Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1931, Blaðsíða 1

Fálkinn - 10.01.1931, Blaðsíða 1
IV. 2 Reykjavik, laugardaginn 10. jan. 1931 ENSKU HERMANNANNA. HEIÐURSQR0F Myridin, sem hjer birtist er af minn- ismerki því, sem Bretar reistu tit minningar um heimsstyrjöldina. Er það kallað „Cenotaph“, en það þýð- ir tóma gröfin. Er þetta í rauninni heiðursgröf ensku hermannanna, sem fjellu í styrjöldinni miklu, Í91k —1918, en grafnir voru í kirkju- görðunum við vígstöðvarnar. Hafa slíkar grafir stundum verið gerðar áður, til minningar um menn, sem hafa druknað en líkin ekki fundist. Tóma gröfin til minningar um ensku hermennina er í Whitehall i London og stendur í miðri götu, en þar í nágrenninu eru stjórnarráðsr byggingarnar ensku. Var hún gerð árið 1920 en áður hafði verið gerð samskonar gröf til bráðabirgða, sem oígð var daginn áður en friðarsamn- ingarnir voru undirskrifaðir i Ver- sölum, 19. júlí 1919. Er þetta 33 feta hár steinstöpull rjetthyrndur, úr gulum sandsteini, en myndirnar á honum eru úr grænum hörðum steinL sem lítur út eins og bronse. Við þetta minnismerki eru árlega haldnar samkomurnar til minning- ar um vopnahljeð, 11. nóvember. Er þar viðstatt alt helsta fólk þjóðar- innar, með konunginn i broddi fylk- ingar, ræður eru haldnar og blóm- sveigar lagðir við varðann, en það- an er svo haldið til grafar ókunna hermannsins i Westminsterkirkj- uruii. Myndin sem hjer er sýnd var tekin 11. nóvember siðastliðinn og sjest þar konungur vera að leggja krans á minnisvarðann. Að baki honum sjást ráðherrarnir og aðrir stjórnmálamenn, auk þass Indverj- ar þeir, sem taka þátt i Indlands- ráðstefnunni rriiklu i London. Yfir miljón manna voru viðstaddir þessa athöfn, sem jafnan er haldin kl. 11 að morgni. Er þá öll umferð um göt- ur borgarinnar stöðvuð i tvær mínútur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.