Fálkinn


Fálkinn - 17.01.1931, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.01.1931, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Ferð yfir Hofsjökul. Síðastliðið sumar fór Austurríkismaðurinn dr. Josef Keindl úsaml landa sínum J. Giptn- er yfir þveran Hofsjökul frá suðvestri lil norðausturs. Fóru þeir í bifreið úr Reykjavík austur að Geysi en þaðan á hestum inn að jökli. Hinn 27. júlí genyu þeir á jökulinn og komusl fyrsta daginn í áfangastað norðaust- an við Blágnípu. Næstu tvo daga voru þeir á jöklinum. Lágu þeir á nóttunni í tjöldiim, sömu tegundar og þau, sem dr. A Wegene.r notar í Grænlandsför sinni og reyndust þau prýðibega. 29. júlí voru þeir á hájöklinum, í 1600 metra hæð en daginn eftir komusl þeir að jökulröndinni aftur, sunnan við Klakk og fundn þar vatn undir [jallinu, sem þeir nefndu Klakksvatn. Þetta er í fyrsta sinn, sem gengið hefir verið yfir Hofsjökul. Sigurður Greipsson í Haukadal fylgdi þeim Austurríkismönnunum upp að Kerlingafiöli- um, en sneri þar aflur með hestana. Þegar þeir dr. Keindl komu niður af jöklinum, skamt fyrir sunnan Iílakk hjeldu þeir áfram fól- gangandi noröur og komu niður í Austurdal i Skagafirði. Hofsjökull og nágrenni hans er lítl kannað og hefir aldrei verið farið alla leið yfir jökulinn, en árið 1910 fór Þjóðverjinn dr• Wunder nokkuð norður eftir honum og svo vestur af. Víðast hvar var greiðfært á jökl- inum í sumar og fengu þeir f jelagarnir sæmi- legl veður alla leið. Fyrsta myndin er tekin uppi á jökli. Höfðu þeir fjelagarnir sinn sleðann hvor. Önnur myndin sýnir hvernig nmhorfs er á jöklin- nm suðvestanverðum. Er Blágnípa og Kerl- ingafjöll í baksýn. En á þriðju myndinni er útsýn yfir Klakksvatn, með rekís frá skrið- jöklinum. Jóhannes Jóhannesson fyrver- andi bæjarfógeti verður 65 ára í dag. Lúðvig Lárusson kaupmaður varð fimtugur 11. þ. m. Þegar Rómverjar bygðu London. Margir vísindamenn hafa reynt að kornast fyrir ]>að, live London, mesta horg heimsins, sje gömul. Sumir hakla ])ví fram, að áður en sögur hófust í Vestur-Evrópu hafi horg staðið við Thames, þar sem London er nú, en aðrir, þar á meðal, hinn frægi fornfræðingur dr. Mortimer Wheeler, halda því fram, að Róm- verjar hafi stofnað horgina og að hún hafi bygst við fyrstu brúna, sem þeir hygðu yfir Thames. Að Róm- verjar hafi hygt fyrstu brúna, sem á ána var sett, þykir tæplega vera nokkrum vafa bundið, því að hinar norðlægu fornþjóðir kunnu fátt til þessháttar mannvirkjagerðar, en hinsvegar voru Rómverjar ágætir brúasmiðir, eins og sannast af verk- um þeirra, eigi aðeins lieima fyrir heldur og í nýlendum þeirra eða skattlöndum norðan Alpafjalla. Má þar minna á brýrnar yfir Rín. Dr. Wheeler heldur því fram, að engiii borg hafi staðið við Thames þegar Rómverjar komu þangað fyrst. Að visu sje London keltneskt orð, en það sanni ekkert, því að Róm- verjar hafi oft notað staðaheiti þjóð- anna, sem fyrir voru. Engar forn- menjar hafa fundist i jörðu i Lond- on, er bent get} á það, að bygð hafi verið þar áður en Rómverjar komu til sögunnar. Þar hafa t. d. ekki fundist neinar af leirkrukkum þeim, sem finnast í jörðu þar sem Keltar- bygðu. Einstaka bronceáhöjd hafa að visu fundist, en svo fá, að þau þykja ekkert sönnunargagn fyrir þvi, að þarna hafi verið bygð á