Fálkinn


Fálkinn - 31.01.1931, Síða 9

Fálkinn - 31.01.1931, Síða 9
F Á L K I N N 9 Jarðarför Joffre Frakklandsmar- skálks fór fram 7.þ. m. í París. Var viðhöfnin meiri en þegar Clemen- eeau gamli var borinn til moldar,enda luifði hann skipað að koma sjer í gröfina án þess að nokkur vissi. En Joffre var jarðsettur að hermanna- sið og er sagl að fteiri hafi verið við- staddir jarðarför hans en Foch mar- skálks. Lík Joffre var flutt í Notre Ðamekirkjuna nokkrum dögum fyr- ir jarðarförina og var óslitin fólks- straumur um kirlcjuna frá morgni til kvölds til þess að skoða kistuna. Þar voru síðan haldnar útfararræð- ur og því næst hjelt líkfylgdin að sigurboganum og var staðnæmst þar og ötl umferð stöðvuð í borginni í eina mínútu, meðan nokkur orð voru töluð við gröf ókunna lxer- mannsins. Síðan var haldið aftur til Notre Damekirkjunnar og lýsti Par- ísarbiskup þar blessun drottins yfir hinum látna en síðan haldið í Irívalidekirkjuna og kistan sett í grafhvelfingu þar. En síðan verður kistan flutt í einkagrafreit, sem gerð- ur verður í garði Joffres, á heimili hans í Louvecienne. Hjer á mynd- inni sjest sigurboginn og Notre Damekirkjan t. h. en t. v. Invalide- kirkjan að innan. iti! ÉfÍtlfÉ i > ( ,v.« ;,'.S ■ :;i 1 |§ §gfl 1 WWtötdÉÍ Sf8W*S hif m Loftsteinar eða metorar falla oft til jarðar úr himinhvolfinu og í mörgum þeirra er að kalla hreint járn, svo sem í loftsteinum, sem fundist hafa í Grænlandi. í lllinois í Ameríku fjell einn af stærstu loftsteinum, sem menn þekkja til frá vorum dögum, núna um jólin, þó hann sje lítill í samanburði við loftsteina, sem fundist hafa i jörð, en ókunnugt er um, livenær borist hafa til jarðarinnar. í Arizona fanst gígur árið 1906, myndaður af loft- steini. Var gígurinn L!/2 km. í þvermát og er enn 670 fet á dýpt, en hefir fylst. Hyggja menn að hann hafi verið um 1100 fet í fyrstu. / gígnum hefir fundist mikið af hreinu járni og hefir loft- steinninn sennilega hroklcið i mola er hann lcom við jörðina. Telja vísindamenn, að loftsteinn þessi hafi verið hOO fet í þver- mál. Á efri myndinni er teikning af gígnum og hefir loftsteinninn komið skáhalt á jörðina, frá vinstri og þykir líklegt, að ef eitt- hvað sje eftir af honum verði að leita í beina línu í framhatdi af gígsbarminum til hægri. Neðri myndin sýnir mynd af gígnum, tekna úr loftinu. 1 stórverslunum erlendis ber það ósjaldan við, að fólk kemur og skoðar vörur, kaupir svo eitthvað smáræði, en stelur miklu. Mest ber á þessum búðarþjófnaði fyrir jótin, því að þá er mest ösin. Sumt þetta fólk hefir nóg fyrir sig að leggja og nóga peninga til að kaupa fyrir, en þjáist af stelsýki, en annað gerir sjer þetta að atvinnu, að senda prúðbúið fólk í verslanirnar og táta það stela því sem mest fjemæti er í, að tiltölu við fyrirferðina. Til þess að verjast þessu hafa verslanirnar fjölda leynispæjara í þjónustu sinni, sem eru innan um viðskiftamannahópinn og látast vera að kaupa varning. Myndin sýnir algengan atburð: Kona, sem sennilega þjáist af stelsýki hefir komist í búðardeild þar sem enginn er inni og er að stela sjer hatti. En spæjarinn sjer til henn- ar. Hann hefir gát á spegli þar sem hann sjer konuna án þess hún sjái hann. Stundum er varningurinn aðeins tekinn af stel- sjúku fólki og það er svo látið sleppa, en atvinríuþjófarnir njóta engrar miskunnar.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.