Fálkinn


Fálkinn - 14.02.1931, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.02.1931, Blaðsíða 11
F Á L K I N N 11 Yngstu lesendurnir. Tómstundavinna. Það eru tveir sem leika. Þeir hafa hvor um sig spilapeninga, en svo hægt sje að þekkja þá í sundur verð- ur að liafa þá bæði ferkantaða og kringlótta. Sá sem hefir ferköntuðu spilapen- ingana leggur þá á reitina sem merktir eru með X og sá sem hefir kringlóttu peningana leggur sína á reitina, sem merktir eru með Y. Nú flytja þeir, sem spila saman um einn reit, en þeir verða allaf að fylgja iínunum l'rá einum reit á ann- an. Kringlóttu peningarnir mega að- eins koma á kringlóttu reitina og ferköntuðu á þá ferhyrndu. Báðir mega þó koma á reitina, sem eru i svörtu ferhyrningunum með hvita hringnum innan i. Það sem þeir keppa um er hver verður fyrri til að koma peningum sínum á hina þrjá samhangandi reiti. Þeir mega aldrei flytja yfir og ekki heldur nota leiðir mótstöðumanns- ins, og auðvitað má aldrei vera nema einn peningur á hverjum reit i einu. Sá, sem er fyrri með sína peninga hefir unnið. Sá sem tapar á þó að Ijúka sínu tafli svo hinn geti sjeð hve marga vinninga hann hefir. óþægilegur árekstur. Dag nokkurn var músamamma úti að ganga með tvær litlu mýslurnar sinar Pip og Pyll. Frú Mús var nýlega orðin ekkja. Manninum hennar, sem hafði verið hreinasta gáfnaljós liafði þó orðið það á að láta fleka sig í músagildru, og nú varð ekkjan hans að vinna baki hrotnu til þess að geta haft ofan af fyrir börnunum. Og hún gerði það með hinum mesta sóma þvi bæði Pip og Pyll voru feit og pattaraleg, hraust og lieilbiigð. En þau voru bæði fremur óþekk af því, að þau höfðu verið í svo miklu eftirlæti. —■ Hversvegna verðum við altaf að hlaupa, sögðu þau, hversvegna megum við ekki aka í bil eins og hann tvifætlingur, sem hendist áfram þarna úti á veginum. Og svo ýtfruðu ]iau og skræktu og þeim var ekki að aka úr stað. — Jæja, sagði frú Mús, sem ekkert rjeði við óþektarormana. Ef þið get- ið búið ykkur tit bíl sjálf, þá megið þið svo sem fá hann. Jeg veit af slað ]jar sem nóg efni er til i slíkan bíl, en það er bara um að gera að kunna að setja hann saman á rjettan hátt. Pip og Pyll hoppuðu og dönsuðu við tilhugsunina um að fá að aka i híl og litlu seinna hlupu þau öll. inn í nærliggjandi kjarr, þar var alt sem þau þurftu með til bílgjörðarinnar. Hjólin bjuggu þau til úr fjórum kastaníuhnotum. Yfirbygginguna úr skreppublaði. Stýrið gjörðu þau úr akarni, sem hafði langan legg. í aft- urluktina notuðu þau flugusvepp, og í framluktirnar höfðu þau tvo lýs- andi fífla. Nú þóttust þau heldur en ekki merkileg og litu'hvorki til hægri nje vinstri. Þá var það að stór froskur staðnæmdist rjett fyrir framan vagn- inn, það var ómögulegt að komast hjá árekstri og froskurinn datt, vagn- inn valt um koll, og mýslurnar ultu sin í hvora áttina og þetta ágæta far- artæki splundraðist alt, og það áður en þau voru búin að fá merkiplötu á það. Hálfgert listaverk. Fólki þykir altaf gaman að þvi þegar listamennirnir koma fram á sjónarsviðið og teikna á nokkrum mínútum fallegar myndir með hinum fegurstu litum. Þetta getur hver ykk- ar sem er einnig gert, ef þið aðeins vitið livernig á að fara að því, og nú skal jeg segja ykkur það. Þið fáið ykkur litmynd t. d. oliu- málverk, spennið fast á tréramma og limið það upp á tréplötu. Síðan leggið þið fínan hvítan silki- pappír yfir myndina. Ekki má þó líma hann á nema yst út við kant- ana. Þegar þið svo ætlið að sýna listir ykkar sem listmálarar eða hraðteikn- arar, þá málið þið hara eftir mynd- inni, sem undir er, ekki með olíu- litum lieldur með hreinni olíu. Venjuteg matarolía er ágæt tit þessa. Þú strýkur hana yfir silkipappirinn með mjúkum pensli, og hagar þjer auðvitað á meðan alveg eins og mál- arar gera, með ýmsum tilburðum, rýnir með augunum og svo fram- vegis. Við hverja stroku koma litirnir í ljós á hinum þunna pappír, og innan skamms er alt málverkið koinið í tjós án þess að áhorfendurnir viti að þeir sjeu hrögðum beittir. Miklar birgðir ávalt fyrirliggjandi af nýtisku hönskum i Hanskabúðinni er bragðbest og drýgst. Húsmæður! Reynið einn pakka í dag. Fæst allsstaðar. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■>■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ! | j M á I n i n g a-1 ■ ■ ■ ■ vörur : : ! Veggfóður : Landsins stærsta úrval. UmálarinnJ Reykjavík. Til daglegrar notkunar: ♦ „Sirius“ stjörnukakó. S 3 Gætið vörumerkisins. Vóllrlnn er viðlesnasta blaðið, FUlnliill er besta heimilisblaðið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.