Fálkinn - 26.07.1930, Blaðsíða 8
8
F A L K T N N
mm
’i&fatoffí&asi
-
■
'^í;fí.v
v:r .
S,'
■
Á flotastöð Breta í Miðjarðarhafi, eyjunni Malta hefir verið kurr nokkur undanfarið milli enska landstjórans, Stricklands lá-
varðar og sendimanns páfans. Eru eyjarbúar flestir kaþólskir og þykir þeim ensku yfirvöldin ekki taka hæfilegt tillit til
þessa og vilja láta lög kaþólsku kirkjunnar hafa meira gildi í landinu, en Bretum er geðfelt. Hafa ýms hörð orð farið á
milli Breta og páfastólsins og ensku blöðin halda þvi fram, að páfinti sje að ýta undir eyjaskeggja að segja sig lausa und-
an Bretum. Hjer að ofan er mynd frá höfuðstað eyjarinnar, La Valetta, sem er aðatflotastöð Breia í Miðjarðarhafi.
Mussolini tekur sig altaf iil öðru hverju og fer um landið og heldur ræður, margar og gífuryrtar. Þyrpist þá að honum lands-
lýðurinn, það er að segja sá hluti hans, sem hefur trúnað á Mussolini og fagnar honum með suðrænni kæti, en hinir sitja
heima. Og blöðin lcyrja honum lof og dýrð, alveg einróma, því að í Ítatíu hafa öll blöð verið upprætt, sem ekki segja það
sem Mussolini þóknast. Myndin hjer að ofan er úr einni slíkri för einvaldsstjórans. Þá var hann á ferðalagi um Toscana. Og
hvar sem hann fór um, þyrptist fjöldinn að og hrópaði „Evviva“ fyrir „II Duce