Fálkinn - 26.07.1930, Blaðsíða 11
im
F A L K I N N
11
Yngstu lesendurnir.
Prinsessan ókrýnda.
Saga eftir Önnu-Lisu Andersen.
Það var einu sinni prinsessa. Hún
misti mömmu sína þegar hún var
fimm ára gcmul. Það hafði verið
falleg og glöð kona, og litla prinsess-
|>n mundi vel eftir henni. Konungur-
inn syrgði drotningu sina í þrjú ár,
og siðan fjekk hann sjer aðra konu,
en hún var gjörólík hinni fyrri. Hún
var dökk á brún og brá. Augu henn-
ar voru svörf og illileg og skap henn-
ar var inyrkt og ákaft. Hún heyrðist
aldrei hlœgja eins og hin fyrri. Litla
prinsessan líktist mömmu sinni, hún
var eins björt og blíð eins og liún og
> rjóðum kinnunum hafði hún djúpa
spjekoppa. Þegar liún hló var eins og
silfurklukkum væri hringt og allir
fóru að brosa og urðu glaðir i bragði.
En þegar nýja drotninginn hafði sest
á valdastólinn var gleðinni og hlátr-
inum lokið og hinar mjúku kinnar
prinsessunnar litlu urðu margrar og
fötar og spjekopparnir hurfu alger-
lega.
Ári síðar eignaðist drotningin sjálf
svolitla prinsessu. Hún líktist hinni
dökku og harðlyndu móður sinni og
var frámunalega skapstór og örgeðja.
Hún skældi bæði nótt og nýtan dag
og veslings Myrtilla prinsessa varð
að vaka hjá henni og snúast í kring
um hana þangað til hún var næstum
búin að gleyma þvi að hún var líka
dóttir konungsins og prinsessa þar i
landinu.
Litla telpan var skírð með mikilli
viðhöfn og margar voldugar álfkon-
Ur voru boðnar til þess að vera
skirnarvottar. Þær báru með sjer
ríkulegar gjafir, en engin þeirra var
þó jafn mikilfengleg og kórónan,
se'm Myrtilla Iitla liafði fengið þegar
hún var skírð. Það var hreinasta
dvergasmíð alsett dýrmætum gim-
steinum og svo haglega gjörð að hún
gat bæði hæft barni og fullvaxinni
ungfrú. Drotnihgin var frá sjer num-
in af reiði þegar hún bar saman
gjafir prinsessanna og orðalaust tók
hún hina fallegu krúnu og stakk
henni undir stól handa dóttur sinni.
„Hún þarf enga kórónu, strax og
hún er orðin nógu stór til þess gifti
jeg hana einhverjum litilfjörlegum
manni, og svo þarf jeg ekki að hafa
meiri áhyggjur út af henni“, sagði
drotningin við fóstru sina, sem hún
hafði haft með sjer i kóngsgarð.
Konungurinn vissi litið um það, sem
fram fór, því hann hafði lent í stríði
Við nágrannakonunginn, sem öfund-
aðist yfir veldi hans og hinu fagra
l£*ndi, sem hann rjeði yfir. Þannig
leið og beið þangað til Myrtilla
Prinsessa var fimtán ára gömul. Þá
var hún ekki orðin annað en her-
bergisþerna systur sinnar og varð
sauma utan á hana fötin og tína
saman gullin hennar þegar hún
Eeigði þeim út um alt. Konungurinn
v3r i stríði og gömlu þjónarnir
höfðu allir verið reknir úr vistinni,
svo að enginn vissi með vissu hvern-
drotningin hagaði sjer gagnvart
stjúpdóttur sinni.
Einn góðan veðurdag bar fátæka
k°nu til borgarinnar og gekk hún
lnn i trjágarðinn, þar sem trjen
stóð'u alþakin ávöxtum og blómin
Hldðu um alla bala. Leila prinsessa
var að leika sjer í garðinum og á
bekk hjá henni sat Myrtilla prins-
essa og saumaði kjól handa henni.
„Ó, hvað hlessuð blómin eru
falleg“, sagði gamla konan, „jeg vildi
jeg mætti fá eina rós til að gleðja
við gömlu augun mín?“
Leila prinséssa horfði illgirnislega
til hennar, reil' upp stein og kastaði
í hana.
