Fálkinn


Fálkinn - 26.07.1930, Blaðsíða 3

Fálkinn - 26.07.1930, Blaðsíða 3
F A L K I N N 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Vilh. Finsen og Skúli Skúlason. Framkvœmiiasl/.: Svavar Hjaltested. AOalskrifstofa: Bankastræti 3, Reykjavík. Simi 2210. Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7. Skrifstofa i Oslo: Anton Schjöthsgade 14. BlaÖiS kemur út hvern laugardag. Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði; kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. AuglýsingaverS: 20 aura millimeter Herbertsprent, Bankastræti 3. Skraddaraþankar. Margir vilja láta bera virðingu fyr- le sjer, án þess að muna eftir því, að bera nægilega mikla virðingu fyr- ir öðrum. En enginn getur með sann- girni vænst þess að hljóta virðingu íinnarra, ef hann ber fyrirlitningu iyrir meðbræðrum sínum. Mennirnir bná að vera virtir og heiðraðir, af þvi að þeir finna, hversu mikinn hagnað það hefir í för með sjer. En það er hinn mesti misskilningur að halda, að menn vaxi af þvi að niðra öðrum. í raun og veru eru allir meira eða minna keppinautar í lifsbarátt- Unni, og menn gæta þess ekki alt af, nð um leið og þeir niðra keppinaut sínum niðra þeir sjálfum sjer líka. Við getum tekið dæmi af mönnum, sem keppa um sömu stöðu eða flokkum sem keppa um völdin. Hvergi hættir meira við fyrirlitn- ingu fyrir skoðunum annara, en ein- ttiitt hjá pólitiskum andstæðingum, °g er því hvergi jafnáríðandi sem Þar að gæta sanngirni í dómum og bera virðingu fyrir þvi, sem vel er gert og vel viljað, þótt andstæðing- Ur eigi í hlut. Þegar einliver heldur svo á sinu máli, að það vekur mót- bygð góðra manna, fyrir ofsa sakir eða ósanngirni sjálfs hans, óvandaðs vitháttar og stóryrða, hlýtur hann að baka sjer fyrirlitningu, en ekki virð- ingu manna, og verður þannig sjálf- um sjer verstur. Hann fer á mis við Þann mikla hagnað, sem það hefir í för með sjer að vekja virðingu og traust hjá öðrum. Öll fyrirhöfnin ber Því neikvæðan árangur og vopnin snúast i hendi hans. Venjulega stafar slikt af þvi, að málatilbúnaðurinn hefir verið rang- ur frá upphafi. í stað þess að berj- ast einungis á þeim grundvelli, að um nauðsynjamál sje að ræða, sem orðið geti til almennra heilla ,byrja tttenn oft að ráðast á einstaka menn eða stofnanir, er þeir halda, að geti orðið þeim Þrándur í Götu og beina árásum sinum að þeim. Á þann hátt fmrist viðureignin á rangan vett- Vang. Hið rjetta virðist vera að láta beilbrigð og skynsamleg rök fylgja áhugamáli sínu úr hlaði. Ef manni tekst að vekja almennan áhuga fyrir niálinu á þann hátt og sýna þannig Ham á nauðsyn þess, mun svo fara allar hindranir verða að víkja ttf vegi af sjálfu sjer að lokum. En sá, sem þannig berst hlýtur að laun- ttfn heiður og virðingu meðbræðra sinna — hvort sem hann sigrar eða tapar. Hestaatið á Þingvöllum. Myndir. ----x--- Ríkarður Jónsson: Myndir. Aðalsteinn Sigmundsson sá um útgáfuna. Reykjavík 1930. Fjelagsprentsmiðjan. Verk myndlistarinnar eru fædd með sömu ósköpum og mennirnir, að ekki er til nema eitt eintak af hverju þeirra, svo að koma verður í sömu stofu til að njóta þess. Nokk- ur bót í máli eru ljósmyndir, sem geta orðið almenningseign, þó að aldrei sjeu þær nema svipur hjá sjón. Besta hugmynd gefa þó slíkar eftirmyndir um verk myndhöggvara, skurðlist og teikningar, því að þær myndir eru hvort sem er einlitar. Má j)vi fagna því að farið er að gefa út myndir af ’-erkum myndhöggvara vorra. Myndir Einars Jónssonar komu fyrst, svo sem vera átti, og hafa þær glatt margan mann. Og nú er hjer komin vel gerð bók með myndum af nokkrum helstu verkum Ríkarðs Jónssonar. Hefir Aðalsteinn Sigmundsson verið forgöngumaður útgáfunnar og sjeð um hana og á hann þökk fyrir. Hefir hann ritað stuttan inngang, en skrá yfir mynd- irnar á sænsku, ensku, þýsku og íslensku fylgir bókinni. 