Fálkinn


Fálkinn - 18.10.1930, Síða 7

Fálkinn - 18.10.1930, Síða 7
F A L K I N N 7 Hættulegur leikur. Eftir MORTON FARLEY Klukkan var orðin ellefu og frú Forest lá enn í rúminu. Hún hafði Verið á dansleik til klukkan þrjú um nóttina. Og þegar hún kom heim það- an, hafði maðurinn hennar, sem ekki hafði haft tíma til þes að fara á dansleikinn sökum anná við starf sitt, haldið áminningaræðu yfir henni. Henni fanst sannast að segja það vera að fara aftan að siðunum, að maðurinn færi að halda refsi- ræðu yfir konunni sinni. Það var venjulegast öfugt, fanst henni. Enda hafði hún svarað honum fullum hálsi og mint hann á að hann Ijeti sjer ekkert ant um konuna sina og þættist aldrei hafa tíma til að koma með henni á skemtanir eða mannfundi. Ekki hafa tíma til.... svei attan! Víst hefði hann tíma til þess bara ef hann kærði sig um það. En hann nenti því ekki. Hann unni henni þess ekki að koma á skemtanir. „Nenni jeg því ekki? Hvernig leyf- ir þú þjer að bera fram slikar á- sakanir. Færðu ekki að gera alt sem þjer sýnist. Ferðu ekki út að skemta þjer á hverju einasta kvöldi? Gerir þú ekki alt sem þjer dettur í hug? Veistu ekki hvað allir samkvæmis- klæðnaðirnir þínir hafa kostað þenn- an mánuðinn?" „Þú kant ekki að skammast þin. Aldrei hefði jeg trúað að þú værir svona mikill erkifantur. Hefði mig grunað það þá hefði jeg aldrei gifst þjer. Þú ert ríkur og hefir miklar árstekjur....“ „Nú, svo það var þessvegna sem þú giftist mjer? Jeg er alls ekki rikur, þó að fólk haldi það og hafi breitt bað út. Og hvað stórtekjurnar mín- ar áhrærir þá fara þær minkandi. Hvað er langt siðan jeg hefi keypt nokkuð handa sjálfum mjer?“ „Þú ert sjálfráður um það. Hvers- vegna kaupir þú þjer ekki neitt?“ „Vegna þess að jeg hefi ekki ráð á þvi. Vegna þess að þú þarft svo mikils með“. .....Að jeg þarf svo mikils með .... Finst þjer konan þin eiga að fara á dansleik hvað eftir annað i sömu kjólunum? Jú, það finst þjer auðvitað. Þannig óx það orð af orði og að lokum lýsti frú Forester þvi yfir, að hún mundi gera ráðstafanir til þess að fá hjónaskilnað þegar i stað. Og svo sofnaði hún. „Gerðu svo vel“, hafði hann sagt og sneri sjer við í rúminu. Og þeg- ar frúin vaknaði morguninn eftir var hann þegar farinn á fætur og kom- inn á skrifstofu sína. Nú hafði hún legið í rúminu og hugsað um hvað hún hafði sagt i nótt. Inst inni var hún manni sínum mjög reið og hún afrjeð að fara til málafærslumanns og fá hann til að sækja um hjónaskilnað fyrir sig — þó ekki væri til annars en að skjóta manni sinum skelk í bringu. Hún gaeti svo sem afturkallað kröfuna síð- ar. Hún var ekki neitt hrædd við að vekja hneyksli. Hjónaskilnaður var svo almennur, að enginn fetti fingur út í slíkt. Hún hringdi i herbergisþernuna. i „Símið þjer til Werner málafærslu- manns og biðjið hann um að koma hingað sem allra fyrst“, skipaði hún. „Og þegar hann kemur þá biðjið hann að koma hingað inn til min, hvort sem jeg er komin á fætur eða ekki“. Eftir svolitla stund kom stúlkan inn og sagði: „Werner málafærslu- maður kemur undir eins“. I „Það er gott“. Hin fagra Florie Forest lá í rúmi sinu og skríkti af ánægju. Það var gaman að fá unga málafærslumann- inp í heimsókn og tala við harin ein- mitt núna. Hvað skyldi hann segja um þetta. Hún hafði oft veitt þvi eftirtekt að hann var hrifinn af henni. Sjáum til, þarna er hann víst kominn.... hann Ijet ekki standa á sjer þegar hún átti í hlut! Werner málafærslunlaður settist við rúmið hennar og samræðan varð löng. Hann rjeði henni frá að sækja um skilnað, en hún skildi það svo, sem það væri aðeins til málamynda og að slíkt gerðu málafærslumenn altaf. Henni fanst á honum að hann væri boðinn og búinn til þess að annast málið. „Jæja, herra Werner“, sagði hún að lokum, „hvað álitið þjer persónu- lega um þetta skilnaðarmál?