„Farðu út hjeðan, þú hefir engan
rjett til að koma inn í þennan trjá-
garð“, hrópaði hún.
Gamla konan rjetti fram hendina
og náði steininum áður en hann lenti
í henni. „Ertu altaf svona harð-
brjósta við aumingja?“ spurði hún
og leit á prinsessuna.
Þá reis Myrtilla á fætur, sleit upp
rós og rjetti gömlu konunni. Hún
tók niður nokkur safamikil epli og
gaf henni og sagði vingjarnlega:
„Fyrirgefðu prinsessunni, hún
hugsaði ekki út í það sem hún gerði“.
Myrtilla brosti vingjarnlega til gömlu
konunnar.
„Enginn þarf neitt að fyrirgefa
mjer, hvernig vogarðu þjer að segja
þetta“, hrópaði Leila utan við sig
af bræði. „Þú skalt fá það líka“, bætti
hún við um leið og hún þreif upp
annan stein og kastaði í hálfsystur
sína.
En þá rjetti gamla konan úr sjer
þangað til hún var jafn há og drotn-
ingin sjálf og augu hennar blikuðu
eins og spjótsoddar. Tötrarnir voru
horfnir og í stað þeirra var hún
búin klæðum úr hreinasta purpura,
sem glitaði af eðalsteinum.
„Nú er mælirinn fullur“, sagði hún
með skærri raust, „nú skal þjer verða
hengt. Þú skalt verða aumari en hinn
aumasti þræll föður þins, þú skalt
verða að vinna fyrir daglegu brauði
og liða allar þær þjáningar, sem fá-
tæklingurinn verður að þjást af,
þangað til hið harða hjarta þitt
blíðkast“. .
Hún snerti öxl Leilu með hend-
inni og í sama bili hurfu hin dýru
föt hennar og hún stóð frammi fyr-
ir henni tötrum klædd, þeir voru svo
vesalir að víða sá í hana bera. Hún
var berfætt og hár hennar hjekk í
flygsum niður á bakið.
En Myrtilla prinsessa kastaði sjer
höggdofa á knje fyrir álfkonuna og
ákallaði hana um miskun, en ekkert
gat haggað ákvörðun hennar.
„Jeg er skírnarvottur ykkar beggja
og jeg skal sjá um að ekkert ilt komi
fyrir hvoruga ykkar“, sagði hún á-
kveðin. „Þú getur fylgt mjer heim
og Leila líka, en hlutskifti ykkar
verða ólík. Ekkert getur fengið mig
til að breyta um ákvörðun“.
Og áður en prinsessurnar voru
búnar að átta sig sátu þær í litlum
vagni, sem stóð og beið fyrir utan
trjágarðinn og svo þutu þær gegnum
loftið, langt langt burtu, svo þær
mundu aldrei hafa getað ratað heim
aftur hjálparlaust.
Leila prinsessa var skilin eftir
hjá fátækum skógarhöggsmanni, sem
átti veika konu — þar átti hún að
hjálpa til og halda hreinu. Myrtilla
fjekk að vera i höll álfkonunnar, þar
sem hún átti að læra alt það, sem hún
liafði orðið að fara á mis við meðan
hún var hjá stjúpu sinni. Hún fjekk
að læra að spila á hljóðfæri og mál
fjekk hún að læra og að sauma feg-
urstu dúka með silki og gulli, og
margt margt fleira var það, sem hún
skyldi setja sig inn í meðan hún
var hjá álfkonunni. Hve lengi það
var vissi hún ekki. Henni fanst tím-
inn fljúga burtu, henni fansl hann
aldrei langur, því að hún var svo
áhugasöin með að læra það sem hún
hafði orðið að fara á mis við. Og
hún var ánægð og glöð eins og þeg-
ar hún var barn og silfurklukku-
hláturinn hennar hljómaði aftur,
kinnar hennar urðu aftur rjóðar og
sællegar og spjekopparnir sátu aftur
í þeim.
En Leilu prinsessu leið ekki eins
vel í skógarkofanum. Þegar hún kom
þangað skipaði hún manninum strax
að flytja sig heim aftur i konungs-
höllina þar sem hún ætti heima.