1 verkum Ríkarðs myndi erfitl að draga landa- mæri listar og iðnar, og er það frem- ur sagt til Iofs en lasts. Hann hefir lengst af unnið fyrir sjer og sínum með skurðlist sinni og hefir hag- leikur hans frá öndverðu verið frá- bær. Marga gripi hefir hann smíðað, sem eru listaverk i sinni röð og flest- ir mundu kjósa að eiga, ef þeir ættu þess kost, og sýnir bókin marga þeirra og þó hvergi nærri alt hið besta. Kjósa myndi jeg mjer fyrst biskupsstólinn, öndvegisstólinn, vegghylluna neðan á aukatitilbláð- inu og bókhilluna 68 í hinum svip- hreina fasta og jafnvæga íslenska stíl. Þættist jeg þá eiga.sitt af hverju. Hin hiýðna og haga hönd Ríkarðs hefir ekki komið honum siður að haldi við myndir þær hinar mörgu, er hann hefir gert af samtíðarmönn- um síniim, og þar hefir hann, að jeg hygg, náð hæst í list sinni. í þeim myndum er yfirlætislaus trúmenska. Þá af þessum mönnum, er jeg hefi kynst, finst mjer jeg finna þarna eins og jeg þekti þá. Þeir eru „lifandi“, myndirnar gefa blæinn, sem þeim fylgdi, sálina í svipnum — i jafn- vægi, sem ekki þreytir, hve lengi sern maður hefir myndirnar fyrir sjer. Jeg tek til dæmis myndina af Steingrími Thorsteinsson, sem jeg hefi haft i stofunni minni síðan hún varð til. Mjer finst hún altaf jafn sönn og mjer þykir jafnvænt um hana nú eins og fyrst. En jeg gæti eins vel nefnt myndirnar af Stefáni Eiríkssyni, Andrjesi Fjeldsted á Hvít- árvöllum, Jóni Iírabbe, Bjarna frá Vogi og konu hans, Jóni prófasti á Stafafelli og fl., sem jeg kynni ekki að kjósa öðruvísi en þær eru. Jeg hefi ekki þekt „Djáknann á Djúpa- vogi“ nje „Viðsjál“ í holdinu, en mjer finst þeir vera gamlir kunn- ingjar, og ef jeg hitti þá í öðru lífi, þá býst jeg við að sálin í þeim verði eitlhvað áþekk því, sem Ríkarður hefir sýnt mjer í svip. — Af teikn- ingunum i bókinni þykir mjer vænst um myndirnar af frú Eiisabet á Hallormsstað, austfirsku stúlkuna og Dr. Sigfús Blöndal. Með þessum fáu linum vildi jeg uðeins þakka fyrir bókina og benda mönnum á hana. Veit jeg, að margir muni hafa ánægju af henni. 10. júlí 1930. G. F. Ýmsum er illa við að ungt kven- fólk taki þátt í fegurðarsamkepni og telja það síst vel viðeigandi. 1 Eng- Myndin, sem hjer er sýnd af hesta- ati, er tekin í Bolabás, af foluin þeim sem þar áttust við. Eins og sjá má á myndinni eru hestarnir að rísa upp til atlögu, en ekki farnir að bítast, en stilling sú, sem þeir eru í er það fögur, að hún verður að koma fyrir almenningssjónir. Það hafa verið skiftar skoðanir manna um hestaat þetta, frá þvi i vetur , að það frjettist, að á Alþing- ishátiðinni yrði sýnt hestaat. Þeir, sem vildu kenna sig við dýravernd- un voru því mótfallnir, og aðrir töldu það óguðlegt og ósamboðið kristnum mönnum. Sögðu að hesta- öt hefðu ekki átt sjer stað siöan kristni var hjer viðlekin, en það er ekki rjett, hestaöt voru oft háð hjer eftir það. (síðast 1623). Gamalt máltæki segir: „Það er vandratað meðalhófið". Og af þvi jeg hafði það hugfast þá eg kom með folana í Bolabás í sumar, duldist mjer eklci að hvorki jeg nje folarn- ir mundu gera það sem öllum likaði, enda kom það á daginn. Þar voru menn, sem heimtuðu að sjá folana bitast og berjast svo þeir yrðu flak- andi í sárum og blóði drifnir, og töldu alt annað kák og hjegóma. Þar voru aðrir