“ „Úr þvi að þjer spyrjið mig þá skal jeg segja yður það. Jeg er hræddur um, að það verði jeg, sem almenn- ingsálitið leggi sökina á fyrir þennan hjónaskilnað, — fyrir að hafa kom- ist upp á milli ykkar. Jeg skal við- urkenna að jeg er mjög heillaður af yður, en jeg er hræddur um, að jeg hafi verið svo óvarkár að láta það sjást meira en góðu hófi gegn- ir?“ .Hversvegna meira en góðu hófi gegnir? mig. Hann spurði hvert erindið væri og jeg svaraði, að þjer hefðuð talað við mig um alvarlegt mál“. „Hvað sagði hann þá?“ „Er það hjónaskilnaðarmál“, spurði hann. „Og þá sagði jeg hon- um frá öllu saman“. „Og hvað sagði hann þá?“ „Hann sagði að það væri gott, — að hann mundi láta heyra frá sjer.. „Hafið þjer heyrt frá honum síð- an?“ „Nei, það hefi jeg ekki“. Jæja, svo hann sagði að það væri gott, hugsaði frú Forest. Hvar skyldi hann vera núna.... hann hefir ver- ið heima um nónbilið i dag.... lik- lega til þess að ná sáttum við mig aftur. Hann skal svei mjer fá að biðja fyrirgefningar og lítillækka sig.... Gegn venju fór frú Forest snemma að hátta um kvöldið. Hann var ekki kominn heim þegar hún fór að hátta, en hún hugsaði sem svo, að hann sæti við yfirvinnu á skrifstofunni. Og svo sofnaði hún. Þegar hún vaknaði um morguninn sá hún, að hann hafði ekki komið heim. Rúmið var óbælt. Henni varð órótt innanbrjósts. Klukkan ellefu hringdi hún á skrif- stofuna til hans og spurði eftir hon- um. Henni varð ekki um sel þegar henni var svarað: Herra Forester fjekk eins mánaðar leyfi í gær. Hanri sagðist vera þreytt- ur og þarfnast hvíldar. Werner málafœrslumaður settist við löng „Það hefir máske orðið til þess að ýta undir slúðursögur". „Æ, verið þjer ekki að þessari vit- leysu. Jeg kæri mig kollótta um all- ar slúðursögur. Viljið þjer taka mál- ið að yður?“ „Vitanlega geri jeg það. En....“ „Ekkert „en....“. Því að þá er eins og yður sje það nauðugt“. Og svo var ekki meira um það. Florie Forest fór á fætur og ók út í borgina. Hún kom ekki heim til miðdegisverðar en borðaði með nokkrum kunningjum sinum á veit- ingahúsi og skemti sjer ágætlega. Þetta var ekkert einsdæmi og Harry var ekki vanur að fárast yfir því, enda þótt honum væri það ekki að skapi. Hún kom heim klukkan hálf niu, en þá var maðurinn hennar farinn út. „Er maðurinn minn farinn út? spurði frúin vinnukonuna. „Hann var heima klukkan þrjú, en enginn tók eftir hvenær hann fór út aftur. Hann borðaði ekki miðdeg- isverð“. „Hefir enginn hringt?" „Enginn nema Werner málafærslu- maður“. „Jæja“. Og svo hringdi frúin til málafærslumannsins. „Jeg hefi hringt til Harry“, sagði hann og beðið hann um að tala við rúmið hennar og samræðan varð Frú Forester lagði heyrnartólið frá sjer og hnje niður i stól. Hvað i ósköpunum átti þetta að þýða. Svo fór hún að rannsaka fataskápinn hans og sá að ferðataskan hans var horfin og ýmislegt annað. Hann hafði þá komið heim til þess að búa sig undir ferðalag. Og hafði far- ið án þess að minnast á það einu orði við nokkurn mann! Ekki einu sinni við hana. Hvert skyldi hann hafa farið? Og hún gerðist æ órórri er hún fjekk ekki eina linu frá honum hvorki daginn eftir nje næsta ,dag. Og Werner ljet ekki heyra frá sjer heldur. Hún símaði til hans. „Jeg var einmitt að hugsa um að lita inn til yðar núna“, sagði hann. „Fjekk einmitt áðan brjef frá Harry, dagsett iK......Með brjefinu fylgdi peningaunnhc", sem á að ganga til yðar og viðurkenning frá honum, að hann vilii gefa eftir hjónaskilnað“. „Má jeg senda til yðar með kvitt- un fyrir peningunum, „spurði hún. „Vitanlega. .. .