki fimm af mönnunum. Og skípið er gott -—- betra en „Sea Rocket“ sáluga, er ekki svo? Gætið nú að yður, að rekast ekki með þetta skip á sker, sem eklci er til á kortinu og brjóta það. Umsjónarmaðurinn skríkti að þessum kveðjuorðum sínum, og augnabliki seinna var hann sestur í bátinn og lagður af stað til lands. — Jeg vissi, að hann var að hrjóta heil- ann um eitthvað, síðan hann fór i land fyrst, sagði Eunice, — hann var nefnilega að semja þessa fyndni, sem hann var að gæða okkur á núna. Það er ekki slaklegt hálftíma verk hjá Overtley gamla. Hugh var svo feginn því, að þau voru laus við Overtley, að hann tók þá undir hlátur hennar. Skipið fór nú að taka kol, og eftir að hafa sent Forseta skeyti fóru Hugh og Eunice í land til þess að ata sig ekki út í kolaryki. Þau gengu klukkutímunum saman um borg- ina, skoðuðu nokkrar gamlar kirkjur og aðr- ar byggingar, og höfðu af fyrir sjer eftir bestu föngum þangað til tími var til að stíga á skipsfjöl aftur. Undir kvöld voru kolin komin á skipið, og það liafði verið hreinsað. Hugh og Eunice stigu á skipsfjöl og borðuðu miðdegisverð, en skipið lagði af stað til Alex- andríu. Seint um kvöldið kom skeylið, sem heðið hafði verið eflir með svo mikilli óþreyju. Hugh las úr því, og hljóðaði það Jiannig: „Alt í lagi. Engin ástæða til hræðslu, en Sylvia Peyton er algjörlega horfin“. XII. KAPÍTULI. Þessi orðsending Forseta, er skýrði frá hvarfi Sylvíu, gerði þau bæði óróleg. Eunice var ekki í skapi til að leggja mikið upp úr því, en Hugh þóttist viss um, að ástæðan væri sú, að Sylvía hefði verið hrædd um að verða tekin föst og væri því — og ef til vill árangurslaust — að reyna að fela sig ein- hversstaðar, og lögreglan myndi bráðlega hafa hendur í hári hennar. Hugh og Eunice gengu hlið við hlið eftir Jiilfarinu, meðan skipið skreið eftir spegil- sljettum sjónum og máninn hellti geislum sínum yfir sjávarflötinn svo yfirhygging skipsins virtist draugaleg og óeðlileg. — Það leggst einhvernveginn i mig, að Sylvía sje í mikilli hættu stödd, sagði Hugh. — Eins og Forsetinn segir, getur vel verið, að „alt sje í lagi“, en augsýnilegt er það, að hann hefir ekki hugmynd um hvar hún er niður komin. — Ef til vill ekki, svaraði Eunice, — en hinsvegar veit hann, að þetta er ekki í fyrsta sinn, sem Sylvía hverfur á dularfullan hátt. — Meinarðu, að hún hafi gert þetta áður .... horfið áður? — Já, svaraði Eunice. — En, heyrðu mig- Mjer finst vera orðið kalt, finnst þjer það ekki? Við skulum koma inn. Hugh tók eftir, að þelta var satt; það var orðið hvasst á norðvestan. Hvorugt Jieirra sagði neitt fyr en þau voru sest i salnum. — Hjer er þægilegt, er það ekki? sagði Eunice og kipraði sig saman í stóra stóln- um og horfði i eldinn. Hún minnti Hugh á eitthvert dýr af kattakyninu — eitthvert fall- egt dýr, sem gat verið nógu blítt í framkomu sinni, en það var eitthvað kattarlegt i hinum mjúku, liðlegu hreyfingum hins velvaxna líkama stúlkunnar. Ef til vill voru það stóru, brúnu augun, sem minntu á köttinn, en er Hugh hugsaði sig um fannst honum, að þessi augu, sem störðu svo hugsandi inn í cldinn, væru of einlæg og of falleg til þess að vera neitt annað en það, sem þau voru, sem sje augu kátrar, laglegrar og — Jiótt Overtley segði annað — góðrar stúlku. • Þú varst að segja, sagði Hugh, eftir dá- litla þögn, — að Sylvía hefði horfið fvrr? Frh.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.