sem mótmæltu atinu, og töldu það glæpsamlegt og á móti guðs og manna lögum. Sanngjarnir menn hljóta þvi að sjá, að jeg átti í vök að verjast, og fyrir mig var því vandratað meðal- hófið. Jeg tók því það ráð, að knýja folana lítið fram, en láta þá sem mest eigast við eftir eigin geð- þótta. Mörg af áhlaupunum sem fol- landi hafa menn tekið upp á þvi að efna til fegurðarsamkepni fyrir gaml- ar konur og fór liin fyrsta samkepni í þessari grein fram í Nottingham. Þáttakendurnir voru allir yfir sex- lugt og fegurðardrotningin í þessari samkepni varð kona, sem er 82 ára að aldri. Hún er ekkja og heitir Maria White og á heima i Walkersstreet í Nottingham. ----x----- Þýska fjelagið Lufthansa, voldug- asta samgöngumálaflugfjelag í heimi gerir afar strangar kröfur til flug- manna sinna, jieirra er það vili trúa fyrir lífi og limum farþega. Meðal annars verða flugmennirnir að geta flogið blindandi. Fer þessi prófvaun fram á þann hátt, að sá, sem próf- aður er, er látinn vera i klefa, sem ekkert sjest út um gluggana á. Hefir hann þar stjórntækin, hæðarmæli og kompás. í vjelinni eru önnur stýris- tæki, sem prófdómandinn hefir sljórn á. Sá, scm prófaður er, á nú að sýna, að hann geti stjórnað vjelinni rjett þó hann sjái ekkert út frá sjer. Er arnir gerðu voru prýðisfalleg, en lýstu ekki mikilli grimd. Það er talið ljótt af glímumönn- um að sýna fautaskap i glimu; eins tel jeg ljótt, að etja graðhestum það mikið saman, að þeir rífi og berji hver annan til stórskemda. Til þess að unun sje að horfa á hestaöt þurfa hestarnir að vera sem jafnastir, því þá rísa þeir mest upp, en sjeu þeir ójafnir, rennur sá, sem er minni máttar og leitast aðeins við að berja með afturfótunum og er það ljót sjón. — Hjer tala jeg af reynslu, því jeg varð fyrir fola af því tagi i vetur. Hefði jeg haft þann fola á atinu í Bolabás mundi hann hafa orðið þar mörgum manninum skeinuhætt- ur, þvi svo tróðst fólkið að folagirð- ingunni, en hún var ekki þann veg gjörð, að hún þyldi stór og tið högg. Það er enginn vandi, að fá grað- hesta til að bítast og berjast, til þess þarf ekki annað en hafa hryssur ná- lægt, eða berja folana, þá stendur ekki á því, að þeir sýni grimd, en þá er leikurinn orðinn ljótur. Fall- egt at getur aðeins fengist með þvi að æfa jafna fola saman, þvi þá fyrst sýna þeir list en ekki grimd. En til þess, að það megi takast þarf að velja úr mörgum folum, og hafa hentugt svæði til að æfa þá á, þá getur leikurinn vakið aðdáun hjá sæmilega vitibornum áhorfendum. Hvort þetta verður síðasta ht, sein háð verður hjer á lanJi, skal jeg ekki leiða getur að, en hins- vegar tel jeg þau holla hesta íþrótt. Dan. Danielsson. flugmönnum auðvitað iiauðsvnlegt að fá góða æfingu í þossu, þvi að oft kemur það fyrir, að þeir lenda i þoku eða svarta myrkri og hafa ckkert að fara eftir ncma mælitæki flugvjelarinnar. Sálfræðingur einn og liuglesari, dr. Thomas hefir nýlega gert það sjald- gæfa verk í fyrirlestrarsal einum i Austurríki að dáleiða 130 manus sam- tímis. Notaði dr. Thomas aðeíns mátt raddar sinnar til þessa. Dr. Thoinas segir, að sje ekki nauðsynlegt að horfa á mann lil þess að dáleiða hann og sannaði hann þetta á fyr- nefndum fyrirlestri, með þvi að lála binda fyrir augun á sjer og snúa siðan baki við áheyrendum sinum — og dáleiða þá alla svo rækdega, að þeir voru allir á lians valdi. Meðal annars taldi hannn þeim öllum trú um, að þeir hefðu allir snætt kvöld- verð meðan þeir voru hjá honuin á fyrirlestrinum. -----x-----

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.