Fálkinn


Fálkinn - 31.05.1930, Side 13

Fálkinn - 31.05.1930, Side 13
FÁLKINN 13 Kvenskór mjög fallegt úrval nýkomið. Þar á meðal rauðir rúskinsskór. Ýmsar eldri tegundir af kvenskóm seldar með gjafverði. Hvannbergsbræðnr Hver er munurinn? Ef veðhlaupshestarnir í gömlu Rómaborg hefðu getað farið jafn- hratt og veðhlaupabifreiðar nú- tímans, mundi vagninn þó ekki hafa getað fylgt með. — Smurn- ingin með tólg mundi hafa brugðist og öxullegurnar brenna saman. Það var Vacuum Oil Company — elsta smurningsolíufjelagið — sem fyrst framleiddi „mine- ralska“ smurningsolíu, svo fram- farirnar á sviði sprengihreyfils- ins urðu mögulegar. — Við fjölda mörg heimsmet bœði á sjó, ó landi og í loftinu hefir Gargoyle Mobiloil átt sinn þátt í sigrinum. — Gargoyle gæðin bregðast aldrei, vegna þesr, þau eru óvalt einu skrefi á undan framförunum á sviði aflvjebmna. — Að þessu vinnur fjöldi verlc- fræðinga frá Vacum Oil f.om- pany. — Það borgar sig að nota Gar- goyle Mobiloil, þvi hún veitir tryggari og hagfeldari akstur. — Keyrið með Gargoyle Mobiloil — ekki aðeins með „olíu“. Hin mikla aflaukning mun sýna yður muninn. VACUUM * OIL * COMPANY Aðalumboðsmenn: H. BENEDIKTSSON. & CO. l Núrbrotaklúbbnrinn. Eftir WILLIAM LE QUEDX. án þess að nokkur kærði sig frekar um hann, eða vissi með hvaða hætti hann hefði farist. Stjórnin hafði ákveðið að fá Alþjóðabanda- laginu í liendur liið hræðilega vopn, til þess, að ekki væri hætta á, að það lenti í höndun- um á valdafíknum alræðismönnum og þess- liáttar mönnum. Gamli prófessorinn átti að setjast að í Genf. Eunice de Laine var horfin. Hún hafði á- mint Hugh um að reynast Sylviu vel og síð- an liló hún kýmnislega, eins og hennar var vandi, til þess að leyna harmi sínum, og mælti: — Mjer er ekki að skapi að setjast að um kyrt. Jeg held jeg sje fædd til þess að verða einskonar kven-Ismael, — og líkist mest Satan í Jobshók. Jeg flækist til og frá um Jörðina .... Síðan fór hún leiðar sinnar. Forseti, Hugh og Sylvia sátu kring um banabeð Ránfuglsins. Loksins fjekk liann málið. Hann leit á Sylviu og mælti: — Þú heldur að enginn viti, að þú straukst frá okk- ur til þess að hitta karlmann .. að hvað ? Sylvia skalf. Forseti og Hugh litu á liana. — Já, þú fórst til að hitta föður þinn, hjelt Ránfuglinn áfram, og leit á hana litlu, hvössu augunum. — Föður þinn, sem álitið var að hefði myrt elsta bróður sinn og hefir verið á flækingi ætíð síðan. En hann rnyrti hann ekki — það gerði jeg. Jeg stóð bak við dyra- tjaldið. Jeg lieyrði þá skammast, og sá föð- ur þinn fara út. Svo þegar kyrð var komin á kom jeg og fór að fást við peningaskápinn. Jeg hafði náð honum frá veggnum og ætlaði að opna hann að aftan. En þá kom föður- bróður þinn inn í herbergið, og jeg gekk frá honum dauðum samstundis. Faðir þinn var grunaður og flýði. Jeg sá þig hitta hann í Paddington — i Chapel Street. Svo hittirðu hann aftur í San Fransisco fvrir einu ári. Jeg gerði þessa játningu fyrir lögreglunni í morgun og nú ætla þeir að klófesta mig. En það verða beinin mín, sem þeir klófesta — því nú er jeg búinn að lifa. Ránfuglinn dró andann mæðilega. Hann leit upp og á Forseta. — Jeg var nærri búinn að ganga frá yð- — Jeg — var — nærri — búinn — að — ganga — frá — yður — herra — Forseti, stamaði hann. — Jeg kom óhreinlega fram. — Því skulum við gleyma, svaraði For- seti. En Ránfuglinn hafði tekið síðasta and- artakið. Brúðkaup Hugs og Sylviu fór fram skömmu síðar. Það væri óviðeigandi að minnast ekki á gestina, sem komu til Huglis morguninn, sem brúðkaupið fór fram. James gamli kom inn og tilkynti: — Tveir herrar — útlendingar .. ef mjer leyfist svo að segja .. En Hugh ljet hann ekki komast lengra heldur gekk inn í aðra stofu þar sem fyrir voru gamli Sheikinn Ibn-el-Said og Abdullah dómari. — Vinur er altaf vinur, mælti sheikinn og hneigði sig djúpt. — Það var rangt hjá þjer sonur, að senda ekki eftir okkur. En er við heyrðum um brúðkaup þitt, komum við beina leið óboðnir. Stendur ekki skrifað: „Þú skalt vitja vinar þíns í mótlæti hans“. Það er vilji Allah, hvers nafn sje eiliflega lofað. — Jeg vil ráða ykkur til að segja þetta ekki um konuefnið mitt, svaraði Hugh lilæjandi, er hann heilsaði hjartanlega vinum sínum, sem voru komnir til þess að sanna honum, að synir eyðimerkurinnar láta ekki fjarlægðirnar á sig fá, er um það er að ræða að hefna sín á óvinum eða sýna vináttu vin- um. Endir. Miljónamæringurinn á Hornströndum. Eftir Guy Boothby. Það kann að vera að til sje leiðinlegri staður á yfirborði þessarar mjög svo dáðu jarðar, heldur en sá, sem nefndur er hjer í fyrirsögninni. En jeg verð að játa, að jeg hefi verið svo heppinn, að losna við að þurfa að kynnast honum. Hornstrandir, eða sá stað- ur, er jeg nefni svo, liggur á eyjum nokkr- um i vesturhluta Kyrrahafsins. Til þess að gefa ykkur hugmynd um hverskonar veru- staður þetta er, má nefna til dæmis, að þeg- ar þessar þrjú hundruð fimtíu og fjórar hvítii sálir, sem þar eiga heima, minnast á kon- ungsríki sín í hitabeltislöndunum, þar sem flestir þeirra þykjast eiga einhverja lóðar- bletti, kalla þeir staðina aldrei hinum al- gengu sögulegu nöfnum, heldur altaf Horn- strandir, og þykjast þá vissir um að menn skilji livað þeir eiga við. Frá íbúunum er það að segja, að þeir eru nú af misjöfnu sauðahúsi. Þeir hafa flækst þangað að lir öllum hornum veraldar og stunda mjög mismunandi atvinnugreinar. Nokkrir liafa komið sjer upp spilavítum eða drykkjukrám, sem hinir eru stöðugir gestir á. Nokkrir eiga búðarskonsur, aðrir eru perluveiðarar, strandsnápar, skjaldböku- eða jurtasafnarar, sandalavið-höggvarar eða skútueigendur. Talsvert slangur er af flæk- ingum, sem ekki virðast liafa annað hlutverk

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.