“ „Þakka yður fyrir. Jeg þarf á þeim að halda i svipinn“. Undir eins og hún hafði lagt frá sjer heyrnartólið fór hún í flýti að taka saman það sem hún þurfti helst að hafa með sjer í ferðalag. Pen- ingarnir komu. Hún gerði ráðstafan- ir í húsinu fyrir næstu daga, tók sjer bifreið á járnbrautarstöðina og keypti sjer annars flokks farmiða til K....... Henni leið illa á leiðinni. Setjum svo að hann væri farinn þaðan.... Nei, hann mundi vera ófarinn enn, þvi að hann átti gamla föðursystur þar, sem hafði gengið honum í móð- ur stað.... Florie kveið fyrir að hitta gömlu konuna......... Loksins kom hún til K....... Það var seint um kvöld en hún vildi ekki fara á gistihús fyr en hún hefði fengið að vita hvort Harry væri i bænum. Hún tók þvi bifreið og ók til föðursysturinnar. Þar var ljós í tveimur gluggum. Setustofugluggunum, það vissi hún. Hún hringdi og stofustúlka kom til dyra. „Er herra Forest staddur hjerna?“ spurði hún. „Já, hann er það“, „Væri ’ hægt að fá að tala við hann?“ „Jeg skal spyrja að því. Hvern á jeg að tilkynna?“ „Það er sama um það. Segið að- eins að það sje kona sem vill tala við hann.... Það er mjög áriðandi“. Stúlkan hvarf en kom brátt aftur. „Gerið þjer svo vel og komið inn fyrir. Skrifstofustjórinn kemur und- ir eins“. Florie hafði ekki hugsað um það fyr en nú, að hún hafði verið lát- in standa fyrir utan dyr, þegar hún perði boð fyrir mann sinn. En það var eins og það átti að vera. Þessi ferð var gerð til þess að gera yfir- bót og þá...... ' Frú Forest fartst'þiðin löng. Loks- ins opnaðist hurð og Harry kom- út. Hann staðnæmdist i dyrunum og horfði á hana. Hún tók eftir því hve þreytulegur og sorgbitinn hann var. Nú gat hún ekki á sjer setið. Hún liljóðaði upp og kastaði sjer í faðm hans. „Harry, elskan min. Fyrirgefðu mjer og komdu til mín aftur. Jeg hefi farið skammarlega að ráði mínu..“ „Þei, þei, góða min. Það er alt saman gleymt“. Þær eru vist ekki margar stúlk- urnar, sem eiga jafn viðburðarriku lífi á bak að sjá eins og frú Sara Cohen, þegar tillit er tekið til þess að hún er ekki nema 15 ára. Hún giftist 11 ára, átti barn 12 ára og nú er hún fimtán ára og bóndinn að sækja um skilnað frá henni vegna þess að hún sje svoddan forað. Sarah hefir svarað þessu með þvi, að ákæra manninn um grimmúðlegt athæfi. Amerikumaður einn hefir gert skrá um ýms þrekvirki sem mikilmenni sögunnar hafa unnið á unga aldri. T. d. var Alexander mikli aðeins 25 ára þegar hann hafði lagt undir sig mestan hluta þess, sem þá var kunn- ugt af veröldinni. Napoleon hafði unnið stórsigra er hann var 24 ára og þegar hann var 29 ára, var hann farinn að láta til sín taka sem stjórn- málamaður. James Watt var 23 ára er hann gerði gufuvjelina og Richard Wagner 19 ára er hann samdi fyrstu symfóníu sína. Goethe var á sama reki þegar hann samdi fyrsta leik- rit sitt. Rafael var orðinn frægur maður þegar hann var 21 árs. Læknir nokkur i Bandarikjunum var nýlega að gera keisaraskurð á konu. 1 miðjum klíðum biður hann aðstoðarlækniíin að taka við verkfær- unum og halda áfram læknisaðgerð- inni og að svo mæltu datt hann dauð- ur niður á gólfið. Aðstoðarlæknir- inn. lauk við uppskurðinn og náði barninu lifandi og móðurinni heils- aðist vel á eftir.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.