Hann spurði hvort hún væri með
öllum mjalla, hún væri ekki annað
en fátæk betlistelpa, sein hann hefði
tekið að sjer í gustukaskyni.
„Jeg er Leila prinsessa“, hrópaði
hún öskrandi vond. „Þú ættir bara
að sjá krúnuna mína“.
„Þú meinar auðvitað ógreidda
hárlubban á þjer, jeg skal laga hann
til“, sagði maðurinn og greip heljar-
taki í svarta hárið hennar.
Og nú fjekk Leila prinsessa að
reyna nokkuð sem hún hafði aldrei
áður þekt, hún var flengd duglega
og henni var lofað meiru ef hún
svo mikið sem æmti eða mintist einu
orði á krúnu sína og konunglegan
burð.
Loksins þorði hún ekki að minn-
ast á það framar, hún varð neydd til
að hlýða og læra að vinna erfiðis-
vinnu. Það leið langur tími meðan
hún var að reyna að læra það og
hún fjekk að kenna á hinum hörðu
höndum húsbónda síns. Húsmóðirin
lá mjög lengi veik og virtist aldrei
ætla að verða betri. En þegar hún
loksins var orðin svo góð, að hún gat
farið að sitja uppi, talaði hún vin-
gjarnlega til litlu stúlkunnar og
Leilu fór í fyrsta skifti á æfinni að
þykja vænt um aðra. Hún gerði sjer
meir og meir far um að gera eilt-
hvert gagn. Stundum hældi hús-
móðir hennar henni fyrir það, sem
hún hafði gert og þá var hún svo
ánægð og glöð.
Þrjú ár voru liðin þegar álfkon-
an birtist í annað sinn. Reynslutím-
inn var á enda. Leila hafði lært að
vera hlýðin, iðin og þakklát. Hún
hjelt, að hún hefði alla sína æfi ver-
ið lítil og fátæk stúlka, og það hefði
bara verið drauinur að hún hefði
einhverntíma verið prinsessa í stóru
konungsríki.
Og nú fór álfkonan með hana heim
i höll sína, og þar átti hún að fá að
hvíla sig eftir hin erfiðu ár. Þar hitti
hún Myrillu liálfsystur sína, sem
nú var fögur eins og nýrunninn dag-
ur. A höfði sjer bar hún krúnuna,
gjöf álfkonunnar. Myrtilla kom með
úlbreiddan faðminn á móti henni og
kysti hana hjartanlega. Hún hafði
aldrei borið kala til hennar enda þótl
systir hennar væri ætið vond og
hörð gagnvart henni.
„Nú fáið þið báðar að fara heim
mælti álfkonan. „Drotningin hefir á
þessum þriggja ára einveru- og sorg-
arlíma lært að stilla hið illa skap sitt
og nú er liún þakklát yfir að fá að
sjá ykkur aftur“.
Mikil varð gleðin i kóngsgarði og
öllu landinu þegar prinsessurnar
komu aflur hraustar og heilbrigðar.
Engum liafði dottið í hug að Leila
prinsessa gæti nokkurntima orðið
eins væn og góð stúlka eins og hún
nú var orðin. Hún vildi ekki einu
sinni taka á móli krúnunni, sem
konungurinn ætlaði að gefa henni
þegar hún kom aftur.
„Jeg held það sje meira vert að
vera glaður og vera innan um gott
fólk“, sagði liún. „Jeg óska þess eins
að skógarhöggsmaðurinn ogkonahans
megi fá að koma hingað og þeim sje
látið líða vel. Hjá þeim hefi jeg lært
það að krúna prinsessunnar er
einskis virði ef hún að öðru leyti
ekki er húin þeim eiginleikum, sem
prinsessu sæmir.“
VINDLAR:
Danska vindilinn PHÖNIX
þekkja allir reykingamenn.
Gleymið ekki Cervantes, Amistad,
Perfeccion o. fl. vindlategundum.
Hefir í heildsölu
Sigurgeir Einarsson
Reykjavík — Sími 205.
Miklar birgðir ávalt
fyrirliggjandi af nýtisku
hönskum i
Hanskabúðinni
Framkollun og kopieriug
ódýrust á landinu
5 (háglans ókeypis) fljótt afgr. j
j |
1 Sportvornhús Reykjavíkur j
Bankastræti 11.