Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1931, Blaðsíða 11

Fálkinn - 10.01.1931, Blaðsíða 11
F A L K I N N 11 Yngstu lesendurnir. Fjær og nær. hug að þetta væri hægt. En svona er það nú samt. — En hvað haldið þið svo, að þessi kíkir sje stór? Nei, — það hefir ykkur víst ekki heldur dottið í hug. Hann er 21 meter á lengd og vegur 105 smálestir og stækkunarglerið i honum er 65 senti- metrar i þvermál. Það þyrfti því sterkan inann til þess að bera hann upp að augunum eins og venjulegan kíki! Þetla risavaxna sjóntæki stend- ur við stjörnuturninn í Treptow, skamt fyrir utan Berlín, og er þann- ig fyrir komið, að hægt er að miða honum hvar sem er á himinhvolfið. En það skritnasta er sem sagt, að maður getur sjer stjörnurnar í hon- um á daginn. Þið vitið náttúrlega, að stjörnurnar eru á himninum jafnt á degi sem nóttu, en það er vegna dagsbirtunnar, sem þær hverfa ber- um augum. Þegar sólin kemur til sögunnar hverfa stjörnurnar því að ljós hennar er svo miklu sterkara en þeirra. En í löngum kíki útilokast sólarljósið og maður fær áð sjá sjá stjörnur, sem eru miljónir mílna í hurtu. Nýtt tungl i ýmsum löndum. Þegar listmálari ætlar að mála uýtt tungl getur maður verið viss um, að hann málar það lóðrjett, jafn- vel þótt að það sje alls ekki rjett. En listamennirnir hafa þetta nú svona. En nú vitum við að nýja tunglið lítur mismunandi út eftir því hvar er á hnettinum. Þetta getur þú sjeð á myndinni hjer að ofan. Hún sýn- ir nýtt tungl: 1. á suðurheimskaut- inu, 2. í syðra tempraða beltinu, 3. á miðjarðarbaugnum, 4. i nyrðra tempraða heltinu og 5. á norður- heimskautinu. Þegar þið lítið á þessa mynd dett- ur ykkur liklega i hug, að hún sje nt' gríðarlega stórri fallbyssu, en það er best að segja ykkur undir eins, að þetta er mesti misskilningur. Myndin er af stórum stjörnukíki, og það skritnasta við hann er, að maður get- nr sjeð stjörnur í honum um hábjart- an daginn. Ykkur hefir víst aldrei dottið i Meðal við geðvonsku á morgnana. Erlendis eru til menn, sem fara i sjó á hverjum morgni allan vetur- inn. Hjer á landi er veðráttan svo óhagstæð, að leitun mun vera á manni, sem gerir þetta; en fært hefir verið í frásögur að nokkrir skóla- piltar hafi laugað sig i Bessastaða- tjörn allan veturinn og fLestir orðið langlífir. Nú eru baðklefar gerðir i flestum nýjum húsum i kaupstöðum. En þeir sem hvorki hafa baðklefa nje fara í í sjó geta laugað sig samt. Og þið vilið vist, að það er nauðsynlegt heilsunnar vegna að lauga sig. Það er ekki nema sjálfsagt. Nú skal jeg sýna ykkur hvernig þið skuluð fara að. Þið takið garðkönnu og fyllið hana með vatni og hengið hana á snæri upp í loft, eins og sýnt er á myndinni. Svo hafið þið band i könnunni til þess að taka i; sjá myndina. Og vitanlega þurfið þið að standa í stórum bala, meðan þið tukið baðið. Kðttnrinn og tigrisdýrtð. — Einu sinni var köttur, sem mætti tígrisdýri úti i skógi. — Heyrðu snáði sagði tígrisdýrið ön- ugt, — við erum vist skyLd, þvi að við erum töluvert sviplik. — Ja-á, þetta getur vel verið sagði kötturinn. — En hvernig stendur á, að þú ert svona litill? —O, minstu ekki á það, frændi; það er af því að jeg hefi lent í klónum á hræðilegri ófreskju. — Ilvaða ófreskja er það? — Hún er kölluð manneskja, og er bæði vond og grimm. — Komdu og sýndu mjer hana, lasm, sagði tigrisdýrið, — mig lang- ar að sjá hana. Þetta hlýtur að vera feikna voldugt dýr, úr því að það getur breytt okkur, sem erum svo stór og sterk, i svona lítinn aum- ingja eins og þú ertl — Heyrðu frændi, það er viss- ast fyrir þig, að koma ekki nálægt þeim, annars geta þeir farið með þig eins og þeir fóru með mig og hnoðað úr þjer umskifting. — Heldurðu að jeg sje hræddur við þá? Enginn er eins hraustur og sterkur eins og jeg! Sýndu mjer nú Leiðina, gepillinn þinn! Kettinum var nauðugur éinn kost- ur að gera það. Þeir gengu spö!- korn inn i skóginn, þangað til kött- urinn hrökk við og sagði: — Sjáðu! þarna er það! Tigrisdýrið leit upp og kom auga á mann, sem var að höggva skóg. — Ha, þetta tvifætta þarna? Nú skulum við sjá, — og í sama bili tók hann undir sig stökk og stefndi beint á manninn. Maðurinn varð agndofa af hræðslu. — Heyrðu manni, þú þykist vera sterkari en allir aðrir, en geturðu ráðið við mig? — Jeg er nú ósköp ónýtur maður, I M á I n i n g a-! vörur : I Veggfóður i r. : Landsins stœrsta órval. ; » MÁLARINN <« Keykjavík. ■■■■■! | Þessi RAKBLÖÐ bita best — eru j ■ endingargóð og ódýr. — Fást í ; mörgum sölubúðum og i ■ ■ i Heildverslun I Garðars Glslasonar. svaraði hann, — hjálpaðu mjer held- ur til þess að kljúfa þetta trje — mjer kæmi vel. að fá hjá.p. Jeg skal gefa þjer lamb fyrir, — stingtu bara framlöppunum í rifuna þarna og glentu hana eins og þú getur. Tigrisdýrið gerði það, en það var fleygur í rifunni og maðurinn tók hann úr i flýti. Og tigrisdýrið festi báðar framlappirnar í trjenu. En maðurinn hló og ságði: — Bíddu bara hægur, bráðum kem jeg með Iambið. Og svo fór hann. Tigrisdýrið beit í trjeð og reyndi á allar lundir að sleppa, en það kom fyrir ekki. Trjeð var of þungt og hann logsveið í lappirnar. Loksins hristi tigrisdýrið hausinn og sagði raunálega við köttinn: — Heyrðu, elsku frændi; hvað heldurðu að það verði langt þangað til að jeg verð orðinn eins lílill eins og þú? ■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■ Pósthússt. 2 ■ : Reykjavik \ ■ \ Stmar 542, 254 j og : I 30t(tramkv.stj.) j Alíslenskt fyrirtæki. Allsk. bruna- og sjó-vátryggingar. Hvergi betri nje áreiðaniegri viðskifti. Leitiö uvplýsinpra hjá nœsta umboðsmanni. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■• .•■■■■■■■ ! Versl. Goðaíoss • Laugav. 5. ■ ■ : Simi 436. Elsta verslun I borginni i hreinlætisvörum. Hefir ávalt fyrirliggjandi: ILMVÖTN Houbigant Mouson Coty Burstasett Naglaáhöld Ilmsprautur Hálsfestar Eyrnarhringi og allskonar hreinlætisvörur. Crem og Púður Best er að augtfsa i Fálkanum

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.