Fálkinn - 18.10.1930, Blaðsíða 3
F A L K I N N
3
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
rtitsljórnr:
Vilh. Finsen og Skúli Skúlason.
Framkvæmdasti.: Svavar Hjaltested.
AOalskrifstofa:
Bankastræti 3, Reykjavík. Sími 2210.
Opin virka daga kl. 10—12 og 1—7.
Skrifstofa l Oslo:
Anton Schjöthsgade 14.
Blaðið kemur út hvern laugardag.
Askriftarverð er kr. 1.70 á mánuði:
kr. 5.00 á ársfjórðungi og 20 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
AuglýsingaverO: 20 aura millimeter
Herbertsprent, Bankastrœti 3.
Ásbjörn Ólufsson trjesmiður,
Þingholtsstr. 22, varð sjötugur
15. þ. m.
Halldór Skaftason fgrv. simstj.
verður fimtugur 20. þ. m.
Kristinn Brynjólfsson skipstjóri
varð fimtugur 15. þ. m.
Skraðdaraþankar.
„Hugur ræður hálfum sigri“. Hug-
ur stýrir hönd og ef höndin er eltki
lömuð getur hún unnið stórvirki, þó
hún sje ekki sterk, ef aðeins ein-
beittur vilji er við stýrið.
Með vaxandi menningu færist verk
svið mannanna af hendinni yfir á
hugann. Fullkomnun sú, sem mann-
kynið stefnir fyrst og fremst að nú,
er i því fólgin að „vinna með höfð-
>nu“ en draga úr líkamlegri orku-
heiting einstaklingsins.
Og eftir því sem gengi þessarar
stefnu vex, eykst einnig gildi máls-
háttarins. Hugur ræður þeim mun
frekar hálfum sigri, sem starfið fær-
ist meir yfir á sálina. Sá tími er þeg-
ar liðinn, að mennirnir og mann-
gildið var metið eftir líkamskröftum.
Stefna alheims er sú, að gera lík-
omann sem þýðingarminstan aðila
þeirrar heildar sem kölluð er mað-
Ur. Svo hefir það ætíð verið, en á-
rangurinn hefir aldrei verið jafn
mikill og fljótfenginn og á síðustu
áratugum. En þessi stefna er ekki
nema þáttur úr því hlutverki, sem
sköpunarsagan segir, að manninum
hafi verið fengið i öndverðu: að gera
Jörðina sjer undirgefna.
En í leitinni að því að koma sem
mestu til leiðar í þessu efni hefir
mörgum farið eins og stráknum sem
keypti buddu fyrir einu krónuna
sem hann átti — til þess að geyma
i henni sömu krónuna. Menn hugsa
oft svo mikið um að gera jörðina
sjer undirgefna, hugsa svo mikið um
að koma erfiðinu af líkamanuin, að
þeir gleyma að leggja rækt við það,
sem var takmark aljs: að veita and-
anum ný lífsgildi. — Verða betri
inaður og meiri.
Og í hverju er það fólgið nema
því, að samræma sjálfan sig sem best
þvi umhverfi, sem maðurinn lifir i.
Sú samræming er undirstaða allra
lifsvísinda. Að „una glaður við sitt“,
hvort sem liað er mikið eða litið, er
hollasta heilræðið, sem maðurinn
getur tekið sjer. Því ef hann gerir
það þá á hann meiri auð og lifir
sælli en sá, sem altaf er að vinna
sigra á efninu. Lífsgleðin er í þvi
fólginn að hafa unnið sigur á sjálf-
Uin sjer.
Nýjasta skip Eimskipafjelags íslands.
