Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1931, Blaðsíða 4

Fálkinn - 10.01.1931, Blaðsíða 4
4 F Á L K 1 N N Minning Oisla Súrssonar. Siðastliðið sumar gekst nny- mennafjelagið á Bíldudal fyrir þuí, að gjört væri minnísmerki Gísla Súrssonar og Auðar konu hans, i tilefni af því, að nú eru þúsund ár frá fæðinyu Qísla. Birtist hjer mynd af minnis- merkinu. Er þuð högyvið á sliettan flöt á Einhamri. En þar fieli Gísli eftir frældlega vörn, eins'og kunnugt er. 9. ágúst s.l. var merkið afhiúpáð og haldin hátíð þar inn í Bolni í Geir- þjófsfirði. Er hin myndin tekin frá Einhamri og sjer út fjörð- inn, sem er mjög fagur að sum- arlagi. Landið alt upp frá fjarð- arbotninum er skógi vaxið oy áin fellur í ótal fossum, uns hún liðast um sljettar eyrar og fellur i sjóinn. Á eyrunum til hægri handar á myndinni er talið, að bær Auðar hafi staðið■ Sier þar enn móta fyrir lóftum. REYKINGAR Sagnfræðingurin Ro- f KIRKJUM. docanachi befir eigi ------------ alls fyrir löngu skrif- að grein um tóbaksnotkun í kirkjum, sem vakið hefir mikla athygli. Á 17. öld var það, að því er hann segir, svo alsiða, að reykja og taka í nefið í kirkjunum í ltalíu, að Innocens páfi tíundi neyddist til að gefa út páfabrjef um þetta árið 1650. Eigi varðaði þetta þó tóbaksbrúkun í öðr- um kirkjum en Pjeturskirkjunni i Róm, en páfinn hótaði þeim bann- íæringu, sem notuðu tóbak í kór kirkjunnar eða kapellum. Prestarnir voru ekki betri en aðrir;; þeir tóku óspart í nefið bæði meðan þeir voru í stólnum og fyrir allarinu og ljetu jafnvel tóbaksdósirnar liggja á alt- arinu bjá sjer, svo að hægra væri að grípa til þeirra. Árið 1725 leyfði Benedikt páfi á ný reykingar í kirkj- unum, til þess að kornast hjá „rápi þeirra, sem ekki voru svo gripnir af heilögu orði, að þeir gæti setið á sjer að fara út undir messu til þess að fá sjer í nefið eða reykja. Santa-Croce kardínáli flutti tóbak- ið með sjer frá Spáni til ltalíu árið 1565. Það var þá í fyrstu talið ágætt meðal við ýmsum sjúkdómum og var einkum ráðlagt prestum, sem vildu halda vigsluheit sín, því að menn trúðu, að það yki á skapfestu manna. Þetta varð til þess, að allflestir prestar fóru að brúka tóbak, því að víða var holdið veikt. Og svo komu vitanlega aðrir á eftir. ----x---- VAR COLUMBUS Hingað til bafa SPÁNYERJI? — sagnfræðingar tal --------------:— ið Cristófer Col- umbus ítalskan og bera fyrst og fremst fyrir sig ummæli hans, er hann kom til ísabellu Spánardrotn- ingar til þess að fá styrk til vestur- farar sinnar. Sagði hann þá: „Jeg kem frá Genúa, og þar er jeg fædd- ur“. En á síðustu árum hafa margir sagnfræðingar, ekki sist spanskir og frakkneskir, orðið til þess að vje- fenga þetta. Telja þeir Columbus spanskan, og segja, að ummæli hans sjálfs um, að hann væri frá Genúa, sjeu að engu hafandi. Þeir segja, að hann sje frá Galizíu, en Galiziubúa hafði Isabella hatað, því að þeir dróu taum Jóhönnu vitlausu, sem kepti um völd við ísabelJu. Og i þriðja lagi telja þessir sagnfræðing- ar, að Columbus hafi giskað á, að enginn væri spámaður í sinu föður- landi og talið hentugra að látast vera ílali. Þá benda sagnfræðingar á, að eftir að Columbus hafði fundið Ameríku ljetu Genúabúar sig þetta engu skifta og þar mintist enginn á Columbus, þrátt fyrir afrek hans. Nýju sagn- fræðihgarnir segja blátt áfram, að í Genúa hafi enginn kannast við Col- umbus. Og Iikneski var honum ekki reist þar í borginni fyr en 100 árum eftir dauða hans. ítalir segja, að Columbus hafi ver- ið vínkaupmannssonur og fæddur árið 1446. Þessi vinkaupmaður hefir verið til og átti son, sem hjer Cristo- fer. Og nafnið Columbus (Colombo) er talsvert algengt í ítalJu. Þessi Cristófer hefir verið i Genúa árið 1470, svo skjalfest sje. En að því er Columbus segir sjálfur, var faðir hans sjómaður og sjálfur var hann sífelt í siglingum 1469—73. Virðist því vera um annan Cristófer Colum- bus að ræða. Þá er það líka eltirtektarvert, að Columbus talaði jafnan spönsku og skildi mjög lítið i ítölsku. Og alla staði, sem hann fann sldrði hann spönskum nöfnum en ekki ítölskum. Fyrsta sttaðinn skirði hann San Sal- vador, en það er einmitt nafnið á Finnbogi Finnbogason skipstjóri Njálsg. 