bronce- öldinni. Á fornsögutímanum var England al.t þakið þjettum eikarskóg- um en bygðin mjög strjál. Þykir sennilegt, að þá hafi ekki verið meira en 700—800 fjölskyldur á öllu Suður-Englandi, og þetta var hægra um vörn, bæði gegn mönnum og skepnum. Einkum setti fólk bústaði sína við fjörur, þar sem flatneskjur voru og eigi langt til vatns. Með- fram Thames voru þá alstaðar þjettir skógar og þó að fjörur væri við ána þar sem London nú er, mælir ýmislegl á móti þvi, að menn sett- ust þar að t. d. á steinöld, m. a. það, að áin var svo breið, að óhægt var að komast yfir hana á fleytum þeim, sem menn höfðu þá. Ofar upp með ánni, þar sem hún mjókkaði, voru betri skilyrði, enda hafa fundist miklar steinaldarmenj- ar þar sem nú lieitir Hammersmith og Mortlake. Hafi verið fornaldar- borg við Thames þá hefir hún verið þarna, en ekki þar sem sjálf London er. Hyrningarsteinninn að hinni nú- verandi London var lagður á 1. öld þegar Rómverjar komu þangað. Þeir tóku undir eins að leggja vegi og til þess að sameina vegina beggja megin árinnar bygðu þeir fyrstu brúna á Thames, á þeim stað sem núverandi London Bridge er nú. Að því er sjeð verður á fornmenjum byrjaði borgin að byggjast við ])essa brú. Nleð Róm- verjum og yfirráðum þeirra blómg- aðist verslun og framleiðsla í land- inu og það þykir sennilegt, að stofn- ár borgarinnar sje árið 43, eða el' lil vill 20 árum síðar, þegar hinir fyrstu rómversku kaupmenn fóru að venja komur sínar til Englands, eftir að herir Rómverja höfðu lagt landið undir sig og friðað það. Af ýmsum menjum, sem fundist hafa við jarðgröft í London, þykir sannað, að borgin hafi verið 00 ára gömul þegar Boadicea lagði hana í eyði og að hún hafi náð frá Tow- erkastala og upp að hæðinni, sem Sí. Pálskirkjan stendur á. Borgir þær, sem Rómverjar slofn- uðu norðan Alpafjalla voru allar- víggirtar og var London tajin að stærð hin ö. í röðinni hinna víggirtu horga. Eigi vita menn hvenær Róm- verjar hlóðu múra kringum London; hyggja margir að það hafi verið á þriðju eða fjórðu öhl, því að þá voru ýmsar borgir í Englandi víggirtar til. þess að verjast árásum Tevtóna. Dr. Wheeler Hyggur þó, að víggirð- ingin um London sje miklu eldri, slærð hin 5. í röðinni hinna víggirtu að Boadicea rjeðist á London. Víg- girðingarnar eru nefnilega afarvand- aðar og „bygðar við vöxt“, meðan veldi Rómverja stóð sem liæst, en hinsvegar eru víggirðingarnar um hina bæina mjög ])röngar og gerðar af vanefnum. Önnur sönnun fyrir því að Lundúnamúrinn sje svona gamall er sú, að rómverski múrinn um Glouchester, sem menn vita að bygður er um árið 100, er mjög lík- ur Lundúnamúrnum að frágangi og byggingarlagi. f London reistu Rómverjar höll, sem efalaust hefir verið stærsta höll sinnar tíðar, norðan Alpafjalla. í höll þessari var ráðhús borgarinn- ai', rjettarsalir og kauphöll. Stóð hún þar sem nú er Leadenhall. Var bygg- ing ])essi 180 metra löng og súlna- göng alt umhverfis. Byrjið nýja árið með nýjum gler- augum ,.frá . .Gleraugnabúðinni Laugaveg 2. Jeg og aðstoðarmað- ur minn — báðir útlærðir sjer- fræðingar — leiðbeina yður og rannsaka sjón yðar ókeypis. Far- ið ekki búðavilt. Munið Lgv. 2. ______ BRUUN ____________ Herbertsprent er allrabest

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.