Nýjasta skip Eimskipafjelags
íslands kom til landsins fyrir
rúmri viku og byrjar nú sigl-
ingar lijeðan til Hamborgar og
Englands. Eins og þau skip, sem
fjelagið hefir látið gera á síð-
ari árum — Goðafoss og Brúar-
foss, er Dettifoss einkum ætlaður
til vöruflutninga, en hefir þó far-
þegarými fyrir 36 manns alls og
er mjög vel til þess vandað. Skip-
ið er 235 fet á lengd og að lögun
mjög ámóta Brúarfossi, en þrátt
fyrir það, hefir það miklu meira
lestarrúm. Athyglisvert um skip
þetta er ekki síst það, að vjelin
(Lenz-vjel) er með ýmsum um-
bótum, sem spara stórum elds-
neyti en gefur þó meiri orku en
jafnmörg hestöfl í skipi eins og
t. d. Goðafoss. Samanhurður á
vjelum þessara tveggja skipa
verður þannig, að með 1100 hest-
afla orkunotkun á báðum eyðir
Goðafoss 15 smálestum kolaásól-
arhring en Dettifoss ekki nema
þrettán og gefur þóskipinukvart-
mílu meiri hraða á klukkustund
Umbætur og nýjungar eru
þarna í ýmsum fleiri greinum,
t. d. i stýrisútbúnaði. Er hægt að
stýra skipinu frá þremur mis-
munandi stöðum, og getur þetta
oft komið að haldi. — Dettifoss
er smíðaður í Frederilcshavn og
hefir Emil Nielsen fyrv. fram-
kvæmdarstjóri sjeð um smíðina
og ráðið mestu um tilhögun
skipsins. Mun mega telja Detti-
foss fullkomnasta og hraðskreið-
asta skip íslenska flotans.
Áteiknaðar hannyrðir
fyrir hálfvirði.
Til þess að auglýsa verslun vora
ot? gcra áteiknaðar vörur vorar
kunnar um alt fsland á scm skjót-
astan hátt bjóðum vjer öllu is-
lcnsku kvcnfólki eftirtaldarvörur
1 áteikn. kaffidúk .. 130xl30cm.
1 — ljósadúk .. 05 x 65 —
1 — „löber“ ... 35x100 —
1 — pyntehandkl. G5x 100 —
1 — ,.toiletgnrniturc“ (5 stk.)
fyrir danskar kr. 6,85 auk burð-
arjfjalds.
Við ábyrgjumst að hannyrðirnar
sjeu úr 1. fl. Ijerepti og með feg-
urstu nýtisku munstrum. Aðeins
vegna mikillar frnmleiðslu getum
við gert lietla tilboð, sem er liafið
yfir alla samkepni.
Sjerstök trggging vor: Ef þjer
eruð óánægð sendum við pen-
ingnnn 1 i 1 hnka.
Pöntunarseðill: Fálkinn 19. okt.
Nafn ...........................
b’eimili .......................
Póststöð .......................
Undirriluð pantar hjermeð
gcgn eftirkröfu og burðargjaldi
.......... sctt hannyrðaefni á
danskar kr. 0,85 settið, 3 sett
send burðargjaldsfritt.
Skandinavisk Broderifabrik,
Herluf TroIIesgade 6,
Köbenhnvn K.
Hjer að ofan er mynd af nýja
skipinu og skipstjóranum, Einari
Stefánssyni.
...............................»j
1 Hellbrigði og litsgleði!
. .
■ krefst heilbrigðs líkama,—Þreyta, .
■ vöntun starfsgleði, svefnleysi o. s. S
5 frv. eru ljós merki um ófullkomna S
S næringu og veiklaðar taugar. Ef S
5 þjer viljið halda líkama yðar heil- S
S brigðum og í fullu lífsfjöri ættuð S
3 þjer i mánaðartíma að nota hið 5
3 alkunna
styrktar- og tauganæringarlyf 5
s sem hefir blóðbætandi og tauga- 5
S styrkjandi áhirf vegna eggjahvít- 3
S unnar og glycerofosfatsins sem i S
3 því er.
3 Yfir 25000 læknar hafa tilkynt 3
3 skriflega um áhrif Sanatogens.
Þannig skrifar kunnur læknir: 3
„Sanatogen er ómetanlegt og ■
áreiðanlegt i ölluin þeim til- ■
fellum sem inarkmiðið er það, ■
að veita veikum likama nýja .
orku“.
Fæst í öllum lyfjabúðum.
Sje ítarlegri upplýsinga óskað .
. þá útfyllið miðann og sendið til: S
S A/S Wulfing Co., Kbhvn V. Sct. S
S Jörgensalle 7.
S Sendið mjer ókeypis og burðar- S
S gjaldsfritt:
3 Sanatogen sýnishorn og bækling. S
S Nafn ........................... S
S Staða............................■
S Heimili........................ B
■________ _______ .