27, varð fimtugur 5. þ. m. þorpinu, sem sennilegt er að hann sje fæddur í, ef hann er á annað borð fæddur á Spáni. — ------- — En Spánverjar og ítalir eru nokkurnveginn sammála um, að halda því fram, að Columbus hafi fundið Ameríku, fyrstur hvítra manna, en ekki Leifur hepni. Er suðurlandabúum vestan hafs mikið metnaðarmál, að láta svo heita, að Leifur hafi annaðhvort ekki verið til eða að minsta kosti aldrei til Ameríku komið. En sú staðhæfing er vonlaus úr þessu. Tvær þjóðir hafa líka deilt um Leif og ætterni hans — alveg eins og Columbus. Heimildirnar um fæðingarstað Leifs eru ljósari en um fæðingarstað Col- umbusar, þó að Leifur fæddist nær 500 árum fyr. Leifur er fæddur á Dröngum í Strandasýslu. SPJALDSKRÁ YFIR FAGRAR KONUR. í Berlin er til alt, sem fyrirfinst milli himins og jarðar. Því skyldu þá ekki einnig vera þar til birgðir af ungum stúlkum, sem færð er spjald- skrá yfir og afhent eftir pöntunum? Vantar ykkur ungar stúlkur? Hvern- ig eiga þær að vera, bjartar eð ljósar, eða er það einliver sjerstök tegund sem þjer kjósið? Þjer getið fengið sendingu til að velja úr af hvaða stærð og hvaða tegund sem þjer ósk- ið burðargjaldslaust frá Berlín. En þetta getið þjer auðvitað þvi aðeins — það er best að fyrirbyggja allan misskilning — að þjer sjeuð leikhúss- eða kvikmyndaleikstjóri. Annars ekki. Á „Parenna“-spjaldskránni er lýst öllum kostum 300 stúlkna, sem í boði eru. T. d. Nr. 156. Nafn Maria Selters. Listamannsnafn Mary Selton. Aldur 25 ára. Stærð 155 cm. Mitti 70 cm. Hár ljóst með rauðleitum blæ, með ennistopp. Augu gráblá. Sjerfræðingur í að dansa á tánum. Athugasemd vinnur aðeins í Berlín. En það eru fleiri sjergreinar en tádans. Það eru stúlkur, sem mynda „boga“ og „brýr“, það eru stúlkur sem gera alt mögulegt. Nöfnin eru æfintýraleg: Ala, Lery, The Charme Sisters, Elizza la Garda, Baby Rix- ford og það hefir ekkert að segja þó þær í raun og veru heiti eins al- gengum nöfnum og Greta Schmidt, Bertha Schulze og Else Meyer allar saman. Það sem alt veltur á er að geta fundið eitthvert nafn, sem fer vel á auglýsingaspjöldunum. 300 stúlkur bíða eftir að fá vinnu, þær eru altaf tilbúnar. Sumar von- ast eftir heiðri og upphefð, aðrar eru fyrir löngu hættár að vonasl eftir öðru en hinu daglega brauði. Guðjón S. Magnússon skósmið- ur, verður fimtugur 15. þ- m- Hamilton Fish heitir formaður nefndar einnar, sem sett hefir verið til þess að rannsaka útbreiðslu kom- múnismans i Bandarikjunum. Segir hann þá miklu fleiri, en menn hafi haldið og hafi betri samtök og fje- lagsskap en menn gruni. Ilann álit- ur, að Bandarikunum sje um hálf miljón kommúnista, að meðtöldum konum og börnum. ---x----- Þrítug stúlka, Doris Hinton er ný- lega látin á spítalanuin í Notthing- ham. Hún hafði orðið tilfinninga- laus fyrir 5 árum. Þoldi hún til dæm- is að hún væri brend með glóandi járni eða stungin með prjónum. í þrettán mánuði sarofleytt var hún sofandí. í jarðskjálftunum í Tokío i vetur fórust 252 menn og konur, en 143 særðust. 1550 hús hrundu til grunna, en 4637 skemdust meira eða minna. -----------------x—— í Brighton í Englandi hafa lög- regluþjónar fengið viðtæki, sem þeir hafa í brjóstvasanum. Vitanlega hafa þessi tæki hvorki loftnet nje jarð- samband en reynast þó vel, þegar fjarlægðin frá sendistöðinni er ekki meiri en 70— 100 km. Varðstöðin get- ur því sent lögreglumönnunum skeyti hvar sem þeir eru staddir. ---x----- Tveir samvaxnir þrestir fundust nýlega nálægt Brooklyn. Þessir Si- ams-tvíburar eru nú dauðir, en ham- irnir af þeim hafa verið stoppaðir út og eru komnir á náttúrugripa- safn. Byrjið nýja árið ineð nýjum gler- augum ..frá . .Gleraugnabúðinni Laugaveg 2. Jeg og aðstoðarmað- ur ininn — báðir úllærðir sjer- fræðingar — leiðbeina yður og rannsaka sjón yðar ókeypis. Far- ið ekki búðavilt. Munið Lgv. 2. _______ BRUUN ___________

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.